Tíminn - 19.05.1973, Side 25

Tíminn - 19.05.1973, Side 25
Laugardagur 19. mai 1973 TÍMINN 25 Húsmæðraskólinn að Laugum Allir nemendurnir hlutu hæstu einkunn fyrir hegðun Siðara námstimabili Hús- mæðraskóla S.-bingeyinga að Laugum lauk 12. mai s.l. Eins og kunnugt er af fréttum var skólinn rekinn með ólikum hætti i vetur, en verið hefur. Var FERMING Fermingarbörn á ólafsfirði sunnudaginn 20. mai 1973 Aslaug Stefánd., Hliðarv. 53 Björn V. Gislas., Gunnólfsg. 8 Einar Amundas. Strandg. 11 Erla Aðalgeirsd., Krikjuv. 14 b Guðm. Garðarss., Brekkug. 25 Guðm. Guðm.son, Brekkug. 23 Guðný Pálmad., Karlstöðum Gunnar Randverss, Kirkjuv. 11 Gunnlaug Kristjánsd., Fornbrekkuv. 8 Helga Kristinsd., Aðalg. 28 Hugrún Jóhannesd., Kálfsárkoti Inga Astvaldsd., Ólasv. 16 Jón A. Konráðss., Burstabr. Kristinn Jónss. Ólafsv. 5 Magnús Guðnas. Hliðarv. 18 Margrét Bjarnad., Túngötu 5 Ólafur Sigurðss., Hliðarv. 16 Reynir Arngrimss Kirkjuv. 4 Sigriður Stefánsd., Kirkjuv. 18 Sigurjón Magnúss., Vesturg. 13 Sigurlaug Ólafsd., ólafsv. 14 Sigursveinn S. Marinóss, Þverá Sólrún Pálsd., Vesturg. 10 Valur Þ. Hilmarss. Fornbr.vegi 13. Orn Magnússon, Ólafsv. 21. Bessastaðakirkja Fermingarbörn sunnudaginn 20. maí kl. 2 Stúlkur: Helga Björg Hallgrimsdóttir, Breiðabólsstöðum. Kristin Guðný Sigurðardóttir, Túngötu 14. Maria Guðmundsdóttir Norðdahl, Nóaflöt 5 Garðahr. Drengir: Gunnar Þór Guðjónsson, Eskihlið 16, Reykjavik. Jón Guðlaugur Sveinsson, Tjarn- arbakka. Ólafur Einarsson, Gesthúsum. Borgarneskirkja Ferming sunnudaginn 20. mai 1973 Kl. 11.00 Benjamin Láruss, Fjelsted, Gunnlaugsg. 20 Bjarni K. Þorst.son Böðvarsg. 9 Einar V. Ingolfss., Borgarbr. 28 Ellert Gissurars., Breiðdal, Þórólfsg. 3. Garðar Þ. Gislas., Þórunnarg. 5 Guðr. Jónasd., Bröttug.4 Júliana Jónsd., Skúlag. 15 Kristin I. Geirsd., Þorsteinsg. 6 Kristmar J. Ólafsson, Kveldúlfs- götu 12 Rósa Ragnarsd., Skúlag. 14 Sigriður M. Sverrisd., Gunnlaugsg. 6 A Sverrir Þ. Sverriss. Gunnl.g. 6 A Þór Indriðason, Kjartansg. 4 Kl. 2:00 Guðrún M. Teitsd., Þórunnarg. 4 Guðrún Kristjánsd., Egilsg. 10 Gunnar Kjartanss. Borgarbr. 23 Ingim. E. Grétarss., Böðvarsg. 1 Jenny L. Egilsd., Gunnlaugsg. 10 Jóhanna Lára Óttarsd., Sæunnarg. 11 Jón V. Gislas., Þórólfsg. 12 A Kári Jóhannsson Waage, Böðvarsg. 13 Kristján Kritjánsson, Brákarg. 13 Ómar B. Haukss. Böðvarsg. 8 Ólöf H. Jónsd., Böðvarsg. 19 Pálmi Guðmundsson, Þorsteins- götu 17 Pétur Sverrisson, Sæunnarg. 9 Sigurlaug B. Guðnadóttir, Kveld- úlfsgötu 23 Þórður H. Jónss., Böðvarsg. 8 Séra Halldór S. Gröndal honum skipt i tvö námstimabil Hinu fyrra lauk 15. desember og var það sniðið við þarfir framreiðslufólks. Sfðara námstimabilið hófst 10. janúar og var með venjulegum hætti húsmæðrafræðslu, að öðru leyti en þvi, að nú var i fyrsta sinn i sögu skólans, ekki kenndur vefnaður. Þetta siðara námstimabil sóttu 20 nemendur og hafa þvi 40 nemendur stundað nám við skólann i vetur Auk þess nutu nemendur 4. bekkjar gagnfræða- stigs Héraðsskólans náms i mat- reiðslu i Húsmæðraskólanum, þrjá tima i viku. Þeir voru 47. Fastir kennarar skólans, auk Jóninu Bjarnadóttur, skólastjóra, eru aðeins tveir, Fanney Sigtryggsdóttir handavinnukenn- ari og Hjördis Stefánsdóttir húsmæðrakennari. Stundakennarar á þessu siðara námstimabili voru, Páll H. Jóns- son, sem fiutti erindi um bók- menntir og notkun bóka, tvo tima i viku, Friðrik Jónsson, sem kenndi söng, einn tima i viku og Sigurður Viðar Sigmundsson, sem kenndi sund. Hinn 10. mai s.l. heimsóttu skólann 20 ára og 10 ára nemend- ur og færðu honum góðar gjafir. Einnig gáfu nemendurnir, er kvöddu skólann að þessu sinni, peningaupphæð til aukinnar prýði á nemendaherbergjum. Þann 11. mai var sýning á handavinnu nemenda og sóttu hana margir gestir, þrátt fyrir vonda færð á vegum. Alls voru unnir i saumum og handavinnu 264 munir og i föndri 100 munir. Föndur kenndi frú Hjördis Stefánsdóttir. 7 Hinn 12. mai sleit svo skóla- stjóri skólanum að viðstöddum öllum nemendum, kennurum og nokkrum gestum. Hæsta aðaleinkunn við brottfararpróf hlaut Elin Eydal, Böðvarsnesi i Fnjóskadal, 9,06. Árlega viðurkenningu Lions- klúbbsins Náttfara, fyrir hátt- prýði og þegnskap i skólanum, hlaut Guðriður Valtýsdóttir, Bröttuhlið i Svartárdal. Reynslan af þessu fjögurra mánaða námstimabili i hús- mæðrafræðslu var mjög góð. Námsmeyjar sýndu jafnan og vakandi námsáhuga og lögðu sig fram um að njóta þeirrar fræðslu, sem kostur var á. Við brottfararpróf hlutu allir nemendur skólans hæstu einkunn, sem gefin er, fyrir hegðun. Þessi skipting skólans i tvö námstimabil hefur mælzt ágæt- lega fyrir og nemendur verið mjög jákvæðir gagnvart fyrir- komulaginu. Sú breyting hefur orðið á skóla- nefnd Húsmæðraskólans, að Karl Kristjánsson fyrrv. alþingismað- ur, sem verið hefur formaður nefndarinnar i fjölda ára, lét af þvi starfi samkvæmt eigin ósk. I hans stað hefur menntamálaráð- herra skipað sér Sigurð Guð- mundsson, prófast á Grenjaðar- stað. Biskup: Biðjum þess að jarð- eldum sloti og byggð megi aftur blómgast í Heimaey BISKUP Islands hefur ritað prestum landsins bréf varðandi hinn árlega bænadag 27. mai n.k. og mælzt til þess, að flutt verði i kirkjum landsins þakkargjörð fyrir vernd hans er gosið hófst fyrirvaralaust i Heimaey. Bréf biskups er svohljóðandi: ,,Ekki þarf að minna á það, að islenzka þjóðin hefur á þessu ári lifað ein hin mestu tíðindi, sem orðið hafa i sögu hennar af náttúrunnar völdum. Eldgos hafa orðið hér mörg, fá meinlaus, en sum hafa valdið þungum búsifj- um. En aldrei áður hefur jarðeld- ur hér á landi sótt úr návigi að þviliku fjölmenni sem i Vest- mannaeyjum i vetur. Svo margir Islendingar hafa aldrei i einu ver- iði bráðum lifsháska. Hitt er ekki siður vist, að undursamlegri björgun hefur ekki átt sér stað i sögu landsins. Þegar þessir atburðir voru ferskir, mæltist ég til þess, að flutt væri i kirkjum landsins þakkargjörð fyrir augljósa vernd Guðs hina miklu örlaganótt, þeg- ar Vestmannaeyingar urðu fyrir- varalaust að flýja undan þeim eldi, sem brauzt út að kalla undir fótum þeirra, og hin margvisleg- ustu atvik unnu saman að þvi, að þeir komust úr allri hættu á undraskömmum tima. Jafnframt skyldi beðið fyrir þeim, að þeir mættu heilir komast fram úr þeim erfiðleikum, sem biðu þeirra. Nú nálgast hinn árlegi bæna dagur, 5. sd. e. páska, sem er 27. mai. Ég geri ekki ráð fyrir þvi, að neinum þyki óeðlilegt, að bæna- dagurinn sé að þessu sinni helgaður þvi efni, sem hugur þjóðarinnar hefur snúizt mest um undanfarna mánuði. Ég leyfi mér að óska þess, að vér rifjum þá upp og þökkum Guði það, að þessi mikla vá varð engum að fjör - tjóni, þvi það er ein þeirra stað- reynda islenzkrar sögu, sem aldrei skyldi úr minni falla. Hins skulum vér einnig miiinast, að Vestmannaeyingar hafa átt mik- illi raun að mæta, sem enn er ekki á enda. Þvi skulum vér biðja þess, að þeir komist fram úr erfiðleikum sinum óskaddir and- lega sem likamlega. Þökkum og öll drengileg viðbrögð innlendra og erlendra manna. Biðjum þess, að þjóðin standi einhuga saman á hverri reynslustund og vitkist og þroskist af öllum vanda. Biðjum þess, að jarðeldinum sloti að fullu sem fyrst og að byggð megi aftur blómgast á Heimaey. Biðjum með skáldinu: Hlifi þér, ættjörð, Guð i sinni mildi. Sigurbjörn Einarsson Tíminn er 40 síður alla laugardaga og sunnudaga. — Askriftarsíminn er 1-23-23 13 ára stúlka óskar eftir plássi i sveit. Hefur verið i sveit áður. Upplýsingar í sima 35924. Helgi S. Bergmann opnar málverkasýningu i Ilallveigarstöðum. Sýnir hann þar 50 oliumyndir og nokkrar vatnslitamyndir. Flestar mynda Helga eru landslagsntyndir, m.a. myndir frá Vestmannaeyjum. Sýningin verður opnuð á sunnudag kl. 4. Arsþingi flugumferða- stjóra lokið 12 ársþingi Alþjóðasambands félaga flugumferðarstjóra lauk siðdegis, fimmtudaginn 10. mai s.l. en það hafði þá staðið frá þvi á mánudaginn 7. mai. Við stjórnarkjör var Olafur H. Jónsson, fyrrverandi formaður FIF (félag islenzkra flug- umferðarstjóra) kjörinn 1. varaforseti sambandsins, i stað J.D. Thomas frá Rodesíu, sem ekki gaf kost á sér af heilsufars- ástæðum. Aðrir i stjórn sam- bandsins voru allir endurkosnir og er þvi forseti sambandsins áfram J.D. Monin. Tvö ný flugumferðarstjóra- félög fengu inngöngu i sam- bandið, þ.e. flugumferðarstjóra- félögin i Ghana og Guyana, og eru þá aðildarfélögin 38. Meðal markverðustu niður- staðna þingsins má nefna að IFATCA telur að greina beri milli bráöabirgðaráðstafana og fram- tiðarráðstafana vegna flugum- ferðarjöfnunar. Þó að slik um- ferðarjöfnun sé réttlætanleg miðað við þær aðstæður, sem víða eru i dag, ber að auka flutningsgetu flugstjórnar- kerfisins með uppsetningu full- kominna tækja, þar sem miklir umferðarhnútar myndast. Þannig mætta minnkað aðskilnað milli flugvéla og stórauka það flugumferðarmagn sem kerfið þyldi. Samþykkt var að undirbúa þátttöku sambandsins á rann- sóknum á andlegu álagi á flug- umferðarstjóra, stofnun nýrrar fastanefndar sambandsins um lagalegar hliðar starfs flugum- ferðarstjóa, sem fjallaði meðal annars um lagalegan rétt þeirra flugumferðarstjo'ra, sem yllu árekstri flugvéla. Einnig var samþykkt, að sam- bandið beiti sér fyrir lækkun eftirlaunaaldurs flugumferðar- stjo'ra, en hann er viða enn sá sami og annarra opinberra starfsmanna, þó að flugum- ferðarstjórar vegna hinna ströngu heilbrigðiskrafa endist, sem slikir, varla lengur enn til 55 ára aldurs. Þess má geta að samþykkt var að meðlimafélög, hver i sinu landi, beiti sér fyrir að stjórnvöld fullgildi alþjóðlegan samning um varnir og viðbrögð gegn flugvélaránum. Næsta ársþing IFATCA verður haldið i Tel Aviv i tsrael gjöfin sem gleður allir kaupa hringana hjá Skólavörðustig 2 M -- — - ■ - ■ * bd M C"1 Fjölbreytt úrval af gjafavör- Z* 'I ^i um úrgulli/ sijfri/ pletti, tini o.fU £2 M C"1 M Vestmannaeyingar! M r<» b<a M (•■I C<» M P<» bd P<» M P<» KmI Steingrímur Benediktsson gullsmiður hefur fengið aðstöðu í GULLSMIÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðinsgötu 7 — Rafhahúsinu Sími 20-0-32 Trúlofunarhringar önnumst viðgerðir á skartgirp- pS um. —Sendum gegn póstkröfu. *"* GULLSMÍÐAVERKSTÆÐI ÓLAFS G. JÓSEFSSONAR óðinsgötu 7 — Rafhahúsinu M p<» ImI P1 M P1 M M M PIMPIPIMMMMMMPIPIPIPIMMMPIMMPIMMríMMPIPIMPIPIMMPIMMMM MMMMMMb4IidMliilMMMMMMb<MMMMMMMMb<IMMMMMMMMMIiilMM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.