Tíminn - 04.04.1973, Page 2
2
TÍMINN
Miövikuilagur 4. april. 1973
Veljið yður í hag
OMEGA
Nivada
JUpincL
Magnús E. Baldvínsson
Laugavegi 12 ~ Sími 22804
úrsmíði er okkar fa
■
IH Ifi! Iw ||3lillf 111.
Atvinna óskast
Bifvélavirki með þúsund hestafla vél-
stjóraréttindi óskar eftir atvinnu úti á
landi eftir 15. mai.
Margt kemur til greina. — Hef meirapróf bilstjóra.
Tilboð sendist blaðinu merkt 1908.
Ádrepa úrSkagafirði
KARLAKÓRINN Heimir i Skaga-
firði minntist 45 ára afmælis sins
24. febr. s.l. að félagsheimilinu i
Miðgarði við Varmahlið. A þess-
ari afmælishátið hafði stjórn
karlakórsins forgöngu um að
heiðra þrjá af stofnendum kórsins
með þvi að tilnefna þá sem heið-
ursfélaga hans. Þessir þrir menn
eru enn starfandi með kórnum.
Það lýsir smekkvisi og háttvisi,
sýnir einnig hugkvæmni og
félagsþroska, að meta og virða
störf þeirra samferðamanna, er
svo lengi hafa verið brautryðj-
endur og burðarásar i sönglifi
sveitar sinnar og héraðs. Ekkert
er eðlilegra én að félagsskapur,
4. Fulltrúafundur
Landssamtaka klúbbanna
ÖRUGGUR AKSTUR
veröur haldinn aö HÓTEL SÖGU dagana 5. og 6. apríl 1973, og hefst í
LÆKJARHVAMMI fyrri daginn Kl. 12.00, með sameiginlegum hádegisverði,
og ávarpi Ásgeirs Magnússonar, framkvæmdarstjóra.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa samkvæmt félagslögum, verða flutt erindi og ávörp.
Flytjendur fyrri daginn eru:
Hannibal Valdemarsson,
Samgöngumálaráöherra, sem flytur ávarpsorð og svarar fyrirspurnum.
Pétur Sveinbjarnarson, framkv. stj. umferðaráðs.:
"FRAMTÍÐARVERKEFNI I UMFERÐAMÁLUM“
Haukur Kristjánsson, yfirlæknir,: ”UMFERÐASLYS-ORSAKIR OG AFLEIÐINGAR“
Helgi Hallgrímsson, verkfræðingur,: ”HRINGVEGURINN UM LANDIГ
Haukur Hafstaö, framkvæmdastjóri, Landverndar. ”MAÐUR OG NÁTTÚRA"
Hannibal
Pétur
Haukur
Helgi
Haukur
Kristinn
Kjartan
Stefán
Síðari daginn
Kristinn Björnsson, sálfræðingur ”SÁLARÁSTAND ÖKUMANNSINS“
Kjartan Jóhannsson, læknir, form. F.Í.B.: ”BÍLEIGANDINN í ÞJÓÐFÉLAGINU“
Stefán Jasonarson, bóndi í Vorsabæ, form. L.K.L: ”Á ÉG AÐ GÆTA BRÓÐUR MÍNS“
Eftir hvert erindi verða umræður og fyrirspurnir.
Stjórn Landssamtaka klúbbanna
ÖRUGGUR AKSTUR
LKL
sem er menningarlegs eðlis, hafi i
vissum tilvikum áhuga á þvi að
heiðra einstaka félaga sina og
sýna þeim þakklætisvott í verki, á
merkum timamótum, hafi þeir til
þess unnið meö störfum sinum.
Viðurkenning á mikilvægu starfi
er þvi að gera menn að heiðurs-
félögum i samtökum sinum eins
og hér var gert. Óslitinn starfs-
ferill Karlakórs i 45 ár er löng ævi
i slikum félagsskap og myndar
utan um sig merka sögu. Að
öllum þeim mönnum ólöstuðum,
sem skapað hafa tilverurétt
karlakórsins Heimir og mótað
vöxt hans og viðgang á langri
starfsævi, er einn af stofnendum
hans og fyrrverandi söngstjóri,
sem á þar stærstan og veigamest-
an þátt, en þessi maöur er Jón
Björnsson bóndi og tónskáld á
Hafsteinsstöðum i Skagafirði.
Hann lét af störfum hjá kórnum
seint á árinu 1968 og hafði þá
verið söngstjóri kórsins frá árs-
byrjun 1929, eða um hartnær 40
ára skeið.
Jón á Hafsteinsstöðum hefur
þvi fylgt kórnum i gegnum
bernsku hans og æsku og leitt
hanntil fullorðinsára. Hann hefur
gefið kórnum lif og tilverurétt og
skapað honum viðfangsefnin.
Vafasamter, aðkórinn væri nú til
og starfandi i dag án tilveru Jóns
á Hafsteinsstöðum, svo mikinn
dugnað og fórnfýsi hefur hann
lagt i sölurnar, enda má segja, að
þetta sé stór og veigamikill þáttur
af ævistarfi hans, — karlakórinn
hefur þvi verið um langt árabil
eins og kjörbarn hans.
Hinn 23. febrúar s.l. varð Jón
Björnsson sjötugur. Þann dag var
hann staddur i Reykjavik, og var
boðinn og heiðraður á myndar-
legan hátt á árshátið Skag-
firðingafélagsins i Reykjavik,
sem fram fór á Hótel
Sögu sama dag. Þessi timamót á
æviskeiði Jóns Björnssonar og
Karlakórsins Heimir voru þvi svo
til samtimis og hefðu þvi átt að
vera einnig samtvinnuð fjöl-
skylduhátið og afmælisfagnaður
beggja aðila.
En afmælisfagnaður karlakórs-
ins Heimis norður i Miðgarði og
árshátið Skagfirðingafélagsins i
Reykjavik, minntust Jóns með
ólikum hætti.
Skagfirðingar I Reykjavik
heiðruðu Jón á Hafsteinsstöðum
með dýrum gjöfum, blómum og
árnaðaróskum, en Karlakórinn
Heimir i Skagafirði gleymdi
sinum aldna frumherja og fyrr-
verandi söngstjóra og tilnefndi
hann ekki heiðursfélaga sinn við
hlið gömlu samherjanna og sam-
starfsfélaganna til að votta
honum virðingu og þakklæti fyrir
liðnu árin i verki. — Þetta var
ekki gert og fyrir þetta furðulega
smekkleysi og félagslegan
vanþroska, — að ætla»má, —
mega nú bæði fyrrverandi og nú-
verandi félagar i Heimi blygðast
sir um langa framtið.
Þökk sé Skagfirðingafélaginu i
Reykjavik fyrir auðsýndan
heiður i garð Jóns Björnssonar á
Hafsteinsstöðum, en sem Skag-
firðingar heima i héraði gleymdu
að sýna honum nú, fyrir langt
ævistarf i söngstjórn og tón-
smiðum á timamótum , sem
aldrei koma aftur.
Skagfirðingur
gjöfin sem
gleður
allir kaupa
hringana hjá
Skólavörðustíg 2
Bifreiða-
viðgerðir
Flfóttog vel af hendi
leyst.
Reynið viðskiptin.
Bifreiðasti llíngín
Síðumúla 23/ sími
81330.