Tíminn - 23.01.1973, Qupperneq 16

Tíminn - 23.01.1973, Qupperneq 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 23. janúar 1973 Lítill meistara- bragur yfir Fram og ÍR - Fram sigraði 26:21 og er áfram með í baráttu toppliðanna Sigtryggsson, sem léku aðalhlutverkið hjá Ármanni en liðið byggist upp á þessum leikmönn- um. KR-liðið náði sér aldrei á strik i leiknum, þótt að Hilmar Björns- son, fyrrverandi lands- liðsþjálfari, hefði leikið með því. Lið Ármanns er heilsteyptara liö, skipað jöfnum leikmönnum — leikmenn liösins náðu góðri for- ustu i fyrri hálfleik 11:7. Ragnar Gunnarsson varði vel i Ármanns- markinu.og átti hann ekki i vand- ræðum með sum skot KR-inga, sem skutu oft i nær vonlausum færum. KR tókst að minnka muninn um miðjan siðari hálfleik i 15:13, en Armannsliðið brotnaði ekki, heldur bætti það forskotið, og þegar leikurinn var flautaður af, var öruggur sigur liðsins 23:18 i höfn. Með þessum sigri er Armannsliðið komið úr fallhættu, og geta leikmenn liðsins andað ' léttar, að minnsta kosti um tima — fallið virtist blasa við gamla Vesturbæjarliðinu, sem er aðeins með eitt stig eftir fyrri umferð- ina. Eina von liðsins er Haukar úr Hafnarfiröi, sem eru með þrjú stig eftir sex leiki. Hörður Kristinsson skoraði mikið af mörkum með langskot- um og var sifellt ógnandi i leikn um; hann.ásamt Vilberg, voru drýgstir hjá Armanni, þeir skor- uðu samtals 14 mörk. Þá átti Ragnar Gunnarsson góðan leik i markinu. KR-liðið náði sér aldrei á strik i leiknum, vörn liðsins er ekki góð og sóknarleikurinn var i molum, leikmenn liðsins skutu oft i vonlausum færum, og stóðu sóknarlotur liðsins stutt yfir. Það Bogi Karlsson sést hér á myndinni, þar sem hann er húinn aö brjóta á Vilbergi Sigtryggssyni, hinum unga og efnilega linumanni Armanns. Vltakast var réttilega dæmt. (Tlmamynd Róbert) Leikur Fram og ÍR á sunnu- dagskvöld minnti um fátt á þýðingarmikinn leik i 1. deildar keppninni i handknattieik. Þvert á móti mátti halda, að liðin væru I æfingarleik, er skipti engu máli, svo mörg voru mistökin og kæru- leysið allsráðandi I þessum leik, sem þó skar úr um það, hvort liðin hefðu áframhaldandi mögu- leika til að hijóta tslands- meistaratitiiinn I ár. Fram sigraði i viðureigninni með 5 marka mun, 26:21, og er þvi áfram i hópi toppliöanna, en það má mikið breytast frá leiknum á sunnudagskvöld, ef Fram á að takast að verja Islandsmeistaratitilinn. Fyrir IR- inga þýða úrslitin, að þeir koma tæplega lengur til greina sem Islandsmeistarar, þó að fræði- legir möguleikar til sliks séu enn- þá fyrir hendi. Fyrri hálfleikur var mjög jafn, en i leikhléi var staðan 10:8 Fram i vil, og geta IR-ingar kennt eigin klaufaskap og mistökum um að vera undir i hálfleik, þvi að staðan var jöfn, 8:8, og nokkrar sekúndur eftir samkvæmt raf- magnsklukkunni i Höllinni. 1R- ingar treystu þessari klukku full- komlega, reyndu markskot. En þarna misreiknuðu þeir sig. Vegna tafa i fyrri hálfleiknum bættu dómararnir tima við. Þetta vissu Framarar — og á þeim tima, sem eftir var — tókst þeim að skora tvö mörk. Mistök af þessu tagi, sem ein- göngu má kenna þjálfara og um- sjónarmönnum IR-liðsins um,eru dýrkeypt i jöfnum leik, en vist er um það, að þetta tveggja marka forskot reyndist Fram mjög þýðingarmikið. Það var þess vegna engin furða, að Gunn- laugur Hjalmarsson, leik reyndasti maður IR-liðsins, kallaði vonsvikinn til þjálfarans: „Til hvers haldið þið, að þið séuð á bekknum?” I siðari hálfleik jók Fram for- skotið I 11:8, en 1R tókst að minnka bilið i 11:10. Staðan hélzt svipuð næstu minúturnar, en eftir þaö náöu Framarar góðum leik kafla og komust i 15:11. Eftir það þurfti ekki að spyrja að leiks- lokum,heldur hve stór sigur Fram yrði. A timabilinu skildu 6 mörk á milli, 23:18, en lokatölurnar urðu 26:21, eins og fyrr segir. Leikurinn leystist hálfvegis upp á siðustu minútunum, þegar ÍR- ingar gerðu vonlausa tilraun til að jafna metin með þvi að leika „maður á mann”. Eins og fyrr segir, var þessi leikur ekki upp á marga fiska. Við og við brá þó fyrir afbragðsleik hjá báðum liðum, t.d. sýndu linu- menn Fram, þeir Sigurbergur og Björgvin, snilldarleik. Án efa hafa þessir leikmenn mesta tækni af íslenzkum linumönnum i dag. Það er ekki alltaf auðvelt að skora af linu — og þá verða leik- menn að geta brugðið betri hend- inni fyrir sig og skorað með snúningsskotum, eins og þessir tveir leikmenn eru sérfræðingar i — Axel Axelsson var i ham i þessum leik og skoraði 7 mörk. En þegar á heildina er litið, kom hann ekki sérlega vel frá leiknum, til þess gerði hann of mörg mistök. Ingólfur Óskarsson átti góðan leik og brást ekki i vitaköstunum frekar en fyrri daginn. Markverðirnir Þorsteinn og Guðjón áttu ágætan leik. Mörk Fram skoruðu: Axel 7, Ingólfur 5 (2 viti), Björgvin 5, Sigurbergur 5, Pétur 2 og Guðmundur 2. Þessi leikur IR minnti á „gömlu dagana”, þegar kæru- leysið fylgdi liðinu i hverjum leik og varð þvi að falli. Markvarzlan hefur brugðizt hja liðinu i tveimur siðustu leikjum þess, leikmenn i 1. deildarliðunum virðast vera farnir að þekkja veiku hliðarnar hjá Geir Thorsteinssyni. Beztu leikmenn IR i leiknum voru þeir Vilhjálmur Sigurgeirsson og Agúst Svavarsson, sem virðist vera kominn i sitt gamla lands- liösform. Eitt mark hans i leiknum vakti mikla kátinu hjá áhorfendum — hann brauzt i gegnum Framvörnina og sendi knöttinn með snúningi fram hjá Guðjóni i marki Fram. Mörk IR I leiknum skoruðu: Agúst 7, Vilhjálmur — (2 viti), Brynjólfur 3, Jóhannes 2, Þórarinn og Gunn- laugur eitt hvor. Hér á myndinni sést Björgvin Björgvinsson, hinn snjallL linuspiiari Fram, vera búinn að brjótast framhjá Vilhjáimi Sigurgeirssyni og Gunniaugi Hjálmarssyni og senda knöttinn I markiðhjá IR. (Timamynd Róbert) FALLIÐ BLASIR VIÐ VESTU RBÆ J ARLIÐIN U — Ármann dtti ekki í vandræðum með KR og sigraði 23:18 Liðið er nú komið af hættusvæðinu í 1. deild Ármannsliðið fór af hættusvæðinu i 1. deild íslandsmótsins, þegar liðið sigraði KR i leik botnliðanna á sunnu- dagskvöldið. Með þess- um sigri er Ármanns- liðið komið úr fallhættu — það voru þeir Hörður Kristinsson og Vilberg verður að ske kraftaverk, ef KR- liðið nær að forða sér frá falli I ár — liðið hefur ekki á að skipa leik- mönnum,sem eru liklegir til stór- afreka. Mörk liðanna i leiknum skor- uðu eftirtaldir menn: ÁRMANN: Hörður 8 (1 vfti), Vilberg 6 (2 viti), Ragnar 3, Björn 3, Jón 2 og Guðmundur eitt. KR: Björn Pétursson 5 (1 víti), Haukur 4 (1 viti), Bogi 3, Hilmar 3, Ævar 2 og Þorvarður eitt. Leikinn dæmdu þeir Hilmar Ólafsson og Sigurður Hannesson. Staðan í 1. deild Staðan er nú þessi I 1. deild, aðeins einn leikur er eftir i fyrri umferð mótsins, það er leikur Vals og Hauka. FH 7 5 1 1 128:124 11 Vikingur 7 4 1 2 156:142 9 Fram 7 4 1 2 138:126 9 Valur 6 4 0 2 126:102 8 1R 7403 139:130 8 Armann 7 2 1 4 122:145 5 Haukar 6 114 108:113 3 KR 7 0 16 116:151 1 Markhæstu leikmenn: Geir Hallsteinsson, FH 50 Einar Magnússon, Viking 45 Ingólfur Óskarsson, Fram 43 Vilhjálmur Sigurgeirss. IR39 Brynjólfur Markússon, 1R 36 Vilberg Sigtryggsson, Ármanni 36 Bergur Guðnason, Val 35 Haukur Ottesen, KR 33 Ólafur Ólafsson, Haukum 31

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.