Tíminn - 04.04.1973, Qupperneq 15

Tíminn - 04.04.1973, Qupperneq 15
Miðvikudagur 4. april. 1973 TÍMINN 15 Fæst i kaupfétagínu O Fjalla-Eyvindur viljalaus á eftir út i kuldann. Þannig endar leikritið. Ljóðræna þessa leikrits Jó- hanns Sigurjónssonar er mikil, þótt rómantisk fegurð þess sé sumum orðin fjarlæg nú. Um sál- fræðilegar skýringar höfundar á meðfæddri stelsýki Eyvindar verða menn eflaust ekki sam- mála, en sjálfum finnst mér það helzta brotalöm verksins. Nægt hefði að láta fátækt og umkomu- leysi og yfirvofandi hungurdauða systkina Eyvindar og móður verða upphaf og orsök að ógæfu hans. Löngun ungra barna i fallega hluti, sem aðrir eiga, á ekkert skylt við stelsýki, því i hugarheimi barnsins er eignar- rétturinn ekki til. En ef meðfædd stelsýki Eyvindar hyrfi, yrði leik- ritið að öðru verki, og þá missti Kári ef til vill afsökun sina i eymd sinni og volæði og vorkunnsemi, og hann yrði að leiksoppi rangláts þjóðfélags og misskiptingar auðs- ins, og slikt ætti ekki heima i leik- riti Jóhanns Sigurjónssonar. Á köflum er Fjalla-Eyvindur langdregið verk. Af þeim sökum hentar það illa til flutnings á sviði, nema þvi aðeins að sleppt sé úr þvi eins og oft hefur verið gert. Þarflegt væri, að umrita þetta verk, og hefði Leikfélag Akureyrar mátt gangast fyrir þvi dirfskubragði nú, þvi að i þessari sýningu þess bryddir á nýjung- um, sem gera verkið hugstæðara, aðgengilegra og nærtækara skiln- ingi okkar 60 árum seinna. Eink- um á þetta við samskipti þeirra Höllu og Kára og atlot, sem leik- stjóra hefur tekizt að gera eðlileg og óþvinguð, og leikhúsgestur fær jafnvel tilfinningu fyrir grasi og gróandi jörð þar sem þau faðm- ast. 1 lokakaflanum, þar sem þau sitja inni i kaffenntum kofanum, fannst mér lika gott að láta myrkrið eitt umlykja þau og þótt hriðarkófið hefði hins vegar mátt fenna inn á sviðið, þegar Kári og Halla voru horfin út i ofviðrið. En tækni þessa gamla og góða leik- húss á Akureyri er af skornum skammti. Tilfinnanlegast kom þetta fram i lýsingu, eins og oft áður. Ljóskastarar, sem varpa ódreifðum geisla sinum á andlit leikenda, skemma mikið gott verk. Skripalæti veldrukkinna bænda og heimóttarskapur smaladrengsins má heldur ekki keyra um þverbak. En samtöl hefur leikstjórinn reynt aö gera eðlileg með þvi að láta andmæl- endurjánka og kinnka kolli og taka þá i frásögninni, og verk hans i heild er unnið af smekkvisi og hugmyndasemi og lofar góðu. Leikmyndir Magnúsar Páls- sonar fannst mér skemma. Bað- stofan er engin þaðstofa, þótt hún eigi að vera það, heldur á hún rætur að rekja til einhvers annars og óþekkts byggingarstils, og stil- færðir gjúfurveggirnir á fjöllum falla illa að öðrum hlutum sviðs- ins, sem eru náttúrulegir. Hins vegar eru leikmyndir við réttina góðar og skemmtileg tilraun gerð til að ná fjarvidd og um leið einangrun þessa staðar, þar sem örlög þeirra Höllu og Kára ráð- ast. Leikfélag Akureyrar hefur oft átt góðum leikurunum á að skipa, og margar sýningar félagsins eru eftirminnilegar. Sigurveig Jóns- dóttir i hlutverki Höllu á að min- um dómi mestan þátt i að gera þessa sýningu að leiksýningu, sem ber svipmót alvöruleikhúss. Leikhæfileikar hennar eru ótvi- ræðir, og innlifun hennar viða sterk og hún kann að gæta hófs, svo áhorfandanum gleymist, að um leik sé að ræða, og hann hverfur á vit atburðanna sjálfra. Þráinn Karlsson leikur Kára vel, og sumt i samleik þeirra tveggja er frábært. Veikust þóttu mér sum brögð Þráins i lokaættinum, þar sem Eyvindur er að bugast, og ef til vill gætti þar æsku leikar- ans of mikið. En Þráinn hefur lengi verið burðarstólpi i LA. Marinó Þorsteinsson og Jón Kristinsson i hlutverkum Björns hreppstjóra og Arnesar leika þokkalega, þótt ofleiks og yfir- drifinnar framsagnar gæti hjá báðum, og beztur er leikur Jóns, þegar hann lágmæltur tjáir sig fyrir Höllu. Kristjana Jónsdóttir leikur Guðfinnu af smekkvisi, framsögn hennar er mjög góð, og Július Oddsson leikur af kunnáttu og nærfærni Arngrim hoidsveika. Gervið er ef til vill ekki nógu eðli- legt, og ósennilegt er, að Halla hefði kysst hann, holdsveikan manninn, i lifanda lifi. Búningar eru flestir fengnir að láni frá Leikfélagi Reykjavikur, en aðra hafa þær Freygerður Magnúsdóttir og Kurugei Alex- andra gert. Q AAorð hafi rekið fá á Fjöllin 1905, ,,en ekki nema i það eina sinn, enda hafi heimtur verið afar slæmar og féð m.a. flækzt vestur til Skaga- fjarðar”. Hrólfur Þorsteinsson kveður Eyfirðinga hafa rekið á Nýja- bæjarafrétt i eitt ár, en siðan hætt þvi, þar sem féð hafi flækzt svo viða. Hann kveður Eyfirðinga hafa rekið féð i Stórahvamm. Hann kveður féð hafa flækzt um Hofsafrétt, þar sem hirtar hafi verið um 70 kindur. Einnig kveð- ur hann fé Eyfirðinga hafa komið fram i Húnavatnssýslu og norður i Fljótum. Eins og áður segir, dæmdi landamerkjadómur Eyjafjarðar- sýslu Skagfirðingum land allt eins og vötn draga til Jökulsár eystri með dómi upp kveðnum 19. júni 1967. 1 dóminum segir svo: „Elzta skjal, sem lagt hefur verið fram i málinu, er afsál fyrir hálfri jörðinni Nýjabæ frá 29. janúar 1464, frumrit á skinni. 1 þvi afsali er það tekið fram, að jörðin eigi land að Tinná og svo langt á fjöll fram, sem vötn draga”. Enn- fremur segir svo: „Þetta afsal frá árinu 1464 verður að telja rétt- hærra heldur en landamerkja- skrár Möðruvalla og Hóla frá 28. april 1886 og 23. mai 1889 sam- kvæmt reglunni prior tempore potior jure”. IV Ekki vildu Eyfirðingar una dómi landamerkjadóms og skutu máli þessu til hæstaréttar, sem kvað upp dóm i þvi 29. april 1969 þannig, að hvorugur málsaðili ætti land þetta. Enginn á þvi Nýjabæjarafrétt. Hún er „no man’s land”. Dómur hæstaréttar er ekki að- eins rangur, heldur einnig út i hött. Það var lagt fyrir réttinn að skera úr um það, hvor málsaðili ætti landið, en það gerði hann ekki. Sumir halda, að hæstiréttur hafi dæmt rikinu þetta lands- svæði, en það er ekki. Til þess skorti bæði lög og kröfugerð. Landbúnaðarráðherra var látinn vita um málaferlin, en Ingólfur gaf sig ekki aö þeim. Þá var sýslumaður Rangárvallasýslu einnig látinn vita vegna landa- merkja á vatnaskilum, en ekki lét hann heldur til sin heyra. Rökstuðningur i dómi hæsta- réttar er nauðalitill. Þar segir svo: „Hvorki áfrýjandi né stefndu hafa fært fram gögn fyrir fullkominni eignatöku að fornu eða nýju á landsvæði þvi, sem um er að tefla i máli þessu. T.d. verð- ur eigi séð, að eigendur Ábæjar og Nýjabæjar með Tinnárseli, eða eigendur Möðruvalla og Hóla hafi fyrrum innt af hendi smölun og fjallskil á landsvæðinu, svo sem eigendum jarða var boðið að gera á jörðum sinum, sbr. Jónsbók, landsleigubálk 49. Yfirlýsingar i afsölum fyrr og siðar, sem eigi styðjast við önnur gögn, nægja eigi til að dæma öðrum hvorum aðila eignarrétt til öræfaland- svæðis þessa. Verða þvi kröfur hvorugs aðila i málinu teknar til greina”. Hæstiréttur blæs á landa- merkjabréf frá 15. öld, skrifað á skinn með innsigli fyrir. En fyrst hæstiréttur dæmir skinnhandrit dauð og ómerk, er þá ekki rétt, að handritin verði kyrr i Kaup- mannahöfn og skila aftur þeim, sem komin eru? Það er ekki allt á sömu bókina lært hjá hæstarétti. Hann vitnar i gamlar skriftir, þegar hann telur sér það henta, og dæmir eftir landsleigubálki Jónsbókar. Ég hef aldrei lesið Jónsbók, en ég vil spyrja: Stend- ur það i Jónsbók, að eignarréttur tapist á landi, sem er yfirtroðið af flækingspeningi og þess vegna ekki smalað reglulega af eig- anda? Hæstiréttur veit ekkert um smalamennskur á Nýjabæjaraf- rétt „fyrrum”, þvi engar fjall- skilabækur eru til fyrr en á þess- ari öld. Eins og ég hef áður bent á, hafa Abæjarbændur leitað eftir- leitir svo lengi sem sagnir herma. Hæstiréttur kallar hið umdeilda land „öræfalandsvæði”, Það er rétt, að Fjöllin, landsvæðið fyrir sunnan Geldingsá, er að mestu gróðurlausar melöldur. Þar eru mosar með kvislum og einn blett- ur meo góðum gróðri, það er Eystri-pollar, áningarstaöur Ey- firðinga i skreiðarferðum, en aö kalla dalinn á milli Fossár og Geldingsár öræfasvæði er hreint öfugmæli. Þar er Stórihvammur, Langahlið, Hörtnárdalur Fossármúli og Fossárdalur, allt saman fagurt kostaland. Langa- hlið er um 5 til 6 km að lengd, al- gróin hátt upp i hliðar og skógi vaxin, og þar eru nálega þær einu skógarleifar, sem til eru i Skaga- fjarðardölum. Vitavert má það kalla, að hæastaréttardómarar skyldu ekki gera áreið á þetta land, sem þeir dæmdu af Skag- firðingum. Það gerðu dómarar i undirrétti. Hver vill trúa þvi, að land- námsmaðurinn hafi ekki numið dalinn allan? Prófessor Magnús Már segir, að Landnáma sé mjög sterk heimild. 1 Landnámu segir svo: „önundur viss hét maður, er land nam upp frá Merkigili inn eystra dal allt fyrir austan”. Eirikur i Goðdölum nam land allt til jökuls, og ber jökullinn nafn, sem dregið er af bæ hans, Hofi i Vesturdal, og heitir Hofsjökull. Undarlegast við dóm hæsta- réttar er það, að dæma lögsöguna af landsvæði þessu. Þar er engin lögsaga. Ef framið væri morð i Stóra-hvammi, hver á þá að rannsaka málið? Ekki eiga sýslu- menn Eyfirðinga eða Skagfirð- inga að gera það. Verður þá glæpurinn látinn gangast við? Nei, ætli það verði ekki leitað til Sameinuðu þjóðanna! Blaðamaður nokkur hitti hæstaréttardómara á förnum vegi og kvartaði undan dóminum um Nýjabæjarafrétt. Þá sagði dómarinn: ,,Er ekki timi til kom- inn að taka það af, að einstakar jarðir eigi heila jökla!” Þarna höfum við það. Dómurinn um Nýjabæjarafrétt er pólitiskur dómur og hæstiréttur handbendi rikisvaldsins. Þegar búið er að dæma landssvæði „no man’s land”, er ekki nema eitt fótmál fyrir Braga Sigurjónsson og félaga hans að „koma landinu undir konung” án þess að gjald komi fyrir. Mér finnst ástæða til að skipta um dómara i hæstarétti áður en dómstóllinn fjallar um landareign Rangárvallasýslu á hálendingu. Þegar ég var ungur, trúði ég þvi, að dómar hæstaréttar væru helgir dómar, en sú trú min er farin út i veður og vind fyrir löngu. Fyrsta áfallið var það, þegar ég las bækling eftir Magnús sýslumann Torfason um landa- merkjamál i Selvogi. Bæklingur- inn kom út árið 1943 og bar yfir- skriftina: „Yfirgangur hæsta- réttar, bersýnilega rangur dóm- ur”. Er hæstarétti fallhætt i landamerkjamálum? Hæsta- réttardómarar eru ekki yfir- mannlegir. Þeireru mannlegir og verk þeirra, sem sést á þvi, að 40 til 50 lögmenn islenzkir munu hafa lærdóm og starfsreynslu til að taka sæti i hæstarétti. Áður voru dómstigin þrjú, og margir Islendingar fengu leið- réttingu sinna mála fyrir hæsta- rétti Dana. Hæstiréttur Dan- merkur var góður dómstóll á mælikvarða Evrópu og mun vera það enn, samanber handritamál- ið. Arið 1709 var Magnús jung- herra i Bræðratungu algjörlega sýknaður af hinum óhóflegu fjár- kröfum Arna Magnússonar fyrir hæstarétti Dana. Nær 100 árum siðar var Asgrimur Hellnaprest- ur tvisvar dæmdur frá kjóli og kalli, og i bæði skiptin fékk hempu sina aftur hjá dómstóli við Eyrar- sund. En samt vil ég ekki innleiða hið fyrra skipulag, heldur þola ranga dóma innlendra manna. Ég spurði þekktan dómara að þvi, hvort ég yrði ekki settur i steininn, ef ég staðhæfði, að hæstiréttur hafi dæmt rangan dóm. „Þú verður aö eiga það á hættu”, var svarið. Annan lög- mann spurði ég sömu spurningar. Nei, sagði hann: „Þú verður brenndur”. Það þykir mér of þung refsing, en ég get setið inni, enda er nú aö lagast með pláss. Ég get meira aö segja verið upp á vatn og brauð og lifað á spikinu eins og útigönguhröss. Aður en Magnús Thoroddsen kvað upp dóm i umræddu máli, heyrði ég hann segja, að honum fyndist, að vantaði lög um sýslu- merki. Ég vil hér með leyfa mér að skora á þá menn, sem fara með umboð Skagafjarðarsýslu á alþingi, að láta setja lög um landamerki sýslunnar á há- lendinu og verði merkin sam- kvæmt dómi landamerkjadóms Eyjafjarðarsýslu eftir vatnaskil- um að Klakk við Hofsjökul og þaðan yfir jökulinn, eins og vatn dregur til norðurs, að Sátu á Eyvindarstaðaheiði. Verði þau lög sett, mun ekki standa á þvi, að bændur i Akrahreppi fái aftur eignarrétt á þvi landi, sm rang- lega var af þeim tekið með dómi hæstaréttar. Skrifað i febrúar 1973. PIPULAGNIR Stilli hitakerfi — Lagfæri gömul hita- kerl'i Set upp hreinlætis- tæki — liitaveitu- tengingar Skipti hita — Set á kerfið I)anfoss-ofn- ventla SlMI 71388 BÍLALEIGA CAR RENTAL Tf 21190 21188 PIERPONT-úrin handa þeim, sem gera kröfur um endingu, nákvæmni og fallegt útlit. Kven- og karl- manns- úr af mörgum gerðum og verð- um. MAGNÚS ÁSMUNDSSON Ingólfsstræti 3, sími 17884 Bílaskoðun stilling Skúlagötu 32 Riólastillingar Mótorstillingar Ljósastillingar Látið stilla i tíma Fljót og örugg þjónusta

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.