Tíminn - 06.04.1973, Síða 8
8
TÍMINN
Föstudagur 6. apríl. 1973
ALÞINGI
Umsjón:
Elías Snæland Jónsson
Mikill kraftur færist i þingstörfin:
11 NÝ LÖG FRÁ ALÞINGI
EJ-Reykjavik. — i fyrrakvöld
og i gær voru 11 frumvörp af-
greidd sem lög frá Alþingi. i
sumum tilfellum er hér um aö
ræöa stóra og þýðingarmikla
lagabálka.
Hér á eftir fer yfirlit yfir
þessi nýsamþykktu lög, en þau
hafa aö sjálfsögöu öll verið
kynnt rækilega áður hér á sið-
unni.
Ný búfjárræktarlög
1 gær var frumvarp rikis-
stjórnarinnar til búfjár-
ræktarlaga afgreitt sem lög
frá Alþingi. Þetta er mikill
lágabálkur, samtals 66
greinar i 11 köflum. Nýju lögin
stefna að þvi að kynbótastarf-
semin og búfjárræktin öll i
landinu aðlagist og færi sér
fullkomlega i nyt nýja tækni,
aukna þekkingu og bætta að-
stöðu, sem skapazt hefur að
undanförnu, en þessar breyt-
ingar hafa veruleg áhrif á
félagslega skipulagningu kyn-
bótastarfsins. Frumvarpið tók
nokkrum breytingum i með-
förum þingsins.
Dómari og rann-
sóknar-
deild i ávana- og
fikniefnamálum
Þá var frumvarpið um sér-
stakan dómara og rann-
sóknardeild i ávana- og fikni-
efnamálum samþykktsem lög
frá Alþingi i fyrrakvöld.
Samkvæmt þvi verður þessu
dómaraembætti nú komið á,
og undir stjórn hins nýja
dómara mun starfa sérstök
deild lögreglumanna. Er talið,
að þetta fyrirkomulag muni
mjög bæta úr núverandi
ástandi.
Fjölbrautarskóli
Þá var frumvarpið um
heimild til að stofna fjöl-
brautarskóla einnig samþykkt
i fyrrakvöld, en samkvæmt
nýju lögunum er heimilt að
stofna tilraunagkóla af þessari
gerð i Reykjavik eða öðrum
sveitarfélögum.
Önnur ný lög
önnur frumvörp, sem sam-
þykkt hafa verið sem lög i gær
og fyrrakvöld, eru þessi:
Frumvarpið um útflutnings-
gjald af sávarafurðum. 1
þessum nýju lögum eru felld
saman öll lagaákvæði um
þetta mál og gerðar allveru-
legar breytingar á út-
flutningsgjöldunum sjálfum
frá þvi, sem verið hefur.
Frumvarpið um breytingu á
lögum um rannsóknir i þágu
atvinnuveganna. Samkvæmt
þvi skal Rannsóknarstofnun
fiskiðnaðar starfrækja rann-
sóknarstofur utan Reykja-
vikur samkvæmt ákvörðun
ráðherra og að fengnum til-
lögum aðila fiskiðnaðarins.
Leita skal samstarfs við fisk-
iðnað, aðra matvælaframleið-
endur og sveitarfélög á við-
komandi svæði, og skulu
þessir aðilar leggja fram
helming stofnkostnaðar.
Flutningsmenn frumvarpsins
voru Steingrimur Hermanns-
son (F) og Páll Þorsteinsson
(F).
Frumvarpið um breytingu á
lögum um meöferð opinberra
mála. Hér var fyrst og fremst
um að ræða breytingar með
tilliti til verðlagsþróunarinnar
frá þvi gömlu ákvæðin voru
samþykkt.
Frumvarpið um breytingar
á lögunum um skipulag á
löndun á loðnu til bræðslu. 1
lagaákvæðinu felst stofnun
loönuflutningssjóðs.
Frumvarpið um lögreglu-
stjóra i Hafnarhrcppi. Sam-
kvæmt þessum nýju lögum
verður Hafnarhreppur i A-
Skaftafellssýslu sérstakt
lögreglustjóraumdæmi.
Frumvarpið um breytingu á
lögum um stofnun og slit
hjúskapar. Hér var einungis
um leiðréttingu á ártali i eldri
lögum að ræða.
Frumvarpið um Happdrætti
DAS.Þar var heimild DAS til
happdrættisreksturs fram-
lengd um 10 ára timabil.
Frumvarpið um Happdrætti
Háskólans. Fyrst og fremst
var um lengingu á heimild
Háskólans til happdrætti-
sreksturs að ræða um 15 ára
skeið, en einnig voru nokkrar
aðrar breytingar gerðar á
eldri lögum.
öll þessi frumvörp, sem nú
eru samþykkt sem lög, voru
stjórnarfrumvörp, nema það
eina sem sérstaklega er
tiltekið um flutningsmenn að.
22 þúsund manns hafa
séð Kjarvalssýninguna
lendra manna og samtaka og
hvers konar kynningar á lista- og
menningarstarfsemi, sem eðli-
legt þykir, að þar fari fram. Þá er
ætlunin, að i húsinu verði bæki-
stöð fyrir starfsemi, sem tengd er
skrúðgarðinum á Miklatúni og
veitingastarfsemi i tengslum við
önnur afnot hússins.”
Og á fyrstu listsýningu hússins,
sem nú stendur yfir, eru sýnd
verk eftir J.S. Kjarval. Alls eru
sýnd 186 verk meistarans. t eystri
sal hússins, Kjarvalssal, eru
sýndar myndir i eigu borgarinn-
ar, en i vestri sýningarsalnum
eru myndir i einkaeign.
Við ræddum við forstöðumann
hússins, Alfreð Guðmundsson,
eftir helgina, og kom þar fram, að
alls hafa 22 þúsund manns heim-
sótt húsið á þessum tiu dögum,
sem liönir eru, siðan það var opn-
að. Þar af komu hvorki meira né
minna en 12 þúsund manns um
siðustu helgi. Rétt er að vekja at-
hygli á þvi, hvenær húsið er opið,
en það er sem hér segir. Á þriðju-
dögum, miðvikudögum, fimmtu-
dögum og föstudögum er opið frá
klukkan 4 siðdegis til kl. 10 að
kvöldi. A laugardögum og sunnu-
dögum er opið frá 2-10. Húsið er
ekki opið á mánudögum. Veiting-
ar eru á staðnum.
Að sögn Alfreðs hefur enn ekki
verið tekin ákvörðun um, hve
lengi K jarvalssýningin mun
standa, né heldur um aðrar sýn-
ingar á næstunni. Eins og áður
segir er Alfreð Guðmundsson for-
stöðumaður hússins, en hússtjórn
skipa Páll Lindal borgarlögmað-
ur, formaður, Jón Arnþórsson
sölustjóri og Ólafur B. Thors
borgarráðsmaður. __gtp
Nokkuð af mununum á basar systrafélagsins Alfa.
—Timamynd: Róbert.
Systrafélagið Alfa hefur ávallt
reynt að vera viðbúið til hjálpar,
þegar voði steðjar að. Nú er
félagið að búa sig undir áfram-
haldandi hjálparstarf. Hinn ár-
legi basar félagsins verður hald-
inn næsta sunnudag (8. april) að
Hallveigarstöðum við Túngötu og
hefsthann kl. 2. Þar verða á boð-
stólum margir glæsilegir munir,
bæði saumaðir og prjónaðir. Auk
þess verða á boðstólum nýjar
kökur alls konar, heitar vöfflur og
lukkupakkar. Er það von
systranna að margir leggi leið
sina að Hallveigarstöðum næsta
sunnudag til að styrkja starfsemi
þeirra. Oft hefur verið þörf, en nú
er nauðsyn.
Þeir eru aö viröa fyrir sér eitt af málverkum Kjarvals f Myndlistarhús-
inu á Miklatúni. T.v. Alfreð Guðmundsson forstööumaöur hússins. T.h.
Þórarinn Helgason rafvirkjameistari, er var aö skoöa sýninguna, er
ljósmyndara okkar bar aö. Málverkiö er „Skjaldbreiö".
(Timamynd: Róbert)
MYNDLIS-TARHÚSIÐ VIÐ
Miklatún eða Kjarvalsstaðir, eins
og það er yfirleitt kallað, var eins
og kunnugt er formlega opnað
laugardaginn 24. marz s.l. Húsið
var reist i tilefni af áttræðisaf-
mæli Jóhannesar S. Kjarvals 15.
október 1965. Fyrstu skóflustung-
una tók Kjarval sjálfur 18. ágúst
1966, á 180 ára afmæli Reykja-
vikurborgar. Hafa framkvæmdir
við bygginguna staðið næsta óslit-
ið siðan, eða þar til húsið var
formlega opnað um daginn.
Hinn 16. marz 1971 voru settar
reglur um rekstur hússins af
borgarráði i samráði við stjórn
Bandalags islenzkra listamanna.
Ekki er úr vegi að rifja aðeins upp
þessar reglur, en i 2. grein þeirra
segir svo: „Markmið borgarinn-
ar með byggingu og rekstri húss-
ins er, að þar verði sköpuð að-
staða til að kynna almenningi eft-
ir þvi sem aðstæður leyfa og
henta þykir, myndverk, sem eru i
eigu borgarinnar, og ekki eru
þegar aðgengileg úti við eða i
stofnunum borgarinnar, sérstak-
lega þó verk eftir Jóhannes S.
Kjarval.
Það er og markmið borgarinn-
ar, að i húsi þessu verði aðstaða
til listsýninga innlendra og er-
Systrafélagið Alfa með Vestm.eyjabasar
STARFSEMI Systrafélagsins Nafn þess hefur oft verið nefnt i
Alfa er löngu oröin kunn alþjóö. sambandi viö margs konar
liknarstörf og nú siöast i sam-
bandi viö eldgosiö i Vestmanna-
eyjum, en þá önnuöust Alfa-syst-
ur fataúthlutun til Vestmanna-
eyinga, sem flestir uröu aö yfir-
gefa Eyjarnar eins og þeir stóöu.
Frá þvi aö gosiö hófst og fram
undir þetta hafa systurnar úthlut-
að um 23000 flikum.
Frumvarpi visað
til rikisstjórnar
I gær var einu frumvarpi
visað til rikisstjórnarinnar.
Var það frumvarp um greiðslu
kostnaðar við námsflokka,
sem Bragi Sigurjónsson (A)
hafði flutt.
Stjórnarfrumvarp:
Tekjur
Fiskveiða-
sjóðs verði
auknar
EJ-Reykjavik. — t gær var
lagt fram á Alþingi stjórnar-
frumvarp, sem felur f sér
auknar tekjur til Fiskveiöa-
sjóðs tslands, sem nema
a.m.k. 110 milljónum króna á
þessu ári.
Samkvæmt frumvarpinu
skulu tekjustofnar sjóðsins
vera sem hér segir ,,a. vextir
af lánum og öðrum kröfum, b.
útflutningsgjöld af sjávar-
afurðum, sem renna til
sjóðsins lögum samkvæmt, c.
1% af fob-verði útfluttra
sjávarafurða (öðrum en þeim,
sem koma frá hvalveiðum,
selveiðum og hrognkelsa-
veiðum). Skal gjald þetta
reiknað á sama hátt og annað
útflutningsgjald af sömu vöru
og skal það reiknað af sjávar-
afurðum, sem framleiddar
eru á timabilinu frá 1. júli 1973
til 31. desember 1975, d. til
viðbótar framlagi til sjóðsins
skv. c-lið greiðir rikissjóður
honum jafnháa fjárhæð
árlega, e. tilviðbótar framlagi
til sjóðsins skv. b-d lið greiðir
rikissjóður honum árlega 35
milljónir króna, f. lántökur
innanlands og erlendis, sbr. þó
7 gr. laga nr. 30/1960”.
1 athugasemdum við laga-
frumvarp þetta segir m.a.:
„Fjáröflun til Fiskveiðasjóðs
er nú með þeim hætti, að rikis-
sjóður greiðir árlega til
sjóðsins 35 milljónir króna.en
auk þess rennur til sjóðsins,
lögum samkvæmt, hluti af út-
flutningsgjöldum af sjávar-
afurðum og mun láta nærri, aö
á sföasta ári hafi sú upphæö
numiö 49 milljónum króna.
Loks renna til sjóðsins vextir
af lánum og öðrum kröfum og
var hér um að ræöa 260 millj.
kr. á árinu 1972.
1 lögum nr. 75 13. maí 1966
um Fiskveiðasjóð íslands var
fjáröflun til sjóðsins þannig
háttað að rikissjóður greiddi
ekki fyrirfram ákveðið fram-
lag til sjóðsins, eins og nú er,
heldur greiddi rikissjóður
framlag, sem var jafnhátt
hluta sjóösins af útflutnings-
gjöldum sjávarafuröa. Hluti
sjóðsins nam þá 17,2% af út-
flutningsgjöldum, en nemur
nú 11,4% og verði frumvarp
um útflutningsgjald af sjávar-
afurðum, sem nú liggur fyrir
Alþingi, að lögum, mun hlutur
sjóðsins lækka niður i 9.4% af
útflutningsgjöldum. Ljóst er
þvi, aö nokkuð hefur verið
dregið úr fjáröflun til Fisk-
veiðasjóðs miðað við lög n.r
75/1966 um Fsikveiðasjóð
Islands og lög n r 4/1966 um
útflutningsgjald af sjávar-
afurðum.
A hinn bóginn er þess að
gæta, að verkefni sjóðsins
hafa vaxið mjög nú á siðustu
árum og ber þar hæst tvö stór-
verkefni. Annað er hin mikla
endurnýjun skipa- og einkum
togaraflotans, sem nú stendur
yfir, og hitt er jafnhliða endur-
nýjun hraðfrystihúsanna, sem
ýmist er fólgin i þvi að ný hús
eru reist istað gamalla, eða að
starfandi frystihús eru endur-
bætt og jafnvel gerðar á þeim
stórbreytingar og viðgerðir.
Arleg fjáröflun til Fisk-
veiðasjóðs er ekki meiri en
svo, að eigið fé sjóðsins
minnkar stöðugt I hlutfalli við
útlánin og er alveg sýnt, að
sjóðurinn getur ekki sinnt
þessum auknu verkefnum,
nema fjáröflun til sjóðsins
verði aukin að mun.
Reiknað er með þvi, að
verðmæti útfluttra sjávar-
afurða verði 15-16 milljarðar á
þessu ári, en útflutningsverð-
mæti sjávarafurða fram-
Framhald á bls. 19