Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 34

Tíminn - 15.04.1973, Blaðsíða 34
34 TÍMINN Sunnudagur 15. april 1973. (Palti og Malti mætast í skóginum). Palti: Hvað ert þú að fara? Palti: Nú, þú hefur enga byssu. AAalti: Ég hefi góðan lurk. Palti: Ég þarf að útvega mér lurk. Hvað ætlarðu að skjóta? AAalti: Ég ætla að skjóta héra í steik handa henni mömmu. (Hérinn kemur hoppandi að baki þeim). Hérinn: Hvað eru þeir að segja? Skjóta mig? O, ó, þetta eru veiðimenn. En sú guðsmildi, að þeir snúa baki að mér. Ég ætla að fela mig hérna í runnanum og heyra, hvað þeir segja. (Hann felur sig). AAalti: Ég ætla að verða veiðiþjófur. Palti: Ég vil líka verða veiðiþjófur. Hvað er það annars, að vera veiði- þjófur? AAalti: Veiðiþjófur, það er veiðimaður, sem skríður á kviðnum. Palti: Það er skrítið. Hvers vegna skríður hann á kviðnum? AAalti: Til þess að hérinn haldi, að hann sé tré- drumbur. Palti: Ha-hæ, er hérinn svona heimskur? AAalti: Já, þvílíktog anrtað eins. Hann er svo vitlaus, að hann heldur, að hann sjáist ekki, ef hann felur hausinn bak við tré. Hérinn (bak við runna)' Þetta skal ég muna. AAalti: Og hugsaðu þér, hvað hann er mikil bleyða. Ef hann sér hrafn, þá held- ur hann, að það sé úlfur. Hérinn: Jæja. Palti: Ég er ekkert hrædd- ur við úlf. AAalti: Og ég þori að ráðast á móti bjarndýri. Hérinn: Nei, heyrið þið gortið í þeim! Ég er ekki hræddur við þessa veiði- menn. Palti: Hvað eigum við að gera við hérann, þegar við erum búnirað skjóta hann? AAalti: Ég sting honum í skólatöskuna mína. Palti: Nú, hún er full af brauði. AAalti: Já, en ég ætla nú að éta brauðið mitt undireins, og þá verður nóg rúm í töskunni. Palti: Ég ætla lika að éta brauðið mitt, svo að ég komi mínum héra fyrir. (Þeir éta). En hvernig fer nú, ef lappirnar á héranum standa upp úr töskunni? AAalti: Við rífum þá bara lappirnar af honum. Við getum notað þær fyrir spjaldþurrkur. Hérinn: Þakka ykkur fyrir. AAalti: Svo steikjum við hérann og étum hann og kartöflur með. Hérinn: Þakka ykkur fyrir. Hérinn: Verði ykkur að góðu! Palti: Nei, heyrðu, ég vil endilega hafa kartöflurnar brúnaðar og berjamauk með. AAalti: Jæja, þá það, og pönnukökur á eftir. AAamma verður, held ég, að slá upp veizlu, þegar við komum með héra í steik. Hérinn: Já, hugsið ykkur, hvað hún manna þeirra verður glöð. Palti: En hvað eigum við að gera við skinnið af héranum, AAalti? Við get- um víst ekki steikt það? Hérinn: Nei, skinnið af mér gæti staðið í litlu herrun- um. AAalti: Já, hvað eigum við að gera við skinnið? Ætli svínið vilji það ekki? Hérinn (hlær): Ha-hæ, svínið! Nú fer að verða gaman. Palti: Ef svinið vill það ekki, þá getur hún Gunna notað það fyrir rykþurrku. AAalti: Nei, viðskulum gera annað. Við seljum skinnið og kaupum sætindi fyrir peningana. Palti (tyggjandi): Já, það gerum við. En hvernig eig- um við að fara að ná í hér- ann og skjóta hann? AAalti (tyggjandi): Veiði- þjófar kunna alls konar brellur. Við getum gert hann hræddan með því að telja til hundrað. Einn, tveir, þrír, fjórir. Palti: Sextán, seytján, átján, nítján .... AAalti: Tuttugu og sjö, tuttugu og átta, tuttugu og níu, tuttugu og tíu .... Palti: Tuttugu og ellefu, tuttugu og tólf .... Hérinn: Þetta er vitlaust hjá þeim. AAalti: Tuttugu og nítján, .... tuttugu og tuttugu, ... tuttugu og tuttugu og einn. Palti: Nei, heyrðu, þetta er eitthvað vitlaust. AAalti (bítur í nýja brauð- sneið): Bíddu við. Við skul- um byrja aftur. Einn, tveir ... (þeir telja upp aftur og koma að tuttugu og tutttugu og einn). Hérinn: Hvers konar veiði- menn eru þetta, sem geta ekki talið upp að þrjátíu? Ég skal venja þá af að kalla héra heimskan. (Hér- inn kemur í einu stökki út úr runnanum og niður á milli fótanna á AAalta og Palta. (þeir detta á grúfu). Palti (hljóðar): Hjálp, hjálp! Olfur! AAalti (Brauðið stendur í honum): Bja-bja-bja- bjarndýr! Hérinn (hlæjandi): Onei, það er nú ekki annað en héraangi, sem hefir skotið tvo veiðiþjófa. Ha, ha, hæ! Ég er alveg að springa úr hlátri. Tjaldið. DAN BARRY Já, þú ert nokkuð ] glöggur, Hvellur,' af karlmanni að vera./ c Við erum að bora okkur leið inn i Kannski ég hafi ^Þú kemst þá einnighaftá^ að raun réttu að standa /um það. með kvenfrelsí víð erum ^ishreyfinguna ,cað komast \ jingfrú_3rv>á leiðarenda Guðrún. d á ' Þú hefur komj t>etta Wvell-Geiri Ir) mn At t 1 M 1 V» M 1 IF ’rv m 4-Alrvt lr rt vtl " f ið með óvininn Ter með þér systir'mjög er tákn karl F^x ojouu , mannsins eins Guðrún. ^1/^4 merki' )\ og hanngetur i'lpdnr fWi nnr . hP7tnr nrhr Þegar við svo látX Ætlið þið 1 um til skarar ]1 verkfall. jskriða, verður handtaka hans rrtílrll o , , Vroi « rí KarlmannssvinV Þegar stund okkar Heldurðu enn, , kemur,muntu sjá . “^að við séum 'f « Londonv Pentagon. / * að gantast \Houston.Moskvu aílan / við þig heiminn i rúst. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.