Tíminn - 02.06.1973, Qupperneq 5

Tíminn - 02.06.1973, Qupperneq 5
Laugardagur 2. júni 1973. TÍMINN 5 3V pillur á dag og kampavín með Allt, sem Jackie Onassis snertir við verður að peningum (fyrir aðra). Þvottanóturnar hennar eru seldar sem minjagripir fyr- ir stórar upphæðir, og ef maður fær vinnu hjá Onassishjónun- um, þó ekki sé nema i örfáa daga getur maður skrifað minningar sinar og orðið vell- auðugur á eftir. Christian Cafarakis, sem var mörg ár i þjónustu Ari Onassis hefur gefiö út bók, sem heitir Hin ótrúlega Jackie. í þau fjögur ár, sem Jackie og Ari hafa veriö gift hafa þau ferðazt mikiö, en þau hafa aldrei dvalizt á hóteli, og ástæðan er einfaldlega sú, að það er ekki auðvelt að fá það hótel, sem hefur upp á aö bjóöa allan þann lúxus og öll þau þæg- indi, sem Jackie vill hafa kring um sig. Það eru ekki til þær hallir i heiminum, sem hún get- ur ekki sett út á á einhvern hátt. Til dæmis verða koddarnir aö vera af ákveöinni stærö, og gólf- teppin úr mjúkasta móhair. Þaö eiga að vera bláir skermar á ljósunum, og þess vegna hefur hún með sér óteljandi öskjur i hvert skipti, sem hún fer eitt- hvaö, til dæmis til þess aö dvelj- ast um stuttan tima hjá systur sinni i London, Lee, eöa hjá ein- hverjum öðrum vinum sinum. Þá hefur hún meö sér lök og kodda og ótal aðra smáhluti til þess aö gerá sér lifið bærilegt. Aö þessu öllu komst Ari strax fyrstu nóttina, brúökaupsnótt- ina um borð i Christinu. Jackie vildi ekki sofa i hjónarúminu af þvi rúmfatnaðurinn var ekki nægilega mjúkur. Þar við bætt- ist aö hann var einlitur, en hún vill hafa rúmfötin sin munstruö Ari varð að panta þaö sem við átti frá New York, og strax næsta dag var allt komið á sinn stað um borð i snekkjunni. Allar venjur hjónanna eru ólikar. Jackie fer á fætur klukkan átta og fer i sturtu, en þaö myndi Ari aldrei detta i hug. Ari færi aldrei á fætur fyrir klukkan tólf, ef hann gæti komizt hjá þvi, og helzt liggur hann i rúminu fram til klukkan þrjú. Jackie vill vera búin að fá morgunmatinn til sin klukkan niu, og þá vill hún lika fá bandarisku morgunblööin, og það þýöir, að sækja verður blöö- in með þyrlu til Korfu á hennar reikning. Maturinn verður aö vera nákvæmlega eins og hún vill hafa hann, og bleikt kampa- vin verður alltaf að fylgja. Þegar hún fer aö sofa á kvöldin, veröur þaö aö standa á nátt- boröinu lika. Jackie er mjög nákvæm varöandi útlit sitt og klæðaburö. Hún gaf Olgu, þjónustustúlku sinni fyrirmæli um, að strauja og hreinsa öll hennar föt að minnsta kosti einu sinni I viku. Allt verður að vera á sinum stað, svo hún þurfi ekki að leita aöneinu. Þetta gat Olga lært, en hún átti erfiöara meö aö muna allt um fiöskurnar, túburnar og öskjurnar, sem i voru meðölin og töflurnar, sem Jackie tekur inn. Þetta átti allt að standa i röð á hillunni i baö- herberginu. Gular pillur til þess að sofna af, rauöar til þess að geta vaknað. Svo voru þaö hvit- ar pillur, sem áttu að halda blóðrásinni eðlilegri, og grænar pillur tekur hún inn til þess aö maturinn meltist á réttan hátt. Ofan á allt þetta bætast svo vftamintöflurnar. Olga reiknaði út, aö samtals tæki Jackie inn 30 töfiur á dag til þess aö halda ér i formi. Svo þurfti að hafa reglu á ilmvötnunum og hárkollunum, sem Jackie notar. Það var Alexander, hárgreiöslumeistari i Paris, sem hafði greitt koll- urnar, eftir ósk Jackiear. Jackie notar hárkollur vegna þess aö hár hennar er bæði þunnt og slétt. Olga varö að gera uppdrátt til þess aö henni tækist að muna, hvar allir hlutir áttu að vera, og svo hún fengi ekki skammir frá húsmóöur sinni fyrir að koma ekki öllu fyrir á réttan stað. A hverjum degi baðar Jackie sig upp úr mjólk, en þaö hefur löngum ver- ið taliö mjög gott fyrir húðina. En þrátt fyrir það, að hún hugs- ar svona mikið um útlit sitt not- ar hún mjög sjaldan snyrtivör- ur. Þegar hún svo notar snyrtivörur, þá notar hún þær eftir öllum kúnstarinnar regl- um, og meira að segja notar hún þá gervineglur. Astæöan er sú, að hún nagar sinar eigin neglur. Þegar Ari haföi verið kvæntur Jackie i einn mánuð varð hon- um ljóst, aö hann þurfti aö greiöa 30.000 dollapa á mánuði i fatnaö handa henni. Ef Ari fell- ur ekki það, sem Jackie hefur hugsaö sér aö kaupa, kaupir hún þaö ekki, vegna þess, að hann langar ekki til þess aö klæöast fatnaði, sem manni hennar fell- ur illa.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.