Tíminn - 04.04.1973, Síða 8
8
TÍMINN
Miðvikudagur 4. april. 1973
Miðvikudagur 4. april. 1973
TÍMINN
Tryggvi Gíslason skrifar um
FJALLA-EYVIND I
MEÐFÖRUM
Leikfélags Akureyrar
LEIKFALAG Akureyrar frum-
sýndi á þriöjudagskvöldið var
leikrit Jöhanns Sigurjónssonar
FJALLA-EYVIND. Leikstjóri er
Magniis Jónsson, sem I vetur hef-
ur starfað sem leikhússtjóri á
Akureyri. Mikilsvert er aö fá að
leikhúsinu ungan, áhugasaman
og menntaðan mann, þvf I ráði er,
að Leikfélag Akureyrar verði I
haust gert að atvinnuleikhúsi, og
þótt leikhúsið verði fátækt I
fyrstu, er það von allra, að þetta
verði leiklistarlffi á Akureyri
lyftistöng og geti miðlað fámennu
bæjarfélagi af þeim nægtabrunni
sem leiklistin er. Aldarfjórðungur
er nú sfðan þjóðleikhúsiö tók að
ráða til sln leikara, og er þaö ekki
vonum fyrr, að fariö er aö meta
þarfir annarra til jafns við þarfir
Ibúa á Reykjavfkursvæðinu og
þetta verði þvl aðeins fyrsta
skrcfið I átt til meiri jöfnunar,
sem einu sinni var talaö mikiö
um, en ekki hefur heyrzt nefnt um
skeið.
Leikrit Jóhanns Sigurjónssonar
var frumflutt á Dagmarleikhús-
inu í Kaupmannahöfn 1912, en
fyrstu drög þess voru gerð vetur-
inn 1909 til 10, þar sem hann var á
ferðalagi I Suður-Evrópu með
ástvinu sinni, Ingeborg Blom
Thidemand, sem slðar varð kona
hans. I verkinu lætur Jóhann
hungrið og ástina takast á (og I
fyrstu gerð nefndi hann þetta
verk sitt Sult). Astin slokknar
fyrir heljarafli hungursins og
raunanna, en hún hverfur með
ólikum hætti þeim Höllu og Kára
Halla er sterk í ástleysi slnu, en
Kári er veikur og fellur fram og
tilbiður guð á himnum, þegar
átrúnaður hans á konuna er horf-
inn. Halla er stór i sniðum, skap-
heit og skaphörð. ,,Ég get lifað,
þó honum þyki ekki ailtaf eins
vænt um mig. — En hætti ég að
elska hann, þá dey ég,”segir hún
á einum stað. Hún gat ekki skilið
að ást sina og sálog tekur afleið-
ingunum af þvi og hverfur að lok-
um út i myrkrið, en Kári fylgir
Frh. á bls. 15
Björn Egilsson:
MORÐISTORAHVAMMI
t LANDFARA Timans 1. nóvem-
ber siðastiiðinn birtist bréf frá
Angantý Hjálmarssyni, kennara
á Ilrafnagili. Hann kvartar yfir
frétt, sem birtist I tfmanum 25.
okt., þar sem sagt er, að veðurat-
hugunarhús hafi verið byggt við
Sandá á Nýjabæjarafrétt, og bið-
ur um leiðréttingu hið bráðasta.
Engin leiðrétting hefur borizt, svo
ég viti, og meira að segja vorú
þeir svo meinlegir fyrir sunnan
að skira þetta hús NÝJABÆ.
Það er rétt, að Sandá er ekki á
Nýjabæjarafrétt. Hún er fyrir
austan vatnaskil og fellur ofan i
Eyjafjarðardal sunnarlega að
vestan. Ekki er þessi á svo mik-
illa sanda, að Steindór Steindórs-
son geti hennar í bók sinni „Land-
ið þitt”.
Þá segir Angantýr, að fyrir
misskilning hjá dönskum land-
mælingamönnum sé nafnið Nýja-
bæjarafrétt ekki á réttum stað á
landabréfinu. Nafnið Nýjabæjar-
afrétt er sett á kortið með stóru
letri frá Geldingsá i austur að
Bleiksmýrardrögum langt fyrir
sunnan Eyjafjarðardal. Eyfirð-
ingum kemur það ekki við, þvi að
þeir hafa aldrei átt land vestan
vatnaskila á Vatnahjalla og með
Eyjafjarðardal. Hins vegar gætu
Þingeyingar kvartað, þvi að
stafaröðin nær til muna austur
fyrir vatnaskil, þar sem vatn
dregur til Fnjóskár.
Ekki voru það Skagfirðingar,
sem leiðbeindu E. Jensen um ör-
nefni, þegar hann mældi umrætt
landsvæði sumarið 1931. Það voru
Steinþór Sigurðsson magister og
Vernharður Þorsteinsson, kenn-
arar við Menntaskólann á Akur-
eyri, báðir hámenntaðir menn, og
Steinþór þá starfsmaður hjá
Landmælingum.
Angantýr getur þess I bréfinu
og er hreykinn yfir, að Skag-
firðingar eigi nú ekkert land
sunnan Fossár. Það vita fleiri, að
hæstiréttur dæmdi af Skag-
firðingum mestalla Nýjabæjaraf-
rétt með röngum dómi. — En
Angantýr getur ekki um dóm
Landamerkjadóms Eyjafjarðar-
sýslu, sem dæmdi Skagfirðingum
land allt eins og vötn draga til
Jökulsár eystri. Þetta er kallað
að segja undan og ofan af, eða
segja hálfan sannleika. Ey-
firðingar höfðu ekkert upp úr
málaferlunum, fyrir hvorug um
dóminum, enda gat það ekki orð-
ið, málstaður var þannig, en þeir
höfðu það upp úr krafsinu, að
Skagfirðingar töpuðu eignarrétti
á landi, sem þeir höfðu átt um
aldaraðir.
Niðurlagið i bréfi Angantýs er á
þessa leið orðrétt:
„Ég vona, að þið birtið leiðrétt-
ingu á þessari frétt ykkar hið
fyrsta, svo þið takið ekki þátt i að
vekja upp gamlan draug”.
Það er Angantýr sjálfur, sem
hefur vakið drauginn upp og sent
hann vestur. Ég vil nú ræða við
draugs i rólegheitum og vita,
hvort hann vill ekki snúa til sins
upphafs með góðu.
II
A milli Abæjar og Tinnár heita
Ófriðarstaðir. Þar sér fyrir tún-
íslenzkur markaður á Keflavíkurflugvelli:
Ferðamenn kaupa mest af
tilbúnum ullarfatnaði
Verzlun tslenzks markaðar á
Keflavikurflugvelli hefur nú staf-
að i 31 mánuð og heildarvörusal-
an á þvi timabili nemur 201.9
millj. kr. A siðasta starfsári nam
heildarvörusalan 86.7millj. kr. og
var fyrirtækið þriðji stærsti afl-
andi gjaldeyris á landinu vegna
Islenzkur jnarkaóur h. f.
erlendra ferðamanna. Aðeins
Loftleiðir og Flugfélag Islands
eru stærri. I verzluninni eru að-
eins seldar islenzkar afurðir og
iðnaðarvörur. A siðasta ári seld-
ist þar fatnaður úr ull fyrir 37.4
millj. kr. og er það 11,1% af
heildarútflutningi þeirrar vöru.
Værðarvoðir seldust fyrir 3
millj. kr. fatnaður úr skinnum
fyrir 7.3 millj. kr., annar varning-
ur úr skinnum fyrir 3.1 millj. kr.
Loðsútaðar gærur fyrir 5.6 millj.
kr. Skartgripir seldust fyrir 5.7
millj. kr, keramik og postulin fyr-
ir 5.6 millj. kr. og matvara fyrir
5.4 millj. kr.
Eins og kunnugt er af fyrri
fréttum er tslenzkur markaður
h.f., stofnaður af ýmsum stærstu
framleiðendum útflutningsvara i
þeim tilgangi að fá heimild til að
reka verzlun i flugstöðinni á
Keflavikurflugvelli til að selja
framleiðslu sina og kynna og gera
markaðsathuganir með nýjar
vörur, umbúðir ofl. einnig til aö
leita eftir hugmyndum um nýjar
framleiðsluvörur. Meö tilkomu
þessa fyrirtækis opnuðust nýir og
stærri möguleikar fyrir islenzkar
afurðir og iðnaðarframleiðslu.
Þegar Islenzkur markaður h.f.
hóf starfsemi sina hafði Feröa-
skrifstofa rikisins rekið verzlun á
flugvellinum um nokkurra ára bil
og selt ýmsan varning bæði til
ibúa á flugvellinum og til farþega
i millilandaflugi og nam t.d. vöru-
sala i þeirri verzlun árið 1969 kr.
27.2, milljónum en fyrsta heila
starfsár tslenzks markaðar h.f.
nam vörusalan kr. 72.4 milljónum
en var þá einungis um vörusölu til
farþega i millilanda flugi að
ræða.
t samningi Utanrikisráðu-
neytisins við tslenzkan markað
h.f. var svo kveðið á að tslenzkur
markaður h.f. skyldi greiða
Ferðaskrifstofu rikisins gjald, kr.
21.00 af hverjum transitfarþega,
en þessi greiðsla skyldi skoðast
sem þóknun til Ferðaskrifstof-
unnar fyrir aðstöðumissirinn á
flugvellinum. Þá keypti tslenzkur
Markaður vörubirgðir Ferða-
skrifstofunnar og innréttingu
sölubúðarinnar.
Strax i upphafi kom upp
túlkunarmismunur milli íslenzka
markaöar h.f. og Ferðaskrifstof-
unnar á þvi hverjir teldust tran-
sitfarþegar. tslenzkur markaður
vildi nota sama túlkunarskilning
og flugmálayfirvöld og alþjóða-
stofnanir, að transitfarþegar
væru þeir einir, sem fara um
ákveöið transitsvæði til stuttrar
viðdvalar, án þess að um toll-
skoðun eða vegabréfaeftirlit væri
að ræða. Þetta þekkja þeir, sem
ferðast hafa um erlendar flug-
hafnir. Samkvæmt þessari túlkun
hefur tslenzkur markaður þegar
greitt Ferðaskrifstofu rikisins kr.
21.00 af 889.886 transitfarþegum,
eða kr. I8.7milljónir. Þá hefur ts-
lenzkur markaður h.f. mótmælt,
en greitt með fyrirvara, transit-
gjaldið af þei.-n farþegum sem
aldrei fara útúr flugvélum meðan
á eldsneytisáfyllingu og viðdvöl
stendur, þvi þeir hafa enga mögu-
leika til verzlunar. Engar opin-
berar tölur eru til um fjölda þess-
ara farþega en i ágústmánuði s.l.
var farþegum ekki hleypt út úr 28
flugvélum samkvæmt talningu
Islenzks markaðar. Ef reiknað er
með 170 farþega meðalfjölda i
hverri vél mun gjaldið af þessum
farþegum hafa numið kr. 99.960.-.
Ferðaskrifstofa rikisins hefur
ekki viljað hlita þessari túlkun og
viljað telja brottfararfarþega
með i tölum um transitfarþega
vegna þess aö þeir ættu aðgang að
verzlun Islenzks markaðar h.f en
brottfararfarþegar eru út-
lendingar á förum frá tslandi og
tslendingar á leið utan i ýmsum
erindagjörðum. Viðbótarkörfur
Ferðaskrifstofu rikisins vegna
þessa nema kr. 21.00 af 222.335
brottfararfarþegum eða kr. 4.7
milljónir.
Til fullnustu þessum kröfum
hefur Ferðaskrifstofan sótt mál á
hendur Islenzkum markaði h.f.
dómur i héraðsdómi fallið F.r. i
hag. t tilefni af þessu samþykkti
aðalfundur I.M. eftirfarandi
ályktun:
„AÐALFUNDUR tslenzks
markaðar h.f. haldinn að Hótel
Sögu fimmtudaginn 8. marz 1973
lýsir vonbrigðum sinum með þró-
un fjárkröfumáls Ferðaskrifstofu
rikisins á hendur fyrirtækinu.
Fundurinn litur svo á, að hér sé
um óréttláta tilraun til að fara út
fyrir ramma samnings félagsins
við Utanrikisráðuneytið frá 9.
júni 1970 með þvi að krefja félagið
um greiðslu á transitfarþega-
skattinum svonefnda af brott-
fararfarþegum, þ.e. islendingum
á leið utan og útlendingum, sem
halda héðan eftir lengri eða
skemmri dvöl i landinu, svo og af
farþegum, sem ekki fara útúr
flugvélum og koma þvi ekki inn á
transitsvæði flugstöðvarbygg-
ingarinnar. Fundurinn getur á
engan hátt sætt sig við niðurstöðu
héraðsdóms i málinu og heimilar
stjórn félagsins að áfrýja málinu
til Hæstaréttar”—
Greiðsla transitfarþegaskatts-
ins, sem er til viðbótar venjuleg-
um lögboðnum sköttum og skyld-
um, hefur verið fyrirtækinu mjög
þung byrði og hamlað eðlilega
starfsemi þess. Leitað hefur verið
til rikisstjórnarinnar um leiðrétt-
ingu á þessum álögum og hefur sú
málaleitan mætt nokkrum skiln-
ingi. t þessu tilefni hefur rikis-
stjórninni verið send svofelld
samþykkt aðalfundar:
„AÐALFUNDUR tslenzks
markaðar h.f haldinn að Hótel
Sögu fimmtudaginn 8. marz 1973
bendir á, að þar eð i verzlun fyrir-
tækisins eru eingöngu seldar vör-
ur framleiddar af innlendum
framleiðendum, aðallega úr Is-
lgnzkum hráefnum, litur fundur-
inn svo á að hiö svonefnda
transitfarþegagjald sé bein skatt-
lagning á islenzka iðnaðarfram-
leiðslu.
Félur fundurinn stjórn félagsins
að leita samninga við rikisstjórn-
ina um endurskoðun og niðurfell-
ingu, eða mikla lækkun, þessara
skatta byrðar, sem er fyrirtækinu
mjög erfið og hindrar það i þvi að
geta starfað og þróast eðlilega og
gegnt hlutverki sinu sem
markaðskönnunaraðili fyrir Is-
lenzkan iðnað.”
Þrátt fyrir þá erfiðleika sem
fyrirtækið hefur átt við að striða
vegna hins háa transitfarþega-
skatts hefur verið unnið nokkuð
að kynningu, markaðskönnunum
og athugunum á sölumöguleikum
islenzkrar iðnaðarframleiðslu er-
lendis. Fyrirtækið réðst t.d. á s.l.
sumri, i samráöi við ýmis fram-
leiðslufyrirtæki, að gefa út I ann-
að sinn glæsilegan póstpöntunar-
verðlista. Listinn, sem er 48 lit-
prentaðar siður að stærö, var
prentaöur i 100.000 eintökum og
hefur honum verið dreift viða um
heim, t.d. hafa pantanir og fyrir-
spurnir borizt jafnvel frá Japan
og Astraliu, en meginhluti pant-
ana er frá Bandarikjunum.
Framkvæmdastjóri tslenzks
markaðar h.f. er Jón §igurðsson.
Núverandi stjórn félagsins
skipa: Óskar H. Gunnarsson for-
maður, Pétur Pétursson varafor-
maður, Jón Arnþórsson ritari,
Einar Eliasson, Jón H. Bergs og í
varastjórn eru Gerður Hjörleifs-
dóttir, Guðjón Guðjónsson.
Sala 1971 - 72 skipt eftir upjruna vöru.
Af öllum þeim vörutegundum, sem seldar eru I islenzkum markaði
kaupa erlendir ferðamenn langmest af tilbúnum fatnaöi úr ull.
Óánægja með greiðslur til Ferðaskrifstofu ríkisins
garði, og er tóftarbrot i miðju
gerðinu. Munnmæli herma, að
nafnið sé þannig til komið, að Ey-
firðingar og Skagfirðingar hafi
barizt þar út af þvi, að báðir vildu
eiga Galtártungur i botni Torfu-
fellsdals, og segir sagan, að Skag-
firðingar hafi allir fallið. Fyrst
þegar ég heyrði þessa sögu, þótti
mér undarlegt, að Skagfirðingar
skyldu allir falla. En þegar ég fór
að hugsa málið, varð mér ljóst,
hvers vegna Skagfirðingar féllu.
Það var vegna þess, að þeir fóru
með rangt mál. Og það er rauður
þráður i öllum þjóðsögum, að
þeim hefnist fyrir, sem þjóna
ranglætinu. Og vers vegna var
mál Skagfirðinga rangt? Það var
rangt vegna þess, að þeir gátu
ekki notað landið norðan fjalls.
Sama er að segja um Eyfirðinga.
Þeir hafa gefizt upp á öllum til-
raunum til aö nota landið vestan
fjalla og kemur engum á óvart,
sem kunnugur er, slikur heljar-
kambur, sem fjallið er. Vatna-
hjalli og Nýjabæjarfjall eru eitt
þúsund til ellefu hundruð m yf-
ir sjó, og á háfjallinu er gróður-
laust með öllu, berar urðir og ekki
einu sinni sandur á milli stein-
anna. Það má litlu muna, að hægt
sé að reka fé yfir fjallið i fyrstu
göngum, fyrir miðjan september,
samanber frásagnir i „Göngum
og réttum” (1916 og 1929), en eng-
ar sagnir hefi ég heyrt um það, að
sauðfé úr eftirleitum hafi verið
rekið til Eyjafjarðar, enda er
fjallið þá ófært vegna snjó-
þyngsla, þó rautt sé vestur við
Jökulsá. Af þessum sökum hafa
Austdælir leitað allar eftirleitir
frá landnámsöld á þessu svæði,
sem þeim bar, af þvi þeir áttu
landið, enda þótt Eyfirðingar og
Þingeyingar hafi tekið þátt i
fyrstu göngum, af þvi þeir vildu
ekki borga helming verðs fyrir
þann pening, sem flæktist á Nýja-
bæjarafrétt.
Ég er kominn af Sigriði prests-
dóttur i Saurbæ, og er það nokkuð
örugg ættfærsla, þvi að það er
kvenleggur að mestu. Mér ber þvi
að virða Eyfirðinga vel og geri
það. Ég er fús til að lýsa þvi yfir,
að það fólk, sem ég hef kynnzt i
Eyjafirði, er gott fólk, og þar hafa
löngum verið fagrar konur,
samanber söguna um Sigriði
Eyjafjarðarsól. Hollar vættir
vaka þar yfir byggðum.
Hið venjulega góða fólk hefur
þann eiginleika að vilja eiga hitt
og þetta, sem nauðsynlegt er að
vissu marki i mannlegu lifi. Of
mikil ágirnd er barnasjúkdómur,
sem allir vaxa frá fyrr eöa siðar.
Ýmsir bændur vilja eiga mikiö
land. Bændur I Saurbæjarhreppi i
Eyjafirði vildu slá eign sinni á
mikið landssvæði vestan fjalls og
rækta það til sumarbeitar fyrir
sauðfé. Landsvæði þetta nær frá
Fossá i Austurdal suður að
Fjórðungskvisl á Sprengisandi.
Það er nú meira túnstæðið, um 50
km á lengd frá norðri til suðurs.
Reynsla hefur sýnt, að hægt er að
rækta sanda á láglendi, en
ræktunin á gróðurlausum melöld-
um, sem eru á 9. hundrað metra
yfir sjó, held ég að sé ennþá á til-
raunastigi. Eyfirzkir bændur eiga
ekki allir viðáttumikil lönd, en
eru samt beztu bændur landsins.
III
Fróðlegt er aö lesa um mála-
fylgju Eyfirðinga og Skagfirðinga
fyrir landamerkjadómi Eyja-
fjarðarsýslu. Málsskjöl og vitna-
leiðslur eru langt mál, yfir 40
blaðsiður i Skirnisbroti. Mál þetta
upphófst með þvi, að bændur i
Saurbæjarhreppi stofnuðu upp-
rekstrarfélag. Ekki munu bændur
þeir hafa haft vantrú á slæmum
dögum, þvi að félagið var stofnað
13. mai 1963.
Vorið 1964 hóf Upprekstrar-
félagið ræktun, sáð var i mela ná-
lægt Laugafelli, en áður hafði
stjórn félagsins látið hreppsnefnd
Akrahrepps vita um fyrirætlanir
sinar með bréfi dags. 9. janúar
1964, þar sem óskað var eftir, að
bændur i Akrahreppi rækju ekki
fé fram fyrir Fossá næstu árin.
Hins vegar mundi félagið ekki
amast við skagfirzku fé, sem
kæmi án þess rekið væri. En
kæmi i ljós, að fé þetta spillti
ræktunarlöndum, yrðu ferðir þess
heftar suður á öræfin með
girðingu eða öðrum ráðstöfunum.
Upprekstrarfélagið fékk
eignarheimildir frá eigendum
jarðanna Möðruvalla og Hóla i
Saurbæjarhreppi og vitnaði i
landamerkjabréf þessara jarða
frá 1886 og 1889. t bréfi Möðru-
valla segir, að afréttarland eigi
jörðin i tilteknum dalabotnum
Sölvadals „og þaðan suður á fjall
að svonefndu Laugafelli.” 1 bréfi
Hóla segir, að sú jörð eigi af-
réttarland á Eyjafjarðardal frá
Trippagarði við Klaufá „og fram
til jökla að austan og vestan til
sýslumóta”.
Ekki er getið um landareign
nefndra jarða suður á fjöll i öðr-
um heimildum. Ekki i Jarðabók
Arna Magnússonar, ekki i fast-
eignamatsbók Eyjafjarðarsýslu
1849-1850, ekki i fasteignamats-
bók Eyjaf jarðarsýslu 1916 og ekki
i skrá yfir afréttir i Saurbæjar-
hreppi, er prentuð var aftan viö
sýslufundargerð Eyjafjarðar-
sýslu árið 1894.
t hinum óljósu ' landa-
merkjabréfum Möðruvalla og
Hóla erekkert, sem bendir til, að
eigendur þessara jarða hafi talið
sig eiga land ofan i Austurdal, en
Upprekstrarfélagið vildi slá eign
sinni á austurhliðar dalsins milli
Geldingsár og Fossár, sem er hið
ágætasta sauðland. Einu er ég þó
mest hissa á i málafylgju Eyfirð-
inga: Þeir vildu ekki eiga all-
mikla landspildu frá Strangslæk
vestur að Illviðrishnjúkum.
Hverjir áttu að smala þetta land?
Attu Hofsafréttarmenn að sund-
riða suður yfir ána, sem er sund-
vatn á þessum slóöum, þegar
mikil leysing er úr jöklinum? Oft
er fé a þessu svæði. Svo var það
siðastliðið haust, og i eftirleit 1912
fundust þarna 7 lömb sunnan úr
Hreppum.
Tólf vitni voru leidd fyrir
Landamerkjadóm af hálfu Ey-
firðinga, flest bændur i Saur-
bæjarhreppi. Ekki voru vitnis-
burðir samhljóða. Þeir Jón Vig-
fússon, Guðjón Jónsson, Ragnar
Daviðsson og Hallgrimur Thor-
lacius sögðust ekkert vita um af-
réttarmörk eða sýslumörk á fjöil-
um suður. Eftir Aðalsteini
Tryggvasyni er bókað: „Ekki
kveðst Aðalsteinn vita, hver
mörkin séu milli afréttarlanda
Skagfirðinga og Eyfiröinga.
Kveður hann Eyfirðinga telja þau
vera um Fossá, en Skagfirðingar
viö Geldingsá”. Hin önnur vitni
sögðust álita eöa hafa heyrt aðra
halda þvi fram, að Eyfiröingar
ættu land allt fyrir sunnan Fossá.
Angantýr kveður föður sinn „ætið
hafa taliö Fossá ráða suöurtak-
mörkum á afréttarlöndum Skag-
firðinga austan Jökulsár 1
Austurdal”. Ekki kemur þetta al-
veg heim.
Hjálmar Þorláksson skrifaði i
„Göngur og réttir” glögga og
greinagóða lýsingu um „Fjöllin”.
Hann segir ekki, að Eyfirðingar
eigi allt land sunnan Fossár, en
landssvæðiö sé sameiginlegt
smölunarsvæði. Um eignarrétt-
inn segir Hjálmar: „Landsvæði
þetta er eða var eignarheimildar-
laust, að þvi er bezt verður vitaö.
Munnmæli herma þó, að það hafi
tilheyrt Eyfiröingum og þá helzt
Mööruvöllum i Eyjafirði, eöa ef
til vill Grund”. Hjálmar virðist
ekki hafa vitað um hálmstrá Ey-
firðinga, landamerkjabréf
Möðruvalla og Hóla. Um eftirleit-
ir segir han: „Þó má vera, að Ey-
firðingar hafi stöku sinnum gert
þar eftirleitir. Hitt er vist, að
Austurdalsmenn gerðu þangað
eftirleitir á hverju hausti, stund-
um 2-3 og fundu oft allmargt fé”.
Um framangreind atriði er
Hjálmar frómur i frásögn og seg-
ir það eitt, er hann veit sannast.
Um leitir á Nýjabæjarafrétt vil
ég bæta við eftirfarandi: Seint i
nóvember 1912 fóru Abæjarmenn
i eftirleit og fundu 27 kindur, og
voru þær úr Eyjafjarðar- og
Þingeyjars., og 7 lömb sunnan
úr Hreppum en engin úr Skaga-
firði. Ég, sem þetta skrifa, leitaði
Nýjabæjarafrétt i fyrri göngum i
fimm haust, árin 1945 til 1949.
Haustið 1946 fundust 57 kindur á
svæðinu, þar af 11 að vestan, 1947
fundust 54 og þar af 6 að vestan,
1948 fundust 51 og þar af 5 að vest-
an og 1949 fundust 44 kindur og
þar af 4 úr Skagafirði.
Lögmaður Eyfirðinga var feyki
klókur og strikaði yfir nafnið
Nýjabæjarafrétt, þar sem það er
sett á korti Herforingjaráðsins,
en ekki mun honum hafa gefizt
tóm til að láta prenta nýtt kort.
Svo gerði hann punktalinu ofan i
Austurdal við Fossá, samkvæmt
landakröfum sinum og Ey-
firðinga, og þá var ekki annað eft-
ir en fjallshliðin milli Fossár og
Hvitár, sem mátti heita Nýja-
bæjarafrétt og er I daglegu tali
nefnd Afréttin, sem er sérheiti
eins og Langahlið, Stórihvammur
og Fjöllin. Samheitið á þessu öllu
er Nýjabæjarafrétt.
Þeir Angantýr Hjálmarsson og
Sigurður Jósefsson drukku i sig
þessa speki lögmannsins eins og
móðurmjólk, og Angantýr er með
þetta enn eftir mörg ár.
Annað gott strik gerði lög-
maðurinn. Ferðafélag Akureyrar
viðurkenndi eignarrétt Skag-
firðinga, þegar sæluhús var reist
við Laugafell, með þvi að biðja
um leyfi sýslunefndar Skaga-
fjarðarsýslu. Sýslunefndin veitti
leyfið með skilyrðum á aukafundi
1947, en bréf upp á þetta frá
Ferðafélaginu og sýslumanni Ey-
firðinga höfðu glatazt, og þess
vegna hélt lögmaðurinn þvi fram,
að bókun i sýslufundargerð
Skagafjarðarsýslu „gæti ekki
haft nein áhrif á úrslit þessa
máls,” sem sagt 15 sýslunefndar-
menn Skagafjarðarsýslu voru
ekki vitnisbærir.
Höfuðsmaöur Eyfirðinga,
Magnús á Grund, viðurkenndi
eignarrétt Skagfirðinga á Nýja-
bæjarafrétt með þvi að kaupa
Nýjabæ og hálfa afréttina, ásamt
félögum sinum, Daviö á Kroppi
og Einari á Stokkahlöðum. Kaup
þessi voru gerð 22. marz 1905, og
það ár ráku nokkrir bændur úr
Grundarplássi og Saurbæjar-
hreppi fé sitt vestur yfir fjall i eitt
eða tvö ár, en það reyndist svo
illa, að þvi var hætt, og laust fyrir
1920 keypti Magnús á Frostastöð-
um Nýjabæ og hálfa afréttina af
Eyfirðingum á 600 krónur.
I bókinni „Dagar Magnúsar á
Grund” segir svo: „Magnús rak
fé sitt venjulega austur á Bleiks-
mýrardal. Þó gerði hann tilraun
meö að reka þaö upp úr
Eyjafjarðardal suður að Lauga-
felli. Mun hann hafa rekið fé sitt
þangað i tvö eða þrjú vor, en gafst
það illa, þvi að féð dreiföi sér og
fór bæöi til Skagafjarðar og Eyja-.
fjarðar og austur i Þingeyjar-
sýslu og sumt heimtist ekki.
Rétt eftir aldamótin keyptu
nokkrir Eyfirðingar, Magnús á
Gund o.fl., hluta úr Nýjabæjaraf-
rétt, sem Langahliö heitir, syöst i
Austurdal. Hugöust þeir reka fé
sitt þangað á vorin og geyma það
þar yfir sumarið.
En þetta stóö aðeins skamma
stund og mun orsökin aðallega sú,
að erfitt er að koma fé þarna yfir
fjöllin fyrr en kemur langt fram á
sumar. Og svo mun það einnig
hafa heimzt illa á haustin, hefur
liklega misfarizt þarna á fjöllun-
um.”
Ég vil nú tilfæra nokkur atriði
úr framburði vitna fyrir Landa-
merkjadómi um það, hvernig Ey-
firðingum reyndist að reka fé sitt
vestur yfir fjall.
Ragnar Daviösson „kveður föð-
ur sinn aðeins hafa rekið I eitt
skipti á Nýjabæjarafrétt. Kveðst
hann hafa heyrt foreldra sina tala
um, að ekki heföi verið gerlegt að
halda þvi áfram, þvi að féð hefði
flækzt út um allan Skagafjörð”.
Hallgrimur Thorlacius kveðst
hafa heyrt föður sinn, Jón
Thorlacius, segja frá þvi. að hann
Frh. á bls. 15