Tíminn - 19.05.1973, Side 23
Laugardagur 19. maí 1973
TÍMINN
23
Frá vinstri: Guðmundur Björnsson yfirlaeknir augndeildar Landakotsspftala, Systir Hildegarde, prior-
inna, Bjarni Jónsson yfirlæknir Landakotsspitala, Einvarður Hallvarðsson gamalkunnur Lionsmaður,
Hjalti Þórarinsson læ'knir, formaður Lfknarnefndar Lionssamtakanna, og loks Þorvaldur Þorsteinsson
Lionsmaður. A myndinni sést örlitill hluti hinna nýju augntækja. (Tfmamynd: Hóbert)
FRAMTAK ER MARKAR
ÞÁTTASKIL í SÖGU SJÓN
VERNDARMÁLA Á ÍSLANDI
Lionssamtökin afhenda augndeild Landakotsspítala
5 milljónir að gjöf til kaupa á augnlækningatækjum
— ÞETTA framtak mun óefað
marka þáttaskil i sögu sjónvernd-
armála hér á landi. Ekki ein-
göngu vegna bættrar aðstöðu til
að lækna augnmein og rannsaka
þau, miklu fremur vegna þeirrar
stefnubreytingar i sjónverndar-
málum, sem hrundið var af stað
fyrir ykkar tilstilli. — Þetta sagði
Guðmundur Björnsson dr. med.,
yfirlæknir augndeildar Landa-
kotsspitala (St. Jósefsspitala) i
ræðu, sem hann flutti við það
tækifæri, er Lionssamtökin á
Islandi afhentu spitalanum augn-
skoðunartæki að gjöf i gær
Augndeild Landakotsspitala,
sem er sú eina sinnar tegundar
hér á landi, var stofnuð fyrir fjór-
um árum. Hefur fjárhagur
hennar alla tib verið mjög þröng-
ur og hefur þvi verið erfitt um
tækjakaup. En gjafir hafa borizt
allviða að, og þá helzt frá Lions-
mönnum. I gær afhentu þeir
augndeildinni enn eina gjöfina, og
i þetta sinn sannkallaða stórgjöf.
Landssöfnun fór fram til öflunar
fjár til þessarar gjafar 15. og 16.
april i fyrra, með sölu „Rauðu
fjaðrarinnar”. Alls söfnuðust
milli 5 og 5,5 milljónir króna.
Augntæki þau, er keypt voru
fyrirþetta fé, eru flest komin og
verða öll væntanlega komin i
notkun eftir nokkra mánuði.
Meginhluti tækjanna fer til augn-
deildar Landakotsspitala, en hitt
til sjónverndarstöðva úti á landi
— á eina fimm staði. Segja má, að
hér sé aðallega um tvenns konar
tæki að ræða: Tæki til augn-
skurðar og augnrannsóknatæki.
Sá Guðmundur Björnsson yfir-
læknir um val þeirra, en Arni
Arnason, forstjóri Austurbakka
Útvarpsskákin
milli Noregs
og íslands
Keppendur: Terje Vibe
(hvitt) og Gunnar Gunnars-
son (svart).
Fyrstu fimm leikirnir:
1. e2-e4 c7-c5
2. Rgl-f3 d7-d6
3. d2-d4 c5-xd4
4. Rf3xd4 Rg8-f6
5. Rbl-c3 a7-a6
h.f., sá um að panta þau. Af-
hendingarfrestur á augnrann-
sóknartækjum er venjulega mjög
langur, eða allt að þrjú ár, en
fyrir einstakan velvilja framleið-
enda tókst að stytta hann i þessu
tilfelli niður i 1-1 1/2 ár. Þetta eru
afar vönduð tæki og koma m.a.
frá Haag-Streit verksmiðjunum i
Sviss (völdundarsmið), frá Bret-
landi (einkum augnskurðtæki),
augnþjálfunartæki frá Þýzka-
landi (til að þjálfa saman augu
rangeygðra barna) og glákupróf-
unartæki frá Bandarikjunum Þá
má nefna frystitæki til meirihátt-
ar skurðaðgerða og rafsegultæki
til að ná flisum úr auga. Mörg
tækjanna hafa þegar verið tekin i
notkun á skurðstofunni.
Einnig kom fram i ræðu Guð-
mundar Björnssonar, að nú er
unnið að þvi að færa út starfsemi
augndeildar Landakotsspitala og
koma á fót göngudeild eða sjón-
verndarstöð fyrir augnsjúklinga.
Húsnæði er þegar fengið i ná-
grenni spitalans og undirbúning-
ur hafinn að starfrækslu. Eitt-
hvað af hinum nýju tækjum verða
notuð á þessari hliðardeild augn-
deildarinnar. Verkefni hennar
verður margþætt m.a. að fylgjast
með augnsjúklingum eftir að þeir
útskrifast af spitalanum. En hún
á ekki siður að vera rannsóknar-
stöð augnsjúkdóma fyrir fólk
hvaðanæva að af landinu, og þá
ekki sizt glákuleitar- og lækn-
ingastöð. 1 stöðinni á og að vera
augnþjálfun fyrir rangeygð börn.
Nú mun vera hægt, - með þeim
tækjabúnaði, sem hér er i dag, —
að hefta hinn alræmda glákusjúk-
dóm að koma i veg fyrir að fólk
missi sjónina af völdum hans.
Þetta mun vera fyrsta verk-
efnið, sem Lionssamtökin á
tslandi beita sér fyrir, en verkefni
þetta var ákvebið á Landsþingi
Lionsklúbbanna i landinu (sem
nú eru yfir 60) árið 1971. Fyrstu
Lionsklúbbarnir voru stofnaðir
1923, og hefur það ætið verið
meginhlutverk þeirra að þjóna
sjúkum og bækluðum, og þá sér-
staklega blindum, eða þeim, er
þjást af augnsjúkdómum.
— Stp
O Herskip
veg fyrir veiðar brezku tog-
aranna, sigldu þeir út fyrir hið
umdeilda svæði snemma á
fimmtudagsmorgun. Skip-
stjórarnir töldu ekki öruggt að
halda veiðum áfram án herskipa-
verndar. 1 gærkvöldi (þ.e.
fimmtudagskvöld) fór Josep
Goddard til Hull, þar sem hann
átti fund með samvinnunefnd
brezka fiskiðnaðarins. Eftir þann
fund var gefin út yfirlýsing þar
sem segir m.a. að útgeröarmenn
togaranna muni gera allt,sem i
þeirra valdi standi, til að fá
togaraskipstjórana til að fara á
miðin við Island á ný. Ef til
alvarlegra árekstra komi á al-
þjóðlegu hafsvæði njóti brezka
stjórnin algjörs stuðnings brezka
fiskiðnaðarins í hvaða að-
gerðum sem hún telur að gripa
þurfi til.
0 Ricky
Madrid 15.-16. september og i þá
ferð fara væntanlega 4-5 beztu
frjálsiþróttamenn okkar og keppa
i aukagreinum i sambandi við
tugþrautarkeppnina.
Unglingalandsliöið keppir við
Dani i Kaupmannahöfn 28.-29.
ágúst og tilkynnt hefur verið þátt-
taka i Evrópumeistaramóti ungl-
inga i Duisburg i V.-Þýzkalandi
dagana 23.-26. ágúst. Lágmörk
hafa verið sett og ekki er gott að
segja nú, hve margir fara
þangað, en viö vonumst til að það
verði a.m.k. 4-6 keppendur.
1 fyrra tók islenzka landsliðið i
fyrsta sinn þátt i keppni, sem
nefnd er Kalott-keppnin og það
eru Norður-Noregur, Norður-
Sviþjóð og N.-Finnland, sem
keppt hafa, en i fyrra bættust Is-
lendingar i hópinn. Þessi keppni
verður i Finnlandi i sumar. Þátt-
taka i henni er dýr og enn er ekki
endanlega ákveöið hvort verður
af islenzkri þátttöku.
Loks munu islenzk börn taka
þátt i Andrésar Andar-leikjunum
eins og undanfarin sumur, en þeir
fara fram i Kóngsberg i Noregi 1,-
2. sept. 1 fyrra voru send 4 börn,
sem stóðu sig með mikilli prýöi,
hlutu þrenn gullverðlaun.
© AAilan
leikmenn Leeds, eins og sigur-
vegara. A.C. Milan hefur sigrað i
Evrópukeppni bikarhafa tvisvar
sinnum, árið 1968 og nú i ár. Þá
hefur AC. Milan unnið Evrópu-
keppni meistaraliöa, árið 1963 og
1969. Liðið er heimsfrægt og i þvi
leika margir landsliðsmenn.
Frægastir eru V.-Þjóðverjinn
Schellinger og italski landsliös-
maðurinn Rivera, sem er talinn
einn bezti knattspvrnumaður i
I heimi.
© Slökkvistöðín
Hinsvegar er það ömurleg stað-
reynd, að Reykjavikurborg skuli
alltaf standa fyrir dýrustu bygg-
ingunum, sem hér eru reistar. Ég
held að enginn einstaklingur i
þessari borg myndi leyfa sér að
fara á þennan hátt með eigið fé,
ográðamennborgarinnar verða að
gera sér grein fyrir þvi, að þeir
BARNALEIKTÆKI
*
ÍÞRÓTTATÆKl
VélavarkctaSI
BERNHARDS HANNESS..
Suðurlandtbraut 12.
Sbni 35810.
Trúlofunar-
HRINGIR
Fljótafgreiðsla
Sent i póstkröfu
GUDMUNDUR
ÞORSTEINSSON
gullsmiöur
Bankastræti 12
eru að fara með fé þessara sömu
einstaklinga, þótt komið sé í sam-
eiginlegan sjóð.
Svo sem að framan var sagt, þá
greiddu aðeins borgarfulltrúar
Sjálfstæðisflokksins atkvæði með
þvi að semja um smiði þessa
mannvirkis á tvöföldum bygg-
ingakostnaði venjulegrar ibúðar.
Má þvi segja að þeir beri ábyrgð
á þvi, að hjáleigan er orðin dýrari
en höfuðbólið. jg
ftl
Fyrirligg jandi
og
væntanlegt
Nýjar birgðir
teknar
heim vikulega
Sponaplötur 8-25 mm
Plasthúðafiar spóna-
plötur 12-19 mm
Harðplast
Hörplötur 9-26 mm
Hampplötur 9-20 mm
Birki-Gabon 16-25 mm
Beyki-Gabonló 22 mm
Krossviöur:
Birki 3-6 mm, Beyki
3-6 mm, Fura 4-12 mm
Harðtex með rakaheldu
Itmi 1/8' '4x9'
Harðviður:
Eik' (japönsk, amerisk,
áströlsk), Beyki
(júgóslavneskt, danskt),
Teak, Afromosia, Iroko,
Maghony, Palisander,
Oregon Pine, Gullálmur,
Ramin, Abakki, Amerisk
hnota, Birki 1 og 1/2"
til 3", Wenge
Spónn: Eik, Teak, Pine,
Oregon Pine, Fura,
Gullálmur, Álmur, Beyki,
Abakki, Askur, Afromosia,
Koto, Amerisk hnota,
Maghony, Palisander,
Wenge
Verzlið þar sem
úrvalið er mest
og kjörin bezt
JÓN LOFTSSON HF
Hringbraut 121 fS110 600
Reykjavík - Álftanes
Frá og með 19. mai verða ferðir sem hér
segir: Þriðjudaga og fimmtudaga frá
Reykjavik kl. 13.30 og kl. 18.30. Frá
Landakoti kl. 14. og kl. 19.00.
Landleiðir.
Hestamannafélagið Máni
heldur sina árlegu firmakeppni laugar-
daginn 19. mai 1973 á Mánagrund við
Garðveg. Hefst hún kl. 14.00.
/ Dagskrá:
1. Hópreið Mánafélaga.
2. Keppni i A-flokki um Kaupfélagsbikarinn.
3. Keppni i B-flokki um Sörlabikarinn.
4. Keppni unglinga innan 16 ára, verðlaunapeningar.
Fjáröflunarnefnd Mána.