Tíminn - 02.06.1973, Qupperneq 25
Laugardagur 2. júni 1973.
TÍMINN
25
o Þau lifa
niöur i störf eftir aldri. Þar vinna
ungir og gamlir hliö viö hliö, og
gefst oftast vel.
— Laöast börnin hér hvert aö
ööru eftir þroska og getu fremur
en aldri?
— Viö höfum veitt þvi athygli,
aö einstakir nemendur dragast
saman og vilja vinna saman.
Þetta fer ekki endilega alltaf eftir
þroska, heldur ýmsum öðrum
félagslegum ástæöum, sem engu
siður ber aö taka tillit til.
Að láta
námsgreinar ,,skara".
— Nú kennið þið að sjálfsögöu
allt lögboðiö námsefni þessara
aldursflokka. En hvaö með sjálfa
stundaskrána?
— Það er alveg rétt, að viö
kennum, eða reynum aö kenna þá
viðmiðunarnámsskrá, sem ætluð
er börnum á þessum aldri. Aftur
á móti er hér ekki nein stunda-
skrá, sem kemur aö mestu af
sjálfu sér, þar sem um einstakl-
ingskennslu er að ræða og
nemendur eru misjafnlega fljótir
með sin verkefni.
Við höfum lika reynt að láta
námsgreinarnar skara eins mikið
saman og kostur er á. Hugsum
okkur nemanda, sem er að vinna
að átthagafræöi. Hann má vinna
verkið eins og honum bezt hentar,
getur til dæmis farið inn i
föndursstofuna og búiö þar til lik-
an af dýri. Þá er starfið oröið
bæði átthagafræði og föndur.
Margir lita svo á, að föndur sé
fyrst og fremst leikur, en það er
mikill misskilningur, þvi að það
er einmitt mjög mikil þjálfun og
menntun fólgin i þeirri vinnu. Sið-
an getur nemandinn farið með
dýrið, sem hann hefur veriö að
búa til, þangað sem skriftin fer
fram og skrifað þar lýsingu á dýr-
inu, það sem hann veit um það og
svo framvegis. Og það er þá
skriftarnámiö hans þann daginn.
Siðan getur hann farið með dýrið
inn i stærðfræðina, mælt það og
vegið og skrifað þær upplýsingar
hjá sér. Það er þetta, sem við
köllum að samþætta námið, það
er að segja að láta þætti þess
fléttast eins mikið saman og kost-
ur er á. Þannig getur föndur, átt-
hagafræði, lestur, skrift og reikn-
ingur þjónað einum og sama til-
gangi: að búa til dýr. Þetta verð-
ur miklu lifrænna fyrir börnin og
þau skilja, að allar þessar greinar
eru nauðsynlegar.
— Hafið þið orðið þess varir, að
nemendurnir hafi aðra tilfinningu
gagnvart skólanum og náminu en
nemendur annarra skóla?
— Já, ég þykist hafa orðið þess
var. Ég hef unnið að skólamálum
i 22 ár og lengst af i hefðbundnum
skóla, að sjálfsögðu. Hér er að
visu um mjög róttæka breytingu
að ræða, miklu róttækari en menn
almennt gera sér ljóst i fljótu
bragði, en ég tel mig hafa veitt
þvi athygli, og ég held kennararn-
ir lika, að nemendurnir hafi
miklu rikari tilfinningu fyrir þvi
hér en annars staðar, að það sem
þeir gera, eru þeir að gera fyrir
sjálfa sig. Smám saman öölast
börnin þá vissu, aö hver og ein
námsgrein er nauðsynleg vegna
annarra þátta. Ég tók áðan dæmi
af barni, sem er aö búa til dýr, en
nú skulum við sem snöggvast lita
þar inn, sem matreiðslukennslan
fer fram. Hér fá sjö, átta og niu
ára börn að baka, og það er
ákaflega vinsælt, en við höfum
lika reynt að láta það nám gripa
inn i aðra kennslu, eða að láta
bóklegu greinarnar gripa inn i
matreiðsluna, ef menn vilja held-
ur orða þaö þannig. Nemandi,
sem ætlar að fara aö baka, verður
fyrst að lesa uppskriftina, sem
hann ætlar aö baka eftir. Siöan
þarf hann aö vikta efnið og blanda
þvi rétt saman, áður en hann not-
ar þaö. Nú skilur sjö ára barnið,
að það þarf að kunna bæði að
skrifa og reikna til þess að geta
leyst af hendi þaö skemmtilega
verkefni að baka sér köku. Og þvi
eldri og þroskaðri sem nemand-
inn er, þvi rikari verður þessi til-
finning hjá honum. Það, sem viö
stefnum að, er að nemandanum
þyki námið skemmtilegt, og þótt
ekki væri neitt annað, sem vinnst,
þá er það ekki svo litið. Ef við
höldum áfram með dæmið um
eldhúsið, þá er hægt að læra þar
margt fieira en að lesa, vikta og
reikna. Það er lika hægt að fræð-
ast um það hvaðan kornið kemur,
nvernig það litur út á akrinum,
hvaöan eggin koma, hænsnarækt,
fugiaiif og sitthvaö fleira. Þannig
er hægt að tengja hlutina saman
og gera námið lifandi. En auðvit-
að er slik viöleitni margfalt létt-
ari, ef ekki þarf aö fylgja neinni
rígskoröaðri stundaskrá.
Aukið starf
kennarans.
— En er þetta ekki miklu erfið-
ara fyrir kennarann?
— Það er alltaf erfitt að byrja á
nýjum hlutum, ekki sizt, þar sem
ekki var við neina reynslu hér
heima aö styðjast, og allt var
hálfgert i lausu lofti. Þaö var að-
eins einn kennaranna, sem verið
hafði i slikum skóla erlendis og
svo ég nokkurn tima erlendis til
þess að búa mig undir þetta starf
hér. t vetur hafa kennararnir lagt
fram gifurlega mikla vinnu hér i
skólanum, og þaö held ég að sanni
meðal annars, aö þeir hafa haft
gaman af þvi að vinna undir
þessu formi. En alls staðar þar
sem þetta hefur verið reynt, hefur
það synt sig, að það er meiri
vinna fyrir kennarana. Þaö er að
visu ekki neitt undarlegt, þótt viö
höfum fundið mikiö fyrir annrik-
inu i vetur, þar sem við erum að
byrja á alveg nýjum hlutum og
höfum þurft að búa i hendurnar á
okkur sjálir.
— Hvað eru margir nemendur
hér i skólanum núna?
— Núna eru þeir 440 og þar af
eru 330 i þessu opna kerfi. Skólinn
er alveg tvisettur. Við byrjum hér
þegar klukkuna vantar tiu minút-
ur i niu á morgnana og erum til
hádegis með fyrri hópinn, en
seinni hópurinn kemur klukkan
eitt eftir hádegi og er til fjögur.
— Hversu marga kennara þurf-
ið þið i þetta?
— Við höfum ekki haft fleiri
kennara en við áttum rétt á eins
og um almennan skóla væri að
ræða. I allt hafa starfað hér i vet-
ur fjórtán kennarar, en margir
þeirra eru hlutakennarar, sem
ekki eru i fullu starfi.
— En hlýtur ekki þetta aukna
starf að kalla á fjölmennara
kennaralið?
— Erlendis hefur þeirri þörf
yfirleitt veriö svarað með þvi að
ráða aðstoðarfólk. Það eru þá
ekki lærðir kennarar, heldur fólk,
sem fengið hefur á námskeiði
þjálfun i þvi að hjálpa kennurum.
Það er þegar orðiö mikið af sliku
starfsliði bæði i Bandarikjunum
og Englandi.
— Hafið þið notið sliks hjálpar-
fólks?
— Við höfum ekki fengið að-
stoðarfólk inn i skólann á launum,
enda er ekki fordæmi fyrir sliku i
skólakostnaðarlögunum, en hins
vegar höfum viö haft sjálfboða-
liöa, sem hafa verið hér hjá okkur
i vetur. Eru það húsmæöur hér i
Fossvogshverfinu, sem hafa
komið til okkar og unnið hér mjög
gott starf. Þetta hefur eingöngu
veriö sjálfboðavinna, en hún hef-
ur komið skólanum ákaflega vel
og ég vona, að viö fáum að njóta
þessara ágætu kvenna framvegis,
jafnvel þótt okkur veröi leyft aö
ráða hingað aðstoðarfólk á laun-
um, sem viö aö sjálfsögðu vonum
að eigi eftir að veröa. Þvi að auk
þessaövera skólanum ómetanleg
hjálp, þá stuðlar þessi vinna
mæðranna aö auknum samskipt-
um og kynnum heimila og skóla,
og þaö eitt út af fyrir sig er mjög
dýrmætt.
Kennslan
nýtist betur.
— Það hefur komið fram hér, að
þetta nýja fyrirkomulag krefjist
mjög aukins starfs af kennurum.
Það hefur enn fremur komiö
fram, að þið hafiö komizt af með
sömu kennaratölu og samsvar-
andi hefðbundinn skóli. Táknar
þetta þá ekki það, aö hið nýja
skipulag nýti betur starfskrafta
hvers kennara?
— Alveg rétt. Þaö er einmitt
þetta, sem um er að ræða, að
starfskraftarnir nýtast á margan
hátt mun betur hér en i hefð-
bundnum skóla. Þetta liggur i
þvi, að i skólanum er stór hluti
nemenda, sem i rauninni stundar
sjálfsnám. Þaö er að segja nem-
endur, sem þurfa ekki nema mjög
litinn hluta af tima kennarans til
þess að geta unnið sjálfir. Það
hefur alltaf verið min skoðun, að
nemendur læri fyrst og fremst á
þvi að vinna. Nú, auðvitað eru
kennarar misjafnir eins og annað
fólk, en hafi kennaranum einu
sinni tekizt að vekja áhuga nem-
anda sins á verkefninu, þá heldur
nemandinn starfinu áfram, oftast
nær. Hjá okkur hefur þettta kom-
iö þannig út, aö sá stóri hópur
nemenda, sem getur unnið sjálf-
stætt, léttir þannig á kennaran-
um, að hann hefur miklu meiri
tima aflögu handa hinum, sem
seinfærari eru.
— Það væri gaman að heyra
íeira um samstarf kennaranna,
sem þú minntist litillega á fyrr i
þessu spjalli.
— Samstarf kennaranna er i
raun og veru grunnpunkturinn i
þessu öllu saman. A þvi byggist
raunverulega tilvera þessa fyrir-
komulags. t allan vetur höfum viö
haldiö vikulega fundi, þar sem
starfiö er skipulagt. Kennararnir
ræða þá saman um það, hvernig
þeir hugsa sér að leysa vinnuna af
hendi, en hún er iðulega skipulögö
viku fram i timann og stundum
meira. Kennararnir skiptast lika
á um að vinna þau verkefni, sem
mikiö starf liggur i. Þetta er allt
öðru visi i heföbundnum skólum,
þar sem maður veröur þess oft
var, aö hver kennari vinnur fyrir
sig, og svo eru margir menn að
vinna nákvæmlega sama hlutinn.
Eins er þetta i kennslunni
sjálfri. Ef eitthvert barn veldur
vandræðum eða á i erfiöleikum,
þá er þaö ekki vandamál neins
eins kennara út af fyrir sig, held-
ur hjálpast þeir aö þvi aö leysa
þann vanda,sem aö höndum ber.
Þannig bæta þeir hver annan upp
og miðla hver öörum af reynslu
sinni og þekkingu.
Mér hefur alltaf fundizt það
heldur neikvætt, þegar kennarar
einangrast með sinn hóp og telja
sér jafnvel skólann óviðkomandi
að öðru leyti. Hér er girt fyrir þá
hættu.
Þeim líður vel.
— Nú eru námsleiöi og náms-
þreyta ákaflega fræg fyrirbæri.
Hvernig virðist ykkur nemendun-
um liða i þessum skóla?
— Það er samdóma álit okkar,
að nemendum liöi hér yfirleitt
vel, og liggja til þess ýmsar
ástæöur. t fyrsta lagi er það eins
og ég var að segja áðan, að þeir
eru ekki hafðir hér undir neinni
pressu, heldur geta þeir fariö sin-
ar eigin leiöir og hafa þar býsna
frjálst val. Þó er annað, sem ég
tel að skipti miklu meira máli:
Hér fá nemendurnir að nota sitt
imynd,.narafl og skapa sjálfir, en
það er börnum ákaflega mikil
nauðsyn. Þau verða að fá að eiga
frumkvæðiö sjálf. Við höfum
foröazt að vera með mikla mötun
á efni, sem ég tel aö sé viða stund;
uð i alltof rikum mæli, þar sem
allt er lagt upp i hendurnar á
nemendunum, svo að þeir þurfa
ekki neitt að hugsa sjálfir, og læra
það jafnvel aldrei, sumir hverjir
að minnsta kosti. Við reynum aft-
ur á móti að þjálfa nemendur i þvi
aö hugsa og kenna þeim, hvernig
þeir eiga aö nema. Þetta veldur
þvi, að nemendunum liöur vel
andlega, ásamt hinu, sem ég
nefndi áðan, aö þeir fá útrás fyrir
sina sköpunarþrá, sem er hverju
heilbrigöu barni i blóð borin.
Bretar hafa mikla reynslu af
opnum skóla og þeir segja:
Menntun er fleira en lestur, skrift
og reikningur. Menntun á fyrst og
fremst aö vera alhliða undirbún-
ingur undir lifið.
Ef ég ætti að draga saman i
sem stytzt mál þau áhrif, sem
mér finnst þessi skóli hafa á börn-
in, sem hér eru, þá held ég að
segja megi, að þau lifi hér miklu
fyllra lifi. Þau fá aö vera börn og
að njóta þess að vera börn á
meðan þau eru það.
Svipar til gamla
farskólans okkar.
— Má ekki lika segja, að þessi
skóli sé gerólikur öllu ööru, sem
reynt hefur verið I kennslumálum
á tslandi?
— Segja má, að sjálf uppbygg-
ingin sé næsta ólik þvi sem tiðkast
i öörum skólum, en aftur á móti
er þessi skóli um margt mjög
skyldur gamla farskólanum. Það
er skemmtileg tilviljun, að þeir
menn, sem veriö hafa brautryðj-
endur að þessum skóla, hafa
fundið — án þess þó að þekkja
nokkurn skapaðan hlut til gamla
islenzka skólans — að einmitt þær
aðferðir, sem þar voru notaðar,
myndu henta vel á okkar dögum.
Gamla farskólaformið hentaði
okkur einkar vel á sinum tima og
sá árangur sem þar náðist var
tvimælalaust mjög góður. Við
noturii lika nokkuö úr bekkjar-
forminu, svo að.segja má að opni
skólinn njóti beggja þeirra skóla-
forma, sem reynd hafa verið á ts-
landi.
— Hvaö er likt meö opna
skólanum og farskólanum?
— Til dæmis þaö, aö á báðum
stööunum er blandað saman ár-
göngum. Að visu var það gert af
óhjákvæmilegri nauösyn aö hafa
til dæmis niu ára og tólf ára börn i
sömu stofunni hjá sama
kennaranum, en þar voru
hóparnir lika smáir og kennslan
varö nánast einstaklingskennsla.
— Að lokum, skólastjóri: Ætliö
þiö að halda þessari starfsemi
áfram, eða á þetta aðeins að
verða þessi tilraun?
— Við höfum fullan hug á þvi að
halda áfram með þetta fyrir-
komulag sem hér er, enda tel ég
að þaö eigi fullan rétt á sér, og
þaö miklu viðar en i þessari einu
stofnun. Þetta ætti ekki sizt að
geta komið aö góöum notum á
landsbyggöinni, sem ætla mætti
aö hefði miklu betri aðstööu til
þess að taka þetta upp heldur en
mjög stórir skólar.
— Gerið þið ráðfyrir aö fjölga
aldursflokkum hér i þessum
skóla?
— Já. Svo er ráð fyrir gert, að
hér geti vérið nemendur upp i tólf
ára aldur, þaö er aö segja, aö öll
kennsla á barnastiginu geti fariö
fram hér. Enn sem komiö er setur
húsrýmið okkur skoröur hvað
þetta snertir, en viö vonum aö
haldiö veröi rösklega áfram við
bygginguna, svo að þessi skóli
geti sem fyrst sinnt hlutverki sinu
til fulls.
Aö sjálfsögöu hefur þetta veriö
rætt viö ráðamenn, bæði þá sem
stjórna skólamálum Reykja-
vikurborgar og eins viö mennta-
málaráðuneytið. Þeir hafa kom-
ið hér, meðal annars mennta-
málaráðherra, á meöan' skólinn
var i starfi og litið á alla aöstööu
hér. Ég held að mér sé óhætt að
segja, að það hafi verið samdóma
álit allra þessara manna, að þessi
starfsemi ætti fullan rétt á sér og
aö stuöla beri aö þvi að hún haldi
áfram. Þessi skóli er aö sumu
leyti utan viö grunnskólafrum-
varpið nýja, en þó er þar gert ráð
fyrir tilraunaskólum og undir
þann lið held ég aö skólinn hér
myndi falla.
Þegar næg reynsla hefur feng-
izt, verður auövitað aö breyta
lögum, eftir þvi sem þörf krefur.
-VS.
Námskeið fyrir
handavinnukennara
verður haldið i Norræna húsinu á vegum
Handavinnukennarafélags íslands og
Norræna hússins dagana 5. og 6. júni n.k.
Kennari verður Uuth Henriksson, lektor frá Helsingfors.
Einnig verður sýning á ýmsurn gögnum til handavinnu-
kennslu.
Þátttaka tilkynninst til Auðar Halldórsdóttur i sima 84475
kl. 9-11 f.h., og gefur hún nánari upplýsingar
Handavinnukennarafélag
íslands
NORRÆNA
HUSIO
atlanti
Magnús
E. Baldvln
Laugavegi 12 - Slmi
sson J
li 22804^|
LANDSSAMBAND
VÖRUBIFREIÐASTJÓRA
Tilkynning
Samkvæmt samningum Vörubilstjóra-
félagsins Þróttar, Reykjavik við Vinnu-
veitendasamband íslands og annarra
vörubifreiðastjórafélaga við vinnuveit-
endur verður leigugjald fyrir vörubifreið-
ar frá og með 1. júni 1973 og þar til öðru-
visi verður ákveðið sem hér segir:
Nætur-
Timavinna: Dagv. Eftirv. helgidv.
Fyrir 2 1/2 tonna bifreiö 414,50 478,50 542,40
Fyrir2 1/2-3 tonnahlassþ. 458,20 522,10 586,00
Fyrir3 -3 1/2 ” 512,50 576,40 640,40
Fyrir 3 1/2-4 * * 541,80 605,70 669,70
Fyrir 4 -4 1/2 ’ t * 578,20 642,20 706,10
Fyrir4 1/2-5 'i II 607,50 671,40 735,30
Fyrir 5 -5 1/2 ” f t 632,80 696,80 760,70
Fyrir 5 1/2-6 11 658,40 722,30 786,30
Fyrir 6 -6 1/2 ’ 680,10 744,00 808,00
Fyrir 6 1/2-7 */ 702,00 765,90 829,90
Fyrir 7 -7 1/2 ’ 723,90 787,80 851,70
Fyrir 7 1/2-8 ” 745,70 809,70 873,60
Landssamband vörubifreiðastjóra.