Tíminn - 06.06.1973, Blaðsíða 1
IGNIS
FRYSTIKISTUR
RAFIÐJAN SÍMI: 19294
Hálfnað
erverk
þá hafið er
I
I
sparnaður
skapar
verðmæti
Samvinnubankinn
Halastjarna aldarinnar:
50 sinnum bjartari en sú, sem
mestan ótta vakti árið 1910
SSv.-Reykjavik — Hala-
stjarna aldarinnar geysist nú i
átt til sóiarinnar. Úr þvi
desember er kominn, verður
hún þaö, sem bjartast skin u
morgunhimninum fyrir dög-
un, veitandi hinum árrisulu
óvenjulegt sjónarspil úti i
geimnum.
Halastjarna þessi, sem ný-
lega hefur fundizt, kann að
verða 50 sinnum bjartari en<
Helleyhalastjarnan sem ægði
heiminum 1910.
Fred Whipple, stjörnu-
fræðingur við Harvard-há-
skóla, telur það engar ýkjur að
segja, að þessi æðandi risi geti
vel orðið halastjarna aldar-
innar.
Stjörnufræðingurinn Lubos
Kohoutek fann halastjörnuna
miklu i marz, þegar hann var
að gá að smástirnum. Þá var
hún I nálægt 480 milljón milna
fjarlægð frá sólu, á að gizka i
nánd við braut Júpiters.
Halley-halastjarnan sást aftur
á móti ekki fyrr en 170 milljón
milum nær sólinni.
Kjarni venjulegrar hala-
stjörnu (sem er álitinn vera
samansettur úr frosnu vatni,
methan og ammóniaki og svo
rykögnum) er aðeins um þaö
bil míla i þvermál, en Kohou-
tek-halastjarnan virðist vera
1623 kilómetrar i þvermál.
Hún mun koma innan 13 mill-
jóna milna frá sólu, og þar
sem halastjarnan kemur
svona nálægt henni, ætti þaö
að skapa áhrifamikinn sam-
leik sólar og halastjörnu.
Talið er, að halastjarnan
veröi svo björt, þegar hún
nálgast sólina i desember, að
hún verði jafnvel sýnileg ber-
um augum i dagsbirtu og
reyndar verður hún ekki siður
áhrifamikil á kvöldin i janúar,
þegar hún byrjar að fjarlægj-
ast.
Ef til vill ber það markverð-
asta fyrir augu ibúa rómönsku
Ameriku. Daginn fyrir jól
verður hringmyrkvi yfir Suð-
ur-Ameriku. Það mun skapa
ægifagra jólasýn: eldhring
sólarljóss, Kohoutek-hala-
stjörnuna og björtu pláneturn-
ar Júpiter og Venus, allt i
þyrpingu á myrkvuðum
himni.
Margar athuganir verða að
sjálfsögðu gerðar á hala-
stjörnunni, meðal annars er
vonazt til, að hægt verði nú i
fyrsta skipti að finna ör-
bylgjuútsendingar frá hala-
stjörnu. En að likindum fara
árangursrikustu athuganirnar
fram i Skylab.
Allar athuganirnar munu
miða að þvi að ákvarða gerð
hennar og uppruna, sem að
likindum er handan plánet-
unnar Plútó, þar sem álitið er,
aö billjónir hluta, sem likjast
halastjörnum, séu á braut,
sem leifar frá sköpun sól-
kerfisins.
Halley-halastjarnan, þegar hún birtist siðast árið 1910.
Einn af hinum hreinræktuðu islenzku hundum Sigriöur Pétursdóttur á hlaðinu á ólafsvöllum. (Tima-
mynd: Gunnar)
3/4 af eiginfé viðskipta-
banka eign Landsbankans
BANKASTJÓRN Landsbanka ls-
lands boðaði fréttamenn til
fundar s.I. þriðjudag og kynnti i
nýútkominni ársskýrslu Lands-
bankans og skýrði frá rekstri
bankans árið 1972.
Skýrslan hefst á stuttu yfirliti
um þróun efnahags- og peninga-
mála.
Þvi næst er i stuttu máli gerð
grein fyrir stjórn bankans og
starfsliði. 1 bankaráði Lands-
bankans eiga nú sæti: Einar
Olgeirsson form. Kristinn
Finnbogason, varaform., Baldvin
Jónsson, Kristján G. Gislason og
Matthias A. Mathiesen. Banka-
stjórar eru þrir, þeir Björgvin
Vilmundarson, Helgi Bergs og
Jónas H. Haralz, en aðstoðar-
bankastjórar tveir, Gunnlaugur
Kristjánsson og Sigurbjörn Sig-
tryggsson.
Tvö útibú Landsbankans urðu
reikningslega sjálfstæð i ársbyrj-
un 1973, þ.e. útibú i Grindavik og
á Hvolsvelli. Þá var opnað nýtt
bankaútibú i Flughöfninni á
Keflavikurflugvelli. Útibúið hefur
á hendi alla nauðsynlega þjón-
ustu, sem gerist á alþjóðaflug-
Framhald á bls. 15.
Hundasýning
í Eden í haust
Hin fyrsta hér á landi
óV-Reykjavik Fyrsta hunda-
sýningin hérlendis verður haldin i
Eden i Hveragerði 25. ágúst næst-
komandi og hefst hún kiukkan 19.
Það er Hundaræktunarfélag Is-
lands, sem stendur fyrir
sýningunni og sagði ritari
félagsins, Sigriöur Pétursdóttir á
Ólafsvöllum á Skeiðum, i viðtali
við fréttamann blaðsins i gær, að
aðstandendur gerðu sér vonir um
að fá að minnsta kosti 30 hunda
til sýningarinnar.
— Viö tökum aðeins við hrein-
ræktuðum hundum, sagði
Sigriður, — svo sem islenzkum,
collie, poodle og svo framvegis.
Þetta er fyrst og fremst fegurðar-
samkeppni, hundarnir verða
leiddir fyrir dómara og þar
dæmdir eftir útliti, skapgerð og
hreyfingum, svo það helzta sé
nefnt. Okkur hefur tekizt að fá
einn þekktasta og fremsta hunda-
dómara I heimi, ungfrú Jean
Lanning, til að koma, en hún
dæmir nú sem stendur á mikilli
hundasýningu i Sviþjóð og hefur
dæmt á þekktustu og virtustu
hundasýningu i heimi, Crufts-
sýningunni i London.
Sigriöur sagðist hvetja mjög til
þátttöku og bað að það kæmi
fram, að tilkýnna yrði um þátt-
töku fyrir lok þessa mánaðar, en
félagið hyggðist standa fyrir
námskeiði fyrir þá hunda, sem
taka myndu þátt i sýningunni.
Góö verölaun verða i boöi og
hefur til dæmis hunda- og Is-
landsvinurinn mikli, Mark Wat-
son, lofað tvennum verðlaunum.
Fréttamaður og ljósmyndari
Timans voru á ferð um Skeið ekki
alls fyrir löngu og heimsóttu þá
Sigriöi Pétursdóttur á Ólafsvöll-
um, en hún ræktar sjálf islenzka
hunda. Frásögn og myndir frá
þeirri heimsókn birtast i blaðinu
á föstudaginn.
Þess má geta, að hundasýning-
ar af þessu tagi eru mjög algeng-
ar erlendis og hafa hundar frá frú
Sigriði unnið hver verðiaunin á
fætur öðrum á sýningum f
Sviþjóð, þar sem hundadálæti er i
algleymingi.
Brezk gjöf
í land-
helgissjóð
,,LAT1Ð ekki tslendinga halda,
að allir Bretar séu óvinir þeirra”.
Þannig liefst bréf sem R. Quaif i
Stevenagc i Englandi, skrifaði is-
lenzkum stjórnvöldum. Með bréf-
inu fylgdu fjögur sterlingspund að
gjöf i iandhelgissjóð.
,,Ég las það i The Times að þið
hefðuð safnað næstum fjórum
pundum á hvert mannsbarni
meðal almennings, til eflingar
strandgæzlunni”, segir R. Quaif
enn fremur. Hann vildi gefa
svipað og meðal-lslendingur.
„Það eru margir Bretar á ykk-
ar bandi i þessu máli, og það
skýtur skökku við, að brezka
rikisstjórnin litur ekki sömu aug-
um á oliuréttindi og fiskveiðirétt-
indi”, segir hann að lokum.
Þvi má hnýta hér aftan við, aö
enn er fé að safnast i landhelgis-
sjóöinn. Siðast liðinn mánuð bár-
ust rúmlega tvö hundruð þúsund
krónur.