Tíminn - 23.01.1973, Side 10

Tíminn - 23.01.1973, Side 10
TÍMINN Þriðjudagur 23. janúar 1973 Þri&judagur 23. janúar m. Einn blaðamanna sænska samvinnutimaritsins Vi, Lars Westman, kom hingað i haust. Fyrsta grein hans um ísland og islendinga birtist i jólahefti timaritsins. Kannski leikur einhverjum forvitni á, hvernig við erum kynntir meðal sænskra sam- vinnumanna (og raunar Svia i heild, þvi að Vi er út- breiddasta timarit Sviþjóðar). Þess vegna höfum við þýtt greinina. Fyrirsögnin er einnig frá höfundi sjálfum. Ég hef nú verið tvo daga á tslandi. ÖII samtöl, sem ég hef átt viö fólk hingaö til, hafa hnigiö i sömu átt. Fyrr en varir, er fariö aö taia um andatrú og alls konar furöur, afturgöngur eöa huldu- fólk, sem býr f klettum og steinum. Fyrst hló ég og fannst ég vera leiddur afvega. Svo hætti ég aö spyrja um annaö. Ég fór til lslands þeirra erinda aö tala um sildargöngur, fiskveiöimörkin, bandarisku herstööina á Kefla- vikurflugvelli og önnur jarönesk vandamál stjórnmálamanna. Ég hef setiö hjá stjórnmála- mönnum og fitjaö upp á-sam- ræöum um þjóöfélagsþróunina — boriö i mál, hvernig bændaþjóö- félagiö hefur á undraskömmum tima breytzt i velferöarriki af nýjustu gerö. Þeir hafa spurt mig á móti, hvort nokkuö sérstakt hafi vakið athygli mina á Islandi. —Já, áhugi ykkar á andatrú, hef ég sagt. Menn viröa mig fyrir sér nokkrar sekúndur, slá öskuna úr pipunni sinni, og svo hefur heldur betur lifnaö yfir samræöunum. A mig hafa hrúgast nöfn og heimilisföng miöla, kraftaverka- fólks, huglækna og manna, sem sjá inn i framtfðina og aftur i for- tiöina. —Þaö er erfitt að ná tali af þeim, hefur veriö sagt. Þaö eru langir biölistar, og fólk veröur áö biöa mánuöum saman. Og þeir, sem þessar náöargáfur hafa hlotið, eru hlédrægir og vilja sem minnst um þær tala. —Þú verður aö hitta Hafstein, hafa menn sagt. Hann talar viö framliöiö fólk á fjöldasam- komum, þarsem ættingjar spyrja um vandamenn sina hinum megin gegnum Hafstein. En Hafsteinn er vist i Banda- rikjunum sem stendur. Visinda- menn þar eru aö rannsaka hann. —Trúið þiö á þetta?, hef ég spurt. —Trúum? Ja, hverju eiga menn aö trúa og hverju ekki?, hefur mér veriö svarað. Þaö úir og grúir af svona fyrirbærum um allt landiö. Hefur þú kannski ekki lesiö fornsögurnar? Þú ættir að lesa þær, þá skilur þú þetta kannski betur. Og þannig áfram. —Hafsteinn til dæmis, hefur veriö sagt við mig, var einu sinni lyftudrengur. Þaö var fyrsta lyftan I Reykjavik. Hafsteinn sá þar fólk, sem ekki var til, og fyrst gat hann ékki gert greinarmun á þvi og lifandi fólki. Menn ætluöu að komast i lyftuna, en þegar þeir ætluöu inn, sagöi Hafsteinn, aö hún væri full. En lyftan var tóm, þó aö hún væri full af fólki, sem Hafsteinn einn sá. Hann gat auðvitaö ekki veriö lyftudrengur, upp á slik býti. Nú er hann kannski frægasti miöíli veraldarinnar. Þegar ég les nú minnisatriöin, sem ég skrifaði i vasabók mina á Islandi, sé ég, aö þau snúast hér um bil öll um dularfull fyrirbæri. Og ég, sem aldrei hef gefiö mig aö sliku. Ég er farinn aö kalla dag- bókina mina Dulu. Er ég að verða vitlaus — eöa hvaö? Þriöjudagur — minnisatriöi úr Dulu. „Rambaði fram og aftur og klappaði lófunum á gömlu báru- járnshúsin i Reykjavik. Þetta byggingarlag var algengt á Islandi, þar sem hörgull var á trjáviði. Menn vörðu timbrið fúa meö bárujárni. Ég baröi hnúunum á einn vegginn til þess að reyna aö ráðá þaö af hljóöinu, hvort einangrun væri bak viö járnplöturnar. Þá var hurö lokið upp. Ungur maöur kom út á stigapallinn og spurði, hvers vegna ég væri aö berja utan húsið hans. Þegar ég hafði sagt honum, hvað dró mig til þess, bauö hann mér inn i súkkulaði. Viö drukkum súkkulaðið og spjölluöum saman um þann vanda, sem fólki var á höndum hér áöur fyrr, þegar þaö ætlaði að byggja hús; steinsteypa ekki komin til sögunnar og tor- velt aö fá trjávið. Næst á dagskrá var trúin á furðurnar. Hann sagöi mér, að hann hefði fariö til spákonu vikuna áður. Þeir höföu setiö tveir heima, hann og einn kunningjanna. Svo datt þeim allt i einu i hug aö heim- sækja spákonu, sem þeir höföu heyrt talaö um. Þegar þeir komu til hennar, beiö þeirra dúkaö borö og á þvi kaffibollar handa þrem, þó aö þeir heföu ekkert boð gert á undan sér. — Hún spurði, sagði hann, hvort við hefðum ekki séð fugl utan viö gluggann okkar fyrir á aö gizka tuttugu og fimm minútum. Og viö höföum einmitt séö fugl utan viö gluggann, og þá var þaö, sem okkur datt i hug aö fara til hennar. — Ekki kemur mér það á óvænt, svaraði konan. Ég fór I sundlaugina stóru meö Sigurði. 1 hana er leitt heitt vatn úr iörum jaröar. Þaö var á aö gizka tiu stiga frost og nöpur norövestangjóla. Gufan er eins og ský yfir lauginni, og fólk er horfiö i gufumökkinn, þegar þaö hefur synt örfáa metra frá laugarbarminum Skammt frá okkur er roskinn maöur á sundi. —Þetta er Brynjólfur Bjarna- son, segir Siguröur. Hann var einu sinni menntamálaráöherra, og hann var kommúnisti og að- hylltist Stalin. Nú skrifar hann bækur um lifið eftir dauöann. Ég stari á þennan aldraða garp, Brynjólf Bjarnason, sem syndir þarna dálitla stund viö hliöina á mér, en snýr siðan frá og hverfur i gufumökkinn. Vatniö i lauginni er tuttugu og fimm stiga heitt, og ég held áreiðanlega tiu stiga frost i lofti. Annaö veifið myndast glufur I gufumökkinn, og ég eygi snjóug fjöll hinum megin fjaröarins. Það skýtur upp mannshöfðum allt i kringum mig. Þegar ég leggst á bakið og læt mig fljóta, standa fæturnir upp úr vatninu, og ég finn kuldann læsa sig i tærnar. Brynjólfur brunar fram hjá mér i gufumekki. —Þú ættir að hitta Brynjólf, sagði Sigurður. Viljir þú safna þér efni um islenzk stjórnmál og islenzka andatrú, veröur þú aö hitta Brynjólf. Hann á heima i nýju úthverfi hinum megin ánna, og þaöan sést út yfir heiöarlöndin, þar sem regnskúrirnar reka hver aöra. Þannig er þaö á Islandi. Um morguninn, þegar ég leit út um gistihúsgluggann, virtist mér vera hrið. En þegar ég kom út á götuna, hellirigndi. Brynjólfur talar um tsland. Hann var einn af stofnendum Kommúnistaflokks tslands áriö 1930. Hann var menntamálaráð- herra I rikisstjórn, er fór með völd um miðbik fimmta ára- tugarins — fyrsta rikisstjórnin, sem mynduð var, eftir að sam- bandi var slitið við Dani. Ákveðiö var, að bandarisku hersveitirnar, sem veriö höföu á Islandi á styrjaldarárunum, skyldu hverfa burt. —En Bandarfkjamenn fullyrtu, að striðinu væri ekki lokið, segir Brynjólfur, Þeir sátu sem fastast I herstöðvum sinum, og ég vék úr rikisstjórninni i mótmælaskyni. Og Bandarikjamenn eru enn kyrrir á Islandi. Hjá þeim lýkur styrjöldinni aldrei. Við tölum um herstöö Banda- rikjamanna og nýju rikisstjórn- ina, sem hefur ákveðið, aö Bandarikjamenn skuli verða á burtu árið 1974. —Það veldur afsiöun að hafa þá meðal okkar, segir Brynjólfur. Það litillækkar okkur menningar- lega, stjórnmálalega, efnahags- lega. Þeir reka sjónvarpsstööi og útsendingar þeirra sjást i Reykjavik. Þeir ausa yfir okkur sinni bandarisku. Og viö viljum ekki fá villta vestrið endurvakiö hér hjá okkur. En Brynjólfur heldur, að Islendingar muni seint losna við þá. Þeir hafa alltaf ætlaö sér að vera hér kyrrir. —En nú tek ég ekki lengur þátt i stjórnmálum, segir hann. Svo fer hann að tala um bækur sinar. Um eina bókina, Gátuna miklu, segir hann: —Hún fjallar um.hvað ef til vill dylst handan landamæra lifs og dauða. Þetta er heimspekilegt viðfangsefni. Upphaflega leitaði hann leyfis flokks sins til þess aö sinna þessu verkefni. Einhverjum gat fundizt skjóta skökku viö, að kommúnisti fengist við aö skrifa bækur um dulræn efni. —En hvers vegna ætti komm- únisti ekki aö geta fengizt viðþess konar? spyr hann. Við förum aö tala um fræga miðla á Islandi — um Hafstein, sem ef til vill er mestur allra miöla i Noröurálfu um þessar mundir. —Þú ættir aö hitta Hafstein, segir Brynjólfur. Hann er góðvinur Hafsteins og lýsir fyrir mér miðilsfundunum, þar sem hliöin opnast og land leyndardómanna opinberast. Brynjólfur hringir til Hafsteins, en hann svarar ekki. —Það er ómögulegt aö ná i Haf- stein núna, segir Brynjólfur. Hann leitar árangurslaust i simaskránni að öörum miölum. Þeir hafa leyninúmer — allir leyninúmer, segir Brynjólfur mér. —Þú verður að fara i skrifstofu Sálarrannsóknarfélagsins i Garðarstræti 8, segir hann. Kannski tekst þér að ná tali af Hafsteini. Og svo er veizla hjá islenzkum rithöfundum. —Hvers vegna skrifið þið ekki skáldsögur um dulræn efni? spyr ég- —Ég blygðast min fyrir alllt þess konar, segir Vésteinn. öllum finnst þeim heldur litil- lækkandi fyrir tslendinga, hvernig dulartrúin veöur uppi. íslendingar eru hinir þriöju i rööinni á þvi sviði — koma næstir Framhald á bls. 19 Neyðast skólar til að koma upp reykingaaðstöðu fyrir unglinga? Vandræðaástand í nágrenni Mýrarhúsaskóla vegna ærsla og reykinga unglinga KJ—Reykjavlk Reykingar og agaleysi ung- linga er vandamál viöa I ung- linga- og framhaldsskólum. Oft fá nágrannar skólanna sinn skammt af þessu, og svo er um þá, sem búa og stunda verzlun i ná- grenni Mýrarhúsaskóla á Sel- tjarnarnesi. Blaöamaöur Timans fylgdist meö unglingum Mýrarhúsaskóla i löngu friminútunum fyrir helgi. , og var greinilegt.ao at- hugull vegfarandi hafbi haft lög aö mæla, er hann benti blaðinu á hvernig ástandiö er i kringum skólann I þessum löngufri- minútum. Veröur aö loka verzluninni Unglingarnir þyrpast I kringum nærliggjandi hús, standa þar I hópumtog margir eru reykjandi. Þessum hópum fylgja tilheyrandi hlátrar og sköll, sem ekki er óeölilegt hjá unglingum á þessum aldri. Er blaöamaöur gaf sig á tal viö unglingana, sögðust þeir nota húsaskotin til ab reykja i, þvi þab væri hvergi skjól á skólalóðinni. Unglingarnir voru ósparir á aö bjóöa blaöamanni sigarettur og komu kurteislega fram viö hann, en itrekuöu þaö, aö þaö vantaöi „smókpl'eis” viö skólann, svo notuö séu orö þeirra. Þegar snjór er, eru nærliggjandi hús vinsæl skotmörk, og einnig mun hafa komiö fyrir, aö unglingarnir stunduöu eggja- og flöskukast i þau. Viö Skólabraut er verzlun á jaröhæö, og sagöi verzlunar- konan, sem blaöamaöur haföi tal af, aö hún lokaöi verzluninni alltaf I þessum löngu fríminútum — annars væri ólíft I búöinni. Lárus SaL segir álit sitt Skólastjórinn I Mýrarhúsaskóla er erlendis um þessar mundir.. svo aö ekki var hægt aö fá álit hans á þessu vandamáli, en Lárus Salomonsson er lögregluþjónn þarna á Nesinu.og spuröi Timinn hann um þetta vandamál. Lárus sagöist ekki vilja hafa neina mælgi um þetta, en sagöist vilja láta skoöun sina á þessu máli I ljós. Lárus sagöi/aö viö liföum I siömenntuöu og frjálsu þjóöfélagi — eigum ekki aö hafa sölu á vörum undir lögregluvaldi — eigum ekki aö hafa lögreglu- vald yfir börnum og unglingum i friminútum þeirra við skóla. Viö eigum ekki aö fella hreyfiþörf æskunnar undir sektarákvæði lögreglusamþykktarinnar, en ég vil spyrja: Eru skilyröin viö skólann viöunandi miðaö viö úti- vistarþörf unglinganna? . Hér á Seltjarnarnesi er yfirleitt góö og prúö æska, þótt undantekningu megi finna, og hvar er þaö ekki? Ég álit aö ábendingar til ung- linganna um hegðun á skóla- lóöinni og viö búöina, sem selur þeim varninginn, veröi aö koma innan frá — frá skólastjóra, kennurum og foreldrunum — en ekki meö stööugu lögreglueftir- liti. Ég vil benda yfirstjórn skólans á aö kynna sér málsatvik og reyna aö finna varanlega lausn ærsialátum unglinganna. Þaö er ljóst, aö þeir,sem mestu valda I þessu, eru úr tveim bekkjum skólans. Kvörtun vegna fram- feröis þeirra hefur veriö borin fram viö þá,sem ráöa I skólanum. Þessum skólabörnum hefur verið gert þaö ljóst.aö þau eiga ekki aö safnast inn á annarra lóöir, né gera ibúum húsanna ónæbi, né hafa i frammi skemmdarverk. Ég hef talað viö nokkra unglinga i þessum Hér er sýnishorn af þvf hvernig unglingarnir úr Mýrarhúsaskóla hópast I húsaskot I nágrenni skólans. Umrædd verzlun er I húsinu hægra megin. (Tímamynd Kári) bekkjum og bað þau aö styöja aö góöri hegöun. Ég leitaöi til þeirra, sem ég hélt.aö væru búnir góöum kostum, og nú á eftir aö sannast hvort þaö hefur veriö rétt hjá mér aö álita, aö þessi skólaæska væri þaö góö i sér, aö ekki þyrfti annað en biöja hana aö vera sjálfri sér til sóma og góðs og engum til ama. Veröa skóiarnir aö viöurkenna reykingar? Af ummælum Lárusar hér aö framan, viröist svo sem þetta sé ekki nýtt vandamál þarna i kring um Mýrarhúsaskólann, og virðist sem skólayfirvöld þurfi aö bregðast skjótt viö og afmá þennan leiöindablett á skólalif- lifinu. Blaöamaöur vill varpa þeirri spurningu fram, hvort reykingar i unglingaskólum séu orðnar svo miklar, aö skólarnir veröi aö koma upp einhverri reykingaraö- stööu utan dyra á skólalóöinni, til aö firra nágrannana frekari óþægindum af þessum löngufri- minútum unglinganna, eöa hrein- lega fella þær niöur, en þær munu vera 20 minútur. Þaö er vitað mál t.d. i sumum héraösskólum, aö þar hafa unglingar ákveöna staöi, sem þeir geta farið á og reykt en það er kannski hart fyrir skólana að viburkenna þessar miklu reyk- ingar með þvi aö koma upp reyk- ingaraöstööu. Eftir þvi sem Tíminn kemst næst, þá hefur mál þetta komið til umræöu I hreppsnefnd Sel- tjarnarneshrepps, og eflaust eiga aðrir skólar viö svipuö vandamál aö striöa. TÍMINN 11 Viö Brynjólfur og Siguröur fáum okkur sundsprett I laugunum. Erlingur Þorsteinsson læknir: Fuglafóður og Sólskríkjusjóður Nýlega las ég i Morgunblaðinu i þættinum „Spurt og svarað” spurningu um þaö,hvar hægt væri aö fá fóðurkorn handa smáfu-gl- um. Dr. Finnur Guðmundsson, fuglafræðingur, svaraöi spurn- ingunni á þá leiö, aö fuglafræ fengist 1 lyfjabúðum. Dr. Finnur hefur tjáö mér.aö hann hafi skilið spurninguna þannig, að átt hafi verið viö fóöur handa kanarifugl- um, litlum páfagaukum og öörum smáfuglum, sem fólk hefur I búr- um i heimahúsum. En þar eö ég held.að spyrjandi hafi meint fóöur handa snjótittlingum og öðrum spörfuglum, sem hafast hér viö utanhúss á vetrum, langar mig til að reyna aö svara spurningunni meö tilliti til þess. Á þessum vetri, eins og marga liöna vetur, hefur mér borizt fjöldi fyrirspurna þessu viðvikj- andi. Aöur en ég svara spurning- unni.vil ég segja frá eftirfarandi til skýringar máli minu. A æsku- heimili minu vandist ég þvi,aö fuglum væri gefiö á vetrum, er snjór þakti jörö. Þá gáfum viö oftast hrisgrjón, haframjöl og brauðmylsnu. A sjötugsafmæli sinu (I jan. 1948) stofnaði móöir min sólskrikjusjóöinn og færöi hann Dýraverndunarfélaginu, I minningu fööur mins, sem var mikill fuglavinur. Aflaði hún tekna til hans m.a. með útgáfu jólakorta . Þegar hún fór aö kaupa fuglafóður i stærri stil, þurfti hún aö finna ódýrara hent- ugt fóöur og keypti þá finkurlaöan mais, sem nefndur var ungafóö- ur. Var það notað i þessu skyni um árabil. Aö móöur minni látinni, áriö 1960, tók ég viö stjórn sjóösins og hefi i samvinnu við formann Dýraverndunarfélags Reykjavlk- ur, Martein Skaftfells, leitazt viö aö afla sjóönum tekna, útvega hentugt korn og senda það út á landsbyggöina, þangaö sem viðhöfum taliö þörfina brýnasta. Aöallega hefur þaö fariö til skóla, einkum úti á landi, og erum viö stjórnendum og nemendum þeirra þakkiátir fyrir hjálp við aö dreifa korninu, sömuleiöis Flugfélagi Islands, sem hefur flutt það ókeypis. Til þess að fólk ætti þess almennt kost aö ná i fuglakorn án þess aö kaupa heila sekki,fengum við pökkunarverksmiðjuna Kötlu til aö pakka þvi i eins kg. plast- poka og koma þvi á markaðinn. Fyrstu árin var það aöallega ungafóöur.sem notaö var.og virt- ist þaö falla smáfuglunum vel, en nýttist ekki sem skyldi.þvi veru- legur hluti þess var mjög finn salli eöa mjöl, sem týndist i snjónum,og nokkur hluti svo gróf korn,aö þeir átu þau ekki. Viö leit- uðum lengi hentugra fóðurs og fyrir nokkrum árum kom svo hér á markaöinn korn, sem nefnist Miioog notaö var I fóöurblöndur húsdýra. Okkur leizt vel á það. Kornin eru hnöttótt, á stærö viö sagogrjón og brún aö lit, svo þau sjástvel i snjó. Eftir að Milokorn- iö kom til sögunnar, notuöum viö þaö eingöngu, enda var raunin sú, að þegar þaö var gefiö fuglunum ásamt ýmsum öörum kornteg- undum,eins og t.d. ómöluðu hveiti eða völsuöu byggi, þá týndu þeir fyrst upp Milokornið. En svo kom aö þvi i hitteðfyrra, aö hætt var að flytja Milo til landsins. Þaö haföi verið flutt inn ósekkjað i heilum skipsförmum. Viö vildum fyrir hvem mun fá þaö til landsins á ný og spuröumst fyrir um það hjá innlendum og er- lendum kornsölum, en fengum jafnan þaö svar, að það fengist aö- eins i stórum stil og ósekkjaö. Ungafóöriö fékkst nú ekki heldur hér.og var þá notað hveitikorn og valsað bygg, sem við töldum þaö skásta, sem fékkst við skaplegu veröi. A siöastlibnu hausti gerðist þaö i málinu.aö fyrirtæki hér i borg fengu vélar til þess aö kurla mais i þá kornstærð,sem óskaö er, og pöntuöum viö þá hæfilega fin- kornaðan mais, aö mestu lausan viö salla og sendum til skólanna I heilum sekkjum og Katla pakkaöi þaö 1 Sólskrikjupokana handa verzlunum. Rétt i sama mund og þetta skeöi, var mér bent á, að skip S.l.S. kynnu aö geta flutt fyrir okkur „slatta” af Milo. Þetta reyndist þó nokkrum erfiðleikum bundiö.en tókst þó fyrir velvilja Hjalta Pálssonar framkvæmdastjóra og sam- starfsmanna hans, og erum viö þeim mjög þakklátir. Það var flutt laust, en sekkjað hér. Hafa þeir heitiö okkur þvi,ab þaö skuli jafnan vera til nokkrar birgöir af þessari korntegund framvegis. Katla er nú aö pakka Milo og senda út. Verðiö er svipaö og á kurlaða maisnum. Loks vil ég þá svara fyrirspurn- inni,hvarhægtséaö.fá fuglafóöur. Þaö fæst pakkaö I „Sólskrikju- poka” (eitt kiló) i heildsölu hjá Pökkunarverksmiöjunni Kötlu h/f, Matkaup h/f, Kr. 0. Skag- fjörö h/f, John Lidsay h/f og Birgöastöö S.I.S., sem m.a. sendir þaö til Kaupfélaga viös vegar á landinu. Ég vona.aö matvörukaupmenn hér I borg og annars staöar séu svo miklir fuglavinir,aö þeir láti fuglafóöur ekki vanta I verzlanir sinar.svo aö allir geti fengiö þaö. Viljieinhverjir kaupa fóöur i heil- um sekkjum.er hægt aö fá þaö hjá fóðurvöruafgreiöslu S.I.S. i Orfirisey. Sólskrikjusjóöurinn er ekki mikill aö vöxtum, enda tekjur litl- ar. Nokkrar gjafir hafa honum borizt, nafnlausar.og vil ég þakka gefendum kærlega. Viö höfum reynt aö sjá til þess, aö hentugt fuglafóður væri jafnan fáanlegt og keypt fóöur handa nokkrum skólum og einstaklingum, sem viö vitum aö hafa áhuga á aö gefa smáfuglunum, eftir þvi sem efni sjóösins hafa leyft. Viö Marteinn Skaftfells höfum jafnan haft nokkuð aö korni I okkar vörzlu og höfum eftir beztu getu miðlaö þvi til fólks, sem leitað hefur til okkar. Fóöurkaupin hafa aukizt nokkuö meö árunum, en eru ennþá alltof litil. Vonandi á sjóö- urinn eftir aö vaxa svo aö hægt veröi aö láta alla fá allt þaö korn ókeypis, sem þeir vilja gefa fugl- unum. Muniö aö gefa þeim strax og birtir, þvi dagurinn er stuttur um þessar mundir. 7

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.