Tíminn - 23.01.1973, Side 19

Tíminn - 23.01.1973, Side 19
Þriðjudagur 23. janúar 1973 TÍMINN 19 Framlög til Haf- steins Jósepssonar Viða er nú safnað fé handa Haf- steini Jósepssyni, sem lét annan fótinn, er hann afvopnaði skyttuna óðu i Yrsufelli, ásamt Ólafi Ogmundssyni, en með þeirri hetjudáð hafa þeir vafalaust borgið lifi margra manna. I gær voru Timanum afhentir peningar, sem safnað var meðal starfsfólks Kaupfélags Hafn- firðinga, 22.800 krónur. Vegna misskilnings, sem nokkuð er út- breiddur, skal þaö tekið fram, að Hafsteinn verður ekki krafinn um skatt af þeim fjármunum, sem honum safnast vegna þeirra örkumla, er hann hefur orðið fyrir. Fjarðarheíði fær KJ—Reykjavik Snjóblásarinn, sem kom til Egilsstaða i fyrra, kemur nú i góðar þarfir við að halda Fjarðarheiði opinni. Heiðin tepptist um helgina, þegar snjóaði þar i fjöll, en i dag renndi blásarinn i gegn um jafnfallinn snjóinn, og heiðin varð fær á ný. Blásarinn er fljótur að ryðja af heiðinni, þegar snjórinn er ekki fastur fyrir, og þeytir honum auk þess vel út fyrir vegbrúnina. Fljótsdælingar ætla að halda þorrablót um næstu helgi, og notuðú þeir tækifærið i gær, þegar Fjarðarheiði var fær, að afla drykkjarfanga á Seyðisfirði. Frakkir Klp—Reykjavik Um miðjan dag i gær var brotinn upp sýningakassi við verzlunina Myndsjá að Lauga- vegi 96. Úr kassanum var stolið segulbandstæki i bil, sem þar var til sýnis.og einnig útbúnaði á ljós- myndavélar. Sýningakassi þessi er inn i gangi, en snýr þó að Laugaveg- inum og þvi sýnilegur öllum, sem leið eiga um götuna. Þjófn- aðurinn hefur átt sér stað á milli klukkan þrjú og fjögur um daginn,og ættu þvi vegfarendur að hafa orðið varir við þjófana, Framhald af bls. 1 Kingston Emerald H-49 þar sem hann var að draga inn vörpuna. Skipstjóri togarans tilkynnti, er hann sá varðskipið, brezka eftirlitsskipinu Miranda, að togarinn hefði orðið að sveigja af leið til að forðast árekstur við varðskipið. Varðskipið sigldi i hæfilegri fjarlægð frá togaranum, og að sögn talsmanns Landhelgis- gæzlunnar er hér um algjöran hugarburð togaraskipstjórans að ræða og þessi kvörtun skipstjór- ans þvi alröng. I framhaldi af þessu tilkynnti togarinn Boston Boeing GY-183 staðsetningu tveggja varðskipa, sem hann vissi um, og til þess notaði hann bylgjulengdina 2182, sem er hin alþjóðlega neyðar- bylgja, sem stranglega er bannað að nota nema i neyðartilfellum. Landhelgisgæzlan hefur nú kært þetta mál. Bretar þjófar enda var hábjart, og jafnan margir á ferli um Laugaveginn á þessum tima. Ef einhver hefur orðið var við eitthvað grunsamlegt þarna i ganginum á milli klukkan þrjú og fjögur i gær, er hannbeðinnum að láta rannsóknarlögregluna vita, svo og ef einhverjum er boðið til sölu 8-rása stereo segulbands- tæki, sem ætlað er fyrir bila. Fanginn Framhald ° af bls. 20. fossi haföi flutt þangaö um nóttina, en hún hefur aðgang að þessum klefum. Hvorugur þeirra heyrði neitt athuga- vert, fyrr en fangaverðirnir komu til að slökkva eldinn. Það mun ekki vera óal- gengt, að fangar,sem settir eru i þessa klefa, smygli inn með sér eldspýtum og kveiki þá i dýnunni eða teppinu til að láta óánægju sina i ljós eða þá til að komast út aftur. Klefar þessir eru mjög þéttir, en i þeim þó annars nokkuð góð loftræsting. Talsambandið við fangaverðina mun ekki alltaf vera i lagi,þvi oft verður það fyrir barðinu á föngunum og getur þá liðið nokkur stund unz þeir geta gert vart við sig. Okkur tókst ekki að fá upp- lýsingar um það, hvort tækið i þessum klefa var i lagi, þvi málið er enn i rannsókn og meðan að svo er,vilja forráða- menn hælisins ekkert um það segja. STJÓRNUNARFÉLAG islands John Marsh, Dr. of Science, aðal- framkvæmdastjóri BRITISH IN- STITUTE OF MANAGEMENT verður fyrirlesari á eins dags nám- skeiði um hlutverk stjórnandans í breytilegu umhverfi Námskeiðið verður haldið að Hótel Sögu (Átthagasal) og stendur yfir kl. 10.00 — 17.30, mánudaginn 29. janúar n.k. John Marsh hefur haldið fyrirlestra og námskeiö viða um heim um það, hvernig hagnýta má nýjar stjórnunarhugmyndir, aðferöir og reynslu Námskeiðið er ætlað stjórnendum stofnana og fyrirtækja, bæði aðal- framkvæmdastjórum og deildar- stjórum. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku i sima 82930. Nýju tekjustofnalögin: Framkvæmdafé sveitar- félaganna tvöfaldaðist ÞÓ—Reykjavik. — Tekjur allra sveitarfélaga á Islandi urðu 3799,3 millhónir kr. á árinu 1972, en á árinu 1971 voru þær 3362.7 milljónir, sem þýðir að sveitarfélögin hafa haft 436.6 milljón króna meiri tekjur á sið- asúa ári en 1971, sagði Hannibal Valdimarsson á fundi með frétta- mönnum, þegar hann ræddi um hin nýju tekjustofnalög sveitar- félaga, sem sett voru á siðasta ári. Einstaka menn hafa gagn- rýnt lögin mikið, ekki sizt stjórn- endur Reykjavikurborgar. Hannibal sagði ennfremur, að þegar nýju tekjustofnalögin voru sett, hafi verið aflétt ýmsum gjöldum af sveitarfélögunum. 1 fyrsta lagi hafi framlag sveitar- félaga til lifeyrissjóða verið fellt niður. 1 öðru lagi hafi framlag sveitarfélaga til sjúkratrygginga verið lækkað um helming. 1 þriðja lagi greiði sveitarfélögin nú ekki ýmis iðgjöld til trygginganna, sem þau voru skyldug til að greiða samkvæmt eldri lögunum. Sagði Hannibal, að ekki væri fjarri lagi aö áætla, ef gömlu lög- in hefðu enn verið i gildi, að hér hefði verið um útgjöld að ræða fyrir sveitarfélögin, sem næmu um einum milljarð króna. Þess vegna mætti telja þessa upphæð sveitarfélögunum til tekna, og mætti þvi segja, að nýju tekju- stofnalögin hefðu gefið sveitar- félögunum 1.3 milljarð, þegar á allt væri litið. Siðan ræddi Hánnibal almennt um tekjustofnalögin og sagði,að margir sveitarstjórnarmenn,ekki sizt i Reykjavik, hafi gagnrýnt lögin ákaflega og jafnvel gengið svo langt, að talað væri um árásir á Reykjavik, þegar nýju tekju- stofnalögin voru samþykkt. Höfuðbreytingin á tekjustofna- lögunum hafi verið sú, að útsvör eru nú lögð á brúttótekjur fólks, i stað nettótekna áður. 1 lögunum væri gert ráð fyrir 10% há- marksútsvari af brúttótekjum, og i lögunum væri heimildarákvæði, sem sveitarfélögin mega selja, að þau geti bætt við 1% viðbótar- útsvari, þannig að útsvarsstiginn verði 11% af brúttótekjum i stað 10%, en til þess þurfa sveitar- félögin sérstakt samþykki ráðu- neytisins. Hannibal sagði, að ef eitthvert sveitarfélag heföi orðið fyrir áfalli vegna nýju tekjustofnalag- anna, þá væri það helzt Reykja- vik, en allar tölur bentu til þess, að Reykjavik heföi hagnazt mikið á lagabreytingunum. 1 þessu sambandi má benda á, að tekjur Reykjavikurborgar af útvarpi, aðstöðugjöldum og fasteigna- skatti urðu á árinu 1971 1713.8 milljónir króna, en árið 1972 1883.1 milljónir. En það þýðir, að borgin hefur fengið 169.3 milljón- um meira 1972 en 1971. Þar við bætist lækkun útgjalda, og er það lækkun útgjalda til lifeyrissjóða 244.8 milljónir, sjúkratryggingar 120 milljónir, vegna löggæzlu 83,milljóna lækkun og iðgjalda- lækkun ýmis konar 30 milljónir. Samtals eru þetta 478 milljónir, og jafnast þetta til tekju- aukningar, sem þýðir,að ef tekjur af aðstöðugjaldi, útsvari, og fast- eignaskatti og þessi lækkun út- gjalda eru lagðar saman.þá er um að ræöa 647.7 milljóna tekjuaukn- mgu hjá Reykjavikurborg árið 1972, miðað viö 1971. A árinu 1971 var gert ráð fyrir 16.45% eða 296.9 milljón rekstrar- afgangi i fjárhagsáætlun Reykja- vikurborgar, og þessu fé átti að verja til verklegra framkvæmda. t fjárhagsáætlun borgarinnar i fyrra, en þá höfðu nýju tekju- stofnalögin tekið gildi, gert ráð fyrir 27.41% rekstrarafgangi eða 587.6 milljónum, og haföi á einu ári fé það, sem borgin gat varið til verklegra framkvæmda hækkað um 98%. — Ef sömu lög hefðu verið i gildi árið 1972 og 1971, þá hefði rekstrarafgangur borgar- innar orðið 352.8 milljónir eða 234.8 milljónum lægri, og ef út- svörin hefðu verið ákveðin 10% i stað 11% hefðu tekjur borgar- innar reynzt 106.3 milljónum króna lægri. Þá kom fram á fundinum, að framkvæmdafé sveitarfélaganna hefur aukizt mjög mikiö með til- komu nýju tekjustofnalaganna, og i fimm kaupstöðum af 14 meira en tvöfaldaðist framkvæmdaféð. Víðivangur Framhald af bls. 3. i Noröursjónum og loðnu á veturna. Og nú ætlar sagan enn einu sinni aö endurtaka sig, og menn segja, aö allt of mikið sé keypt af togurum. Stökkiö er þó ekki meira en hjá Nýsköpuninni og varla jafnmikiö, þvi aö þetta eru yfirleitt helmingi minni skip”. — TK. Framhald af bls. 9. þjóðarinnar. Hann tekur endurkjör sitt sem umboð til þessað vera „hinn harðskeytti og ósveigjanlegi” út á við og gæta þess heima fyrir að lægja rostann i afskipaþjóðfélaginu og hafa hemil á fjárlögunum og skrifstofuvaldinu. ,,Hinn raunverulegi Richard Nixon” er þvi i innsta eðli sinu ihalds- samur maður eins og þetta bendir til, en hann er að þvi leyti frábrugðinn fyrrverandi „raunverulegum republikön- um” og frjálslyndum fylgj- endum „hinnar nýju stefnu”, að hann er ávallt reðubúinn að vikja frá grundvallarreglum sinum, ef stjórnmálanauðsyn krefur. Á fyrra kjörtimabili hans krafðist stjórnmálaleg nauðsyn þess, að hann beitti sér fyrir framkvæmd ýmissa áforma frjálslyndra og þaö gerði hann án þess að láta sér bregða. En hann er ekki — alls ekki — frjálslyndur maöur. Það er óneitanlega dálitið skoplegt, hve frjálslyndir menn geta si og æ hneykslast i hvert einasta sinn, sem þeir komast að raun um, að Nixon er ekki frjálslyndur, — nema einstöku sinnum þegar það hentar honum. En eins og stendur hentar honum það ekki. Stjórnmálaskyn hans segir honum, að allhá ihalds- alda sé risin með þjóðinni. Það er alda, sem hinum „raun- verulega Richard Nixon” þyk- ir ánægjulegt að berast með. Sinfóníuhljómsveit íslands Síðustu tónleikar á fyrra misseri verða i Háskólabíói fimmtudaginn 25. janúar kl. 20.30- Stjórnandi, Eduard Fischer Einleikari, Einar Sveinbjörnsson. Flutt veröa Sinfónisk tilbrigöi eftir Jirko, fiölukonsert eftir Mendelssohn og Sinfónia nr. 9 (frá nýja heiminum) eftir Dvorak. Aðgöngumiöar seldir i bókabúð Lárusar Blöndal og i bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar. Ath. Endurnýjun áskriftarskirteina óskast tilkynnt i sima 22260 Nánar veröur sagt frá fundinum með félagsmálaráöherra á morg- un. Framhald af bls. 10. á eftir Brasiliumönnum og Púertó Rikó- búum. En þetta hefur alltaf verið svona. Fornsögurnar mora af hjálparöndum og hetjum, sem tala við dauða menn, áður en þeir ganga i orrustu og kljúfa hver annan i herðar niður. Nei — það eru ekki skýr mörk á milli þeirra, sem enn lifa og hinna, sem dauðir eru. Og fólk veit skil á forfeðrum sinum fimmhundruð ár aftur i timann. Og sambandið er ekki látið rofna. Menn segja til dæmis ekki: A dögum Egils Skallagrimssonar. Nei - fólk segir: Þegar Egill Skallagrimsson var uppi. Það merkir þaðtimabil i tilveru Egils Skallagrimssonar, er hann gekk um sýnilegur meðal samtiðar- manna sinna. Það eru sjálfsagt til niðjar, sem halda sambandi við Egil karlinn. —Nei, um þess konar getum við ekki skrifað, segir Vésteinn. Ilann á von á þvi, að út komi að morgni ný skáldsaga el'tir hann, og i henni er ekki vikið einu orði að dulrænum elnum. Hann segir, að menn verði að skrifa um það, sem gerist i kringum þá. Einn var i Sovétrikjunum, og hann sagði Rússum, að nú væru gömlu, islcnzku kommún- nistarnir l'arnir að skrifa bækur um lifið fyrir handan. Þá sló þögn á furðu lostna Rússana. En þá Laxness — hvers vegna skrifar hann ekki um þetta? Jú — Laxness hefur skrifað um anda- trú, sem hann lék heldur grátt. Hann hataðisl við hana. Hann skrilar um þjóðfélagið. Hann var fylgismaður Stalins og skrifaði um mikilvægara mál en andatrú. En nú skrifar hann bara um, einskis verða hluti, segja menn, svo að það má kannski búasl við hverju sem er.... Nú liggur við, að menn fari að rilast um Laxness. Siðasta bók Laxness er nýkomin út, og hún Ijallar um sildina — skemmtileg og hátiðleg skáldsaga um sildina og sildarkóngana miklu á Islandi. Enginn hefur lyrr skrifað skáldsögu um sildina, þó að allir töluðu um hana — þennan fisk, sem velgengni islendinga byggðist á. Þetta er einkennilegt — allir eru sammála um það. llvernig höfum við komizt hjá að skrifa um sildina? Og nú kemur hinn roskni Halldór Kiljan Laxness, Nóbels- verðlaunamaðurinn, þjóðardýr- lingurinn, og skrifar þessa sildar- sögu, einhver hinna yngri hefði átlaðskrifa og verða frægur af. Laxness! Sá gamli! Hann er nú suður i Evrópu og virðir Island lyrir sér i sjónauka og hlær. Já, það er hér um bil eins og hann sé kominn til himnarikis. Þaðan horfir hann á okkur og hlær að okkur. —Laxness finnst orðið, að allt sé skopsaga. Heimurinn er ekki annað en grin. Island er stórkost- leg fyndni. Lifið er hlægilegt — hégómi, sem honum fannst einu sinni varöa miklu, en hlær nú að. Við stælum um Laxness af hjartans lyst. Ég segi: —Án Laxness hefði ég ekkert vitað um Island. Hann er mesti rithöfundur veraldarinnar. —O-jæja, þaö þarftu ékki að segja okkur. Einhver lyftir glasi sinu og hrópar: —Það má hér um bil segja, að það sé Laxness, sem er til, en ísland ekki. Island er ekki til. Það lifir bara i bókum Laxness. Guð hjálpi okkur hér á þessari eyði- eyju i ishafinu. Við unum okkur vel og svona liður hálf nóttin.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.