Tíminn - 04.04.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.04.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miövikudagur 4. april. 1973 ALÞINGI Jöfnunarverð d sementi: Jöfnunar- verð einnig af innfluttu sementi EJ—Reykjavlk Rikisstjórnin iagöi I gær fram á Alþingi frumvarp til laga um jöfnun flutningskostnaðar á sementi. Þar er gert ráö fyrir, aö innflytjendur sements þurfi einnig aö greiöa sinn hlut til þes að jafna sementsverðið. 1 greinargerð segir um málið eftirfarandi: „Þegar Sementsverksmiðja rikisins hóf starfsemi sina, ákvað stjórn verksmiðjunnar i samráði við atvinnumálaráðuneytið, að jafna flutningskostnaði milli landshluta þannig, að leitazt yrði við, að kostnaðarverð vörunnar yrði sem jafnast i vöruskemmu á hverri sementstegund, hvar sem væri á landinu. Markmiðið var, að mismunandi flutningskost- naður hefði sem minst áhrif á út- söluverð sements á einstökum verzlunarstöðum. Hefur þessi framkvæmd haldizt siðan. Með aðild Islands að EFTA skapast möguleikar fyrir aðra en Sementsverksmiðju rikisins til að flytja inn sement og selja það á þéttbýlissvæðum án þess að taka þátt i kostnaði við að flytja sementið til dreifbýlisins. Verður þvi að teljasteölilegt, að lögfesta nú þessa jöfnun flutningskostnað- ar og láta innflytjendur og Sementsverksmiðjuna greiða flutningsjöfnunargjald sem fasta upphæð á hvert tonn af seldu sementi. Flutningsjöfn- unarsjóðurinn endurgreiðir siðan flutningskostnað frá innflutnings- höfn eða framleiðslustað þannig að þessi þáttur verðsins verði hinn sami, hvar sem sementið er selt og hver sem selj- andinn er. Með þessu frumvarpi er ætlunin að lögfesta skipan þess- ara mála, þar sem eðlilegt verður aö telja, að þeim sé komið i fast form”. Frá Skákþingi Akureyrar 1973 SKÁKÞINGI Akureyrar 1973 er nýlokið og urðu helztu úrslit þessi: 1 meistaraflokki voru þátttak- endur 12. — Þar sigraði Jón Björgvinsson með miklum yfir- burðum, hlaut 9 vinninga úr ellefu skákum og tapaði hann engri skák. Röð efstu manna er þessi: 1. Jón Björgvinsson 9 v. 2. Jóhann Snorrason 7 v. 3. Hrafn Arnarson 6 1/2 v. 4 Július Bogason 6 v. 5.-6. Kristinn og Atli Benediktsson 5 1/2 v. í fyrsta flokki voru þátt- takendur li. Efstir og jafnir urðu þeir Donald Kelly og Hólmgrimur Heiðreksson með 8 vinninga, i 3. sæti varð Marinó Tryggvason með 6 1/2 . í unglingaflokki voru þátt- Framhald á 5. siðu. Lánasjóður sveitarfélaga: Lán til hitaveitufram- kvæmda hafa stórhækkað EJ—Reykjavlk Lán úr Lánasjóði sveitarfélaga til hitavcituframkvæmda hafa mjög hækkað á síöustu tveimur árum. Siðastliöin sex ár hefur sjóöurinn alls lánaö 368 milljónir króna og þar af fóru um 120 mill- jónir til hitaveituframkvæmda. Af þessari upphæö var um 66 milljónum úthlutað á siðasta ári, cöa um 56% af allri lánsupp- hæöinni tii hitaveituframkvæmda siðustu sex árin. Þetta kom fram i umræðum um þingsályktunartillögu um láns- fé til hitaveituframkvæmda, sem var til umræðu i sameinuðu þingi i gær. Geir Gunnarsson (AB) mælti fyrir áliti fjárveitinga- nefndar um tillöguna, en nefndin lagði til að tillögunni yrði visað til rikisstjórnarinnar. Fram kom i ræöu þingmanns- ins, að Framkvæmdasjóður hefur lánað Lánasjóði sveitarfélaga 195 milljónir króna siðustu sex árin, og skiptist sú upphæð þannig á ár: 5 milljónir 1967, 15 millj. 1968. 10 millj. 1969, 25 millj. 1970, 40 millj. 1971 og 100 milljónir i fyrra, 1972. Lánasjóðurinn hefur þessi ár lánað til hitaveituframkvæmda sem hér segir: 350 þúsund 1967, 300 þúsund 1968, 2 milljónir 1969, 31 milljón 1970, 20 milljónir 1971 og 66 milljónir 1972, eða samtals 119.650.000 krónur. Taldi þingmaöurinn, að þetta sýndi, að núverandi rikisstjórn hefði glöggan skilning á þörf fyrir lánsfé til þessara framkvæmda, og hefði stórlega aukið fjármagn til þeirra. Væri þvi eðlilegt að visa umræddri tillögu til rikis- stjórnarinnar. Einnig tóku til máls Stefán Gunnlaugsson (A), Jón Á. Héðinsson (A), sem voru flutn- ingsmenn, og Jón Skaftason (F), sem benti á, að annar flutnings- manna mælti með þessari máls meðferð sem f járveitinga- nefndarmaður og væri hún eðli- leg. Nýtt frumvarp um atvinnuleysistryggingar: Bótafjárhæðir verði hlut- fall af Dagsbrúnarkaupinu EJ—Reykjavik Lagt hefur vcrið fram stjórnar- frumvarp um atvinnuleysis- tryggingar, sem felur i sér ýmsar Niðursoðin loðna fyrir 20 milljónir til Japans EJ—Reykjavik Sölustofnun Lagmetis- iðnaðarins og Sjávarafurða- deild Sambandsins hafa selt niðursoðna loðnu til Japans fyrir um 20 milljónir króna. Hér er um reynslusendingu að ræða, að þvi er Pétur Péturs- son (S) upplýsti á Alþingi i gær i umræðum um þings- ályktunartillögu um loðnu til manneldis. veigamiklar breytingar. M.a. er tekin upp sú regla, að bótafjár- hæðir vcrði ákveðinn hundraös- hluti af öðrum taxta verka- mannaféiagsins Dagsbrúnar i Reykjaviki stað tiltekinnar krónutölu svo sem er i núgildandi lögum. Frumvarpið er samið af nefnd, sem félagsmálaráðherra skipaði i febrúar 1969. Á frumvarpinu hafa siðan verið gerðar nokkrar breyt- ingar, svo sem til samræmis við breytingar þær, sem orðið hafa á kaupi og vinnutima frá þvi að frumvarpið var samið. Einnig eru gerðar breytingar varðandi biðtima, bótafjárhæðir og fleira. Meginbreytingar þær, sem i frumvarpinu felast frá gildandi lögum, eru þessar: 1. Aðeins helmingur vaxtatekna sjóðsins verði færður á sér- reikning verkalýðsfélaga. Sam- kvæmt gildandi lögum skal færa allar vaxtatekjur á sérreikninga. 2. Gildissvið laganna er aukið, svo að ákvæði þeirra taka til landsins alls. Störf við búrekstur bænda eru þó undantekin. Sam- kvæmt gildandi lögum taka lögin aðeins til kaupstaða og kauptúna með 300 ibúum eða fleirum. Heimild er þó til handa ráðherra að ákveða, að lögin taki til annarra staða, ef verkalýðsfélög og atvinnurekendur óska þess og hlutaðeigandi sveitarstjórn mælir með þvi. Þessi heimild hefur oft verið notuð og alltaf, ef skilyrði hafa verið fyrir hendi. 3. Akvæði um biðtima eru felld niður. Gert er ráð fyrir að sá sem öðlast bótárétt, eigi þegar rétt til bóta, fyrir hvern heilan dag, sem hann hefur verið atvinnu- laus. 4. I stað þess, að dagpeningar séu föst fjárhæð, sem breytist með kaupvisitölu, er lagt til, að þeir verði ákveðinn hundraðshluti af tilteknum launataxta eins og hann er á hverjum tima, að við- bættri greiðslu verðlagsbóta. 5. Stjórn sjóðsins verði heimilað að veita þátttakendum i viður- kenndum starfsþjálfunarnám- skeiðum styrk á meðan námskeið standa. Þá er og lagt til, að sá, sem gengur undir starfsþjálfun eða sækir námskeið til þess að öðlast hæfni til að stunda ný störf, njóti á meðan atvinnuleysisbóta i allt að 30 daga virka, ef hann naut slikra bóta, þegar starfsþjálfun eða veran á námskeiðinu hófst. 6. Stjórn atvinnuleysistrygg- ingasjóðs verði heimilað að veita sveitarfélögum styrk og einstak- lingum vaxtalaust lán þar sem um er að ræða verulegt og lang- varandi atvinnuleysi gegn þvi skilyrði m.a., að þeir sjái ákveðinni tölu atvinnulausra á staðnum fyrir vinnu tilltekinn tima, sem goldin verði sam- kvæmt gildandi taxta á staðnum. 7. 1 frumvarpinu eru itarleg ákvæði um ýmis atriði i sambandi við úrskurðun bóta, sem vafi leikur á, hversu með skuli fara, samkvæmt gildandi lögum. SAMÞYKKTAR ÞINGSÁLYKTANIR EJ—Reykjavik A fundi I sameinuðu Alþingi i gær voru eftirtaldar þings- ályktanir samþykktar i einu liljóði sem ályktanir sameinaös þings. Vegagerö um Sprengisand Þingsályktunartillaga frá Benóný Arnórssyni (SFV) um vegagerð yfir Sprengisand var samþykkt i einu hljóði. I til- lögunni er skorað á rikis- stjórnina að láta fara fram athugun á hagkvæmni vega- gerðar yfir Sprengisand. Fram kom i greinargerð með þessari tillögu, að vegur um Sprengisand mun stytta mjög verulega vegalengd milli Reykjavikur og staða á Norður- og Austurlandi. Réttarstaða tjónaþola vegna flugumferðar könnuð Þá var einnig samþ. i einu hljóði þingsályktunartil frá Oddi Olafssyni (S) og fleirum, þar sem rikisstjórninni er falið að láta kanna réttarstöðu sveitarfélaga, einstaklinga og fyrirtækja, sem eru i nágrenni flugvalla, gagnvart eigendum flugvéla, er slysum og tjóni valda, og lögfesta úrbætur, sé þess þörf. Vegagerð i Mánárskriðum Einnig var þingsályktunar- tillaga frá Eyjólfi K. Jónssyni (S) og fleiri samþykkt með minniháttar breytingu, en þar er rikisstjórninni falið að láta gera frumáætlun um kostnað við vegagerð niðri við sjó i Mánárskriðum á Siglufjarðar- vegi. Aðstaða fyrir nemendur landsbyggðarinnar Loks var samþykkt i einu hljóði þingsályktunartil- laga frá Lárusi Jónssyni (S) og fleirum um bætta aðstöðu nemenda landsbyggðarinnar, sem sækja verða sérskóla á höfuðborgarsvæðinu. Segir i ályktun Alþingis, að það feli rikisstjórninni að beita sér fyrir þvi, að komið verði á fót mötuneytum og heimavistum á vegum hins opinbera, sem ætlaðar verði þeim nemendum af lands- byggðinni.sem sækja verða þá sérskóla i Reykjavik, er ekki starfa annars staðar á land- inu. I þessu sambandi verði m.a. kannað, hvort ekki komi til greina að semja við starf- andi hótel um slikan rekstur. Margar þingsályktunartil- lögur voru teknar til umræöu á fundi sameinaðs þings i gær, og er þeirra, sem afgreiddar voru, getið sérstaklega. Aðrar þingsályktunartil- lögur, sem teknar voru tii um- ræðu, en atkvæðagreiðslu var frestað, voru þessar: Þingsályktunartillaga um leigu og sölu ibúðarhúsnæðis, um bætta aðstöðu fyrir Haf- rannsóknarstofnunina, um sjálfvirk viðvörunarkerfi á hraðbrautir og um lánsfé til hitaveituframkvæmda. Þá var mælt fyrir eftir- töldum þingsályktunartil- lögum: Um endurskoðun á gjaldskrá Landssimans, um skipulag byggðamála og um bætt sjónvarpsskilyrði á Vest- fjarðamiðum. Loks var framhaldið fyrri umræðu um rannsókn á ibúðum og sameignum i Breiðholti 1. Eldhúsdagur í næstu viku Þingstörfin hafa gengið mjög hratt fyrir sig siðustu dagana, enda skammur timi til þingloka. Akveðið hefur verið, að hinar almennu eld- húsdagsumræður fari fram á fimmtudag i næstu viku —EJ Skortir 600 fjölskyldur viðunandi húsnæði í Reykjavík? EJ—Reykjavik Fram kom i ræðu hjá Ragn- ari Arnalds (AB) i sameinuðu þingi i gær, að áætlað er, að um 300 fjölskyldur búi við algera húsnæðisneyð, þ.e. i algjörlega óhæfu húsnæði, og að 300 til viðbótar búi við sára vöntun i húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu. Væri þá ekkert tillit tekið til húsnæðis- vandræða vegna jaFeldanna i Vestmannaeyjum. Lagarfoss- virkjun samkvæmt dætlun EJ—Reykjavik Ekkert gefur til kynna, að af- greiðsla á vélum til Lagarfoss- virkjunar verði ekki i samræmi við þann samning, sem geröur liefur verið við Skodaverk- smiðjurnar, og frainkvæmdum við verk þetta miöað áfram með tilætluðum hætti, sagði Magnús Kjartansson, iðnaðarráðherra, i svari við fyrirspurn frá Sverri Hermannssyni (S) um gang mála við Lagarfossvirkjun. Fram kom hjá ráðherra, að verktaki, Norðurverk h.f., á að skila af sér 1. júli 1974-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.