Tíminn - 23.01.1973, Page 20

Tíminn - 23.01.1973, Page 20
AAesta flugslys í sögunni — nærri 200 pílagrímar á leið heim fró Mekka létu lífið NTB—Lagos Jórdönsk farþega- þota með 200 pila- grima frá Nigeriu fórst i gærmorgun i nágrenni borgarinnar Kanó i Norður Nigeriu. Fregnir herma, að ekki færri en 180 manns hafi farizt, þegar flug- vélinni hlekktist á og hún brann til kaldra kola á flugvellinum við Kanó. Þetta er mesta flugslys, sem orðið hefur i sögu loft- ferða, en það næst stærsta varð i ná- grenni Moskvuflug- vallar 3. október i fyrra. Þar fórst sovézk flugvél og 176 fórust. Þotan, sem fórst i gær, var af Boeing 707 gerð og eign Royal Jordanian Airways. Pilagrimarnir voru Múhameðstrúarmenn á heim- leið frá Mekka i Saudiarabiu. Þeir voru á heimleið úr árlegri pilagrimsferð Múhameðs- trúarmanna i Nigeriu til Mekka. 30.000 pilagrimar tóku þátt i henni að þessu sinni. Taliðer.að 22 hafi komizt lifs af, þ.á.m. þrir af áhöfn flug- vélarinnar. Ekki er vitað með vissu, hvort flugvélin hrapaði, eða hvort henni hlekktist á i lend- ingu. Þoka og slæmt skyggni var i Kanó. Sumar fregnir herma.að flugvélin hafi lent 16 m frá brautinni, lent ofan i skurði og hjól losnað, runnið yfir brautina og oltið. Fólk á flugvellinum og . á flugstöðinni var skelfingu lostið, þegar flugvélin þaut fram hjá og stóð i björtu báli. Farangur þeyttist út um allt, og mörgum farþegum tókst að komast út um neyðardyr, en logarnir umluktu þá.þegar út var komið. Þeir, sem björguðust ,voru fluttir á sjúkrahús i Kano, en íikum látinna var raðað upp á flugvellinum. Fjöldagreftrun átti að verða i gærkvöldi eða i dag. Ð Barnabóka- höfundar verðlaunaðir JGK—lteykjavík. Fræftsluráð Keykjavíkur hefur tekift upp þá nýbrcytni aft verft- launa barnahækur, þýddar og frumsamdar,og fór l'yrsta verft- launaal'hendingin fram i gær aft llöl'fta. Hjónin • Jenna og llreiftar Stelansson fengu verftlaun fyrir he/.tu frumsömdu barna- hækurnár og Stcinunn S. Briem fyrir þýftingar sínar á bókum finnsku skáldkonunnar Tove Jansson um Múminálfana. Borgarstjórinn, Birgir tsl. Gunnarsson, mælti nokkur orð i byrjun og minnti á mikilvægi barnabóka og um leið hversu lftill gaumur þeim er einatt gefinn miðað við aðrar tegundir bók- mennta. Eirikur Hreinn Finn- bogason borgarbókavörður, for- maöur dómnefndar, gerði grein fyrir niðurstöðum hennar og afhenti verðlaunin, en auk hans áttu sæti i nefndinni Sigrún K. Hannesdóttir, skólabókafulltrúi fræðsluráðs, og Þórhildur Jónas- dóttir útnefnd af stéttarfélagi barnakennara . Steinunn Briem gat ekki verið viðstödd af- hendinguna, en faðir hennar Eggert Briem veitti þeim viðtöku fyrir hennar hönd. Blaðamaður ræddi stuttlega við Jennu og Hreiðar við afhend- inguna í gær. Sögðu þau.að bækur þeirra væru nú orðnar 24 að tölu, og hafa sumar þeirra komið út i mörgum útgáfum. Fyrsta bókin hétSkógarævintýri Kalla litla og kom út hjá Pálma Jónssyni á Akureyri. En vinsælustu bækur þeirra eru vafalaust Oddu- bækurnar, sem fyrst komu út á vegum Æskunnar og siðan i endurútgáfum hjá POB á Akur- eyri. Hafa sumar bækurnar i þeim flokki komið út i samtals 7-8 þúsund eintökum. Þau hjónin voru um langt skeið kennarar á Akureyri, en nú kenna þau við Langholtsskóla i Reykjavik. Jeniia og Ilreiftar Stefánsson taka vift verftlaununum af Eirfki Hreini Finnbogasyni. Undirritun á miðvikudag? NTB—Paris, Washington Búizt er við, að samningavið- ræður um frið i Vietnam nái hámarki i dag á nýjum fundi þeirra Henry Kissingers ráðgjafa Nixons Bandarikjaforseta i öryggismálum og Le Duc Thos leiðtoga NorðurVietnamarsem leggja nú að sögn siðustu drög að vopnahléssáttmála. Kissinger kom til Parisar i gær, en fyrir brottförina frá Was- hington ræddi hann i rúman klukkutima við Nixon; þetta var siðasta samtalið af mörgum, sem þeir hafa átt siðustu daga. Kiss- inger lét ekkert uppskátt við fréttaménn við brottförina. Le Duc Tho hefur dvalizt i Paris siðan viðræðum hans og Kissingers lauk siðast 13. janúar, og sá siðarnefndi hélt á fund Nixons. Tho hefur ekki verið heill heilsu, en þó unnið sleitulaust að drögum að vopnahléssamning- um, er haft eftir einum aðstoðar- manna hans. Tran van Lam atanrikisráð- hei ra S-Vietnam ogfrúNguyen Thi Binh utanrikisráðherra bráðabirgðabyltingarstjórnar- innar eru komin til Parisar. Lam ætlaði sér að ræða við Kissinger áður en fundum hans og Thos bæri saman. Lam sagði blaða- mönnum, að hann væri kominn til Parisar til að sýna, að rikisstjórn S-Vietnam vildi frið í Vietnam og hann væri fús að taka þátt í til- raunum til að ljúka friðar- samningunum. Talsmenn Bandarikjamanna og Suðurvietnama segjast gera ráð fyrir, að bráðabirgðaundir- skrift vopnahléssamninga fari fram á miðvikudag eða fimmtu- dag,nema nýir erfiðleikar komi upp á fundunum i Paris. And- stæðingar þeirra hafa einnig látið i ljós bjartsýni um friðarsamn- inga. A sunnudag var þeim Nixon og Kissinger skýrt i smáatriðum frá viðræðum bandariska hers- höfðingjans Alexanders Haigs við Nguyen van Thieu forseta Suðurvietnam og leiðtoga Thailands, Kambodsju og Laos i siðustu viku. Ljóstvirðisþað Thieu sé samþykkur þeim drögum að vopnahléssamningum, sem Haig sýndi honum, og reiðubúinn að undirrita loksasamninginn, sem Spiro Agnew mun ef til vill fara með til Saigon i byrjun næstu viku. Þriðjudagur 23. janúar 1973 j Banaslys á Akureyri Klp—Reykjavík. Um kukkan hálfellefu i gær- morgun varð banaslys við Menntaskólann á Akureyri. Einn af starfsmönnum skólans, Gunnar Karlsson, féll niður af þaki skólahússins og mun hann hafa látizt samstundis. Gunnar heitinn fór út á þakið til að gera við glugga, sem hafði skemmzt i roki fyrir skömmu. Hefur hann ekki gætt þess, að enn var mikil ising á þakinu.og hefur hann þvi runnið niður. Mun fallið vera yfir 10 metrar. Þar sem Gunnar heitinn kom niður, var malbikað bflastæði, en hann mun þó fyrst hafa lent á þaki sins eigin biis, sem þarna var á stæðinu. Gunnar heitinn Karlsson var 49 ára gamall og lætur hann eftir sig uppkomin börn. Frelsisleið- togi myrtur NTB—Lissabon. Dr. Amilcar Cabral leiðtogi frelsishreyfingar Portúgölsku Gineu Paigc, var myrtur fyrir utan heimili sitt i Conakry i Gineu á laugardagskvöld. Cabral var einn af helztu frelsis- leiðtogum Afriku og naut virðingar viða um heim. Sekou Touré sagði i útvarp i Conakry á sunnudag, að leigumorðingjar hefðu ráðið Cabral af dögum að undirlagi portúgölsku stjórnar- innar. Sama kvöld neitaði portú- galska rikisstjórnin þessum ásökunum. Talsmaður stjórnar- innarsagði: — Viðgripum ekki til slikra aðgerða. Við beitum ekki ofbeldi af þessu tagi. Viðræðurnar hefjast á morgun Einar Agústsson utanrikisráð- herra fór i dag til Washington til viðræðna við William P. Rogers utanrikisráðherra Bandarikj- anna og bandariska embættis- menn um varnarsamninginn milli íslands og Bandarikjanna. 1 fylgd með Einari Agústssyni eru Hans G. Andersen sendiherra og Páll Asgeir Tryggvason, deildarstjóri og formaður varnarmálanefndar, en auk þeirra taka þátt í viðræðunum Haraldur Kröyer sendiherra og Hörður Helgason sendifulltrúi. Viðræðurnar fara fram dagana 24.-26. þ.m. Vinnuhælið á Litla Hrauni. Einangrunarklefinn sem maöurinn kafn aöi I, er í gömlu byggingunni vinstra megin á myndinni. Klp—Reykjavík Um klukkan rúmlega þrjú á sunnudagsnótt uröu fangaverðir á vinnuhælinu á Litla Hrauni varirviö,aö reyk lagði út um einn ein- angrunarklefann i kjallara gömlu bygg- ingarinnar á Litla Hrauni. I þennan klefa hafði maður verið settur skömmu áður fyrir að brjóta reglur hælisins, en hann var látinn, þegar fangaverðirnir loksins náðu honum út. Maður þessi, sem var 37 ára gamall, hafði verið sendur austur að Litla Hrauni til að taka út dóm fyrir 18 dögum, en hann mun &ður hafa dvalið eitthvað þar eystra. Fyrir helgi hafði hann gerzt brot- legur við reglur hælisins og þvi settur i einangrunarklefa, eða sellu, eins og fangaverðirn ir kalla þéssa klefa. Tahð er, að hann hafi smyglað eldspýtum inn i klefann, en föngunum er bannað að hafa með sér eld- spýtur eða tóbak inn i þá. í þessum klefum er aðeins rúm- bálkur, dýna og teppi, og er talið, að maðurinn hafi sjálfur kveikt i dýnunni. Talsamband er úr klefum þessum við fangaverðina, en þeir urðu ekki varir við neina hringingu þessa nótt. 1 næstu klefum við þennan,sem brann, voru tveir menn, sem lögreglan á Sel- Dauðaslys á Litla Hrauni: FANGI KAFNAÐI í EINANGRUNARKLEFA

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.