Tíminn - 16.01.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.01.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 16. janúar 1973 Þarna var Haraldur afvopnaður. Þeir Hafsteinn og Ólafur komu þar með i veg fyrir frekara biöðbað. Eitt skotið lenti i vegg i stigaganginum, og hér sjást verksummerkin. SKOTÁRÁSIN í BREIÐHOLTI Fyrsta merkið um skot- árásina mátti sjá strax á bílastæðinu fyrir framan Yrsufell 11. Þar voru blóð- taumar úr hinu slasaða fólki, og geil hafði komið f malbikið, þegar skot hljóp úr haglabyssunni, eftir að hún var komin í hendur lögreglunnar. Fyrir fram- an útidyrnar voru börnin í nágrenninu með skelf- ingarsvip, og ræddu sín á milli um þessa mestu skot- árás, sem gerð hefur verið í Reykjavík á siðari árum. Lögreglubílar voru fyrir utan dyrnar, en þegar inn var komið, blasti við blóðið á gulu teppinu i stigahúsinu og allt upp á fjórðu hæð, þar sem flestum skotunum var hleypt af. — Ég heyrði einhvern dynk frammiá ganginum-, sagði kona, er býr á sömu hæð og Elin Ólafs- dóttir, — og hélt i' fyrstu að strákurinn minn einn hefði dottið i stiganum. Það var nú ekki svo, þvi að þegar ég opna hurðina, blasir Haraldur við mér i gangin- um miðandi haglabyssunni á hurð Elinar. Ég var fljót að loka, sem vonlegt var, og við, sem voru hér i ibúðinni, þorðum ekki að vera ná- lægt forstofuhurðinni hjá okkur af ótta við það, aö hann skyti i gegn- um hana lika. Ég fór svo strax i simann og hringdi á lögregluna, en þá mun kona, sem býr neðar i húsinu, hafa verið búin að þvi, þvi hún sá Harald koma með byssuna inn i stigahúsið. Rétt eftir að ég var búin að loka hurðinni á ibúð- inni okkar, kom Þórhallur, sonur Elinar, á svalirnar hjá okkur, en hann hafði þá flúið út úr ibúðinni hjá sér út á svalirnar, og klifraði þar framhjá tveim veggjum, sem aðskilja svalirnar á hæðinni. Þetta er á fjórðu hæð, og lagði hann sig þvi i mikla lifshæftu. Við biðum svo inni i ibúðinni, og það get ég sagt þér, að var löng bið. Við heyrðum skothvellina einn af öðrum og hróp Elinar, og héldum helzt, að hún væri látin, þegar allt þagnaði. — Þrjú skot í ibúðinni. Eftir verksummerkjum i ibúð Elinar að dæma, þá virðist svo sem Haraldur hafi hleypt af þrem skotum inni i ibúðinni. Eitt hefur lent i dyrakarmi baðherbergisins og inn i baðherbergið sjálft, en það er á móti forstofudyrunum. Hinum tveim skotunum hefur verið skotið i gegn um eldhús- hurðina, og byssan liklega höfð nærri dyrunum, þvi höglin hafa Myndin var tekin fyrir tæpum þrem árum, þegar lögreglan handtók Harald, eftir að hann hafði brotizt út úr Hegningarhúsinu við Skóla- vörðustig. litið sem ekkert verið farin að dreifa sér, er þau lentu i hurðinni. Fyrsta skotinu hefur hann skot- ið i gegnum forstofuhurðina, rétt ofan við húninn, og i kring um það gat og götin á eldhúshurðinni var dökkgrátt púðrið, en höglin svo einsog drit i dyrastafnum og bað- herberginu. Eftir að hafa hleypt þessum fjórum skotum af hefur Haraldur þurft að hlaða tvihleypuna öðru sinni, og þá hefur Elin liklega not- að tækifærið og skotist fram hjá skotárásarmanninum fram á gang. Þegar hún er svo komin niður á neðri stigapallinn á milli hæðanna, er hann búin að hlaða haglabyssuna á ný, og lendir skot úr henni i vegg i stigaganginum og liklega lika i Elinu, sem flúði inn i ibúð á þriðju hæð. Haraldur veítti henni eftirför, en sá ekki inn i hvaða ibúð hún fór. Réðst hann þá inn i miðibúðina og hefur lik- lega sett öxlina i hurðina, eins og þegar hann fór inn i ibúð Elinar, en við það brotnuðu dyrastafirnir. t þessari ibúð á þriðju hæð voru þá fyrir kona með 2 börn Elin hafði farið inn i ibúð Hafsteins, en hann og Ólafur Ogmundsson vinnufélagi hans, fóru inn i mið- ibúðina, og réðust vopnlausir til atlögu við Harald. Tókst þeim að afvopna hann, en Hafsteinn fékk skot i fótinn með þeim afleiðing- um að taka varð hann af fyrir of- an hné. Byssunni hentu þeir fram á gang og lenti hún niður um stigaopið og niður á neðstu hæð. Við fallið skemmdist byssan, og er liklegt að skemmdirnar hafi orsakað, að skot hljóp úr byssunni i höndum lögreglumanns utan dyra. Þeir Hafsteinn og Ólafur gátu svo haldið Haraldi þar til lögregl- an kom, en þrátt fyrir mikinn flýti, leið nokkur stund áður en lögreglumennirnir komu á árásarstaðinn. Lék viö syni sina um morguninn Timinn reyndi i gær að afla sér sem gleggstra upplýsinga um at- ferli Haraldar Ólafsson, áður en hann fór upp i Yrsufell og framdi skotárásina. Eftir þeim upp- lýsingum að dæma virtist flest vera með felldu á sunnudags- morguninn. Haraldur var að skemmta sér á Hótel Sögu á laugardagskvöldið, og mun eitthvað hafa verið við skál. A sunnudagsmorguninn komu tveir synir hans heim til hans i heimsókn, en þeir eru 12 ára og 6 ára. Atti hann þann yngri með fyrrverandi eiginkonu sinni. Lék hann sér við þá um morgun- inn, spilaði m.a. barnaplötur fyrir þá o.fl. Afi drengjanna mun siðar hafa farið með þá i sundlaugar, og Haraldur gaf þeim peninga til að fara i bió siðar um daginn. Um klukkan eitt er ekki vitað annað en allt sé i lagi, en þá mun Har- aldur hafa verið búinn að tala við fyrrverandi eiginkonu sina i Framhald á bls. 19 Skotgatið i forstofuhurðinni að Lögreglubila dreif aö Yrsufelli 11 eftir skotárásina, og hér á myndinni er« Þrir lögreglubilar komnir á vettvang, en sjúkrabillinn er farinn frá ibúð Elinar. húsinu með hina særðu. (TimamyndirG.E.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.