Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973. / vitað mega umbúðirnar ekki vera úreltar eða ljótar, þvi þá kemur það niður á sölunni og verðinu. Nægar fiskumbúðir verða að vera á lager, en þó verður að gæta þess að binda ekki of mikið fjármagn i þessum lager, þvi það tæki dýrmætt rekstrarfé frá húsunum og deildinni, og inn- kaupin verður að gera i sem stærstu upplagi, til að verðið sé hagstæðara. Umbúðakaup eru þvi flókin og vandasöm i eðli sinu. Mestur hluti umbúðanna fyrir frystan fisk eru framleiddar hér innanlands. Annað er flutt inn. Striginn kemur alla leið frá Ind- landi og Bangladesh og allt fer á umbúðalagerinn og verður að vera tiltækt, þegar á þarf að halda. Aldrei má vanta umbúðir og markaðsmálin og aflabrögð ráða ferðinni. Heimsmarkaðs- verð fylgir flóknu lögmáli. Einn daginn hækka þorskflök, annan daginn er það kannske grálúða, eða ufsi, sem rýkur upp i verði um stund, og þá snúa frystihúsin sérað þeim flokkum, sem eðlilegt er og þá verður að tryggja nægar umbúðir. Gerö umbúða Gerð umbúða er lika mjög vandasöm og timafrek. Stærð kassanna ræður kaupandinn, eða markaðurinn. Svo liggur fyrir að leita til teiknistofa, innanlands og utan, unz fundinn er motiv, sem menn eru ánægðir með. Þá eru sýnishornin send til viðskiptaað- ila t.d. umboðsskrifstofunnar i Ameriku og ef til vill viðar og fengið álit, og loks er tekin ákvörðum og tilboða leitað i framleiðslu á hinum nýju Or birgðastöðinni i Garpahreppi. Fullkomin aðstaða til afgreiöslu. Verið er að afgreiða fiskkassa. Feðgarnir Helgi Magnússon og Guð- mundur Hclgason sjást á myndinni. HÉR ER ÖLLUAA FRJÁLST AÐ VERZLA ÞÓTT ÞEIR EIGI EKKI FRYSTIHUS segja forstöðumenn umbúða- og rekstrarvörudeildar Eitt af viöfangsefnum Sjávar- afurðadeildarinnar er aö sjá frystihúsasamsteypunni fyrir rekstrarvörum, að minnsta kosti þeim, sem sameiginlegar eru, eins og umbúðir. Þvl er rekin sér- stök innkaupa og rekstrarvöru- deild innan Sjávarafurðadeildar- innar. Þar sitja þcir Gylfi Sigur- jónsson og Guömundur Ibsen og annast þennan liö rekstursins. Blaðið bað þá að segja frá starf- seminni og er hún I stórum dráttum á þessa leiö: Umbúðir og rekstrarvörur Það gefur auga leiö, að hin fjöl- mörgu frystihús og fiskverkunar- stöðvar, sem starfa innan Sjávar- afurðadeildarinnar, þurfa mikið af dýrum rekstrarvörum, eins og umbúðum. 011 hraðfrystihúsin pakka auðvitað i sams konar fisk- umbúðir undir einu merki. Umbúðakostnaðurinn skiptir tugum milljóna og 1 notkun eru hundruð umbúðagerða fyrir þær 20-30 fisktegundir, sem veiddar eru og tilreiddar i hraðfrysti- húsunum i samræmi við markaösóskir i fjölmörgum viðskiptalöndum. Þetta er allt frá smáum, litrikum öskjum, sem kallast neytendaumbúðir, og eru hannaðar af mikilli kúnst, niður i grófan striga utanum skreið og saltfisk. Siðan þarf ytri kassa um fiskinn og inni i öskjunum eru fiskflökin oft lögð i filmu, eða pappir af ákveðnum tilskornuni stærðum. Innkaup og gerð þessara umbúða hlýtur þvi að vera stór liður i rekstri húsanna og afkomu. Umbúðakostnaði verður þvi að halda niðri, sem mest, en auð- umbúðum. . Miklar tæknifram- farir eru i öskjugerð, og það er óumflýjanlegt fyrir sölusamtökin að fylgjast með þróuninni, þvi umbúðirnar selja fiskinn, ekki siður en gæði framleiðslunnar. Oft er askja gerð beinlinis fyrir ákveðna söluaðila, eins og til dæmis ný rækju-askja, sem gerð er sérstaklega fyrir Evrópu- markað og stóra kaupendur þar. Og siðast en ekki sizt verður að Guðmundur Ibsen, deildarstjóri i umbúða- og veiðarfæradeild. Guð- Guðmundur Halldóisson, af- Gylfi Sigurjónsson. deildarstjóri í umbúða og veiðarfæradeild. Hefur mundur var áður kunnur fiskiskipstjóri og er þekktur af félagsmála- greiðslustjóri i birgðastöðinni langan starfsferil i SÍS, bæði hérlendis og i Englandi, þar sem hann störfum sinum meðal skipstjórnarmanna. i Garðahreppi. starfaði um árabil.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.