Tíminn - 06.04.1973, Side 15

Tíminn - 06.04.1973, Side 15
Föstudagur 6. aprfl. 1973 TÍMINN 15 Fanney stundi lágt. Rob gekk til hennar, kraup hjá henni og tók hendurnar frá andlitinu á henni. — Þau eru heil á húfi, Fanney. Ég er viss um það. — En hún fann, að hann titraði. — Við skulum biða i fáeinar minútur, sagði hann. — Ef við sjáum þá ekki til þeirra, sendum við út neyðarkall. — Fyrstu dagana, sem þau Rob voru ein á sveitasetrinu, hafði Fanney fagnað storminum, en hún varð að játa, að ef til vill hefði hún verið öllu fegin. Meðan hún hlustaði á hvininn, þegar stormur inn skók húsið, hafði henni fundizt hún vera lengra burtu frá umheiminum og óhultari, og stof- an með bókunum, blómunum, málverkunum og snarkandi oliu- viðareldinum varð heimilislegri og þau nátengdari hvort öðru. Nú var eins og þau væru að borga þessa daga. Það var eins og allt húsið væri á valdi stormsins. Hann lamdi það utan og sleit þau Rob hvort frá öðru. — Ég vildi, að pabbi væri kominn, sagði Caddie allt i einu. Bænahvislið, kjökrið i Giönnu, en þó fyrst og fremst fótatak Robs, sem gekk fram og aftur, varð henni um megn. Faðir hennar mundi aldrei hafa leyft þeim að haga sér svona. — Ég vildi óska, að pabbi væri kominn. — Uss, Caddie. En Fanney óskaði þess einnig, að hjá þeim væri ein- hver óbifanlegur eins og klettur, hugsaði hún ósjálfrátt, ekki ein- hver, sem var aðeins þátttakandi, heldur tæki stjórnina. Darrell hefði ekki titrað, hugsaði hún, en hataði sjálfa sig fyrir það. Hún bægði hugsunina frá sér. Rob gerði allt, sem i hans valdi stóð. — Við verðum að biða, þangað til mestu ósköpin eru afstaðin. Það er ekki hægt að fara útá vatnið i þessu veðri, sagði hann hvað eftir annað, en eftir fáeinar minútur gat hann ekki beðið. Hann sótti kápu og brá henni yfir höfuðið og herðarnar. — En hvert ætlarðu? Hvert geturðu farið? — Ég get að minnsta kosti farið til Malcesine. Fanney, þegar storminn lægir, þá ferðu á Hótel Lidiu, og biddu þar. Ég hringi til þin eftir hálftima til þess að vita, hvort það hefur sézt til þeirra. — Og ef það hefur ekki sézt til þeirra hvað ætlarðu þá að taka til bragðs. — Fá báta til þess að leita. Kalla á lögregluna. Komið þig, Marió og Giacomino og hjálpið mér við að opna bilskúrinn. „Signora, La Fortuna é una piccola imbarcazione, un semplitse dinghy”. Fortuna er aðeins smábátur, sagði Rob. — Komið þið Fanney hljóp upp á loft og horfði til skiptis út um glugg- ana, en ekkert sást fyrir rigning- unni. Oliutrén bylgjuðust eins og haf, og kýprustrén svignuðu næstum tiljarðar. Stormurinn i Skálaóperunni var ekki alvöru- stormur, hugsaði Caddie. Freyð- andi öldurnar brotnuðu á klettun- um. Vatnið var eins og ólgandi haf, svo langt sem augað eygði. Það er ógerningur að sjá segl innanum þessarhvitfryssandiöld- ur, sagði Caddie. — Það getur ekkert segl verið uppi núna, var næstum komið fram á varirnar á Fanneyju, en hún stillti sig. — Storminn lægði, og það stytti upp svo skyndilega, að það var eins og einhver hefði teygt fram risa- hönd og skrúfað fyrir. Kýprustrén stóðu bein, blöðin á oliutrjánum lömdust ekki lengur til og frá, en þau titruðu, og regnið lak af þeim. Fyrir ofan fjallið sendi sólin daufa geisla gegnum skýja- þykknið, áður en hún hvarf sjón- um. Fanney og Caddie gengu út á svalirnar. Dyrnar á bilskúrnum voru opnar. Rob var farinn. Mario hafði hlaupið til þorpsins. Giacomino stóð á höfðanum og horfði rannsakandi út á vatnið. Fanney og Caddie fóru út á gras- flötina ásamt Giuliettu og Celestinu og horfðu á, hvernig hvit froðan á öldunum sjatnaði. Þær rýndu út á vatnið. Giulietta bar hönd fyrur augu, en Fanney og Celestina notuðu kikinn til skiptis. Celestina hrópaði einu sinni upp og benti á dökkan dil úti á vatninu. Þær sáu að hann hreyfðist. Það er oliutunna. Það er ekkert merki á henni. — Ég ætla að fara til hótelsins, sagði Fanney. — Ég ætla að sima. Hún hafði lært þessa itölsku setningu, þegar Rob var að skrifa kvik- myndahandritið um Saladin. — Já, já. Fanney kom Celestinu i skilning um, að Marió ætti að fara niður að vatni, en Gicamino ætti að koma upp að sveitasetrinu. — Leitaðu. Spyrðu. Alls staðar. Já, já, sagði Celestina. Fréttin barst eins og eldur i sinu um þorpið. Hjónin, sem afgreiddu i búðinni komu hlaupándi og sögðu, að tveir smiðir, sem voru að ljúka við að byggja matsöluhús, hefðu séð seglbát, sem sigldi i áttina til Riva, rétt áður en stormurinn skall á. — Þau hafa ekki komizt þangað, sagði F’anney. — Margt fólk drukknar á Garda, sagði Celestina, eins og hún nyti þess að segja frá þvi, og siðan kom hver sagan af annarri á einhverju hrognamáli, sem var blendingur af ensku, þýzku og itölsku. — Fimm fiskimenn, sagði Celestina. — Fiskimenn úr þorpið drukkna fimmtiu metra frá sveitasetrið. Við hérna i húsið heyra, þegar þeir hrópa á hjálp, og við geta ekkert. Ekkert! Það verða dimmt, hrópin hætta, siðast bara konur að gráta og biðjast fyrir i garðinum, kjökra. Allir drukkna, sagði Celestina. — „Ef maður sökkva þrisvar þá koma maður aldrei upp aftur, sagði Celestina. Aldrei koma upp. Bátur með þýzkum liðsforingja. Hann halda hann getur siglt. Ein litill bátur um nótt. Þeir finna stigvél hans i tómum bát. Báturinn missa siglu- tréð. Hann hugsa hann getur synt. Þeir finna likið. Ekkert höfuð, — sagði Celestina og dró fingur þvert yfir hálsinn. — Ég vildi að pabbi væri kominn, sagði Caddie aftur. — Likin oft ekki finnast. Úti á mitt vatnið. Djúpt djúpt, sagði Celestina og lék það, að hún ræki höndina á bólakaf i vatnið. — Þrir hundrað metrar niður. Hellar, stórir hellar. Vatn- ið sterkt — soga þá svona. Aldrei finnast, sagði Velestina. Hún kom nær. — Seinasta ár. Þrir læknar þrir á vélbát. Hornir. Bát- ur ónýtur. Litil stúlka. Aldrei finnast. — Ég ætla að fara á hótel- ið, sagði Fanney. Hún greip svo fast i höndina á Caddie, að Caddie kenndi til. Bátarnir i þorpinu voru komnir út á vatnið þó að það væri til litils gagns. Þær sáu Marió og Giaromino á róðra- báti og fleiri fiskimenn á bátum sinum. Mannfjöldi hafði safnazt saman kringum búðina, og það þurfti- ekki að út- skýra neitt á Hótel Lidiu. Gestirn- iráhótelinu höfðu flykkzt saman og þýzki forstjórinn, Unter- mayer, kom sjálfur á móti þeim. — Þau finnast áreiðanlega. Þau finnast áreiðanlega, sagði hann til hughreystingar, en hræðslan skein úr svip hans. Hann fór með Fanneyju og Caddie burt frá fólk- inu inn i skrifstofuna sina og beið þar, þangáð til siminn hringdi. Fanney var þarna hjá Untermey- er, þegar rödd Robs sagði i simanum: — Hefur nokkuð sézt til þeirra? Fanney sagði honum frá smiðunum. — Þeir halda, að Hugh hafi ætlað til Riva, og ef til vill getað lent þar. — Ég efastum það. Það er of langt þangað, jafn- vel þótt þáu væru á Fortunu. Þau hafa kannske reynt .að snúa við. Þau hefur kannski rekið langt. Jæja. Það er bezt fyrir þig að fara heim aftur. Ef þú sérð eða fréttir eitthvað þá farðu aftur til hótels ins og hringdu til lögreglunnar i Macesine. Ef ég frétti eitthvað, sima ég til Untermeyers hótel- stjóra. Við fáum fréttir von bráð- ar, sagði Rob. Það er fólk á varð- bergi i hverju þorpi við vatnið. — Halda menn ..tók Fanney til máls, en Rob greip fram i fyrir henni. „Þeir vita, hvað þeir eiga að gera. Þessi slys gerast oft. — Halda menn, að þau finnist? — En Rob vildi ekki svara þessu. Það var næstum orðið dimmt, og kvöldið var eitt þeirra, sem minnti á gimsteina. A vatninu voru enn þungar öldur, sem hrundu að klettunum, en það var safirblátt með hvitum bárufaldi á stöku stað. Fjöllin bar við himin- inn, sem minnti á ópal, og kvöld- stjarnan var komin hærra á loft, en nokkru sinni fyrr. Meðan Fanney og Caddie stóðu og horfðu á stjörnuna, hvarf hún bak við fjallið, eins og hún hefði verið dregin niður með ósýnilegum þræði. Innan skamms skinu ljósin i Limone og á vatninu sáust leift- ur eins og eldflaugar. Það voru ljósin á bátnum, sem voru að leggja af stað. En vatnið er svo stórt, sagði Fanney. — Þrjátiu og tvær milur á lengd og ellefu á breidd, sagði Caddie, sem var nákvæm. — Fiskibátarnir á vatn- inu skipta tugum. — Signorinn hefur heitið milljón lirum i verð- laun, sagði Celestina. — Milljón, sagði Caddie. — Lögregluþjónar voru komnir á vettvang og stönz- uðu i hverju fiskiþorpi. Pipið i bifhjólunum þeirra rann saman við hávaðann i hraðbátunum, riii 1378 Lárétt 1) Málun,- 6) Lás,- 8) Öhreinindi,- 10) Gróða,- 12) Guð.- 13) Tónn.- 14) Gruna.- 16) Veizla,- 17) Kona.- 19) Gangur,- Lóðrétt 2) Angan,- 3) Nes.- 4) Stór- veldi.- 5) Undanbrögð.- 7) Snjódyngja.- 9) Afar.- 11) Nögl.- 15) For,- 16) Agnúi,- 18) Númer,- Ráðning á gátu No. 1377 Lárétt 1) Katla,- 6) Róa,- 8) Ali,- 10) Góa,- 12) Pó,- 13) Röð,- 14) Æða,- 16) Þak,- 17) LIV,- 19) Strok,- Lóðrétt 2) Ari,- 3) Tó,- 4) Lag.- 5) Kapal.-7) Hanka.-9) Lón.- 11) Óma,- 15) Alt.- 16) Þvo,- 18) Ir,- Fyrst samstarfsmaö^ Þaggaö niður | ur okkar hér á Medusa'* þeim báðurr. og nú þessi skytta.' ) á rlult!? e®l Eiturlyfjadreifarnireru á þessari] stjörnu og við veröum að hafa upp( á þeipi. horfin, Geiri liill I 1 i 7.00 Morgunútvarp Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli liða. Spjallað við bændurkl. 10.05. Tónlistar- saga kl. 10.25: (endurt. þáttur A.H.S.) Fréttir kl. 11.00- Fimmti og siðasti dagur búnaðarviku: a. Verðlags- og framleiðslu- mál landbúnaðarins: Gunnar Guðbjartsson form. Stéttarsambands bænda flytur erindi. b. Umræðu- þáttur um framleiðslu- og verðlagsmálin. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.15 Með sinu lagi.Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.15 Búnaðarþáttur (endur- tekinn) Óli Valur Hansson ráðunautur talar um klipp- ingu trjáa og runna. 14.30 Siðdegissagan: „Lifs- orrustan” eftir Óskar Aöal- stein.Gunnar Stefánsson les (9). 15.00 Miðdegistónleikar Maureen Forrester syngur „Ariadne auf Naxos”, kantötu eftir Haydn. John Newmark leikur á pianó. Blásarasveitin i Filadelfiu leikur Kvartett nr. 4 i B-dúr eftir Rossini. Kammer- hljómsveitin i Slóvakiu leikur Concerto Grosso op. 6 eftir Corelli: Bohdan Warchal stj. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið 17.10 Þjóðlög frá ýmsum löndum 17.40 Tónlistartimi barnanna Sigriður Pálmadóttir sér um timann. 18.00 Eyjapistill. Bænarorð. Tánleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Þingsjá- Ingólfur Kristjánsson sér um þáttinn, 20.00 Tónleikar Sinfóniu- hljómsveitar tslands i Háskólabiói kvöldið áður. Stjárnandi: Vladimir Asjkenazý . Éinlcikari á pianó: Misha Dichter frá Bandarikjunum a. Pianó- konsert nr. 2 i B-dúr op. 83 eftir Johannes Brahms. b. Sinfónia nr. 5 i e-moll op. 64 eftir Pjotr Tsjaikovský. 21.45 Um siglingu á Lagarfljótsós Gisli Kristjánsson ritstjóri talar við Þorstein Sigfússon bónda á Sandbrekku. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir Lestur Passiusálma (40). 22.25 Útvarpssagan: „Ofvitinn” eftir Þorberg Þórðarson Þorsteinn Hannesson les (25). 22.55 Létt músik á síökvöldi Flytjendur: Gracie Fields, Count Basie og hljómsveit hans, André Previn og Russ Freeman. 23.50 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Karlar i krapinu. Þýð- andi Kristmann Eiðsson. 21.20 Sjónaukinn. Umræðu-og fréttaskýringaþáttur um innlend og erlend málefni. 22.05 P.G. & E. Upptaka, sem gerð var i Stokkhólmi i fyrrasumar, þegar popp- hljómsveitin Pacific Gas & Electric kom þar við á ton- leikaferð sinni um Evrópu. Hljómsveitina skipa fjórir menn, og einn þeirra er söngvarinn vinsæli Charlie Allen. Tveir sjónvarpsþætt- ir voru gerðir með hljóm- sveitinni i Stokkhólmi, og er þessi hinn fyrri. (Nordvis- ion). 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.