Tíminn - 16.01.1973, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 16. janúar 1973
TÍMINN
5
NÚTÍMA TILHLEYPINGAR
- hrútur á snjósleða svar við hippum á mótorhjóli?
JK—Egilsstöðum
Þegar hriðirnar gerði i haust,
áttu Möðrudalsbændur 30 ær inni i
Arnardal, en hann er um 30 km
fyrir sunnan Möðrudal. Sökum
snjóþyngsla á heimleiðinni var
vonlaust að koma þeim til húsa,
en i Arnardal var alltaf jörð að
hafa. Illt þótti bændum, þegar
leið að fengitima, að vita ær sinar
hrútlausar. Gripu þeir þvi til þess
ráðsaðsetja einn hrúta sinna upp
á snjósleða og aka meö hann inn i
íslendingar í auðlindanefnd
ísland hefir verið kjörið i auð-
lindanefnd Sameinuðu þjóðanna
til tveggja ára. 1 nefndinni eiga
sæti 54 riki og eru þau kjörin af
efnahags- og félagsmálaráði S.Þ.
Meðal annara aðildarrikja eru
Sviþjóð og Noregur.
Auðlindanefndin er stofnuð með
samþykkt efnahags- og félags-
málaráðsins 27 júli 1970. Verk-
svið hennar er að gera tillögur til
ráðsins og til annara stofnana
S.þ. varðandi skynsamlega nýt-
ingu og varðveizlu náttúruauð-
linda; setja leiðbeinandi grund-
vallarreglur i þessu efni og gera
starfsáætlanir fyrir S.þ. og ein-
stök riki um nýtingu náttúruauö-
linda i jörðu og hafi, m.a. á sviði
Til
tœkifœris
giafa
Demantshringar
Steinhringar
GULL OG SILFUR
fyrir dömur og herra
Gullarmbönd
Hnappar
Hálsmen o. fl.
Sent í póstkröfu <$5
GUÐMUNDUR
ÞORSTEINSSON
^ gullsmiöur ^
Bankastræti 12 /£?
S' Sími 14007 'p
Bifreiða-
viðgerðir
Fljótt og vel af hendi
leyst.
Reynið viöskiptin.
Bí f reiöasti I lingin
Síðumúla 23, sími
81330.
jarðhita og efla rannsóknir á
þessu sviði.
Arnardal ám sinum til glaðnings.
Er ekki annað vitaö en að allt hafi
þar farið vel fram og siðsamlega
á kinda hátt, og að vori muni fæð
ast léttfætt lömb, sem eiga að föð-
ur fyrsta snjósleðaekil úr hrúta-
stétt á Islandi og sennilega i
heiminum. Sannast hér enn sem
fyrr, að vilji Múhameð ekki koma
til fjallsins, þá verður fjallið að
koma til hans.
Nú er geysimikinn sjnó búið að
taka upp, og fer þvi brátt að stytt-
ast i dvöl fjárhópsins i Arnardal.
Óska eftir íbúð
eins til tveggja herbergja — sem fyrst.
Fyrirframgreiðsla gæti komið til greina.
Upplýsingar i sfma 20-700 og eftir kl. 6 i sima 8-66-58.
Jarðeigendur
Höfum kaupendur að jörðum til búrekst-
urs og fyrir félagssamtök.
HCSAVAL, Skólavöröustig 12, simar 24647 & 25550.
Þorsteinn Júliusson hrl. Helgi Ólafsson sölustjóri.
Heimasimi 21155.
Fyrirlestrar
um vistfræði
Prófessor William P. Nagel mun flytja
fyrirlestra á ensku og stjórna umræðum
um manninn og umhverfi hans á timabil-
inu 23. janúar-10. mai 1973 við Háskóla ís-
lands. Almenningi er heimil þátttaka.
Nánari upplýsingar veiir Sigurður Frið-
þjófsson, Háskóla Islands (simi 21337).
Frá skipadeild SIS
Athygli skal vakin á þvi, að vörur, sem
geymdar eru á afgreiðslum okkar,eru ekki
tryggðar af okkur gegn eldsvoða, þjófnaði
eða tjóni af völdum náttúruhamfara.
Skipadeild SÍS
Árshátíð
Ljósmæðrafélags Islands
verður haldin sunnudaginn 21. janúar i
Átthagasal Hótel Sögu og hefst með borð-
haldi kl. 19.
Skemmtiatriði og dans. Aðgöngumiðar verða seldir i and-
dyri Atthagasalsins fimmtudaginn 18. janúar kl. 16-18.
Verð miðans kr. 750.
Ljósmæður fjölmenniö og takið með ykkur gesti.
Skemmtinefndin.
Atvinna
Gjaldkeri óskast strax við útibú bankans á
Keflavikurflugvelli. — Vaktavinna. —
Nánari upplýsingar hjá starfsmanna-
stjóra.
Landsbanki íslands.
Skrifstofustúlka
Óskum að ráða vana skrifstofustúlku til
starfa sem fyrst. Starfið er við vélritun,
skjalavörzlu og önnur skrifstofustörf.
Enskukunnátta er nauðsynleg. Upplýsing-
ar hjá starfsmannastjórn. Skriflegar um-
sóknir nauðsynlegar.
Seðlabanki islands
Lyftingar —
Líkamsrækt —
Þrekþjálfun
Föstudaginn 19. janúar hefst 6 vikna almenn þjálfun í
lyftingum, likamsrækt (body-building) og þrekþjálfun.
Stendur námskeiðið i 6 vikur,og er æft þrisvar i viku.
Æft er með nýjum tækum undir stjórn beztu lyftinga-
manna landsins.
Félagar og þátttakendur i námsekiðinu fá fri afnot af
gufubaði.
Tryggjum góðan árangur. Verö á 6 vikha námskeiði er kr.
1.500.00.
Innritun og upplýsingar i sima 12943 milli kl. 13.00 — 15.00
næstu daga.
Þjálfun fer fram i hinum nýja æfingasal lyftingamanna að
Brautarholti 22.
Stjórnin.
Orðsending til
launagreiðenda
frá skrifstofu
Eyrarbakkahrepps
Þess er hér með krafizt samkvæmt lögum
um tekjustofna sveitarfélaga, að launa-
greiðendur hvarvetna tilkynni skrifstofu
Eyrarbakkahrepps nú þegar um fast-
ráðna og lausráðna launþega sina, sem
eiga lögheimili i Eyrarbakkahreppi.
Vegna breytts innheimtukerfis óskast
gamlar tilkynningar endurnýjaðar.
Vanræksla hefur i för með sér skilyrðis-
lausa ábyrgð launagreiðenda á útsvari
launþega.
Sveitarstjóri Eyrarbakkahrepps.
Simi 99-3165.