Tíminn - 23.01.1973, Side 14

Tíminn - 23.01.1973, Side 14
14 TÍMINN Þriftjudagur 23. janúar 1973 lét renna niöur i pokann, táknræn fyrir lif hans, sem einnig væri aöf jara út. Þá sagði Hollendingurinn: „Heyrið! Nú getið þér heyrt!” Paterson herti sig upp.eins og honum var unnt, og hlustaði. Niöri i dalnum, handan fjallgarösins, sem hann haföi fariö yfir um morguninn, heyröist greinilegt hljóö I vél, sem i lágum gir dregur þungt æki upp brekku. „Heyriö! Heyrið sjálfur!” sagöi Hollendingurinn. „Þaö var þá fótur fyrir orðrómnum!”. Paterson fannst þetta engin sönnun þess, aö orörómurinn heföi við rök að styðjast. Hann reyndi aö hugsa upp eitthvert skynsamlegt svar. Nú var honum nauðsynlegra en nokkru sinni fyrr að sýnast hress og eðli- legur, þegar sviminn var alveg að þvi kominn að kollsteypa honum. Siöustu riskornin voru löngu runnin úr málinu. Hægt gróf hann i pokann á ný. Ef til vill hafði Hollendingurinn haft rétt fyrir sér með Japana- talið. Eins og sakir stóðu var ekki hægt að þvertaka fyrir, að þetta væru Japanir. Hollendingurinn sagði eitthvað um, að nú riði mest á að koma bilunum yfir ána á fleka, hvað sem á dyndi. Siðan kom hinn flokkurinn eftir risnum. Paterson hrærði aftur i pokanum með rismálinu og var alveg að velta um. Hann gat imyndað sér, að þaö gæti haft óheppileg áhrif við þessar aðstæður að sjá óttasleginn hvitan mann setja allt af stað til að koma bilnum sinum yfir á hinn bakkann. Skelfingu lostið flóttafólkiö mundi að öllum likinc,,’m ryðjast út á brúna, áður en hún yrði tilbúin- ef til vill héldi hún, en aö likindum mundi hún falla og taka tugi manns með sér i fallinu. Hinn flokkurinn fékk risskammtinn sinn. Hann gerði sér ósljósa grein fyrir, að hann sat og jós i beygluð og óhrein ilát og poka. Hann hreyfði sig vélrænt. Hann horfði án þess að sjá mismunandi sveitta skrokka og misjafnlega litar mittisskýlur. Hann heyröi raddir tala við sig, og hann svaraði án þss að vita, hvað hann sagöi. A eftir mundi hann, að eitthvað hafði hann verið aö munnhöggvast við Hollendinginn. Hann útskýrði fyrir honum, að þetta væri ekki mikiö herlið, hvort sem þetta væru Japanir eða ekki. Þeir gætu aldrei fundið upp á neinu svo óskynsam- legu að hafa vörubil fremstan i áhlaupi. Hann sagði Hollendingnum að þeir hlytu að hafa heyrt i skotliði fyrir löngu, væri þetta amaup tjand- mannanna. Og ekki höfðu þeir séð svo mikið sem eina einustu flugvél. Þetta gæti sem sagt ekki verið japanskt herlið þarna sunnan við þá. En Hollendingurinn var alveg viss. Hann var ekki i vafa um, að Japanirnir voru að koma. Paterson uppgötvaöi allt i einu, að hann var ekki lengur með málið. Hann leit hissa upp og sá, að siðustu mennirnir voru að fá skammtinn sinn. Nadia og Tuesday höfðu tekiö viöúthlutuninnián þess hann yrði þess var. Hollendingurinn var ekki lengui sjáanlegur. Paterson reis upp með miklum erfiðismunum. Hann hrópaði eitthvað á eftir mönn- unum um brúna, en í næstu andrá var hann ekki fær um að muna, hvað hann sagði. Nokkru seinna var hann aftur kominn undir brúna. Myrkrið var að skella á. Hann horfði á mennina, sem klifruðu upp á brúnni eins og kóngulær i neti. Sólin varpaði siðustu geislum sinum á fjöllin, sem nú voru fjólublá. Hann fylgdist með mönnunum við að koma fyrir gildum trjábol, þar sem uxakerran hafði brotið burðarbitann. Bolurinn var yfir tuttugu metra langur og stóð upp á endann eins og risavaxin eld- spýta. Mennirnir sungu.meðan þeir toguðu i stögin og studdu tréð með bökunum. Paterson hafði ákveðnar hugmyndir um, hvernig koma skyldi trénu fyrir, en verkamönnunum mistókst, og andartaki siðar var Paterson kominn upp á brúna til þeirra. Hanrtiá á maganum og stritaði með þeim. Langt fyrir neðan þá var hópur af mönnum, sem horföu upp, en færöu sig i skyndi , þegar stórir spænir duttu niður á bakkann, um tuttugu metra fall. A bakkanum i hæfilegri fjarlægð stóð Hollendingur- inn og baðaði út öllum öngum. Hann æpti og skrækti til að yfirgnæfa syngjandi mennina. Loks komst trjábolurinnn á sinn stað! Skyndilega bjarmaði upp á bakkanum, þar sem hinn flokkurinn var að vinna viðflekana. Fyrsta bálið hafði verið kveikt og nú logaði glatt i þurru blöðunum og greinunum, sem Tuesday og nokkrir aðrir drengir höfðu tint saman. Paterson lagðistá hliðina til að koma hægri höndinni betur við. Hann var ásamt einum manninum að reyra trjábolinn fastan með trefjum og nokkrum kaðalspottum, sem hann hafði fundið I farangursrými bilsins. Það var að verða alveg dimmt, og hann hafði það á tilfinning- unni, að langt fyrir neðan hann væri dimmt.oliuslétt vatn, sem ein- hverra hluta vegna biði hans. Hann grillti I fyrstu stjönurnar, sem tengduðust á heiöum himninum og datt við það majórinn i hug. Svo foru hugsanirhans að snúast um ungfrú Alison og frú Betteson, og frá þeim áfram til hinnar fallegu og sjálfumglöðu frú Portman, sem reynt hafði að fá hann til fylgilags við sig. Hann hugsaði um Betteson og Connie , sem nú var dáin. Honum fannst hann sekur, hann hafði svikið, þau, hafði látiö þau afskiptalaus, þegar þau þurftu hans mest með. Mennirnir i myrkrinu fyrir neðan hann kölluðu eitthvað til hans og hann einbeitti sér að þvi að greina, hvað þeir voru að segja. Hugleiðingar hans um sekt og ábyrgð voru truflaðar af hagnýtum og hversdagslegum kröfum vinnunnar. í næstu andrá féll hann. Viðbrögðin voru ósjálfráð, hann náði taki á brún brúargólfsins og hélt sér svo fast, að honum fannst blóðið storkna i æðunum. Hraptilfinningin minnti hann á þokukenndar hugmyndir hans um dauöann, og hann hafði einmitt ákveðið að láta ekki henda sig að deyja i bráð. Meðan hann hékk þarna milli heims og helju, heyrði hann vélarhljóðið aftur, kannski voru þetta Japanir, þegar allt kom til alls! Það var sem skurkið i girunum gæfi til kynna alla þá þreytu, veikindi og slysfarir, sem orðið höfðu eini árangur flóttatilraunar hans til Indlands. Meðfram veginum lágu þeir, sem dáið höfðu á leiöinni, tug- um og hundruðum saman. Hann sá fyrir sér langar raðir af hræjum, sem einu sinni höfðu verið lifandi, hlæjandi fólk, en voru nú ek» annað en ólöguleg hrúgöld af úldnu og daunillu kjöti, sjakölum og gömmum til óblandinnar ánægju. Þeir dauðu voru af öllum trúflokkum, öllum kyn- þáttum og kynblöndum, þar voru nýfæddir og fullorðnir hverjir innan um aðra.konur og karlar. Dæmi um allar hugsanlegar dánarorsakir var að finna meðfram vegum Burma: blóðkreppusótt, taugaveiki, malaria og eitranir af öllu tagi, ofþreyta og hungur, slys og — ef til vill kólera. Hann var alveg að missa takið á brúninni og vissi, að eftir andartak mundi hann detta og fljótlega verða að nafnlausu liki. Skömmu siöar fannst honum þungi leggjast á axlir sinar. Hraptil- finningin hvarf. Hann sá bálinu bregða fyrir eins og gulu auga á bakkanum undir brúnni. Hann sá brúna bera við dimman himininn eins og vel gerðan kóngulóarvef, sem hann sat fastur i eins og srpiklandi fluga. Honum fannst hann ekki lengur eiga að deyja. Hann var ekki einn. Rétt við eyra sitt heyrði hann Tuesday segja, róandi og bliðlega: „Paterson. Herra Paterson”. Hann fann ógreinilega, að drengurinn tók yfir um hann og hélt honum þétt upp að trjábolnum. Lárétt 1) Vandfýsin,- 6) Formaður,- 7) Kemst.- 9) Bor,- 10) Klip- um.- 11) Tveir.- 12) Guð.- 13) Stafur.- 15) Kaffibrauð.- Lóðrétt 1) 95gráðu horn,- 2) Ofug röð.- 3) Land,- 4) Kusk,- 5) Hindr- anirnar,- 8) Gubba.- 9) For.- 13) Fórn,- 14) Guð. X Ráðning á gátu No. 1314 Lárétt 1) Prammar,- 6) Nei,- 7) CI.- 9) At,- 10) Kjóanna,- 11) Ak,- 12) Ið.- 13) Tin,- 15) Dauðrar,- Lóðrétt 1) Packard.- 2) An.- 3) Meðal- ið.-4) MI.-5) Ritaðir.- 8) IJK,- 9) Ani,- 13) TU,- 14) NR,- i 2 'i 6' t c) L' to . n y r> ím3 n O i HVELL G E I R I Eldflaugaskotpallur ■ i geimnum, það er siðasta hrindrunin ^ okkar. Það var ekki i) Nei, en þessvegr njósnauppy / buðuþeirmér — ýsingum okkar. til að sýna mér-r X, nýjuvopnin. D R E K I liUf 1 ■i: I Þriðjudagur 23. janúar 7.00 M o r g u n ú t v a r p . 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.15 Til umhugsunar. Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar (endurt.) 14.30 Frá sérskól- um I Reykjavik: III: Fóstruskóli Sumargjafar. Anna Snorradótir talar við Valborgu Sigurðardóttur skólastjóra. 15.00 Miðdegistónieikar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið. 17.10 Framburðarkennsla i þýzku, spænsku og esperanto. 17.40 Útvarpssaga barnanna 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill. 19.35 Umhverfismál. 19.50 Barnið og samféiagið. 20.00 Lög unga fólksins. 20.50 tþróttir. Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 12.10 Svita fyrir pianó op. 45 eftir Cari Nieisen. 21.35 Einfari á öræfum. 22.15 Veðurfregnir. Tækni og visindi / Hinn hviti riddari visindanna, Louis Pasteur. Dr. Vilhjálmur G. Skúlason prófessor flytur fyrsta erindi sitt. 22.35 Harmónikulög. Franskir harmónikuleikarar leika. 23.00 A hljóðbergi. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ■ f ll lÍHfl ll Þriðjudagur 23. janúar 1973 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augiýsingar 20.30 Ashton-fjölskyidan Brezkur framhaldsmynda- flokkur. 37. þáttur „Frænd- ur eru frændum verstir”. Efni 36. þáttar: Celia Porter ákveður loks að láta til skarar skriða og segja syni sinum frá vixlspori eigin- konu hans, meðan hann var týndur og talinn af. Harry sér að hverju stefnir og hraðar sér á fund Margrét- ar, til að aðvara hana. Hún hyggst segja John allt af létta, þegar hann kemur heim, en það er of seint. Hann hefur þegar hitt móð- ur sina. Hann tekur þó frétt- inni öðruvisi en Margrét hafði búizt við, afsakar hegðun Margrétar, en snýst öndverður gegn móður sinni. 21.20 V'innan. Þegar elli sækir að. Þátturinn fjallar um vandamál fólks á aldrinum 66—85 ára, þátttöku þess i almennum störfum, ef kraftar leyfa, verndaða vinnustaði og dvöl á elli- heimilum. Barði Friðriks- son, Guðmundur J. Guð- mundsson, Jóhann Þor- steinsson úr Hafnarfirði, sem hefur gert könnun á högum aldraðra þar, og Oddur ólafsson ræða þessi mál i sjónvarpssal. Umræð um stýrir Baldur Óskars- son. 22.10 Jólatónleikar i Rotter- dam. Hollenzka útvarps- hljómsveitin og „Groot Om- roep Koor” flytja verk eftir Stoelzel, Palestrina, Bach, Telemann o.fl'. Stjórnandi Kurt Redel. Einsöngvarar Elly Ameling, Ria Bollen, Theo Altmeyer og Marco Bekker. Einleikari á hörpu Vera Badings. (Evrovision — Hollenzka sjónvarpið). 23.10 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.