Tíminn - 06.04.1973, Qupperneq 5
Föstudagur 6. apríl. 1973
TÍMINN
5
3 góiar
ferminsnrsjafir
frá KODAK
Kodak Instamatic 56-X
kr. 1.823.00
Kodak Instamatic 255-X
kr. 3.539.00
Kodak Instamatic 155-X
kr. 2.306.00
3 Kodak Instamatic-X myndavélar,
sem ekki nota rafhlöður við flashlampa.
Eru til stakar og í gjafakössum.
HANS PETERSEN
BANKASTR.
GLÆSIBÆ
— SlMI 20313
— SlMI 82590
Elínborg Gestsdóttir kynnir hina nýja IBM 82C rítvéi fyrir blaða-
mönnum. Timamynd Róbert
DRAUMUR VÉLRIT-
ARANS AÐ RÆTAST
— IBM ritvél með leiðréttingar-útbúnaði á markaðinn
Þó. Reykjavik — Draumur vél-
ritarans virðist nú loksins vera
að rætast, þvl að IBM fyrirtækið
hefur nú sent frá sér mjög full-
komna kúluritvél með inn-
byggðum leiðréttingarútbúnaði.
Þessi rafritvél, sem nefnist
IBM 82C hefur innbyggðan leið-
réttingarútbúnað, sem getur fjar-
lægt villur af frumriti bréfa og
skjala, þannig að ekki þarf að
nota strokleður, lakk eða annað,
sem skilur eftir augljós ummerki
á pappirnum. Leiðréttingin er
gerð beint frá lyklaborðinu, og
þessi aðferð minnkar einnig tafir,
sem verða við aðrar aðferðir við
leiðréttingar. Er þvi ekki lengur
þörf á að rifa hálfskrifað blað úr
ritvélinni og byrja að nýju.
Sigurður Gunnarsson, forstjóri
Skrifstofuvéla, sagði, er þessi
nýja vél var kynnt fyrir blaða-
mönnum i gær, að ef ritvilla væri
gerð á IBM 82C, væri hún leiðrétt
meðsérstökum leiðréttingarlykli.
Vélin færist þá til baka að ranga
merkinu, villunni, og um leið
færist sérstakt leiðréttingarband
i staðinn fyrir litarbandið. Siðan
er ranga merkið villan, slegið aö
nýju, og blekinu er þannig ,,lyft”
Forstjóri og sölumenn Skrifstofuvéla h.f. taliö frá vinstri Sigurður
Gunnarsson, forstjóri, Sverrir Steindórsson, sölumaður, Arnar
Guðmundsson, sölumaður og Lúðvik Guðmundsson sölustjóri. A
borðunum eru ýmsar tegundir af IBM ritvélum, hin nýja og fuilkomna
IBM 82C er á fremsta borðinu. —Timamynd Róbert
af pappirnum, og villan er farin.
Þessu næst er rétta merkið slegið,
og haldið er áfram að vélrita á
venjulegan hátt.
Fyrsta kúluritvélin frá IBM
kom á markaðinn árið 1961, hafa
þær jafnan verið taldar beztu rit-
vélar, sem völ er á enda eru
kostir þessara ritvéla margir. Til
dæmis má skipta um letur i
þessum ritvélum á fáeinum sek-
úndum, og um þessar mundir er
hægt að fá þrjár gerðir islenzks
leturs. Þessar leturgerðir skrifa
tvær leturstærðir, 10 og 12 stafi á
þumlung eftir stillingu og gerð
kúlu. Að auki er letur fyrir vél-
rænan lestur. (Optical reading).
Kúlurnar, sem notaðar eru i
IBM ritvélarnar eru m jög sterkar
og endast i fjölda ára, kostar hver
kúia 2800 krónur, en mikil vinna
liggur að baki gerð hverrar letur-
gerðar, kostnaður við að gera
frumgerð að kúlu með islenzku
letri er vart undir hálfri milljón
króna.
Skrifstofuvélar h.f. halda sýn-
ingu á IBM 82C og öðrum rit-
vélum frá IBM i Bláa sal Hótel
Sögu i dag og á morgun, þar
getur fólk kynnt sér þessa frá-
bæru ritvél og um leið litið á
aðrar IBM ritvélar og aðrar
vörur, sem Skrifstofuvélar hafa
umboð fyrir hér á landi.
VIÐ
SMÍÐUM
HRINGANA
SÍMI 24910
Tilkynning til
viðskiptamanna
Útvegsbankans
í Vestmannaeyjum
í samráði við Landsbanka íslands og
Útvegsbankans i Keflavik hefur verið
ákveðið, að eftirtalin bankaútibú og af-
greiðsluskrifstofur taki á móti innborgun-
um á reikninga við Útvegsbankann i Vest-
mannaeyjum og öðrum greiðslum og ann-
ist útborganir fyrir hann á venjulegum af-
greiðslutimum:
1. Landsbanki íslands
2.
3. Afgr. Landsbankans
4.
5.
6. Útvegsbanki íslands
Grindavik.
Selfossi
Þorlákshöfn
Eyrarbakka
Stokkseyri
Keflavik
Auk þess munu starfsmenn útvegs-
bankans i Vestmannaeyjum vera til
viðtals fyrir viðskiptamenn útibúsins á
eftirtöldum stöðum eins og hér segir:
1. í Landsbanka íslands
miðvikud. kl. 6-8 e.h.
2. í Landsbanka islands,
föstud. kl. 6-8 e.h.
3. í afgr. Landsbankans,
föstud. kl. 9-10 e.h.
4. í útvegsbanka íslands,
þriðjudaga kl. 6-8 e.h.
Grindavik
Selfossi
Þorlákshöfn
Keflavik
Fyrsta móttaka verður á Selfossi, föstu-
daginn 6. april.
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS
í '(-T :
'Íw {j '+-■ 'J
O
£jardinia
V'' STBi
' Ö
Höfum á boðstólum mikið úrval gardínustanga bæði
úr tré og járni. Einnig nýja gerð af viðarfylltum
gardínubrautum. Kappar í ýmsum breiddum, spón-
lagðir eða með plastáferð í flestum viðarlikingum.
Sendum gegn póstkröfu.
Gardinubrautir h/f Brautarholti 18,s. 20745