Tíminn - 06.04.1973, Síða 10
10
TÍMINN
Föstudagur 6. apríl. 1973
Föstudagur 6. aprfl, 1973
TÍMINN
11
„Starf landshlutasamtaka
hefur markað djúp spor"
segir Askell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungssambands
Norðlendinga í viðtali við blaðið
Stjórnmálin eru I eíllfri sköpun.
Kjördæmabreytingin, þegar forn-
ar stjórnmálaheildir voru leystar
upp, kjördæmin, meö persónuleg-
um stil sinum, gölium og kostum
voru ekki lengur til og inenn áttu
allt í einu aö fara að vinna saman
með fólki bak við há fjöll f fram-
andi sveitum og pólitikin varö
vandræðaleg og köld. — En nú er,
hvort sem menn vilja leggja á
þetta scrstakan dóm i heild sinni
— þetta kerfi að ná saman. Þjóðin
cr byrjuð að læra ný orð. Sam-
band sveitarfélaga. Háðstefna
sveitarfélaga, fjórðungssamband
þetta og liitt og þorpin og bæirnir
fyllast af gráklæddum, hagfræði-
legum mönnum með stórar tösk-
ur. Þetta eru fræbúöingar liinna
nýju aðstæöna.
Ég veit ekki hvort réttara er að
nefna þessa menn, sem að
sveitarstjórnarmálum og að
áætlanagerðum byggðakjarn-
anna (enn eitt nýyrðið) stjórn-
málamenn, eða embættismenn.
Þeir hafa nokkur völd, en eru ekki
kosnir af fólkinu, heldur valdir til
forustu af bæjarfélögum og sér-
samböndum, — og þá, væntan-
lega, reknir af hinum sömu fyrir
afglöp, þegar svo á við. Sá, sem
þetta ritar telur þó þetta nýja,
gráklædda flibbalið liggja nær
stjórnmálunum, en hagfræðinni.
Þeir eru með öðrum orðum nýtt
vald.
Áskell Einarsson, fyrrverandi
bæjarstjóri á Húsavik er fram-
kvæmdastjóri Fjórðungssam-
bands Norðurlands, en svo heitir
samband bæja og sveitarfélaga á
Norðurlandi. Áskell var áður
venjulegur stjórnmálamaður,
með mikla reynslu af félagsmála-
starfi og hann er einn þeirra er
haslað hefur sér völl i þessari
nýju pólitik á Islandi. Timinn hitti
hann aö máli, er hann sat ráð-
stefnu, er haldin var um sveitar-
stjórnarmál, og innti hann fregna
af sveitarstjórnarmálum og
landshluta „pólitikinni".
— Hvað er Fjórðungssamband
Norðlendinga?
— Fjórður.gssambandið er
samband sveitarfélaga og sýslu-
félaga á Norðurlandi. Umdæmið
er allur Norðlendingal'jórðungur.
— Hvernig voru þessi samtök
stofnuð og hvers vegna?
— Þessi samtök voru upphaf-
lega stofnuð i siðasta striði,
ásamt hliðstæðum samtökum á
Vestfjörðum og Austurlandi, af
sýslufélögunum og kaupstöðun-
um.
Upphaflega var það höfuð-
markmið þessara samtaka að
eins konar stjórnarskrárhreyf-
ing, sem barðist fyrir þvi að tekið
væri upp i stjórnarskrána fengi
stóraukið vald landsfjórðunganna
i eigin málum, með likum hætti
og tiðkast með fylki i Noregi.
Jafnframt voru þau málefnaleg
samvinnusamtök.
Árið 1966 er Fjórðungssamband
Norðlendinga endurskipulagt
með aðild stærri sveitarfélag-
anna, ásamt sýslufélögunum og
kaupstöðunum. Þá tekur sam-
bandið á dagskrá sina atvinnu-
mál, byggðamál og áætlanagerð.
— Hvað um hin fyrri baráttu-
mál?
— Nú. Eins og menn kannske
rekur minni til, þá var mikill
áhugi fyrir þvi, að setja lýðveld-
inu nýja stjórnarskrá. Þá voru
uppi þær skoðanir, að það þyrfti
að efla heimastj. landsfjórðung-
anna og koma á sterkara forseta-
valdi i stjórnarskránni og haft
var til hliðsjónar stjórnarskrá
Bandarikjanna og Svisslands.
Það má segja að Austfirðingar
hafi gengið lengra i þessum efn-
um en Norðlendingar, þvi Aust-
firðingar héldu úti sérstöku riti
um þessi mál, GERPI. Það er
hægt að nefna nöfn manna, sem
framarlega voru i þessu. Hjálmar
Vilhjálmsson, núverandi ráðu-
neytisstjóra, Karl Kristjánsson
fv. alþingismaður og Jónas Guð-
mundsson, fv. formann Sam-
bands islenzkra sveitarfélaga:
Segja má að þessi starfsemi hafi
lognazt útaf á Austurlandi, þegar
sýnt var að ekki yrði um neinar
breytingar að ræða, né heldur á
stjórnsýslunni. Þvi má bæta við,
að að sjálfsögðu eru landshluta-
samtökin að taka upp merki
írumherjanna.
Að visu beita landshlutasam-
tökin sér ekki fyrir stjórnarskrár-
breytingum, sem aðalmáli, en
höfuðbaráttumál þeirra er hið
sama, að breyta stjórnsýslunni og
efla vald landshlutanna.
— Hver eru helztu mál sem
Fjórðungssambandið hefur unnið
að undanfarin ár?
— Fjórðungssamband Norð-
lendinga hóf reglulega starfsemi,
með sérstakri skrifstofu á Akur-
eyri, árið 1969. Það má segja að
starf sambandsins hafi mótazt
einkum af áætlanagerð, sem
staðið hefur yfir á Norðurlandi,
eins og t.d. hina svonefndu
Norðurlandsáætlun i atvinnumál-
um. Samgönguáætlun fyrir
Norðurland, sem nú er i undir-
búningi og framundan er starf við
f ra m k v æ m da á æ 11 u n fyrir
Norðurland vestra, og lands-
hlutaáætlun fyir Norður-Þing-
eyjarsýslu.
— Hefur Fjórðungssambandið
einhver völd, sem tilgreind eru i
lögum?
— Það er ekki hægt að segja að
Fjórðungssambandið styðjist við
nein völd i lögum. Hins vegar eru
landshlutasamböndin viðurkennd
i lögum um framkvæmdastofnun
rikisins, sem samstarfsaðili um
byggðaáætlanir og umsagnaraðili
um lánveitingar úr byggðasjóði.
h'ramhald á bls. 19
Áskell Einarsson
Megum ekki skjóta
okkur undan
þeirri óbyrgð
Rætt við Böðvar Pétursson, kennara
EITT AF mörgum vanda-
málum þéttbýlis og mann-
fjölda er umferðin. Um þá
hluti hefur margt verið
talað og skrifað og er ekki
tími til þess að rifja það
upp hér. Hitt vitum við ölI,
að íslendingar hafa átt við
vaxandi vanda að glíma á
þessu sviði, sem vonlegt er,
þar sem við höfum búið við
ört vaxandi f jölmenni á til-
tölulega litlu svæði.
Mörgum hefur orðið það
fyrir að skella skuldinni á
unglingana okkar, og
áreiðanlega bera þeir sinn
hluta ábyrgðarinnar, þótt
fráleitt séu allar syndir
þeim að kenna. Það er því
ekki út í bláinn að leita álits
manns, sem bæði er öku-
maður og kennari — hefur
um langt árabil fylgzt með
unglingum — og heyra,
hvað hann hefur til þessara
mála að leggja, sem svo
mjög eru í brennidepli í
samtíð okkar.
Brjóta settar reglur
Við skulum heyra, hvað Böðvar
Pétursson, kennari hefur að segja
um þann gifurlega vanda, sem
hér er óneitanlega við að glima.
— Segðu mér fyrst, Böðvar:
Hvenær fórstu að gefa þessum
hlutum gaum að verulegu ráði?
— Það var þegar ég fór fyrst að
aka bil sjálfur. Ég hef átt nokkra
bila um ævina, og það hefur
aldrei neitt óhapp komið fyrir
mig, þvi að ég hef frá upphafi
kappkostað að hafa vald á þvi
ökutæki, sem ég er með i höndun-
um.
— Hver telur þú að sé meginor-
sök þeirra geigvænlegu umferð-
arslysa, sem þvi miður eru stað-
reynd?
— Ég held að orsökin sé fyrst og
fremst skortur á svokallaðri sið-
menningu. Þótt lögin séu ekki
fullkomin, þá ganga þau þó i þá
átt að benda öllum á það, hvað er
leyfilegt og óleyfilegt i þessum
efnum. Við vitum öll, að mikill
fjöldi þeirra, sem með ökutæki
fara, reynir á hverjum einasta
degi að smokra sér hjá þvi að
fylgja þeim lögum og reglum,
sem fyrir eru i landinu. Við þurf-
um ekki annað en að lita á allan
þann fjölda manna, sem si og æ er
að brjóta reglur um hámarks-
hraða á hverjum stað og tima. Á
meðan svo heldur áfram, hlýtur
umferðarslysunum aðfjölga jafnt
og þétt. Það bætir ekki heldur
ástandið, þar sem svo hagar til
eins og hér i Reykjavik, að mikil
mergð bila safnast á tiltölulega
fáar og þröngar götur. Það hlýtur
óhjákvæmilega að skapa mikinn
vanda.
— Telur þú, að bilar séu alltof
margir i Reykjavik?
— Já, það held ég nú að ekki
fari á milli mála. Og þvi fleiri
sem bilarnir eru, þeim mun meiri
aðgæzlu þurfa menn að sýna, en
þvi miður er nú ekki þvi að heilsa.
Öaðgæzlan og óprúttnin — meðal
annars hjá unglingum — er eitt af
þeim stóru meinum, sem nauð-
synlega verður að bæta úr. Ég
held lika, að unglingarnir sem fá
ökuleyfi i fyrsta sinn, séu of uhgir
til þess að bera ábyrgð á lifi sinu
og annarra i umferðinni.
— Hefurðu kynnt þér, hvar við
stöndum með bilafjölda annars
vegar og mánnfjölda hins vegar,
miðað við aðrar þjóðir heimsins?
— Ég hef ekki gert það nú ný-
lega. En eftir þvi sem ég bezt
man, þá er talið, að flestir bilar
og ógætilegastur akstur sé i
Honululu. 1 Bandarikjunum voru
lengi flestir bilar á mann. Ég veit
ekki nákvæmlega hvernig þetta
er, en fyrir ekki löngu var talið,
að þar væru sex til sjö menn um
hvern bil. Hér i Reykjavik eru
rúm áttatiu þúsund manns og yfir
tuttugu þúsund bilar, og getur þá
hver sem er reiknað út hlutfallið
hérna hjá okkur.
Aö byrja á byrjuninni
— Þú sagðir áðan, að meginor-
sökin væri skortur á siðmenn-
ingu. En hvað er hægt að gera?
— Það er vissulega flókið og
ekki auðvelt að svara þvi i stuttu
máli. Við, sem um þessi mál höf-
um hugsað, vitum það vel, að sið-
menningu verður ekki breytt á
einum degi, og ekki einu sinni á
einu ári. Þar þarf lengri tima til.
Róm var ekki byggð á einum
degi, og þó varð hún til.
Til þess að siðmenning nái þvi
marki, sem allir menn stefna að,
verður að byrja á byrjuninni. Það
verður að byrja á unglingunum,
og þar eiga skólarnir hlut að máli.
Hversu stór hann er, vil ég ekki
tala mikið um, þar sem ég er
kennari sjálfur, en hitt er aug-
ljóst, að mikið skortir á, að upp-
eldið sem við veitum æskunni sé
eins gott og æskilegt væri.
Ég hef lengi kennt hér i höfuð-
staðnum, bæði i barna- og mið-
skólum, og ég kemst ekki hjá að
taka það fram, að það er kvartað
undan unglingum miðskólanna og
það hefur meira að segja gengið
illa að fá góða kennara i miðskól-
ana vegna þess, að streitan er of
mikil. Þetta sagði kennara-
samband miðskólanna blaða-
mönnum i fyrra.
Þó eru unglingarnir beztu
skinn, þegar maður fær að tala
við þá, einn og einn, en fjölda-
áhrifin eru slik, að erfitt getur
verið að kenna þessum ungling-
um, og svo erfitt, að menn vilja
blátt áfram ekki vinna það verk.
— Hver heldur þú að sé megin-
gallinn á okkar fræðslúkerfi?
— Það er og hefur alltaf verið of
litið fyrir þá nemendur gert, sem
helzt þyrftu þess með. Það er ekki
nokkurt vit i þvi að láta ungling-
ana, sem alls enga getu hafa til
bóknáms, kúldrast yfir námsbók-
um i miðskóla, en leyfa þeim ekki
að vinna likamlega vinnu, sem
hugur þeirra stendur til. Flest
þessi börn vilja vinna, en fá það
ekki. Viða erlendis eru þessi mál
tekin allt öðrum tökum. 1 Sviþjóð
voru komnir vinnuskólar fyrir
þrjátiu árum.
Við verðum að losna við þann
undarlega hugsunarhátt að hafa
hálfgerða litilsvirðingu á vinn-
Bflastæöin eru öll yfirfull.
unni. Það er ekkert ómerkilegra
að vera bóndi heldur en til dæmis
prestur eða kennari. Það á að
gera meira að þvi en nú er að
hjálpa þeim unglingum, sem
leiðist bóknám.
— En svo að við vikjum aftur að
blessuðum unglingunum og bilun-
um þeirra: Telur þú, að áfengið
eigi stærstan hlut i umferðar-
óhöppum unglinga?
— Ég held, að áfengi sé ekki
neitt ákaflega stór þáttur i þeim
umferðarslysum, sem unglingar
valda. Vitanlega er það alltaf
öðru hvoru, en það er ekki hægt
að segja að það sé nein algild
regla. Það eru miklu fremur full-
orðnu mennirnir, sem gera sig
seka um það að aka undir áhrif-
um áfengis.
Billínn er
tizkufyrirbæri
— Telur þú ekki óskynsamlega
okkar miklu bilaeign — ekki
endingarbetri en þeir eru nú,
flestir?
— Billinn er mikið tizku-
fyrirbæri á okkar dögum. Það
þykir ákaflega fint að eiga bil, og
Framhald á bls. 19
Tryllitæki eru eftirsótt meðal unglinganna.
Morgunblaðið er stærsti og áhrifamesti fjöl-
miðill i einkaeign á íslandi. Sem slikt hefur það
vissum skyldum að gegna gagnvart þjóðinni —
skyldunni að upplýsa, skyldunni að fræða.
Þetta er sama skyldan og er forsendan fyrir
prentfrelsinu. Það er gott að minnast þess á
öllum timum, að fyrir prentfrelsið verðuir að
gjalda, — aðalgjaldið er uppfylling skyldunnar
að upplýsa, skyldunnar að fræða. Hér á eftir
fer grein, sem gefur upplýsingar um nokkuir
meginatriði i stærsta máli þjóðarinnar i dag,
landhelgismálinu. Máli, sem tekizt hefur að
draga út úr flokksviðjum og skapa algjöra
samstöðu þjóðarinnar um, samanber þings-
ályktunarsamþykktina 15. febr. 1972, er allar
hendur allra þingmanna á Alþingi voru á lofti
i einu til samþykktar. Það er algjör forsenda
fyrir sigri i málinu, að þjóðin haldi samstöðu
sinni. Þvi er þeim mönnum mikil ábyrgð á
höndum, sem á einn eða annan veg orsaka brot
á þessari samstöðu. Þjóðargæfa íslendinga
stendur eða fellur með þessari samstöðu.
Greinin, sem hér fer á eftir, er sýnishorn af
þvi, hvað ritstjórar Morgunblaðsins telja að
ekki megi koma fram fyrir almenningssjónir i
sambandi við landhlegismálið. Dæmi svo hver
sem vill.
Pétur Guðjónsson
Skal —- eða skal ekki — til Haag?
Nokkrar umræður hafa að
undanförnu orðið um efni það,
sem i titli þessarar greinar felst.
Ég hef saknað þess að sjá ekki i
fjölmiðlum gerða nægjanlega
itarlega grein fyrir efninu, þannig
að almenningur mætti mynda
sér skoðun á þessu mikilvæga
framkvæmdaratriði landhelgis-
málsins, þessu atriði, sem getur
ráðið úrslitum um, hvernig til
tekst. Aðalrökin, sem fram hafa
komið hjá þeim, sem vilja fara til
Haag, eru þau: 1. að á þvi
vinnum við tima til þess að fá
frestun á dómsuppkvaðningu
fyrir endalok boðaðrar hafréttar-
ráðstefnu 1974, 2. Þeir hinir sömu
telja, að þeir séu sannfærðir um
sigur i Haag, en telja það ennþá
frekari sigurmöguleika að mæta
og flytja málið. Strax hér i
upphafi sést glögg mótsögn: Hvi
skyldu þeir menn, sem eru
sannfærðir um sigur fyrir dóm-
stólnum i Haag, vildja frá frestun
á dómssigri islands? Eða er
sigurvissan ekki meiri en það, að
þeir treysti á það, að hugsanlega
verði sú þróun á næstu mánuðum
i þessum málum almennt i
heiminum, að það muni hafa úr-
slitaáhrif á dóminn? Þessi þróun
getur svo sannarlega látið á sér
standa um einhvern tima, og eins
má gera ráð fyrir að hafréttar-
ráðstefnan dragist á langinn og
endi án heppilegrar niðurstöðu
fyrir okkur. Sem sé allt i vafa, en
þar sem lifsafkoma þjóðarinnar
er i veði þá ber að gera ráð fyrir
hinu versta og haga framkvæmd
skv. þvi.
f upphafi skal endinn skoða. Þvi
verða menn að svara þvi nú, hver
staða Islands verði með tapað
mál i Haag og niðurstöðulausa
eða ókláraða hafréttarráðstefnu.
Margt hefur verið ritað um
samninginn frá 1961 og túlkun
þeirra manna, sem hann gerðu á
framkvæmd útfærslu iselnzkrar
fiskveiðilögsögu, og að
samningurinn sem slikur gæti
ekki komið i veg fyrir útfærslu.
Staðreyndin er samt sú, að Bretar
báðu Haagdómstólinn um bráða-
birgðalögbann á útfærslu Is-
lendinga og fengu það lögbann i
formi tilmæla um að láta 12
mílurnar gilda áfram, og
skömmtuðu Bretum og
Þjóðverjum svo til sama afla og
þeir höfðu tekið af Islandsmiðum
á undanförnum árum. Þetta er
gert þrátt fyrir það, að fyrir liggi
alþjóðlegar skýrslur, sem benda
á alvarleg hættueinkenni þorsk-
fiskstofnana i norð-austur
Atlantshafi, og leggi til 50%
niðurskurð á veiðum. Það er ekki
til að auka trú Islendinga dóm-
stólnum, er hann tekur að sér að
úthluta sliku kvótakerfi, sem i
framkvæmd getur þýtt að alvar-
lega áhætta er tekin um „þjóðar-
tilveru” Islendinga. Þetta atriði
eitt nægir til þess að við hefðum
fulla vantrú á réttsýni dóm-
stólsins sem sliks.
Hvorki Bretar né Þjóðverjar
gera sér grein fyrir, eða vilja
viðurkenna, og dómararnir ekki
heldur, að hér er raunverulega
um „þjóðartilveru,” „national
existance,” að ræða, og flokka
þvi málið frá byrjun i alrangan
málaflokk hvað eðli viðvikur. En
ef um þjóðartilveru er að ræða i
máli, þá er þá þegar um „neyðar-
rétt” að ræða. 1 slikum tilfellum
gripa þjóðir til hvers þess, er
vernda má tilveru þeirra sbr.
lögbrot Breta með hernámi Is-
lands 1940. En „neyðarréttur” og
„þjóðartilvera” á við i fleiri til-
fellum. Af hreinni kurteisi við
Breta hafa Islendingar ekkiviljað
bera hið rétta fram i sambandi
við samninginn frá 1961. ts-
lendingar gera þennan samning
við Breta til þess að forða Is-
lenzkum sjómönnum frá brezkum
fallbyssukjöftum. Samningurinn
var nauðungarsamningur, sem
stórþjóð pinir út úr smáþjóð með
hernaðarlegu ofbeldi. Það er ekki
hægt að draga það lengur að
nefna þennan samning sinu rétta
nafni og nota aðstæðurnar við
tilkomu hans sem vopn i land-
helgisbaráttunni.
Hernaðarofbeldis-nauðungar-
samningur krefst neyðarréttar.
Alþjóðadómstóllinn i Haag er
stofnun Sameinuðu Þjóðanna.
Sameinuðu Þjóðirnar voru ein-
mitt stofnaðar til að koma i veg
fyrir að ein þjóð beitti aðra
hernaðarlegu ofbeldi. Það verður
að neyða dómstólinn til þess að
taka afstöðu til þessa atriðis.
Islendingar verða að gera sér
grein fyrir þvi, að Alþjóða dóm-
stóllinn i Haag er um marga hluti
furðu-fyrirbrigði. Allar þjððir
Sameinuðu Þjóðanna eru aðilar
að dómstólnum, en þó ber þeim
ekki að viðurkenna lögsögu
dómsins i öllum málum. Þennan
fyrirvara höfðu stórveldi eins og
Bretar veg og vanda af að til
yrði, þvi að þeir skildu manna
bezt, að annars væri hægt að
draga þá fyrir Haagdómstólinn i
sambandi við allt þeirra nýlendu-
veldi og dæma þjóðum sjálfstæði
út um allar jarðir. Ef Bretar yrðu
að hlita lögsögu dómsins mundi
Spánn höfða mál á hendur þeim
út af Gibraltar á morgun og
krefjast þess, að þeir yrðu á burt
hið bráðasta á þeirri forsendu, að
Gibraltar væri landfræðilega
hlutur Spánar og kæmu Bretum
ekkert við. Eins mundi fara með
Rhodesiu, Kowloon við Hong
Kong, jafnvel Norður-lrland
mundi dæmt út úr hinu Sam-
einaða Konungsriki, og sameinað
irska lýðveldinu o.s. frv., o.s. frv.
Staðreyndin er, að Bretar viður-
kenna ekki lögsögu Haagdóm-
stólsins i málaflokkum, sem eru
miklu minna i mikilvægi en að
þeir flokkist undir „þjóðartil-
veru” Þrátt fyrir þessa staðreynd
krefjast Bretar þess, að við viður-
kennum lögsögu Haagdómsins i
máli, sem snertir „þjóðar-
tilveru” okkar. Hvernig slik er
hægt er merkilegt rannsóknar-
efni. Þjóðir heimsins skiptast
i 3 hópa i afstöðu sinni til Haag
dómstólsins, 1 einum hópi eru
Norðurlandaþjóðirnar, að tslandi
undanskildu þær hafa skuldbund
ið sig til að hlita lögsögu og efnis-
dómi i öllum deilumálum. 1
öðrum hópi eru þjóðir, sem skuld-
bundið sig hafa til að hlita lögsögu
og efnisdómi i ákveðnum mála-
flokkum eingöngu. Og svo er
þriðji hópurinn, sem ekki hefur
skuldbundið sig að neinu leyti
gagnvart Haagdómstólnum. Nú
telja hin Norðurlöndin sig þannig
i sveit sett, að ekkert mál geti
fyrir komið, þar sem „þjóðartil-
veru” þeirra sé ógnað.
Allar aðrar þjóðir heimsins eru
á annarri skoðun, annars kæmi
þessi skipting ekki til.Þvi er það
ein hörð staðreynd, sem þetta
kennir okkur, — grundvallarregla
i sambandi við Haagdómstólinn.
„Það leggur engin þjóð deilumál
fyrir Haagdóminn, sem varðar
„þjóðartilveru.” Þá er aðeins
eitt, sem tslendingar verða að
gera upp við sig, varðar land-
helgismálið þjóðartilveru ts-
lendinga?Um það er hver einasti
Islendingur ekki i nokkrum vafa.
Máliö afgreitt hvað þessu
viðvlkur.
Þeir menn eru til meðal okkar,
sem vilja lita á samninginn frá
1961 eins og hvern annan
samning, þótt hann i raun og veru
sé hernaðarofbeldis-nauðungar-
samningur. Þessir menn vilja
ganga fram hjá aðal og sterkustu
vörninni, sem við eigum i sam-
bandi við samninginn, einu
.vörninni eins og nú er komið til
þess að losna við samninginn og
gera hann einskis nýtan fyrir
Breta og Þjóðverja. Þeir vilja
hefja málflutning i Haag til að
vinna tima, en að þessu var vikið i
upphafi greinarinnar. Jafnvel
þetta er mikið vafaatriði. Ef Is-
lendingar mæta, fellur öll gagna-
söfnun og túlkun i ábyrgð Is-
lendinga, — er það sambærilegt
og þegar um rekstur einkamáls
er að ræða fyrir venjulegum dóm-
stólum. En mætum við ekki, þá
fer um framkvæmd málflutnings
eins og ef um opinbert mál væri
að ræða fyrir venjulegum dóm-
stólum. öll ábyrgð um gagna-
söfnun og rannsókn fellur á
ábyrgð dómstólsins sjálfs. Hvort
þetta tekur hann styttri eða
lengri tima en þeir frestir, sem
hann væri tilbúinn að veita
málflutningsmönnum okkar til
framlagningar dómsskjala er
mikið álitamálsvo ekki sé meira
Pétur Guöjónsson
sagt. Er dómurinn er upp kveðinn
verður hann að byggjast á fram-
lögðum gögnum, sem dómurinn
hefur aflað sér og liggur það allt
undir endurskoðun og gagnrýni
okkar. Ef um ófullnægjandi starf
reynist vera að ræða að þessu
Framhald á bls. 19