Tíminn - 16.01.1973, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Þriðjudagur 16. janúar 1973
Eitt fremsta hana-
knattleikslið Júgó-
slava væntanlegt til
landsins
- Zagreb kemur um
að liðið hefur leikið f
er eitt allra sterkasta
Kilt af toppliöunum i júgó-
slavneskum handknattleik,
ZAGRKB, er væntanlcgt hingað
uin miöjan febrúar i boði KK.
Zagreb, sem er eitt af allra
stcrkustu handknattleiksliðum
Kvrópu i dag, er að fara i
kcppnisferöalag til Vestur-
Þý/.kalands i byrjun fcbrúar,
þar sem liðið mun leika nokkra
lciki. Siðan er liöiö væntanlegt
til islands og mun leika hér 2-3
leiki.
Stjórn Handknattleiksdeildar
KR stendur nú i samningum við
Zagreb. Júgóslavneskur hand-
knattleikur er ekki með öllu
í booi KR
miðjan febrúar, eftir
V-Þýzkalandi. Zagreb
félagslið Evrópu í dag
óþekktur hér á landi — Partizan
Bjelovar, núverandi Evrópu-
meistarar i handknattleik, hef-
ur komið hingað tvisvar og leik-
ið gegn Fram (196/J og FH
(1971) i Evrópukeppni. Þá hefur
landslið Júgóslaviu leikið hér á
landi. Með Zagreb leika margir
landsliðsmenn, og með liðinu
koma hingað tveir styrktarleik-
menn, sem eru einnig landsliðs-
menn. Má þvi segja, að liðið sé
eitt það allra sterkasta, sem
hefur komið til Islands. Zagreb
hefur 11 sinnum orðið Júgó-
slaviumeistari. Nánar verður
sagt frá liðinu siðar. —SOS.
KR-liðið er byrjað að æfa
af fullum krafti
undir leiðsögn
Karls Guðmundssonar
- Björn Árnason og Baldvin Baldvinsson
leika með liðinu í sumar
1. deildarlið KU i knattspyrnu
cr nú byrjað að æfa af fullum
krafti undir leiðsögn Karls Guð-
mundssonar, hins kunna knatt-
Karl Guömundsson.
spyrnuþjálfara. Liðið æfir þris-
var i viku, og mæta um 30 ieik-
menn á æfingar liðsins. ,,Ungu
Ijónin", eins og liðið var kallað i
l'yrra sumar, cr citt yngsta 1.
deildarlið okkar. I liðinu leika
inargir cfnilegir leikmenn, sem
eiga örugglega eftir að halda
merki KR hátt á lofti i framtið-
inni.
KR-liðið hefur endurheimt tvo
kunna leikmenn, sem léku með
liðum út á landi s.l. sumar. Það
eru þeir Björn Arnason (lék
með Þrótti, Nes.) og Baldvin
Baldvinsson (lék með Völsung-
um). Báðir þessir leikmenn
verða i Reykjavik i sumar, og
eru þeir byrjaðir að æfa með KR
af fullum krafti.
Efsta liðid í 2.
deild er nú
komið á botninn
— Keflavíkurliðið, sem hefur ekki tapað
leik,er nú neðst í 2.deild í handknattleik
með ekkert stig. Liðið hefur leikið
með ólöglegan leikmann.
Allt bendir til þess, að Kefla-
vfkurliöið sem leikur i 2. deild
handknattleiks, missi öll sex
stigin, sem liðið hefur hlotið I 2.
dcild. Astæðan fyrir þvi er, að
með liðinu hefur leikið ólöglegur
leikmaður — Keflvíkingar hafa
ekki tilkynnt félagsskipti Þor-
steins Ólafssonar, hins kunna
markvörðs i knattspyrnu, en
hann lék með Armannsliöinu i 2.
deild I fyrra.Ef Keflavikurliðið
missir stigin, er það sorglegur
endir á góöri byrjun hjá liðinu,
— liðiö er nú efst i 2. deild hefur
hlotið sex stig, eftir þrjá leiki.
Að vera efst með sex stig, en
vakna siðan við vondan draum
— komið i neðsta sæti með
ekkert stig, er ekkert skemmti-
legt fyrir hiö unga og efnil. lið
Keflvikinga. Það er vitavert
kæruleysi hjá stjórn handknatt-
leiksdeildar IBK, að hafa ekki
tilkynnt félagsskipti Þorsteins
Ólafssonar — kæruleysi sem er
engin lyftistöng fyrir hand-
knattleiksiþróttina i Keflavik.
Geir Hallsteinsson skorar hér eitt af mörkum sinum gegn Viking. Nær troðfullt var i Laugardalshöll-
inni, þegar liðin mættust, og fengu áhorfendur aðsjá skemmtilegan handknattleik. (Timamynd Gunnar)
Víkingur glataði niður 5
marka forskoti gegn FH
- en tók góðan endasprett undir lokin, og Einar Magnússon jafnaði 22:22
úr vítakasti, þegar örfáar sekúndur voru til leiksloka.
Vikingur fór illa aö ráði sinu
gegn FH á sunnudagskvöldið,
þegar liðin mættust i I. deildinni i
handknattleik. Leikmenn liösins
glopruðu 5 marka forskoti 14:9
niöur á klaufalegan hátt, þeir
hreinlega réttu FH-ingum
knöttinn upp i hendurnar i sókn.
FH jafnaði 17:17 og komst yfir,
19:17, en þá vöknuðu Vikingar af
vondum draumi og jöfnuðu 19:19,
20:20 21:21 og 22:22 á siöustu
stundu, þegar Kinar Magnússon
skoraði úr vitakasti. Vikingsliðið
getur sjálfu sér um kennt, að liðiö
hafi ekki hlotið bæði stigin i
leiknum. Liðið hafði alltaf forustu
i leiknum nema siðustu 12
minúturnar.
Geir Hallsteinsson skoraði
fyrsta mark leiksins á fyrstu
sekúndunum. — Vikingur svaraði
með fjórum mörkum, og staðan
var 4:1, eftir aðeins 6 min.
Vikingsliðið hélt forskotinu út
fyrri hálfleikinn, sem endaði 11:9.
Vikingsliðið byrjaði af miklum
krafti i siðari hálfleik, Jón
Sigurðsson, Sigfús og Stefán
skoruðu fyrstu mörkin, og staðan
var orðin 14:9 fyrir Viking, — þá
hreinlega féll allt saman hjá
Viking. Leikmenn liðsins urðu
kærulausir og glopruöu knettin-
um hvað eftir annað til FH-
inga sem skoruðu hvert mark-
ið á fætur öðru, fjögur með
hraðupphlaupum, sem voru
ódýr, fjögur eftir gegn-
umbrot, eitt af linu og Auðunn
Óskarsson skoraði eitt með laf-
lausu langskoti, sem Rósmundur,
sem stóð sig vel i markinu hjá
Viking, missti klaufalega inn.
FH-liðið breytti stöðunni úr 14:9 i
17:19 á 15 min. Það vakti furðu
áhorfenda, að tvö mörk, sem Geir
skoraði með gegnumbrotum,
voru greinilega skref á hann
þegar hann hljóp i gegnum
Vikingsvörnina, en það viröist
sem dómarar dæmi ekki skref á
leikmenn i handknattleik.
Einar Magnússon skoraði fimm
siðustu mörk Vikings gegn FH,
það siðasta úr viti á siðustu
sekúntu, og lauk leiknum með
jafntefli 22:22.
Varnarleikurinn hjá Viking var
lélega hliðin á leik liðsins, gegn
FH. Ef Rósmundur hefði ekki
varið mjög vel i markinu, hefði
FH-liðið unnið léttan sigur.
Sóknarleikur Vikings er sterkasta
vopn liðsins. Liðið hefur á að
skipa góðum langskyttum, sem
hafa auga með linunni. Beztir hjá
Vikingi voru þeir Einar Magnús-
son og hinn hreyfanlegi linu-
spilari, Jón Sigurðsson.
Geir Hallseinsson bar höfuð og
herðar yfir aðra leikmenn FH
eins og vanalega. Hann „fintaði”
sig oft skemmtilega i gegnum
Vikingsvörnina, og skothæfni
hans er oft aðdáunarverð — sér-
staklega þegar hann sendir
knöttinn i hornið nær, þegar hann
skorar með langskotum. Þá var
Auðunn Óskarsson mjög traustur
i leiknum, og er hann að komast i
sitt gamla landsliðsform, og er
ekki að efa, að hann vinni sætið
sitt i landsliðinu aftur með þessu
áframhaldi.
Eftirtaldir leikmenn skoruðu
mörk liðanna i leiknum:
FH: Geir Hallsteinsson 8 (1
viti), Viðar Simonarson 4,
Auðunn Óskarsson, Gunnar
Einarsson og Jónas Magnússon
þrjú hver og Birgir Björnsson
eitt.
VikingurEinar Magnússon 8 (4
viti), Guðjón Magnússon 5, Jón
Sigurðsson 4, Páll Björgvinsson
og Stefán Halldórsson tvö hvor,
Viggó Sigurðsson og Sigfús
Guðmundsson eitt hvor.
Magnús V. Pétursson og Valur
Benediktsson dæmdu leikinn, og
skiluðu þeir hlutverkum sinum
nokkuð vel.
-SOS.
Bluefield State
College kom ekki
— fyrirhugaðir körfuknattleiksleikir
liðsins gegn landsliðinu falla því niður
Bandariska körfuknatt-
leiksliðið Bluefield State
College frá Vestur-
Virginiufylki, sem átti að leika
hér tvo leiki i boði Körfu-
knattleiksráðs íslands og
Upplýsingaþjónustu Banda-
rikjanna, gegn landsliði Is-
lands i körfuknattleik i kvöld
og annað kvöld kom ekki til
landsins á leið.sinni frá
meginlandi Evrópu til Banda-
rikjanna.
Leikirnir, sem voru fyrir-
hugaðir, falla þvi niður, og
verða þvi venjulegir æfinga-
timar i Laugardalshöllinni.