Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 14

Tíminn - 06.03.1973, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 6. marz, 1973. mátti lesa, að henni fannst hann skorta háttvisi. Siöan varö augnaráðiö aftur stjarft. Rob haföi einu sinni séö þennan sama svip á hungruðu barni í Indlandi, sem var ofurselt vonleysi. En þetta eru ýkjur, hugsaði hann reiðilega. Caddie var ekki ofur- seld neinu vonleysi. Hún er á leiðinni heim til föður sins, sem vill fá hana, og hún fer i ágætan skóla. En svipurinn á andliti Caddiar breyttist ekki. — Heyrðu mig , langaði hann til að segja. -Þetta sýnist hræðilegt núna, en þetta lagast . Eða átti hann að segja: -r-Þú skilur þetta, þegar þú ert orðin eldri. Eöa jafnvel segja: Fyrirgefðu mér. En ég elska móður þina. En þegar hann horfði á Caddie, fann hann, að þetta var oröagjálfur, innantóm huggunarorö, Og hvers vegna skyldi hún ekki hata mig, veslings litli anginn? hugsaði Rob. Það endaði með þvi, að hann sagði ekkert, heldur sat og horfði á hendur sinar sneri þeim til og frá og skoöaði fingurna, en Caddie sat á hinum endanum á bekknum og horföi á fæturna á sér, á brúnu gönguskóna, sem voru næstum eins stórir og flatir og sandalarnir hennar. — Brezka flugfélagiö tilkynnir brottför flugvélar númer 507 til Lundúna. Farþegar gjöri svo vel. Þetta er flugvélin, sem þúáttað fara með, sagði Rob. Komdu. Hann tók pokann, sem Fanney hafði látið ofan I, og lagði af stað að hliöinu — Þetta er Candida Clavering, sem ætlar til Lundúna, heyrði hún hann segja viö stúlku i ljósblárri dragt meö þrihyrndan hatt. Hún hefur vegabréf, farmiða og fimm pund i enskum peningum. En við Caddie sagöi hann: — Þú ferö bara eftir bláu ljósunum. Hérna er pokinn þinn. Vertu sæl.— Vertu sæll. Seinna sagði Rob viö Fanneyju: — Ég hefði átt að fara þá, heldu en að biða, þangað til hún var komin úr augsýn. Gangurinn frá hliðinu að toll- afgreiöslunni og biðsalnum var langur. Caddie gekk þarna innan um annað ferðafólk. Sumt fór fram hjá henni, jafnvel straukst við hana, italskir kaupsýslumenn uppdubbaðir með svarta hatta og þykkar skjalamöppur úr svins- leðri, konur tiplandi áháhæluðum skóm, með handtösku timarit og kápu, sem þær báru á hand- leggnum. . Tvær gengu hvor sinum megin við Caddie en önnur lét pappaöskju, sem hún hélt á, slást við hana. Hún sýndist lítil og varnarlaus I stutta grænköflótta pilsinu sinu, græna jakkanum og með þennan ósmekklega hatt á höfðinu og regnkápuna á handleggnum. Hvers vegna er ekki hægt að senda hana I skóla, þar sem einkennisbúningarnir eru ekki svona ljótir? hugsaði Rob gramur. En gremjan kom ekki að neinu gagni. Hann gat samt ekki bælt niður meðaumkun sina. Þegar hann horfði á eftir Caddie, sá hann, hvað handleggir hennar voru barnslegirog skelfing mjóir. Þeir minntu á lambsfætur, sagði hann við Fanneyju. önnur konan snéri sér við til þess að tala við mann, og um leið staukst kápan, sem hún hélt á, við andlit Caddiar. Hún baöst ekki af- sökunar, sagði Rob og reiðin sauð niöri i honum. Getur fólkið ekki séö, að hún er aðeins barn og ein sins liös. En Caddie var I senn of gömul og of ung til þess að vekja nokkurn áhuga, svo að hún leit aðeins við og hélt siðan áfram, en Rob sá, að hún reyndi að færa sig frá konunum, og hún minnti Rob aftur á bolakálf, sem er rekinn áfram. Það var eins og Rob væri með heilt dýrasafn i huganum þegar hann horfði á Caddie. Það er af þvi að hún er svo hjálpar- vana, hugsaði hann gramur. Innst I ganginum urðu far- þegarnir að sýna vegabréfin sin og farmiðana. Það kom fát á Caddie. Hún stakk pokanum milli hnjánna, svo að honum yrði ekki stoliö og fór að leita i veskinu sinu. Farmiðinn og vegabrefið voru þar ekki.Rob langaði til að hrópa: „Þeir eru i jakkavasanum þinum”. En hann var of langt burtu. Flugfreyjan stóð hjá Caddie, en horfði ekki á hana, heldur yfir höfuðið á henni, á tvo farþega, sem voru að leita i veskjunum sinum. Hún var með höndina framrétta. Rob vissi, að hún gerði það ósjálfrátt en samt fannst honum það miskunnar- leysi, og hann sá, að Caddie var oröin mjög hrædd. Hún fór að leita i vösunum á regnkápunni. Hinir farþegarnir tóku að nöldra, og einn þeirra ruddist fram fyrir hana. — Og allt i einu gat ég ekki lengur staðizt mátið, sagði Rob við Fanneyju seinna. — Ég hljóp að skrifborðinu og skrifaði, að ég væri stjúpfaðir hennar. — Stjúpfaðir? sagði Fanney, sem þrumulostin, — en þú ert þaö ekki i raun og veru — Ég býst við, að við verðum að kalla mig það. En þeir héldu auðvitað að ég væri genginn af vitinu, en þeir kölluðu i hátalarann, Caddie var sótt og komið með hana til min. Það hafði fengiö mikið á hana þegar hún var látin fara, en þetta gerði hana ringlaða. — En... þú færð bágt fyrir, sagði hún. — Ég býst við þvi, sagði Rob. — Ég er kjáni. — En hvers vegna, spurði Fanney hann siöar undrandi. Hún vildi komast til botns I málinu. Það má Guð vita, sagði Rob. Caddie haföi látiö sér þetta svar nægja, Þegar Rob tilkynnti henni, að þau færu aftur heim á sveita- setrið, leit hún á hann, Andlit hennar var enn fölt, en það var gerbreytt. Gleðin skein af þvi, og augun ljómuðu. Rob vildi ekki hrósa sér af þvi, að það væri af hamingju, heldur aðeins hugar- léttir. Hann vonaði að þessi tóm- leika tilfinning, sem greip hann allt i einu, væri aðeins hungur, og um leið og hann gekk út úr flug- stöðinni að bilastæðinu, sagði hann: — Caddie, ættum við ekki að láta þessar deilur falla niður, þó að ekki væri nema eina klukkustund, og borða miðdegis- verð saman? — Fórstu með hana á Hótel Continental? Caddie? Hvers vegna ekki? — I þessum hræði lega ljótu fötum? — Það gerði ekkert til með fötin, og borð- salurinn þar er ágætur. — En hvilik peningasóun. — Ég var þar llka, sagði Rob, og það var engin sóun. Henni þótti gaman. Okkur þótti gaman, leiðrétti hann sig. Caddie hafði aldrei séð slikt hótel fyrr. Þegar þau komu inn úr anddyrinu, þar sem þjónar stóðu i röðum og hneigðu sig fyrir Rob, og þau gengu inn i geysistóran sal með marmarasúlum, fannst henni hún vera stödd I höll, og hún gleymdi raunum sinum. Þetta var eins og kraftaverkið á flug- stöðinni. Hún er eins og prinsessa i álögum, hugsaði Rob. Honum fannst mikið til um, hvað hún sat bein við veizluborðið þeirra i horninu, meðan brúnu augun hennar, sem voru eins og augu Fanneyjar, hvörfluðu um salinn með hinum hvitu bogum, ljósu veggjum og stóru blóma- körfunum. Það var búið að leggja á borðið við hliðina á þeim fyrir allstóran hóp. Þar voru smá vasar með ljósbleikum túli- pönum.— Einn handa hverjum gesti sagði Caddie. A miðju borði var örlitill gosbrunnur, sem þeytti upp ljósbleiku vatni. — Gosbrunnur á borði, sagði Caddie. Hún virti fvrir sér Ilaumi hnifana, gafflana og glösin fyrir framan sig og stóru stinnu mund- linuna, sem þjónninn fletti i sundur og breiddi yfir kjöltu hennar, en framkoma Caddiar var hæversk. Þessi kurteisi var henni eölileg. — Eins og þér, sagði Rob við Fanneyju. — Hún sómdi sér vel þarna. Hún var alls ekki klaufaleg, eins og hún er stundum hversdagslega. — Jú, Caddie getur komið vel fyrir, þega eitthvað stendur til, sagði Fanney, Þegar Rob horfði á Caddie andspænis sér við borðið, sá hann i fyrsta sinn, að þessi telpa,sem minnti á „Ljóta andar- ungann” gat orðiö hin friðasta mær i fyllingu timans. Það gerði andlitslagið, og hið ferska litaraft þrátt fyrir freknurnar, sem dofna með timanum, hugsaði hann. Dökkrautt hárið hafði gullinn blæ i lampaljósinu, og Rob fylltist undrun, þegar hann horfði i augu hennar. En Rob var orðinn svo svangur, að hann horfði ekki lengi á Caddie, og þaö voru „furðulegir réttir”, sem þau lögðu sér til munns, eins og Caddie sagði við Hugh seinna. — Það var heila- stappa með grænmeti. — Oj, sagði Hugh, — Glóðarsteiktur fiskur með kolkrabba, rækjum og kræklingi og kálfskjöt i vinsósu. Klukkan tiu að kvöldi. sagði Fanney. — Klukkan var tíu, sagði Rob. Ég man, að ég þurfti að senda Darrell simskeyti frá flug- stöðinni I Milano. Ég reyndi að ná I hann I sima, en það tókst ekki. Það tók tvær klukkustundir. Caddie þurfti að fara inn i snyrti- herbergið, en það virtist alltaf upptekið. sagði Rob eins og honum fyndist það óréttlæti. Siðan urðum við að keyra inn til Milanó. —- En að borða margréttaðan kvöldverð klukkan tiu, —Svona erþaðá Italiu.sagði Rob þolinmóður. — 1 Róm er Lárétt 1) Þjálfun.- 6) Viknandi,- 10) Röð.-11) Rugga.- 12) Tæpari,- 15) Sóða,- Lóðrétt 2) Sáðkorn,- 3) Miskunn,- 4) Land,- 5) Kornið.- 7) Sláa,- 8) Hás.- 9) Reiðihljóð,- 13) Sár,- 14) Handlegg.- Ráðning á gatu no 1350 Lárétt I) Fjall.- 6) Makkinn..-10) Ys,- II) Óa.- 12) Nistinu,- 15) Ageng,- Lóðrétt 2) Jók.- 3) Lúi.- 4) Ómynd,- 5) Anauð.- 7) Asi.- 8) Kút.- 9) Nón,- 13) Sög,- 14) Iðn,- Ég hef grun um, að ökkur þáð þú hafir talað um fleira Kerioma. en slysið við Paddy Viltu segjaJ^Þér skjátlast. Hversvegna Þú talaðir einslega | endilega ég? við Paddy. Nú er spurt siúkrastoluna ogha Þú vilt tuskast^Þú otar ekki við mig. hnifi að mér,. ) Triangiarnir neituðu.Frumskógapakk. Við Y Biðið ^ Þeir kölluðú okkur rriunum fara og eyðí möfðingjar. frumskógapakk. Y^Xsvörtu tjöidunum þeirra. 6. marz 7.00 Morgunútvarp 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegiö. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur, 14.15 Til umhugsunar (endurt. þáttur) Þáttur um áfengismál i umsjá Arna Gunnarssonar. Rætt er við Pálma Frlmannsson lækni um drykkjusiði Islendinga. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 17.40 tJtvarpsáaga barnanna: „Yfir kaldan Kjöl” eftir Hauk Agústsson Höfundur les (13) 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Umhverfismál Siguröur Blöldal skógavörður talar um skynsamlega nýtingu lifandi auðlinda. 19.50 Barnið og samfélagið Margrét Margeirsdóttir félagsráðgjafi talar við Dóru Bjarnason félagsfræð- ing um rannsókn hennar á hjástundum unglina. 20.00 Lög unga fólksins Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 20.50 Jón Asgeirsson sér um þáttinn. 21.10 Gitarkonsert op. 30 eftir Guiliani John Williams og Enska kammersveitin leika: Charles Groves stj. 21.30 „Tyrkjans ofriki áfram fer” Sverrir Kristjánsson flytur þætti úr sögu Tyrkja- ránsins 1627: — þriðji hluti. 22.25 Tækni og visindi örnólfur Thorlacius dýra- fræðingur talar um bergmálsmiðun dýra. 22.45 Harmónikulög Arndt Haugen leikur 23.00 A hljóðbergi Maðurinn sem stöðvaði sólina. — Dagskrá i tilefni 500 ára af- mælis Nikulásar Kópernik- usar. Michael Hanu tók saman fyrir útvarpsstöövar Voice of America. 6. marz 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Ashton-fjölskyldan Brezkur framhaldsmynda- flokkur 43. þáttur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Efni 42. þáttar: Kvöldið fyrir brúð- kaup sitt fer Freda Asiiton með Doris og Sheilu út að skemmta sér. Þær fá Tony Briggs meö sér til halds og trausts. Þegar liður að lok- un krárinnar gerast þau nokkuð ölvuð. Freda og Tony taka að rifja upp ævintýri unglingsáranna, og á leiöinni heim gengur sú upprifjun skrefi lengra en þau höfðu ætlað. Um morguninn er Tony I þung- um þönkum og hálföfundar Jan af væntanlegri eigin- konu. Svaramaður Jans boðar forföll á slðustu stundu, og Tony er beöinn aö hlaupa I skarðið. Þrátt fyrir þetta allt tekst gifting- in ágætlega og aö henni lok- inni er haldin vegleg veizla I stórhýsi brúðgumans og móður hans. 21.20 Að falla bótalaust? Umræðuþáttur um trygg- ingu mannslifa og lima og bótarétt þeirra, sem hætta lifi sinu I þágu samborgar- anna eða missa sina nán- ustu af slysförum. Umræð- um stýrir dr. Kjartan Jóhannsson. 22.00 Frá Listahátlð ’72 Astralski gitarleikarinn John Williams leikur lög eftir Isaac Albeniz, Antonio Lauro o.fl.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.