Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 19.04.1973, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 19. april 1973. TÍMINN n eitt ár hér heima til þess að öðlast viðurkenningu, en námið úti er tvö ár. Nokkrir flugvirkjar hafa stundað nám sitt hér heima hjá Flugfélagi Islands. Það hefur verið um það bil fimm ára nám, og er bæði stundað i iðnskóla og hjá Flugfélaginu. — Fer skoðun og eftirlit með flugvélum eingöngu fram i Reykjavik? — Litlu flugvélarnar eru aðal- lega skoðaðar hér i Reykjavik, en einnig á Akureyri. Flugskólarnir og litlu flugfélögin eru með eigin flugvirkja, sem sjá um skoðun vélanna, en að visu eru þau ekki til neinnar fyrirmyndar, skilyrðin, sem þessir menn hafa þurft að vinna við. Það er unnið hér i flugskýlum, sem eru óupp hituð, og þar af leiðandi mjög köld á veturna. Sem betur fer hefur þetta ekki enn komið niður á viðhaldi flugvélanna, en það hlýtur þó öllum að vera ljóst, að það eykur ekki öryggið, að það skuli vera unnið við flugvélar i frosti og kulda. En ástandið er ekki betra en það, hér á Réykja- vfkurflugvelli, að upphituð verk- stæði eru ekki nema hjá Flug- félagi tslands og Landhelgis- gæzlunni. Skoðunaráætlanir fyrir hverja flugvélategund — Þetta var þá aðallega um litlu flugvélarnar. En hversu magir aðilar hér á landi eiga stórar vélar? — Það eru Loftleiðir, Flugfélag tslands, Cargolux, Fragtflug og Landhelgisgæzlan. Sem stendur er ekki nema ein af flugvélum Loftleiða skrásett hér á landi. Hinar eru skráðar i Bandarikjun- um. Þessir aðilar hafa samfellda skoðunaráætlun fyrir flug- vélar sinar, útbúa sérstaka áætlun fyrir hverja tegund véla, og leggja hana siðan fyrir flug- málastjórn til samþykktar. — Hvað felst i rauninni i þessari skoðunaráætlun? — Sérhver skoðunaráætlun felur i sér takmarkanir á gang- tima allra tækja og alls út- búnaðar flugvélarinnar, hreyfla og skrúfna, auk timatakmarkana fyrir skoðanir sjálfrar flugvélar- innar, ásamt flyrirmælum um, hvað og hvernig skoða skuli. Allar þessar skoðunaráætlanir eru háðar stöðugum breytingum, og hver breyting verður að sam- þykkjast af flugmálastjórn. Eru þær breytingar einkum fólgnar i auknum eða minnkuðum gang- tima, breyttri skoðunaráætlun eða breytingum á flugvélunum. Þessar breytingar eru einkum knúðar fram af tveimur ástæðum, fjarhagsástæðum, og / eða öryggisástæðum. Það er mikill fjárhagslegur hagnaður fyrir flugfélögin að hafa eins langan gangtima og öryggið leyfir. Til þess að fylgjast stöðugt með lofthæfni flugvéla flugfélaganna, hefur flugmálastjórnin eftir- farandi leiðir til þess að afla sér gagna og gæta öryggis flugfar- þega og áhafna: I. Fylgjast með skoðunum flug- vélanna i flugskýli, þaö er að segja að fara yfir skoðunar- skýrslur og viðhaldsbækur, skoða flugvélarnar og fylgjast með flugvirkjum i starfi. II. Flugfélögin gefa reglulega skýrslur um öll óhöpp, sem henda, svo sem bilun hreyfils á flugi, aðrar meiriháttar bilanir og annað, er lofthæfi varðar. III. FJugmálastjórnin gerir skoðanir á flugvél fyrir flug, fer yfir skoðunarskýrslur og við- haldsbækur og fylgist með flug- virkjum og flugvélastjórum gera skoöun fyrir flug. IV. Fljúga skal með flugvélun- ikarsson igamiklum inu um sem áhafnarmeðlimur og fylgjast með skoðun flugvél - stjóra fyrir hvert flug og flug- virkja á hverjum flugvelli, sem lent er á. V. Fylgjast með þjálfun flug- virkja og aðstoða við réttinda- veitingu handa flugvirkjum og flugvélstjórum. VI. Heimsækja og fylgjast reglu- lega með viðgerðarverkstæðum flugfélaganna og annarra aðila, sem sjá um viðgerðir fyrir flug- félögin, bæði innan lands og utan. Einnig fylgjast með geymslu- rýmum flugvélavarahluta og tækjum og aðferðum oliufélag- anna við fyllingu eldsneytis. Cargolux — Þú minntist þarna áðan á Cargolux. Hvað er það? — Cargolux er flugfélag, sem hefur aðsetur i Luxemburg. Eig- endur þess eru islenzkir aðilar að nokkru leyti, enn fremur Luxair, og sænskt fyrirtæki að hluta. Flugvélarnar eru islenzkar, það er hinar gömlu flugvélar Loft- leiða, Rolls Royce flugvélarnar, C.L. 44. Cargolux er nú með Framhald á bls. 19 Grétar H. óskarsson, flugvélaverkfræðingur. Tfmamynd: Róbert. N'ú á að veita vel. og ostur er ómissandi Eigum við að bjóða ostapinna með fordrykknum? Byrja á ostasúpu? Gæða okkur á ostakjúklingi? Bera fram ostabakka til að gogga í með samræðunum? Fá okkur ostafondue. heitt ostabrauð eða ost- borgara eftir miðnætti? Ostur kemur alls staðar til greina. þeg- ar gera skal góða veizlu. Það gerir fjölbreytni i fram- boði og sú stað- reynd að ostur .iJwr 'jj SlVUOR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.