Tíminn - 16.01.1973, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.01.1973, Blaðsíða 1
1 III......... I I — alþýðu- IANKINN HF. FUNDARSALIR ,,Hótel Loftleiðir" miðast við þarfir alþióðaráðstefna og þinga, þar sem þýða þarf ræður manna jafnharðan á ýmis tungumál. LITIÐ A SALARKYNNI HOTELS LOFTLEIÐA — EINHVER ÞEIRRA MUN FULLNÆGJA ÞORFUM YDAR. ________________________________ Blóði drifinn harmleikur í Breiðholtshverfi: TVEIR MENN KOMU I VEG FYR- IR FJÖLDAMORÐ ( YRSUFELLI Hagladrífan hefur þarna lent I huröarkarminum á baöherberginu eins og greinilega sést á þessari mynd Guöjóns Einarssonar. FUNDNAR ÞRJÁR LOÐNUGÖNGUR ÞÓ-Reykjavík Vélskipiö Eldborg GK 13 frá Hafnarfirði fékk 200 lestir af loðnu úti fyrir Austfjörðum i fyrrinótt. Aflann fékk skipið i flotvörpu i þrem hölum. Þá landaði Eldborg 70 lestum af loðnu á Eskifirði i fyrradag en af þvi magni fóru 60 tonn i frystingu. Suðurmörk loðnugöngunnar eru nú austur af Glettinganesi, þó er hugsanlegt, að eitthvert magn sé komið sunnar. A svæðinu úti af Glettinganesi voru góðar torfur í fyrrinótt, sem voru á 40-60 faðma dýpi, sagði Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, er við ræddum við hann um borð f rannsóknar- skipinu Arna Friðrikssyni i gær. — Austur og norðaustur af Langanesi finnst einnig nokkuð mikið loðnumagn og á svæði 25-70 sjómilur austnorðaustur af Kolbeinsey fundum við nokkurt loðnumagn um helgina. 1 þeirri göngu var talsvert af ókynþroska loðnu, sem ekki gengur suður með landinu að þessu sinni, en skilur sig frá kynþroska loðnunni, •þegar hún nálgast landið. Reyndist allt að 30-50% vera ókynþroska loðna, og fór prósentutalan vaxandi eftir þvi, sem vestar dró. Jakob sagði, að það virtist vera talsvert magn, sem væri i fyrstu göngunni, og það sama mætti segja um hinar tvær sem á eftir kæmu. Þá sagði hann, að 15. janúar i fyrra hefði fyrsta loðnu- gangan verið aðeins 10 sjómilur frá Hvalnesi, og eftir því, sem hann bezt vissi, þá væri fyrsta loðnugangan komin 90 sjómilum skemmra nú en á sama tíma i fyrra. Jakob sagði, að ef það væri rétt hjá sér, að engin loðna væri komin suður fyrir Glettinganes, þa byggist hann ekki við, að veiðar með nót gætu hafist fyrr en um eða eftir áramót. Annars er erfitt að segja nokkuð um það, sagði Jakob, þvi við eigum eftir að kanna betur hraðann á loðnu- göngunni. En það er samt fullvist, að loðnuveiðarnar hefjast eitthvað seinna en i fyrra. Fótur skotinn undan öðrum í viðureign við óðan mann með haglabyssu, er óður hafði sært fyrrverandi tengda- móður sína og móg KJ-Reykjavik Tveir menn, þeir Haf- steinn Jósefsson og Ólafur ögmundsson, sem afvopnuðu skot- árásarmanninn, Harald ólafsson, i fjölbýlis- húsinu Yrsufelli 11 um miðjan dag á sunnudag, hafa með snarræði sinu sjálfsagt afstýrt fjölda- morðum þarna i stiga- húsinu. Þeir sýndu það áræði að ráðast að Ilaraldi vopnuðum tvihleyptri haglabyssu, en Hafsteinn varð að gjalda fyrir þetta áræði sitt, þvi að hann fékk skot i fótinn, og varð að taka hann af ofan við hné á sunnudagskvöldið. Þeir Hafsteinn og Ólafur eru vinnufélagar og ætluðu að fara til vinnu þennan dag, en lentu i þess stað í þvi að afvopna vopnaðan árásarmann. Aður en þeim tókst að yfirbuga árásarmanninn, hafði hann sært fyrrverandi tengdamóður sinar, Elinu ólafsdóttur og son hennar með haglabyssunni, og enn er ekki útsftð um, hvernig Eiin fer út úr skotárásinni. Þórhallur sonur hennar er aftur á móti kominn heim til sin, en hann er fimmtán ára og sá hann þegar árásar- maðurinn kom aö húsinu.Hann gat komizt út úr íbúöinni eftir að hafa orðið fyrir meiðslum af völdum árásarm annsins, og skreið eftir svalahandriðum yfir i næstu íbúð. Þar mátti hann hlusta á skothvellina og óp móður sinnar, þar til lögreglan kom. Arásarm aðurinn hefur oft- sinnis komizt i kast við lögregluna, eftir að hann og fyrr- verandi eiginkona hans skildu. Þau þrjú ár, sem liöin eru, mega teljast ein samfelid árásar- og ógnunarsaga, og jafnt utanlands scm innan. Hefur árásar- maðurinn verið hnepptur i varð- lialtl, og verið undir læknishendi á Klcppi, en stöðugt haldið áfram árásum og hótunum sinum. Fyrrverandi eiginkona hans hefur nú um hrið dvalizt i Dan- mörku, en kom heim fyrir fáeinum dögum, og dvaldist i íbúð ntóður sinnar að Yrsufelli 11, en var nýfarin út, þegar árásar- manninn bar að garði. Þrátt fyrir að lögreglan brygði skjótt við, þegar hringt var i hana á sunnudaginn, leið nokkur stund, þar til árásarmaðurinn hafði verið handtekinn, en i tilfellum sem þessum, munar um hverja minútuna. ibúar i Breiðholts- hverfi hafa látið i Ijós óskir um, að komiö verði upp lögreglustöð i hverfinu og óskirnar munu verða æ háværari eftir þennan ógnvekjandi atburð, þegar segja má, að það sé aöeins að þakka áræði og snarræöi tveggja manna, að ekki voru framin þarna fjöldamorð. Lögregluþjónn heldur á tveim siöustu skothylkjunum úr hagla- byssunni á árásarstaðnum. ENN ÁRÁS í BREIÐH0LTI Klp-Reykjavik A sunnudaginn var ráðizt á 12 ára gamlan pilt, þar sem hann beið eftir strætisvagni i Breiðholti. Það voru tveir piltar á vélhjólum, sem veittuzt aö honum, og kröfðust þess, að hann léti sig hafa alla peninga, sem hann heföi meðferðis. Þegar hann sagði þeim, að hann ætti enga peninga, réðust þeir á hann og börðu hann i and- litið og magann. Héldu þeir siðan á brott, og skildu hann eftir liggjandi i blóði sinu á götunni. Drengurinn sagði lögreglunni, að hann þekkti ekki þessa pilta, en hann gat gefið henni mjög góða lýsingu á þeim og vélhjólum þeirra. Er málið nú i höndum hennar, og er haft auga með öllum vélhjólapiltum og klæðnaði þeirra. Árásir, þjófnaðir og önnur of- beldisverk eru nú orðin nær dag- legur viðburður I Breiðholti, og er þvi ekki að undra, þó fólkið þar óski eftir auknu eftirliti lögreglunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.