Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 10

Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 10
TÍMINN Þriðjudagur 6. marz, 1973. Þriðjudagur 6. marz, 1973. VILLTIR BAVIANAR NOTA VERKFÆRI TIL ÞESS AÐ ÞRÍFA SIG ÞVI fer fjarri, að það sé maðurinn einn, sem notar verkfæri. Það gera ýmis dýr, og nú hafa dýrá- fræðingar komizt að raun um, að hinir stóru anúbis- bavianar, sem reika i flokkum um sléttur Austur- Afriku, eiga heima i þeim hópi. Þessi bavíanategund notar steina og maískólfa til þess að þrífa sig í framan. Dýrafræðingar strjúka á sér skeggið og velta vöngum yfirþessu, og það er farið að tala um bavíanamenningu. Því að einmitt þetta, að hafa hug- kvæmni til þess að nota eitthvert áhald, er fyrsta skrefið á langri braut, sem maðurinn hefur gengið. Hið næsta er að læra að búa sér til verkfæri. Sagt er, að þau dýr noti verk- færi, er taka einhvern hlut i loppu, kló, kjaft, rana eða nef til þess að beita þvi i einhverju skyni. Finkur á Galapagoseyjum draga lirfur út úr sprungum á berki með kaktusþyrnum. Otrar i Kyrrahafi kafa eftir skeljum, sem þeir brjóta með steinum, er þeir láta liggja á brjósti sér, þegar þeir synda baksund. Simpansinn, sem er eitt hið hug- vitsamasta dýr, notar teinunga, stöngla og kvisti, þegar þeir gæöa sér á skordýrum. Þeir nota lika blöð sem drykkjarilát og þerra á sér munninn með þeim. Og þeir kasta steinum i þeim augljósa til- gangi að hitta. Spendýr og fuglar, sem kunna þannig að gera sér eitthvað að verkfæri, eru þó ekki fleiri en svo, að þá má telja á fingrum sér. En nú hefur anúbisbavianinn bætzt i hópinn. Brezki dýrasálfræðingur- inn Jane Goodall hefur leitt þetta i ljós. Jane Goodall dvaldist ásamt annarri stúlku i skógum Gambe- þjóðgarðsins i Tanzaniu i um það bil áratug og uppgötvaði þá, hversu algengt er, að simpansar noti verkfæri. Það var lika hún og hinn þýzki eiginmaður hennar, Hugo van Lawick, sem uppgötv- uðu fyrir fáum árum aö gammar nota steina. Finni þeir strútsegg fljúga þeir yfir það með stein i nefi, og brjóta það með þvi að láta hann detta á það. Og nú hafa þau hjón birt um það greinargerð, Anúbis-bavíanar eru meðal dýra, sem hvernig anúbis-bav.iarnir þrifa sig. Anúbis-bavianar éta á sumum árstimum mikiö af fræjum ú? aldini einu. Fræ þessi eru löðr- andi i hvitri kvoðu, sem sezt á granir baviananna og mynda þeir seiga himnu, þegar hún þornar. í þetta klessast svo strá og hismi. Þessu kunna aumingja bavian- arnir illa. Þeir nudda trýninu við trjáboli og steina, þegar færi gefst. En þeir , sem hugkvæmn- astir eru, taka stein og skafa á sér trýnið, rétt eins og þegar menn verkfæri. Kannski fara þeir einhvern tima raka sig, unz þeir hafa þrifið sig svo vel.sem þeim likar. Fyrst sáu þau hjón baviana gera þetta i Gambe-þjóðgarðin- um. Mánuði siðar sáu þau karl- dýr i allt öörum flokki hreinsa framan úr sér blóð á sama hátt. Hann hafði fengið skrámu i áflog- um. Þegar blóðið tók að storkna, fór hann að svipast um, og brátt kom hann auga á hálfnagaðan maiskólf, sem einhver hafði kast- að frá sér. Steinar, sem nothæfir sýndust, voru þarna lika nærri, en bavianinn virtist fremur kjósa að aka afkvæmum sinum í barnavagni? það, sem mýkra var. Hann tók maiskólfinn og hreinsaði af sér blóðið með varúð. Simpansar éta sams konar fræ og anúbis-bavianarnir. En þó að þeir noti iðulega blöð til þess að þerra framan úr sér eftir matar- tekju — og jafnvel til þess að skeina sig — hafa þeir ekki kom- izt upp á lag með að skafa framan úr sér á sama hátt og bavianarn- ir, svo að kunnugt sé. Simpans- arnir láta sér nægja að hlaupa að næsta tré og nudda sér upp við það. FASTRÁÐNIR LEIKARAR HJÁ L.A. NÆSTA HAUST Stóraukin fjórframlög ríki og bæ Sú merka nýbreytni veröur á starfsemi Leikfélags Akureyrar næstkomandi haustað fastráða á leikara. Ekki hefur endanlega verið gengiö frá þeim málum, en búizt er við,að fastráðnir leikarar verði alls um átta. Starfsemi L.A. hefur á rúmum hálfrar aldar ferli sínum byggzt mest á óeigingjarnri þátttöku áhugafólks, sem ekki hefur þegið fast kaup, en fengið þó einhverja þóknun fyrir vinnu sína nú á síðari ár- um. Fyrir nokkrum árum var einnig ráðinn fram- kvæmdastjóri fyrir félagið og varsú ráðstöfun til mik- iila bóta. Núverandi fram- kvæmdastjóri L.A. er Guð- mundur Magnússon. Þetta kom fram f viötali, sem við áttum við Magnús Jónsson leikstjóri hjá L.A. fyrir helgi, aö <—.... m. Samkomuhúsiö á Akureyri, aö Hafnarstræti 57, þar sem öll starfsemi L.A. fer fram. Jökull Jakobsson er að setja sam- an leikrit, KLUKKUSTRENGI, fyrir L.A. nýafstöðnum blaðamannafundi félagsins þar nyröra. Fleira markvert og ánægjulegt kom fram i viðtalinu og þá einkum þaö, að fjárframlög rikis og bæjar til L.A. hafa hækkað að mun. A siöasta ári ætlaði rikið L.A. 500 þúsund krónur á fjárlögum, en lét þvi i té 750 þúsund. A fjárlögum þessa árs er áætlaö aö verja 1 1/2 til félagsins milljón til L.A. Akureyrarbær lagði fram 500 þúsund til L.A. á siöasta ári, en hækkar þá upphæð upp i 800 þúsund á þessu ári. Er þetta aukning á fjárframlögum um samtals 1 milljón og 50 þús- und eöa 84%. Skiljanlega verður þetta félaginu mikil lyftistöng og vitnar um ánægjulegan skilning hlutaðeigandi yfirvalda. Jökull Jakobsson var eins og kunnugt er ráðinn til L.A. fyrir skömmu, til þriggja mánaða. Bættist hann i liðsflokk L.A. i byrjun febrúar. Að sögn Magnús- ar er hann ráðinn til aö skrifa leikrit fyrir L.A., sem félagiö mun siðan sýna sem sitt siöasta verk á leikárinu um mánaðar- mótin april/mai. Félagiö æfir jafnóöum þaö, sem frá Jökli kem- ur, og er nú þegar farið aö æfa fyrsta þáttinn. Leikritiö heitir raunar Klukkustrengir. — „Það er litiö hægt að segja um éfni þess ennþá. Við höfum aðeins séð fyrsta hlutann enn sem komið er og vitum þvi ekkert, hvernig þaö endar, efast um Jökull viti þaö sjálfur. En i fyrsta þættinum seg- ir frá ungum orgelstillara, sem kemur I litið pláss úti á landi, I þvi skyni að stilla kirkjuorgelið á staðnum. En umræddur maöur er ekki allur, þar sem hann er séð- ur...” Þetta sagöi Magnús Jóns- son, sem leikstýrir Klukku- strengjunum. L.A. er ennfremur um þessar mundir að æfa Fjalla-Eyvind og beinir nú mestum kröftum sinum að þvi, en áformað er að frum- sýna það leikrit um miðjan marz n.k. Magnús Jónsson leikstýrir þvi einnig, en æfingar hafa staðiö yfir I um mánuð. L.A. lyktar þvi starfsári sinu með tveim verkum, sem vænta má að margur sæki og hafi ánægju af: gamalkunnugt og vinsælt þjóðlegt verk annars veg- ar, og nývirki frá Jökli hins veg- ar. Meö aöalhlutverkin I Fjalla- Eyvindi fara þessir:þessar: Sigurveig Jónsdóttir — Halla, Þráinn Karlsson — Eyvindur, Jón Kristinsson — Arnes, og Marinó Þorsteinsson — Björn hreppstjóri. L.A. hefur nýlokiö sýningum á Kardimommubænum, sem sýnt var alls nitján sinnum og hlaut ágætis viðtökur. Sóttu leikinn alls yfir 4.000 manns. Sýningum félagsins á siðasta ári var vel tek- ið, alla vega eftir tölum að dæma. Sýningar uröu alls 62 og sýninga- gestir 13.618, sem miðað viö höfðatölu jafngildir 136.000 sýn- ingagestum I Reykjavlk. —Stp Magnús Jónsson leikstýrir FJALLA-EYVINDI og KLUKKUSTRENGJUM TÍMINN Þórarinn Helgason: Dyrhólaey ogG.D. Hávært tal og heimskra rök hæst i tómu bylur. Oft er viss i sinni sök sá er ekkert skilur. örn Arnarson. GUÐMUNDUR DANIELSSON ritstjóri Suðurlands skrifar i blað sitt 17. febr. 1973 grein með yfir- skriftinni „Eintal um ástandið”. Að nafninu til á það vist svo að heita, að greinin fjalli um jarð- eldinn I Heimaey. Svo verður þó ekki I reynd, þvi að greinin snýst að mestu leyti um hann sjálfan. Og þó að smátt sé I böggum, safn- ast, þegar saman kemur, þegar allt er til tint um ástand hans eig- in persónu, sem honum þykir svo mikil nauðsyn að kynna lesendum Suðurlands, og vegna blaösins, þarf hann að komast til Vest- mannaeyja með ljósmyndara og blaðið sýnir fjórar myndir þaðan og er ritstjórinn sjálfur (óvart?) með á einni. Það var ekki lítið fyrirtæki að fá flugfar til Eyja og heldur betur frásagnarvert. Og þá skipti það ekki litlu máli hverj- ir voru fyrirgreiðslumenn I þessu efni, en það voru þeir Ingólfur Jónsson og Sveinn Sæmundsson, sem allt vildu fyrir hann gera. Má nú nærri geta, að hér var ekki lítill karl á ferð. Sjálfur forseti Is- lands hafði minna brambolt i kringum sig, þegar hann flaug til Eyjanna og átti þangað þó gott erindi. En það er nú meira blóö I kúnni. — Veöurguðinn var ekki reiöubúinn þegar I stað, að gefa samþykki sitt til fararinnar, en loksins kom nógu gott veöur til að fljúga, „það var miðvikudaginn 31. janúar”, segir þar „Og nú hringdi Gunnar klukkan 9 að morgni” og meira en þaö. Svo lýsir ritstjórinn heimanbúnaði slnum af sömu nákvæmni, „meö plasthjálm, kiki og segulbands- tæki”. Þá er það llka nokkuð til að segja frá, hvert er heiti flugvelar- innar og hverjir voru um borð i vélinni: Útvarpsmaður frá Osló og kvikmyndamaður frá Paris, og enn er lopinn teygður lengi lengi unz komið er að „þraut- göngunni” upp á Helgafell. Og nú legg ég ekki meira á þig lesari minn af svo góðu, þó af heilmiklu sé enn að taka af þviliku, þvi að svo mörg eru þau orð! Aður en G.D. upphefur sjálfan sig til undirbúnings flugsins til Eyja bregður hann sér austur að Dyrhólaey og erindi hans er bezt aö láta hans eigin orð túlka: „Og heldur en gera ekki neitt ókum við Sverrir einn daginn austur aö Dyrhólaey. Þá var útsunnan fárviðri og flæddi allt I kringum „höfðann” og nú sá ég með eigin augum, að varla verður gerö höfn i Dyrhólaey á þessari öld, þetta er því miður bar ósk- hyggja okkar held ég, og þing- menn setja I gang rannsóknir á aðstæðum og hvað þetta mundi kosta, — og eitthvað mundi þaö núkostalEn væri ekki skynsam- legra að stefna að góðum flugvelli austan Sands og hraða væntan- legri vegagerð þangað. Og hafa 20 hjóla vörugám I förum og verk- smiðjur á Klaustri og I Vik?” Margt er furðulegt I þessari klausu ritstjórans. Sumu gat maður átt von á úr penna hans, öðru ekki. — Og alveg kemur þaö nú óvænt, að hann fari þessa ferö aö Dyrhólaey heldur en gera ekki neitt! Aumingja maðurinn aö hafa engin verkefni, og enn á bezta aldri. En máltækið segir: Betra er illt að gera en ekkert, og þaö hefur G.D. svo sannarlega látið sér að kenningu verða með reisunni til Dyrhólaeyjar. Honum opinberast þarna heilmikiö „meö eigin augum” og það er átakan- lega ljótt, eins og búast mátti viö eftir hugarfarinu. Svo óskeikul eru þessi „eigin augu”, aö hann hæðist að alþingismönnum, aö setja I gang rannsóknir á aðstæð- um og hvað þetta mundi kosta. — Heggur sá er hlifa skyldi, hér á Ingólfur á Hellu drýgsta hlutann af stykkinu, þvl að það var hann — allra þakkarverðast — sem lét þó lokst eitthvað gerast i málinu. Fárviðri af suðvestri geisaði þarna við Dyrhólaey, (sem G.D. kallar nú bara höfðann) er þá félaga bar þar að. „Við sáum aldrei til Vestmannaeyja þennan dag, særokið steig upp i rjúkandi skýin og sameinaðist þar, niður undir jörð. Skyggni var i lág- marki”. Þannig lýsir G.D. veðrinu sem þvi versta, sem komið getur i verstu veðraáttinni við Dyrhóla- ey. Fárvirði sem þetta verður auðvitað stöku sinnum þar, eins og allsstaðar á sér stað. Hefði nú G.D. ekki átt að koma á óvart, þó að sjór flæddi yfir fjörkambinn i slíku veðri og löðraði kringum „höfðann”. Sama sagan gerist með allri Suðurströndinni. Afleið- ingar þess hefur mátt sjá I sjón- varpinu, þar sem spjöll hafa orðið á mannvirkjum af völdum flóða, þar sem stór björg hafa borizt úr sjó upp á bryggjur og umferöar- götur. Engin nýjung er að sjór gangi yfir Skúlagötuna I Reykja- vlk. Hvernig ætli G.D. hefði litizt Þórarinn Helgason á hafnargerð þar, áður en upp- fyllingin kom við höfnina og flóð og fjara var I Tjörninni I mið- borginni. Guðmundur Danlelsson var mörg ár búsettur á Eyrarbakka, en ekki litur út fyrir að hann hafi mikið skimað þar til sjávar og hugleitt ástand þorpsins, hvernig vera mundi, ef sjóvarnargaröur- inn heföi ekki varið það sjógangi. Ef garðsins nyti ekki við, hefði G.D. ekki staöið þurrum fótum á heimastétt I æstum sjó og I af- takaveörum kannski fengiö skvetti upp fyrir höfuö. Hefði þá ef til vill eitthvað skolazt burtu úr kolli hans glóruleysið á sunn- ienzkum staðháttum. Tillögur G.D. til úrbóta á hafn- leysi suöurstrandarinnar austan Þjórsár eru býsna kúnstugar. Raunar þorir hann nú ekki annað, en hafa á þeim fyrirvara með spurningarmerki 1 „pylsuendan- um”. Hann vill stefna aö þvl, aö koma upp góðum flugvelli austan Sands og hraða varanlegri vega- gerö þangað. Þetta eru góöir og sjálfsagöir hlutir óviðkomandi út- gerðarplönum og 20 hjóla vörugámum með sjávarafla til vinnslu á Klaustri og I Vik. Skynsamur Vestfirðingur, sem hugleiddi þessar tillögur sagði við mig: „Veröur þetta transport með alfann kannski austan úr Meðallandsbugt ekki nokkuð dýrt fyrir bátana aö fara með hann til hafna t.d. vestur I Þorlákshöfn. Þá er næst að taka hann þar upp I gámana til flutnings i vinnslu austur I Klaustur og siðan þaðan á Reykjavíkurmarkaö eða til út- flutnings. Ekki hefði okkur á Vestfjörðum þótt þetta viðeigandi sport með afla upp úr sjó”. Síðast klykkti Vestfirðingurinn út með þessum orðum: „Ætli G.D. hafði nokkurn tlma séð nema soðinn fisk?” Ég er nú „landkrabbi” og þyk- ist ég þó bera það skyn á þessa hluti, að mér þyki Vestfirðingur- inn hafa rök að mæla. Dyrhólaey hefur ekki hvað slzt verið hugleidd sem lifhöfn og at- hvarf bátaflotans, sem veiöar stunda austur með Söndum. Hvernig G.D. dettur i hug, að flugvöllur standi i því hlutverki, er vist athyglisverö hugdetta! Datt nú kannski einhverjum i hug að gera G.D. vinnuhagræðingar- stjóra fyrir allan útveg á Islandi? Sjávarlöðrið bak við Dyrhólaey er enginn ógnvaldur og uppgröft- urinn fyrir höfninni kemur af sjálfu sér I varnargarða og upp- fyllingar, svo að á efni til þeirra hluta verður enginn skortur. Það er aö vonum að hafnargerð við Dyrhólaey sé á dagskrá um þessar mundir, þar sem hún hlýt- ur flestu fremur að vera veiga- mikill þáttur i aðstoð hins opin- bera viö Vestmannaeyinga. Lofað er að bæta þeim eignatjón sitt vegna jarðeldsins, sem skylt er og enginn telur eftir. Þetta fé — og miklu meira — fær þjóðin endurgoldiö — ef fyrir þvi er séð, að Eyjamenn geti haldið hópinn sem næst heimslóðum og stundað sömu fiskimiö. Það hlýtur að vera þeim kærkomnast og kostur vænnstur, heldur en sundrast hingaö og þangað og verða eins og Gyðingurinn gangandi. óvænlega horfir i dag um byggð i Vest- mannaeyjum, en þó er sjálfsagt að vona i lengstu lög að þær fari ekki með öllu úr byggð. Þó er víst aö margir, sem þaöan eru horfnir óska ekki eftir að flytjast til Eyja aftur. Ég mundi lita á landnám þeirra við Dyrhólaey sem einskonar viðbót við Vestmanna- eyjar og þannig hygg ég að þeir mundi einnig gera. Margir Vest- mannaeyingar eiga uppruna I Vestur-Skaftafellssýslu og Rang- árvallasýslu o^má þvi segja, að á þeim slóðum seu þeir sem heima- menn og yrði vel tekið þar. Seinlega hefur verið unnið að undirbúningi að höfn við Dyrhóla- ey og möguleikar kannaðir og að- stæður metnar viö þaö öðru frem- ur, hvaöódýrastmundi. Ódýrasta leiöinerþóengan veginn sú sjálf- sagöasta. Hafa verður einnig I huga framtlðarsjónarmið viö slika framkvæmd. Og meðan verkið er enn ekki hafið er ekki um seinan aö athuga frekar allar aðstæður og möguleika. Þessvegna vil ég koma hér á framfæri tillögu Einars J. Eyjólfssonar, Mjóuhliö 10, Reykjavlk. Einar er Mýrdælingur og reri á vertiðum úr Dyrhóla- höfn. Aratugi var hann bóndi á næstu grösum við Dyrhólaey. Hann er því vel kunnugur bæði á landi við eyna og á sjó úti. Einar telur, að brjóta eigi rennu gegn- um Lágeyna og grafa fyrir höfn- inni bak við hana. Skapast þannig einhver glæislegasta og örugg- asta höfn á heimsmælikvarða, sem völ er á. Höfnin bak við fjall- iö væri þá varin móti öllum sjó- gangi af hafi, því aö inn um renn- una kæmi aldrei nema meinlaus súgur. Grjótið i Dyrhólaey á þess- um stað viröist vera stuölaberg, tilvalið i hafnargarð fyrir utan, sem Einar telur að koma þurfi úr Skorpunefi til suöausturs I sker, sem þar eru útifyrir. Þessi garður yrði vörn fyrir austanáttinni, en af vestri komi þarna ekki óbrotnir sjóir að innsiglingunni. Annar Mýrdælingur Skafti Skaftason, frá Fossi, áhugamað- ur um höfn viö Dyrhólaey, fyrr og siðar álitur eins og Einar, að innsiglingu i höfnina eigi að gera gegnum Lágeyna. Verkfræðingar hafa löngum fengið orð fyrir að taka ekki mjög til greina það, sem heimamenn leggja til mála. Alkunna er hversu tillögur Grlmseyinga voru hunzaðir við hönnun hafnar- garðsins við Grimsey. Ekki þurfti Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.