Tíminn - 28.03.1973, Qupperneq 2

Tíminn - 28.03.1973, Qupperneq 2
2 TÍMINN Miövikudagur 28. marz 1973 Snjómunstur fyrir 1000X20 1100X20 Snjó hjólbaroa með djúpum slitmiklum munstrum Seljum sólaða hjólbarða með ýmsum slitflatar munstrum á fólksbíla jeppa og vörubíla BAROINN Ármúla 7 • Reykjavík • Sími 30501 Höfum á boðstólum mikið úrval gardínustanga bæði úr tré og járni. Einnig nýja gerð af viðarfylltum gardínubrautum. Kappar í ýmsum breiddum, spón- lagðir eða með plastáferð í flestum viðarlíkingum. Sendum gegn póstkröfu. Gardínubrautir h/f Brautarholti 18,s. 20745 Útboð Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar óskar eftir tilboðum i eftirtalda verkþætti við byggingu 314 ibúða i Breiðholtshverfi i Reykjavik: 1. Máluu úti og inni. 2. Eldhúsinnréttingar. 3. Skápar. 4. Inni- og útihurðir. 5. Stigahandriö. <>. Gler. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu FB. Lágmúla 9, Reykjavik, gegn 5 þúsund króna skilatryggingu. Tilboð verða opnuð þriðjudag 10. april, 1973, kl. 14.00 á Hótel Esju. Vinnan — atvinnulýðræði Sæll Landfari. Það er til manns að moka, þar sem þú ert, þvi að þar er ekki um neina ritskoðun að ræða. Við þíg er hægt að segja það, sem hverj- um og einum i hug kemur, hvort sem þaö samrýmist stefnu og starfi þess stjórnmálaflokks, sem að þér stendur, eða ekki. Það frjálslyndi er góðra gjalda vert, og ætti sem viöast að vera, hjá landsmálablöðum. Eg sendi þér nú hér með minar hugdettur, að gefnu tilefni, og reyni að vera stuttorður, þótt málefnið sé yfir- gripsmikið. 1 gærkvöld hlustaði ég á i sjón- varpinu umræður um þýðingar- mikið þjóðfélagsmál, sem nefnt var „Vinnan — atvinnulýðræði”, sem Baldur óskarsson stjórnaði, með þátttakendum liklega úr fjórum landsmálaflokkum, og nokkrum innskotsorðum frá starfsfólki á vinnustöðum. Ég held, að þeir sem hlýddu á þetta 40 minútna spjall þessara fjór- menninga, hafi hlotið að vera jafnnær um málið, að þessum umræðum loknum, a.m.k. var ég það. Þessir aðilar virtust allir vilja sem minnst, láta i ljósi skoðanir sinar á kjarna málsins, heldur fara i kring um hann með orðagjálfri, eins og köttur i kring um heitan graut. Það var helzt Axel Kristjánsson, sem þar komstnæst, en hann fékk tæplega að tala sig út, að þvi er mér virt- ist. Sjálfsagt hefur þó sjónvarpið greitt þessum mönnum gott tima- kaup fyrir að koma þarna fram, og láta þessa „Saltvikurtýru” sina skina. „Vinna, atvinnulýðræði”. Það, sem i þeim hugtökum felst, er eitt þýðingarmesta þjóðfélagsmál nútimans, og þvi vissulega vert rtiufi Fyrirligg jandip ^ I væntanlegt L Nýjar birgðir M aí | teknar | heim vikulega Spónaplötur 8 25 mm Plasthúðaðar spóna- plötur 12-19 mm Harðplast Hörplötur 9 26 mm Hampplötur 9-20 mm Birki-Gabon 16-25 mm Beyki-Gabonl6 22 mm Krossviður: Birki 3-6 mm, Beyki 3-6 mm, Fura 4-12 mm HaFötex með rakaheldu limi 1/8' '4x9' Harðviður: Eik (japönsk, amerisk, áströlsk), Beyki (júgóslavneskt, danskt), Teak, Afromosia, Iroko, AAaghony, Palisander, Oregon Pine, Gullálmur, Ramin, Abakki, Amerísk hnota, Birki 1 og 1/2" til 3", Wenge Spónn: Eik, Teak, Pine, Oregon Pine, Fura, Gullálmur, Álmur, Beyki, Abakki, Askur, Afromosia, Koto, Amerisk hnota, AAaghony, Palisander, Wenge Verzlið þar sem úrvalið er mest og kjörin bezt JÓN LOFTSSON HF. Hringbraut 121 fö110 600 gaumgæfni, og skoðanaskipta, ásamt skýringum og fyrirkomu- lagstillögum þeirra, sem kröfurn ar gera um þessi réttindi. En þeim verður að skiljast það höfuðlögmál tilverunnar, að öll- um réttindum fylgja skyldur, ef vel á að fara, og það tvennt er óaðskiljanlegt. Sigurjón Péturs- son skaut þvi fram, að launafólk ætti réttinn til að ráða atvinnu- fyrirtækjunum, og eiga þau, en hann minntist ekki á neinar skyldur, i þvi sambandi, frekar en þær væru ekki til. A móti þess- um ummælum, skal ekki' borið hér, út af fyrir sig, en skyldurnar hljóta að fylgja. Það er óumdeilanleg stað- reynd, að „vinna” bæði hugar og handa, skapar öll verðmæti þjóðarbúsins, og þar verða allir heilbrigðir þegnar samfélagsins sitt fram að leggja, ef það á að geta staðið á eigin fótum. Hann hefir ekki látið að sér hæða gegn um aldirnar, dómurinn, sem Biblian segir að Guð hafi upp kveðið yfir Adam og öllum hans afkomendum, er hann var rækur gerrúrEden-garði: „Isveita þins andlits skalt þú og þinir afkom- endur brauðs þins neyta”. Þa virðist nú komið svo, fyrir kröfufrekju almennings til lifs- gæðanna, á öllum sviðum, og til- stuðlan stjórnarvalda, að undir- staða framfærslu og lifsgæða okkar þjóðfélags, atvinnuvegirn- ir, hanga á hári, ef svo má segja, og er raunar haldið uppi að nokkru með lögskipaðri færslu á mili vasanna, og ráni á sparifé og opinberum sjóðum þjóðfélags- þegnanna, þ.e. verðgildi þess. Hvað þetta öngþveiti, sem á finu máli er kallað „verðbólga”, getur lengi gengið, táknast með stóru spurningarmerki. En helzt má likja þvi við snjókúlu, sem börn hafa stundum að leik að velta áfram i blautum snjó, þar til hún er orðin svo stór og þung, að þeim er ofurefli. Það er vist ekki svo mikið keppikefli fyrir einstaklinga, eða smá hlutafélög, að fást viö atvinnurekstur nú á dögum, eins og allt er i pottinn búið, þótt það sé þjóðfélagsleg nauðsyn, — að verkafólkið o.fl. geti ekki komizt að, til að stofna og reka fram- leiðsu-atvinnufyrirtæki, á grund- velli atvinnulýðræðis, ef fólkið hefir á þvi nokkurn áhuga, annars er tómt mál um þetta að tala. Ég skal nú setja hér upp dæmi um atvinnufyrirtæki, sem starf- aði á þessum umrædda lýðræðis- grundvelli, með þvi skipulagi, sem ég mundi telja heilbrigðast, og mest til langlifis. Þetta er eng- in ný aðferð, hér á landi, heldur þrautreynd, að visu á öðru sviði a.n.l., og ávallt vel gefizt, en oft ast valdið vandræðum, ef út af hefir verið brugðið. Við skulum hugsa okkur, að starfsfólk við fiskiðjuver einhvers staðar á landinu yfirtæki fyrir- tækið, með öllum þess gögnum, með samningum við eiganda tií reksturs á eigin ábyrgð. Starfs- fólkið kysi sér stjórn, úr sinum hópi fyrir fyrirtækið árlega. Stjórnin réði svo framkvæmdar- stjóra með vissum tilteknum upp- sagnarfresti af beggja hálfu o.s.frv. Kerfið við reksturinn væri i höfuðdráttum þannig, að viku- lega væri öllu starfsfólinu, frá toppi til táar, greitt út 80%. af gildandi umsömdu taxtakaupi. Sjómennirnir, sem öfluðu og leggðu til hráefnið, til vinnslunn- ar, væru lika aðilar að fyrirtæk- inu, og fengju greitt 80% af sinu innleggi. Þegar svo reikningur hvers árs væri uppgerður, kæmi rekstursafgangurinn til úthlutun- ar, hlutfallslega, á vinnulaun og verðmæti hráefnis, samkvæmt ákvörðun ársfundar félagsins. Kjósi menn fremur hlutafélags- form á starfsemina kemur arður- inn á hlutaféð, ef um slikt er að ræða, þegar fullum launum og hráefnisverði er náð. Svona fyrir- komulag skapar mikið atvinnu- öryggi, og raunhæft lýðræði. Og eftir fyrsta starfsárið ætti að jafnaði raunverulega að koma til fullra skila verðmæti þess, sem fram er lagt. En stöðug og örugg atvinna er ekki litils virði. Þetta ætti lika að geta komið i veg fyrir hin leiðu og erfiðu kaupkröfu- verkföll, þvi að eitthvað væri það öfugsnúið, ef menn færu að gera verkfall á sjálfa sig. En að ætla sér að taka alla stjórn á starfsemi atvinnufyrir- tækja, án fjárhagslegrar ábyrgð- ar m.m., eins og liggja virðist ofarlega hjá a.m.k. sumum þeim, sem telja sig og liklega eru for- svarsmenn launafólksins i land- inu, er frá minum bæjardyrum séð, ekkert annað en ofbeldi, sem er fyrirfram dæmt til að renna út i sandinn, þvi það er afturábakganga i átt til frum- menskunnar. Ég býst nú ekki við, að þessar hugdettur minar, sem ég set hér á þetta blað, hljóti mikinn hljóm- grunn hjá launafólki eða foringj- um þess, þvi svo mikið hef ég lært i sálarfræði og mannþekkingu yfirleitt á löngum lifsferli, að ég geng þess ekki dulinn. En hug- myndir, á einn og annan veg, eiga alltaf rétt á sér, þar sem lýðfresi rikir. Þvi miður býst ég við, að eftir- farandi visukorn eigi nálega eins við i dag og fyrir rúmum 100 ár- um, þegar hún varð til. „Hver vill annars eigum ná um einskiling og dalinn. Menn eru að toga og ýtast á unz þeir falla i valinn.” En skynsamlegt er það ekki. Raufarhöfn 28. febrúar 1973. Hólmsteinn Helgason c co :0 MO 00 xO o> E '8 SOKHSK 3 AFGEYKAli Jafngóðir þeim beztu Viöurkenndir af Volkswagenverk AG í nýja VW-bila, sem fluttir eru til lands- ins. Yfir 30 mismunandi tegundir 6 og 12 v jafnan fyrirliggjandi — 12 mánaða ábyrgö. Viögeröa og ábyrgðarþjónusta Sönnak- rafgeyma er aö Laugavegi 168 (áöur Fjöörin) — Simi 33-1-55. ARMULA 7 - SIMI 84450

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.