Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 16
16
TÍMINN
Sunnudagur 15. april 1973.
Sd, sem raunverulega mdlar „Næturheim”, er óþekktur handverks-
mahur vih kvikmyndir, MICHKI.INO, og er sagftur sýna undraverfta
hæfileika meft pensilinn. Ilann hiftur hinn inikia, en löngu látna
meistara aft fyrirgefa sér „falsift".
ég kom heim frá myndatökunni,
mundi ég ekki einu sinni augnalit
konu minnar, eða aö yngsti sonur
minn var fyrir löngu hættur aö
skriöa.
— Burtséö frá snilldargáfu
Leonardos, hvaö er það helzt,
sem þú öfundar hann af?
— Ég öfunda hann af þeirri
hamingju að lifa á timum ákafrar
einstaklingshyggju. Ég fyrirlit
fölk I hóp, alla heimskulega sam-
ræmingu. A timum Leonardos
var hægt aö lifa viö frelsi. t dag er
þaö ekki hægt.
— En þér eruð þó frjáls. Þér
getið veriö það, sem þér viljiö, —
raunsæismaður, iðnaðarmaður
eða jafnvel greifi, þér eruö jú
eiginlega raunverulegur greifi.
— Við skulum láta fjölskyldu-
málin liggja milli hluta. Ég)öef
slitiö sambandinu við fööur minn,
sem starfar i utanrikismálum,
við bróður minn Pierre, sem er
stjórnmálamaður o.s.frv. Ég hef
sagt lausri stöðu minni sem for-
stjóri efnaverksmiðju, er vinir
minir öfunduðu mig af. Ég hef
slitið öllum samböndum til þess
að reyna aö endurfinna sjálfan
mig.
— Hvað með konurnar? Þér er-
uð talinn hálfgerður „Don Juan”.
— Ég gifti mig i fyrsta sinn allt-
of ungur, og þar var ekki um
neina „Don Juan-uppskrift” að
ræða. En það leið aðeins hálfur
mánuður, unz við uppgötvuðum,
að okkur hafði orðið á mikil mis-
tök með hjónabandinu, og við
skildum.
— Og i næsta skipti?
— Hjónaband okkar Fransoise
stendur enn. Vinkona min' ein
kynnti hana fyrir mér á sinum
tima. „Þetta er gæzlustúlkan
min", sagði hún. „Gæzlustúlkan”
var fimmtán ára, og daginn eftir
stakk ég upp á þvi, aö við flýðum
saman til Rómar. Viku siöar vor-
um viö gift og um sama leyti var
Interpol á hælunum á okkur.
Þetta er velheppnað hjónaband,
enda þótt ég sé kominn yfir fer-
tugt og hún aöeins tuttugu og sex
ára. Við eigum tvö börn, Phil-
ippine og Terence. Auövitað hefur
hún önnur áhugamál en ég. Hún
hefur gaman af þvi að fara út með
öðru æskufólki og dansa, en það
er nokkuð, sem mér leiðist ákaf-
lega. Ég fer jú út lika, en aðeins i
samfylgd margra. Það er ekki að
halda framhjá, ef maður er með
mörgum öörum. Framhjáhald
verður aðeins með einni konu,
ekki satt?
Ætli Leonardo hefði dáð Leroy
svo mjög, sem Leroy auðsæilega
dáir hann?
Eitt af áhrifarikustu atriöunum
i sjónvarpsmyndinni um
Leonardo da Vinci er það, sem
sýnir hann mála hina stóru vegg-
mynd „Næturheimur” í Santa
Maria delle Grazie-kirkjunni i
Milano i lok 15. aldar. Maður
skyldi ætla, að ógerlegt væri að
endurskapa þetta á mynd, en
stjórnandanum Castellani hefur
tekizt það frábærlega, þvi hug-
myndaflug hans er mikið.
Atriði þau, sem hér um ræðir,
voru tekin upp i kvikmyndaveri i
útjaðri Rómaborgar. Við mynd-
vegginn var reistur griðarlegur
vinnupallur, semT geröur var
samkvæmt tækni 15. aldar. Og á
pallinum situr Leroy og málar
postula hægt af mikilli ná-
kvæmni, vopnaður litlum pensli,
eins og vitað er, að Leonardo not-
aði..
Meistarinn og ... Leroy
Sagan segir, að Leonardo hafi
verið vanur að vera að verki frá
þvi snemma á morgnana til
sólarlags, án þess að sleppa
penslinum. Hann gaf sér hvorki
tima til að borða né drekka. Við
upptöku myndarinnar klifraði
Leroy aftur á móti stöðugt niður
af pallinum til þess að hressa sig
upp. Kvikmyndavélarnar og allur
tæknibúnaðurinn stöðvaöist, og á
meðan tók ungur maður i baðm-
ullartreyju og blettóttum buxum
viö af Leroy. Með undraverðum
hraða málaði hann alla postula-
myndina. Þvi næst fó hann niður
aftur, og Leroy klifraði upp og tók
til starfa að nýju, — og kvik-
myndavélarnar byrjuðu að suða.
Þannig gengur það áfram, unz
„Næturheimur,,hefur fengið sina
endanlegu mynd.
Leonardo/Leroy skoðar
meistaraverk sitt með mikilli
ánægju, en á sama tima smeygir
hinn frábæri „kópierari” sér út úr
verinu, svo litið ber á. Hann er
spurður af fréttamanni: — Hvers
vegna valdi Castellani yfturtil að
endurge'ra aöalverk Leonardos?
Hver eruð þér og hvað heitið þér
eiginlega?
— Ég er kallaður Michelino,
svarar hann. — Er það ekki nægi-
legt? Eiginlega heiti ég Michele
Franculli og er 35 ára gamall. Ég
á ekkert erindi i sviðsljósið. Ég er
réttur og sléttur handverksmaður
við kvikmyndir án nokkurrar sér
stakrar menntunar. En ég hef
lengi haft það að tómstundaiðju
að likja eftir málaralist hinna
miklu meistara. Ég gerði það að-
eins fyrir sjálfárt mig, en þá
komst Castellani að þvi og veitti
mér þetta verkefni til reynslu.
Og hvernig náöi hann svo glæsi-
legum árangri?
— Ég byrjaði á þvi að teikna, —
„kópiera” —, myndina i smáhlut-
um. Kvikmyndafólkiö kom svo
fyrir lérefti á vegg af sömu stærð
og hið upphaflega málverk. Þá
varpaði Castellani teikningum
minum á léreftið og stækkaði þær
upp i rétta stærð. Þessa ljósmynd
notaði ég siðan til að fara eftir, er
ég byrjaði að mála. Ég hafði
beztu litablöndur til að velja úr,
svo að þetta var mér tiltölulega
auðvelt. Ég vona bara, að hinn
mikli Leonardo fyrirgefi mér
þetta „fals” mitt.
Dauðadæmt verk
Eins ög kunnugt er, hefur
„Næturheimur” orðið að sæta
þungum örlögum gegnum aldirn-
ar. Þegar niu árum, eftir að það
var fullgert af hendi listamanns-
ins, kom upp löng sprunga bæöi i
múrhúðuninni og i myndinni. Þaö
var upphafið að hægfara eyði-
leggingu, og er henni fylgt eftir i
myndinni. Hvert atriöið á fætur
öðru sýnir, hvernig myndin „sýk-
ist”. Við sjáum, hve skelfdur
Leonardo verður, er hann seinna
kemur i kirkjuna og sér með eigin
augum, að höfuðverk hans er
glatað. Viða höfðu komið upp
sprungur, annars staðar hafði
molnað upp úr eða litirnir fölnað
og bleikzt....
Castellani varöi mörgum árum
i að kynna sér lif og list
Leonardos i smáatriðum. Hann
var spurður að þvi, hvers vegna
„Næturheimur” hefði veðrazt svo
fljótt.
— Listamaðurinn beitti sér-
stakri tækni, útskýrði hann. —
Þetta var ekki kalkmálverk eöa
vegglimsmynd (freskó)^ eins og
margir hafa haldið fram. Viö
gerö freskóm. verður að mála
á vegglimspússið um leið og það
er borið á vegginn og er enn hálf-
hrátt, þ.e.a.s. hratt og án þess að
hugsa sig um og breyta til. En
Leonardo geðjaðist ekki að þess-
ari hraðaaðferð og ákvað að mála
myndina eftir limfarvaaðferð,
sem hann hafði sjálfur fundið
upp. Sú uppfinning reyndist veröa
örlagarik. Hann grunnaði vegg-
inn með þrem lögum: vegglims-
pússi, gipskalki og gipsi. Hann
grunaði ekki, hve áhrif þessa
yrðu. Hann hugsaði nefnilega
ekki út i þaö, að hann var að vinna
i mjög röku umhverfi. Og
skömmu eftir að hann hafði mál-
að yfir flötinn eftir limfarvaaö-
ferðinni, byrjuðu lögin þrjú að
drekka i sig málninguna. Það var
sem myndin hefði fengið krabba-
mein.
Castellani er spurður að þvi,
hvernig honum hafi tekizt að
framkalla skemmdirnar á svo
sannfærandi hátt.
— Okkar mynd er jú máluð á
léreft, ekki á múrvegg. En ég vil
helzt ekki skýra frá aðferðum
okkar,svo að áhorfendur verði
ekki sviptir imyndunaraflinu allt
of mikið. Við urðum að beita mik-
illi efnafræðiþekkingu og tækni.
Kraftaverkið
Við upptöku myndaflokksins
varð að skera burt hluta úr mynd-
inni, neðst i miðjunni, til þess að
koma þar fyrir dyrum. Um þetta
hefur Castellani eftirfarandi að
segja: — Þessi atburður geröist i
raun og veru árið 1652, og vildum
við gjarna hafa hann með i mynd
inni. Munkarnir i klaustrinu kom-
ust að þeirri niöurstöðu, að þeir
kysu að hafa dyr beint á milli
matsalarins (þar sem málverkið
er) og eldhússins.
Þeir kvörtuðu nefnilega undan
þvi, að maturinn yrði kaldur,
þegar verið væri að bera hann
þessa löngu leiö milli eldhússins
og matsalarins. Og þvi söguðu
þeir gat á vegginn, — og þar með
á myndina. Málverkið varð
einnig fyrir skemmdum i siöari
heimstyrjöldinni, og ég hef látið
fylgja með nokkrar fágætar
heimildarmyndir, sem sýna hinar
miklu loftárásir á borgina 1943,
en þá varð klaustursmatsalurinn
(refectoria) fyrir sprengjum.
Myndinni til skjóls voru sandpok-
ar, sem hlifðu henni furðumikið
fyrsta kastið. En siðar féllu fleiri
sprengjur, og regnið streymdi að
lokum óhindrað niður um
skemmt þakið. Eftir þessa hrið
var málverkið i aumu ástandi.
— Engu að siöur kemur fólk i
striðum straumi hvaðanæva að úr
heiminum til að dást að „Nætur-
hcimi”. Hvernig má það vera?
— Það er i rauninni fyrir sakir
kraftaverks, þvi að á 17. og 18. öld
var málverkið hvað eftir annað
„lagfært” og yfirmálað, sem
geröi meira ógagn heldur en
gagn. En þaö er alveg eins og for-
sjónin hafi viljað varðveita mál-
verkið íyrirallamuni.Eftir siöari
heimstyrjöld var klaustursmat-
salurinn endurbyggður og mál-
verkið sjálft hlaut róttæka við-
gerð eftir beztu visindaaðgerðum
nútimans. Það er þessu framtaki
að þakka, að „Næturheimur” lýs-
ir i dag i sinum gamla, ævintýra-
lega ljóma.
Leonardo sem
fiugvélahönnuöur
Taka myndarinnar um
Leonardo hófst vorið 1970. 1
september sama ár var komið að
siðustu tökunni, — tilrauninni
með „flugmanninn”. Lista-
maðurinn var jú auk svo margs
annars áhugasamur um mögu-
leika mannsins að hreyfa sig á
lofti. Og með þann möguleika i
huga hannaði hann nokkurs konar
bængjabúnað og hafði þar leður-
blöðkuvængi að fyrirmynd. Þetta
tæki má nefna fyrstu flugvél
heimsins.
Með aðstoð teikninga og at-
hugasemda af hendi Leonardos
sjálfs tókst tæknisamstarfsmanni
Castellanis, Carlo Rimbaldi, að
endurgera uppfinningu
Leonardos. Er þvi verki lauk, var
ekki annað eftir en að reyna
þennan búnað. Tilraunasvæðið
var slétta, sem endaði i bröttum
halla.
Tilraun Leonardos fór að
likindum fram 1505, eftir að hann
hafði fundið sjálfboðaliða að nafni
Zoroastro, er var fús til að „kasta
sér út i tómarúmið”, spenntur við
vængjatækið. Zoroastro hafði
raunar margsinnis verið módel
fyrir Leonardo.
Carlo Rimbaldi aöstoðaði nú
manninn, er átti að leika Zoro-
astro, við að spenna tækið á hann.
Þetta var ungur maður og sér-
fræðingur i „flugfeimleikum”.
Aður hafði hann til öryggis hopp-
að ofan af bröttum bakka með út-
rétta arma (án vængja) og komið
niður léttilega og mjúkt á tærnar.
En tækið var þungt, — vó ein 50
kiló. Búningur hans vó 10 kiló, en
hluti hans voru m.a. þröng og há
stigvél. Sjálfur vó hann 80 kiló,
þannig að heildar-þunginn var
samtals 140 kiló.
Flugtækið var byggt nákvæm-
lega samkvæmt teikningum
Leonardos, og i það voru notuð
sömu efni, viður og léreft. Auk
þess var það, án þess að það sæ-
ist, styrkt með málmi. Handföng
voru tengd við vængina, sem út-
spenntir voru 7 m aö breidd.
Með handföngunum átti flug-
maðurinn að geta stjórnað sér á
fluginu bæði lárétt og lóðrétt.
Hann átti og að geta aukið og
minnkað loftmóLstöðuna með þvi
að hreyfa vængbroddana upp eða
niður. Flugtækið var einnig með
hala úr lérefti, er starfaði sem
stýri.
Maöurinn er
ekki fugl....
Og nú hófst hin spennandi upp-
taka. Myndi flugið heppnast? Nei,
— „Zoroastro” var of þungur, —
hann megnaði ekki að hreyfa sig.
Nokkrir starfsmenn komu þá til
með stálstöng, er var hluti tækis-
ins „Dolly”, litils rafknúins
vagns. Flugmaðurinn var festur
við stöngina, og siöan þaut vagn-
inn af stað eftir sléttunni eftir
teinum, sem lagðir höfðu verið.
Flugmaðurinn lyftist frá jörðu.
Þegar komið var að brattanum,
var vagninn stöðvaður á siðustu
stundu með taug til að koma i veg
— Hér sést erfingi Leonardos, FRANCESCO MELZI, er bjó meft honum
i höllinni Cloux i Frakklandi.