Tíminn - 02.06.1973, Síða 23

Tíminn - 02.06.1973, Síða 23
Laugardagur 2. júnl 1973. TÍMINN 23 Hin 10 boðorð kylfings- ins I TILEFNI af að golf- vertíðin er byrjuð af fullum krafti og flestir kylfingar landsins komnir á kreik, ætlum við að birta hér 10 siðareglur í golfi, en allir kylfingar eiga að kunna þær utanbókar — og ekki nóg með það— heldur eiga að fara eftir þeim, hvar sem þeir leika (þó ekki þegar þeir æfa sig i stofunni heima hjá sér).- 1. Enginn á að hreyfa sig, tala eða standa nálægt eða beint fyrir aftan boltann, eða holuna, þegar leikmaður stendur að boltanum, eða slær. 2. Enginn leikmaður á að leika fyrr en leikmenn á undan eru úr skotfæri. 3. Leikmenn eiga að leika án tafa, öðrum leikendum til hag- ræðis. 4. Leikmenn, sem eru aö leita að bolta, eiga að leyfa öðrum leik- mönnum sem á eftir eru, aö fara framúr. Þeir eiga að gefa þeim merki um að fara fram hjá, og eiga ekki að hefja leik sinn að nýju, fyrren hinir leik- mennirnir eru úr skotfæri. 5. Áður en skilið er við sand- gildru, á leikmaður að slétta úr öllum misjöfnum, sem eftir hann eru i sandgildrunni. 6. 1 „leik að flöt”, á leikmaður að sjá um, að torfusneplar, sem hann slær upp, eða raskar, séu strax settir i far aftur og þrýst niður. Þegar leik er lokið á flöt, á leikmaður að lagfæra skemmdir er boltinn eða leik- maöurinn kynnu að hafa valdið á flötinni. 7. Leikmenn verða að forðast aðleggja poka á flatirnar. Þeir eiga að ganga kringum flötina með kerrurnar og gæta þess að valda ekki skemmdum á holunni. 8. Þegar leik er lokið á hverri holu, eiga leikmenn aö yfirgefa flötina án tafar. 9. Það er bannað að leika saman fleiri en 4 i hóp, nema fátt sé um leikendur á vellinum, eins er bannað fyrir tvo að leika með sömu áhöldunum, ef það veldur töfum á leik annarra á vellinum. 10. Það er bannað að hefja leik milli annarra leikmanna, með þvi að byrja annars staðar en á fyrsta teig (Tee),ef margt er á vellinum. Hver er staða þjálfarans? Knattspyrnuþjálfarafélag . tslands efnir til fundar að Hótel Loftleiðum þriðjudaginn 5. júni kl. 20.00 Efni fundarins er: 1. Hver er lagaleg staða knatt- spyrnuþjálfarans i samskiptum við knattspyrnudómara? 2. Fulltrúar Knattspyrnudóm- stóls K.S.Í. og aganefndar skýra lög og reglugerðir, 3. Almennar umræður, Allir áhugamenn um þessi mál- efni velkomnir. Stjórn K.Þ.l. Þessi mynd var tekin i leik KR og Vais i fyrra. A morgun mætast liðin á Laugardalsveliinum. Keflvíkingar mæta Akureyringum í dag Tekst Árna Stefónssyni markverði Akureyrarliðsins, að stöðva hinar hættulegu hornspyrnur Keflvíkinga? ÞRÍR leikir verða leiknir í 1. deildarkeppninni í knatt- spyrnu nú um helgina. Á morgun fara fram tveir leikir. Á grasvellinum í Keflavík, mæta heima- menn Akureyrarliðinu, og á Laugardalsvellinum leika KR og Valur. Einn leikur fer fram á Laugar- dalsvellinum á mánudags- kvöldið. Þá leika islands- meistararnir Fram gegn Breiðabliki. Leikurinn i Keflavik verður erfiður fyrir Akureyrarliðið. Keflvikingar eru i miklum ham, um þessar mundir, og það er erfitt að stöðva hættulegar sóknir liðsins. Þvi verða Akureyringar að leika sterkan varnarleik og vera vakandi fyrir hinum hættu- legu hornspyrnum Ólafs Július- sonar. Leikurinn hefst kl. 16.00 á morgun. Það verður örugglega hart barizt á Laugardalsvellinum annað kvöld kl. 20.00, þegar Vesturbæjarliðið KR leikur gegn Valsmönnum. KR hefur ekki tapað leik i 1. deildarkeppninni, og leikmenn liðsins eru ákveðnir i að halda áfram að vera tap- lausir. I liðinu eru margir góðir knattspyrnumenn, sem leika oft á tiðum skemmtilega knattspyrnu. Valsliðiö hefur sýnt misjafna leiki nú i sumar. Hinn rússneski þjálfari liðsins var ekki ánægöur með frammistööu Valsmanna, gegn Keflvikingum, um siðustu helgi. Það veröur þvi öruggt, að leikmenn Vals reyna að gera hann ánægðan á morgun. lslandsmeistarar Fram eiga i erfiðleikum um þessar mundir. Leikmenn liðsins eru ekki enn komnir á skotskóna. Leikurinn gegn Breiðabliki verður tvimæla- laust erfiður fyrir Framara, en nokkrir fastir leikmenn eru á sjúkralista. Breiðabliksliðinu fer nú fram með hverjum leik, og leikmenn liösins hafa gott auga fyrir góðri knattspyrnu. Það veröur þvi fróðlegt að vita hvernig leikur liöanna fer, en hann fer fram á Laguardalsvell- inum á mánudagskvöldið kl. 20.00. Um helgina verða leiknir tveir leikir i annari deild. FH mætir Haukum i dag kl. 14.00 og Völsungar leika gegn Þrótti frá Neskaupstað kl. 16. 00, á vellinum i Neskaupstað. íslenzku piltarnlr töpuðu með tveggja marka mun fyrir Englendingum ENSKA unglingalands- liðið sigraði hið íslenzka, með tveimur mörkum gegn engu, í fyrsta leiknum í riðlakeppninni i Evrópukeppni unglinga, sem háð er á ítalíu þessa dagana. I hálfleik var staðan jöfn, hvorugu liðinu hafði tekizt að skora mark. 1 siðari hálfleik tókst Eng- lendingum hins vegar að skora tvö mörk og voru þar að verki leikmenn frá Arsenal og Burnley. Leikurinn fór fram i borginni Viareggio. Albert Guðmundsson, for- maður KSl, hafði samband við fararstjórnina eftir leikinn, og voru fararstjórarnir eftir at- vikum ánægðir með leikinn, ekki sizt, þegar á það er litið, að Englendingar hafa löngum átt sterk unglingalið og eru t.d. núverandi Evrópu- meistarar. Allir leikmenn enska liðsins eru verðandi at- vinnumenn og á samningum við ensku félögin. Næsti leikur islenzka ung- lingalandsliðsins verður i dag, laugardag, og leikur það þá gegn Belgiumönnum. Fer leikurinn fram i borginni Massa og hefst kl. 17.30 að staðartima. Dómari i leiknum verður austurriskur. Tveir með „holu höggi" I IIANN FÓR ekki neina fýluferð á golfvöllinn, maðurinn, sem kom i fyrsta sinn á þessu ári, á Garða- völl á Akranesi, s.i. miðvikudags- kvöid. Ilann var búinn að leika fjórar brautir og hafði spilað vel fram að þvi. Ekki versnaði heldur skorið hjá honum á 5. brautinni, þvi þar fór hann brautina, sem er par 3 og 125 metrar að lengd I einu höggi. Sá sem þetta gerði var meistari þeirra Akurnesinga I golfi og jafnframt einn úr unglingalands- liðshópnum i iþróttinni, Hannes Þorsteinsson. Hann hefur verið kennari á Laugum i Þingeyjar- sýslu i vetur og kom heim á þriðjudaginn og fór út á völl kvöldið eftir, þar sem hann vann þetta afrek, sem er óskadraumur allra kylfinga. Hannes notaði járn nr. 8 i þetta högg og hann lék völlinn, sem er par 35 á 36 högg- um. Þetta er i annað sinn á þessu ári, sem einhver fer holu i höggi á golfvelli hér á landi. Fyrstur til þess i ár, var ungur kylfingur i Golfklúbbi Ness, Eggert Isfeld, sem fór holu i höggi á 9. braut á Nesvellinum fyrir nokkrum vik- um. Sú braut er 130 metra löng og einnig par 3, en þegar talað er um par i sambandi við golf, er þar átt við, að góður kylfingur geti leikið brautina þrem höggum. Þetta er i fjórða sinn, sem farin er hola i höggi á Garðavelli (en i sjötta sinn á Nesvellinum?) Þar hafa flestir farið holu i höggi á þessari sömu braut og Eggert sló á, en nú er hver aö verða siðastur til þess, þvi hún verður lögð niður ein- hvern næstu daga, vegna breytinga, sem gerðar hafa verið á vellinum. Ánægður með samningana ,,Ég get ekki neitað þvi, aö ég er ánægður með þá samninga, sem tekizthafa milli KSl og sjón- varpsins”, sagði Albert Guð- mundsson, formaður KSÍ, i stuttu viðtali við iþróttasiðuna i gær. ,,Ég er ekki sizt ánægður með það, að lSf virðist nú gera sér grein fyrir, að sérsamböndin, ekki aðeins KSt, heldur önnur sérsambönd, þurfa að fá að ráöa sérmálum sinum sjálf. Eins er ég ánægður meö þaö, að sjónvarpið skuli hafa komið til móts viö okkur. Þessir.peningar renna allir til uppbyggingastarfs og skila sér þannig aftur”, sagði Albert. Aðspurður um það, hvort hann tæki ekki við störfum formanns KSI aftur á mánudaginn, svaraöi hann: ,,Jú, aðsjálfsögðu”.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.