Tíminn - 06.04.1973, Side 20
* .....
Föstudagur 6. aprll. 1973
- ^
MERKIÐ SEM GLEDUR
HHtumst i haupfélaginu
Gistíd á góðum kjörum
«HnraL«
a|
1«—ii«—»||HU n
SGOÐI
J Jtorir ffóóan mut
$ KJÖTIDNADARSTÖÐ SAMBANDSINS
Þessi ganga var hluti af þeirri athöfn, þegar veröandi
—Ljósmynd: GE
Föngulegur hópur stúdentscfna frá MT leggur af staö f blysför kringum tjörnina
stúdentar kvöddu skóla sinn.
Lítið að fá
á
börunum
Þó—Reykjavik— Deila veitinga-
húsaeigenda og þjóna stendur enn
viðþaðsama, því þjónar höfnuðu
algerlega bréfi sem veitinga-
húsaeigendur sendu þeim í gær-
morgun, en i þessu bréfi, var
miðlunartillaga frá veitingahúsa-
eigendum.
Þjónar komu saman á fund kl.
17 i gær og voru þeir á fundi fram
til klukkan 20. Samþykktu þeir á
fundinum að þeir væru reiðubúnir
að vinna, hér eftir sem áður, eftir
þeim kjörum og prósentuálag-
ingu og þeir hafa fengið fram til
þessa. En það vilja veitingamenn
ekki.
Þjónar mættu allir til vinnu i
gærkvöldi, það er að segja i þau
hús, sem á annað borð voru
opin. Þeir gátu selt það vin, sem
þeirhöfðu undir höndum, en eftir
að þeirra vinbirgðir voru þrotnar,
fengu þeir ekki meira afgreitt frá
veitingamönnum. Þvi má reikna
með að einhverjir hafi ekki fengið
það að drekka, sem þeir helzt
vildu i gær. Ef þessi deila leysist
ekki i bráð, þá koma vist allir
ódrukknir út úr veitingahúsun-
um.
Þrjár míllj-
ónir fráSviss
SENDIHERRA Sviss-
lendinga gekk á miðviku
daginn á fund forsætis-
ráðherra og færði hon-
um kveðju svissnesku
rikisstjórnarinnar,
ásamt ávisun að upphæð
hundrað þúsund sviss-
neskir frankar, vegna
náttúrhamfaranna i
Vestmannaey jum.
Þetta er jafnvirði tæp-
lega þriggja milljóna
króna og rennur i við-
lagasjóð.
Eyjólfur Jónsson, húsvörður I
MT.eöa „Húsi” eins og nemend
ur MT kalla hann. LjósmyndGE
„Vona, að ein-
hverjir hafi
tekið sönsum"
sagði Hannibal Valdimarsson um
vegatollsf rumvarpið
KJ—Reykjavík — Viö eigum aö
taka upp vegatoll á Reykjanes-
braut aftur, og viö eigum aö taka
upp vegatoll á Suöurlandsvegi,
sagöi Hannibal Valdimarsson
samgöngumálaráöherra f svari
viö fyrirspurn um vegatollinn á
fulltrúafundi klúbbanna öruggur
akstur I gær.
Hannibal sagðist hafa verið
mótfallinn þvi, að vegatollsinn-
heimtan á Reykjanesbraut væri
felld niður á sinum tima, en nú
væri máliö til meðferöar i þing-
inu, og yrði væntanlega tekiö til
afgreiðslu næstu daga. Sagði
Hannibal, að málið yröi væntan-
lega afgreitt úr nefnd I dag, og
þegar það kæmi til afgreiðslu i
þinginu, sagði hann, að menn
myndu sjá til, hvort einhverjir
þingmenn hefðu ekki tekiö söns-
um siðan i fyrra og greiddu vega-
tollinum atkvæði sitt.
Þá sagði ráðherrann, að þegar
gengið hefði veriö frá það löngum
vegarkafla á Vesturlandsvegi, að
samsvaraði áðurnefndum veg-
um, ætti aö taka þar upp vegatoll,
og einnig væri vel hugsanlegt að
taka vegatoll af þeim, sem ækju
yfir veginn á Skeiðarársandi,
þegar þar að kæmi.
Ráöherrann sagðist hafa mætt
á fundum á Suðurnesjum, þar
sem vegatollurinn hefði veriö til
umræðu, og hefði sér fundist, að
fólk skildi nauðsyn þess að rétt-
læti að taka gjalda af þeim, sem
ækju um góöa vegi. Hann sagðist
vera algjörlega sammála skag-
firzka bóndanum, sem hefði
skrifað sér og sagt, að þeir
greiddu hæsta vegatollinn, sem
ækju vonda vegi.
Þá sagði ráðherrann i svari
sinu viö annarri fyrirspurn, að sin
skoðun væri, að aldrei hefði átt að
Framhald á bls. 19
Fardagur fyrstu farmann-
anna úr Tjarnarskólanum
GJ—Reykjavik Nú fer senn aö
liða aö því, að stúdentar útskrifist
frá Menntaskólanum viö Tjörn-
ina, og verður hann þriöji
menntaskólinn á Reykjavikur-
svæðinu, sem gerir slikt. 1 dag
lauk kennslu formlega og viö
tekur hiö ianga og stranga upp-
lestrarfrf stúdentsefnanna, sem
munu vera 170 talsins aö þessu
sinni. Af þessu tilefni héldu nem-
endur og kennarar MT ,, fyrsta
fardaginn” hátfðlegan, svo sem
venja cr viö þessi tlmamót.
Nemendur tóku daginn
snemma og byrjuðu á þvi að
halda morgunhóf, þar sem nem-
endur hverrar bekkjardeildar
Góður línu-
afli á Bol-
ungarvík
Krjúl—Bolungarvik —Heildarafli
Bolungavikurbáta i marzmánuöi
var 821.3 lcstir. Aflahæsti bátur-
inn i mánuöinum var Sólrún meö
212 lestir i 22 róörum, næst kom
Guðmundur Péturs meö 210 lestir
i 23 róörum, þá Hugrún meö 177
lestir I 22 róðrum, Stigandi meö 72
lestir i 17 róðrum og Jakob Vignir
meö 48 lestir i 14 róörum, en allir
þessir bátar réru meö linu. Haf-
rún, seni rær meö net, landaöi 59
lestum i sjö löndunum, en þess
ber aö gæta, að báturinn varö
fyrir vélarbilun og stöövaðist um .
alllangt skeið.
Nú er búið að landa 7537 lestum
af loðnu á Bolungavik á móti 5500
tonnum i fyrra. I frystingu hafa
farið 369 lestir. Unnið er við
loðnubræðsluna á vöktum allan
sólarhringinn og sólarhringsaf-
köstin eru 180-190 tonn. Upphaf-
lega voru afköst verksmiðjunnar
ekki nema 150 tonn, en siðan hef-
ur verksmiðjan verið endur-
byggð.
Tiðin hefur verið rysjótt að
undanförnu og skiptir stanzlaust
um veður.
söfnuðust saman á heimili ein-
hvers bekkjarfélagans oftast þess
er mest hafði húsnæðið eða skiln-
ingsrikasta átti foreldranna, þvi
ekki er fyrir hvern meðalmann að
taka á móti 20-30 æskuglöðum
stúdentsefnum i samkvæmi kl.
fjögur eða fimm að borgni. Ein
bekkjardeildin viröist ekki hafa
fundið stað fyrir morgungleði
sina innan borgarmarka Reykja-
vikur, en nemendur leystu það
vandamál auðveldlega og fengu
húsnæði við sitt hæfi suður I
Keflavik, hjá lyfsala staðarins.
Ýmis smávandamál komu upp,
vegna þess að langflestir nem-
endur i þessari bekkjardeild búa i
Reykjavik, en þau leystust skjót-
lega, þegar smárúta fékkst leigð
til að flytja fólkið til Keflavikur i
samkvæmið og þaðan aftur að þvi
loknu i skóla. A niunda timanum
streymdu nemendur fjórða
bekkjar i skólann og sóttu siðustu
kennslustundirnar á mennta-
skólaferli sinum. Ekki var þó
kennt lengi á þessum fardegi, þvi
þegar klukkan átti eftir tiu
minútur i tiu, var kallað á sal og
þar haldin samkoma með ræðu-
höldum, söng og fleiru finu. Þar
kvöddu nemendur kennara sina
og rektor með blómum, kossum,
visum og ýmsum spakmælum,
sem virtust hæfa i mark, ef
marka má undirtektir.
Að athöfninni á sal lokinni,
söfnuðust nemendur skólans
saman I portinu fyrir utan
skólann og voru fjórðu bekkingar
þar kvaddir. Siðan gengu
stúdentsefnin blysför frá skóla
sinum og kringum tjörnina. Þann
hring þekkja nemendur MT vel af
eigin raun, þvi það mun fastur
liður i hverjum leikfimitima þar i
skóla, að hlaupa einn hring um-
hverfis tjörnina. Þegar komið var
að skólanum aftur, biðu þar rútur
tilbúnarað flytja fjórðu bekkinga
frá skólanum og alla leið tl Sel-
foss, en þar ætluðu þeir að snæða
hádegisverð.
Blaðamaður Timans hitti Eyjólf
Jónsson, húsvörð i MT, meðan at-
höfnin á sal stóð yfir og spurði
hann hvernig fólk þetta væri, sem
nú væri að yfirgefa MT. „Húsi”,
eins og hann er kallaður af nem-
endum, svaraði þvi til, að þegar
hann tók við starfi sinu, hefði
hann búizt við að finna indælis-
fólk á meðal nemenda skólans, en
staðreyndin væri, að 99 af
hverjum hundrað væru úrvalsfólk
og gerðist hvergi annars staðar
betra. Er ekki ónýtt að hafa slik
meðmæli frá stanfsmanni
skólans sem veganesti á lifs-
leiðinni.
Fardeginum lýkur svo með
dansleik f jórðu bekkinga að Hótel
Borg i kvöld.
Helga Haröardóttir og Sturla Jónsson, tveir hamingjusamir farmenn
frá MT —Ljósmynd:GE