Tíminn - 06.04.1973, Side 2

Tíminn - 06.04.1973, Side 2
2 TÍMINN Föstudagur 6. apríl. 1973 UR i URvali ÚR OG SKARTGRIPIR KORNELlUS JONSSON SKÓIAVÖRÐUSTIG8 BANKASTRÆTIG ^•18588-18800 Snjómunstur fyrir 1000X20 1100X20 ^Snjó hjólbaroa með djúpum slitmiklum munstrum BARÐINN Ármúla 7 • Reykjavík • Sími 30501 Seljum sólaða hjólbarða með ýmsum slitflatar munstrum á fólksbíla jeppa og vörubíla H Flugvirkjafélag íslands. FUNDARBOÐ Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 7. april, ’73 kl. 13:00 að Bárugötu 11. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. önnur mál. Stjórnin. „Ég dilla barni þínu, þú berð bónda minn" Þetta, eða eitthvað i þessum dúr, flaug sveitahúsmæðrum fyrst í hug, þegar nokkrar virðu- legar húsmæður i Reykjavik létu etja sér út í árás á heimili okkar, mánudaginn 26. marz — mis- heppnaða að visu, enda barna- lega til hennar stofnað. Þær siðarnefndu hafa alveg gleymt þeim hundruðum og þúsundum barna, sem sveita- konur hafa fóstrað fyrir Reyk- vikinga sumar hvert og alið á kjarnmeira viðurværi en sumum þessara vesalinga er ætlað til að nærast á þessa vikuna á sínum heimilum, — þurru brauði og blá- vatni, auk blessaðrar ýsunnar, sem hefur hækkað um 68% á meðan kjötið hækkaði um 27%. Ýsan er jú úr sjó og þykist tölu- vert, eins og skelin i sögunni um legg og skel, — a.m.k. hátt yfir sauðarlegginn hafin. Og það er svo sem einhver munur aö mala þurrt hveitibrauð (úr hveiti sem er ræktað af ameriskum „súper- bónda”), sem hefur hækkað um 35%, meö ýsunni — ellegar einu vöruna, sem hefur lækkað á sama tima — og það um 24% — kar- töflur. Skitt meö næringuna og vita- minin! Þá hæfir það betur á finum heimilum að drekka ropvatn, sem hefur hækkað um 39%, eða kaffi, sem hefur hækkað um 56%, heldur en „primitiva,” islenzka hrávöru eins og nýmjólk, sem hefur ekki hækkað nema um skitin 27% og er þar á ofan talin meinholl. Er kannski ekki allt vont, sem er hollt. Ropvatn er aftur á móti fimm sinnum dýrara en mjólk, saklaust af allri hollustu og inniheldur aðallega sykur og vatn. Og sykur er ein- mitt með þvi allra sjálfsagðasta, sem við skulum kaupa, þvi að hann hefur hækkað um 115% „Allar samtaka” aö kaupa hann, i hvaöa formi sem er! Mjólkin gæti þó lagazt mikið, ef kaupmenn fengju að meöhöndla hana eins og aðrar matvörur, leggja á hana svo sem 40% smá- söluálagningu. Hún færi þá að nálgast 30 krónur litrinn. En það er nú ekki þvi að heilsa, enda hefði hún þá ekki verið bannfærð. Ég get ekki fyrirgefið stjórn- völdum, að lækka niðurgreiðslu á mjólk um leið og hún hækkaði i verði. Ekki af þvi, að sveita- heimili njóti góðs af niður- greiðslunum, — þvert á móti, — heldur af þvi að það þarf minna en það til að rugla blessaðar verk fallskonurnar i litlu kollunum sin- um. Auðvitað héldu þær, að þetta væri allt hækkun til bænda, lika þessar 2-3 krónur, sem>teknar væru af niðurgreiðslunum. Ein þessara spöku kvenna talaði einu sinni i útvarpi um kjöt af 40ára gamalli kú, sem frægt er orðiö. Ég undirrituð hlýt að vera ennþá eldri en kirkjubækurnar segja, úr þvi að kýr geta orðið fertugar. Svo margar kúakyn- slóðir hef ég lifað, — einar fjórar! Hundrað og sextiu ára, — takk! Hvaö um það, ég er furðu ern og ber aldurinn bara vel. Er að vona, aö ég veröi kannski fjögur hundruö ára. Þaö er nefni- lega langlifi i minni ætt lika. Nu legg ég til, að „hönnuöir” allrar þessarar speki taki sér hvild, þegar þær eru búnar að fara i skiöaferðina til Sviss um páskana og fresti þá næstu utan- landsreisu, þangað til búið er að koma börnunum i sveitina. („Gvuð, hvað ég held annars að þaö verði erfitt að dobbla sveita- kerlingarnar I vor. Sumar spældu okkur á mánudaginn var, og allar farnar að pipa! Ég skal nú samt geta losnað viö krakkana.”!) Já, og taki þær nú einhvern af heimilisbilunum, ferðizt um sitt land til tilbreytingar, og reyni að sjá með eigin augum, hvernig „pöpullinn,” bændur, sjómenn og verkamenn fari að þvi að gera þetta hrjóstruga land byggilegt. Þær mega ekki móögast, þótt þær rekist viða á smáþorp, sem fram- leiða meiri verðmæti en Reykja- vik. Þær gætu skemmt sér við að virða fyrir sér kjör bænda og hús- mæðra á sveitabýlum, vinnutima þeirra og „helgarfri” fjölda heimilisfólk að sumrinu. Kannski myndu þær kannast við eitt og eitt andlit „að sunnan.” Hvort þau fá ekki allt fyrir ekki neitt og voða mikið af styrkjum. Hvort þau hafa efni á að „spara” á sama hátt og þær sjálfar, — með þvi að kaupa aðeins það dýrasta og ómerkilegasta. Svo gætu þær lagt leið sina I þorp, kauptún og kaup- staði, er byggjast að mestu leyti á úrvinnslu landbúnaöarvara: ullar, gæra og skinna o. fl„ ásamt þjónustu við sveitirnar, flutningum og afgreiðslustörfum. Þetta fólk lifir lika á landbúnaði. Það skapar mikinn gjaldeyri með vinnu sinni, sem þær eru reglu- lega duglegar að eyða. — Þannig er það lika meö sjávarþorpin, sem byggjast á útgerð. Þau skyggja á Reykjavik, hvað verð- mætasköpun snertir og gjald- eyrisöflun. Vel á minnzt, gjaldeyrir — Kannski þær skreppi til Mallorca eða Kanaríeyja eftir að hafa orð ið fyrir þessari miklu lifsreynslu. Krakkarnir geta verið I sveitinni á meðan. Þær verða fagur- brúnar á litinnbæði af sól og svo svo þessu, sem kemurúrklóökun- um.! Með systurkveðju frá borg- firzkum konum til 25 kvenna i Ar- nessýslu. Ingibjörg Bergþórsdóttir Fljótstungu. Tækjabúnaður japönsku togaranna „Hvernig stendur á þvi, aö ekki hefur verið sagt frá tækjabúnaði nýju japönsku togaranna, sem nú eru að koma til landsins, i blöðum, eins og oftast hefur verið gert i sambandi við önnur togara- kaup?” Sveinn Helgason Akureyri VIPPU - BlLSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aörar stærdir .smiuaoar ertir Deidm. GLUGGASMIOJAI Siðumúla 12 - Sími 38220 Timinn er 40 síö alla laugardaga ( sunnudaga. — Askriftarsiminn ( 1-23-23 Kjartan R. Jóhannsson hjá Asiufélaginu h.f., sem haft hefur milligöngu um togara- kaupin frá Japan svarar: „Vel má vera að ekki hafi komið nóg fyrir almennings sjónir um það efni. En við er- um fáliðaðir hér á skrifstof- unni. Ægir, timarit Fiski- félags íslands, mun þó að öll- um likindum birta greinagóöa frásögn af japönsku togurun- um á næstunni. Annars er öll- um velkomið að spyrja okkur um tæknibúnað togaranna, blaðamönnum sem öðrum.” Fermingarveizlur Opið frá kl. Tökum að okkur og útbúum alls kyns veizlumat/ brauðtertur, smurt brauð og margt fleira 08-21.30. Laugavegi 178 Simi 3-47-80

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.