Tíminn - 04.04.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.04.1973, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 4. april. 1973 TÍMINN 11 Nekc'híKrt <■>»!, 2Ö8? i Wsldmir:--* v.'6s>í>'h^> 2310 m V/a'lh Ctifiiiíyh Mtí F)c«n 'V'xXJÍlíiiy 2*Í2 ' ‘<5Íín<?> ^ <TW?iPW Umsjón: Alfreð Þorsteinssón Myndin hér að ofan sýnir/ hvernig eitt þekktasta skfðasvæði Austurrikis er skipulagt. Greiðar samgöngur eru milli allra staðanna, en þekktastur þeirra er Lech til vinstri. á myndinni í 1445 metra hæö. Ef myndin prentast vei á að sjást, hvernig skiðafólk getur ferðast um allt þetta stóra svæði, sem er sannköiluð skiðaparadls. Þess má geta.að samtals eru 70 lyftur á þessu svæði, samtals 54 km. langar og geta þær flutt 21 þúsund manns á klukkustund. VERÐA BLAFJOLL SKIPULÖGÐ ÞANNIG? LiKUR eru til þess, aö sérfræöingur frá Alþjóðaskíöasam- bandinu komi hingað til lands á næstunni á vegum Skíöasambands islands til að athuga staðhætti í Bláfjöllum. f\Aun hann sérstaklega kanna, hvort unnt sé aö skipuleggja Bláfjalla- svæðið þannig, að skiða- fólk geti farið hindrunarlaust milli ein- stakra skiðasvæða í Blá- fjöllum í stað þess að vera bundið á einum stað . M.ö.o., að skíða- svæðin verði tengd saman. Með þeim hætti getur skíðafólkið rennt sér á skíðum úr einum dalnum í annan og notið skíðalandsins alls. Þetta kom fram i viðtali, sem iþróttasiðan átti við Þóri Jónsson, formann Skiðasam- bands islands, en Þórir er nýkominn frá Austurriki, þar sem hann átti m.a. viðræður við fulltrúa frá Alþjóðaskiða- sambandinu. Sambandið sendir sérfræðing til Kanada á næstunni og er ráðgert, að hann hafi viðdvöl hér á landi til að athuga þessi mál. Þórir sagði, að öll helztu skiðalön d Evrópu væru skipu- lögð með þessum hætti. Skiða- lyftum er þannig fyrir komið, að þær tengja svæðin saman. Með þessum hætti getur skiða- fólk farið úr einum stað i annan og þarf ekki að vera rigbundið við eina skiða- brekku. Sagði Þórir, að enginn vafi léki á þvi, að hægt væri að tengja hin mörgu skiðalönd i Bláfjöllum saman með einum eða öðrum hætti, en nauðsyn- legt væri að fá umsögn er- lendra sérfræðinga um það, á hvern hátt þetta væri fram- kvæmt. ,,Ég tel mjög þýðirigarmikið, að við fáum umsögn erlends sérfræðings um þetta mál einmitt núna, áður en skipulagning Blá- fjallasvæðisins fer fram”, sagði Þórir, að lokum. Þess má geta, að Skiðaráð Reykjavikur hefur i hyggju að sækja um næsta landsmót á skiðum með það fyrir augum að það fari fram i Bláfjöllum. Þórir Jónsson I einliðaleik kvenna i a-flokki sigraði Svanbjörg Pálsdóttir Steinunni Pétursdóttur i úrslita- leik. Og i tvenndarkeppni i sama flokki unnu Sigfús Ægir Árnason -og Sigriður Jónsdóttir. Sigfús sigraði einnig i a-flokki i einliða- leik, en i tviliðaleik báru sigur úr býtum þeir Baldur Ölafsson og Ottó Guðmundsson. Verður FH með í bar- áttunni? TVEIR leikir verða leiknir i 1. deild íslandsmótsins I handknatt- leik i kvöld. Leikirnir fara fram i iþróttahúsinu I Hafnarfiröi og hefst fyrri leikurinn FH og ÍR kl. 20.15. Síðan leika Haukar gegn Valsmönnum. FH-liðið verður að vinna 1R i kvöld, ef það ætlar að veita Vals- liðinu keppni i baráttunni um is- landsmeistaratitilinn i ár. IR- liðið hefur oftast staðið i FH og má því búast við skemmtilegum leik i kvöld. Valsmenn ættu ekki að eiga i vandræðum með Hauka, þvi að liðið er miklu betra æn Hafnar- fjarðarliðið. Ætti þvi að verða auðveldur Valssigur i kvöld. HARALDUR KORNELIUSSON MAÐUR DAGSINS Á REYKJAVÍKURMÓTINU sem háð var i Laugardalshöllinni. Er mikil gróska i badminton- iþróttinni og er áberandi, að unga fólkið er sem óðast að taka við af „gömlu kempunum”, sem borið hafa iþróttina uppi, ef svo má að orði kveða, á undanförnum áratugum. I einliðaleiknum lék Haraldur til úrslita gegn Sigurði Haralds- syni og sigraði 15:2 og 15:12.1 tvi- liðaleik léku þeir Haraldur og Steinar Petersen til úrslita gegn Sigurði Haraldssyni og Garðari Alfonssyni. Fyrri lotuna unnu þeir Haraldur og Steinar 15:12, en töpuðu siðan 10:15, en i oddaleik unnu þeir 15:3. I tviliðaleik kvenna urðu sigur- vegarar þær Lára Pálsdóttir og Lovisa Sigurðardóttir, en þær unnu Ernu Franklin og Erlu Frið- riksdóttur með 15:3 og 15:5. 1 tvenndarleik léku Haraldur og Hanna Lára Pálsdóttir saman til úrslita gegn Steinari og Lovisu Sigurðardóttur og sigruðu 15:12 og 15:8. 1 a-flokki i tviliðaleik kvenna sigruðu Steinunn Pétursdóttir og Sigriður M.. Jónsdóttir. 1 old boys tviliðaleik karla unnu Karl Maack og Lárus Guðmundsson þá Gisla Guðlaugsson og Kristján Benediktsson eftir oddaleik. HARALDUR Korneliusson var maður dagsins á Reykjavíkur- mótinu ibadminton, sem fram fór um helgina, en hann varð þre- faldur meistari, sigraði i einliða- leik, tviliðaleik og tvenndar- keppni. Virðist Haraldur vera i sérflokki um þessar mundir. Mikil þátttaka var i mótinu, Hér á myndinni sjást Reykjavíkurmeistararnir í badminton. Sigfús Arnason, Baldur ólafsson, Steinunn Pétursdóttir, Svanbjörg Pálsdóttir, Ottó Guöjónsson, Steinar Petersen, Lovisa Sigurðardóttir, Hanna Lára Pálsdóttir, Haraldur Korneliusson, Karl Maack og Lárus Guðmundsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.