Tíminn - 06.06.1973, Blaðsíða 11

Tíminn - 06.06.1973, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 6. júni 1973. TÍMINN 11 Úms/ón: Alfreð Þorsteinsson KR-INGAR RÁÐA INGÓLF SEAA ÞJÁLFARA Enda þótt handknatt- leikur liggi aö mestu niðri á þessum árs- tíma, eru félögin þegar farin að hyggja að þjálfunarmálum fyrir næsta vetur. Sum félög eru þegar búin að gera ráðstafanir eins og t.d. Víkingur og Fram, en Víkingur réði Karl Benediktsson og. Fram Sigurð Einarsson. Þriðji Framarinn, Ingólfur óskarsson, hefur einnig ráðið sig til starfa, en hann mun þjálfa KR á næsta keppnistimabili. KR- ingar þekkja Ingólf vel síðan hann þjálfaði meistaraflokkslið þeirra, en undir hans leiðsögn öðlaðist liðið sæti i 1. deild á ný. Ingólfur óskarsson. Áríðandi, að unglingaliðinu verði sköpuð verkefni á næstu árum íslenzka unglinga- Á þessari mynd, sem tekin var i fyrrakvöld frá leik Fram og Breiðabliks, sést Asgeir Eliasosn skora fyrra mark Fram. (Tlmamynd (iunnar) íslenzkir judómenn standa sig vel í Tékkóslóvakíu HÓPUR átta júdómanna úr Júdó- félagi Reykjavikur er um þessar mundir i keppnisferðalagi i Tékkóslóvakíu. Júdómennirnir eru að endurgjalda heimsókn tékkneska judóliðsins „Slavia Prag”, sem hingað kom i nóvem- bermánuði s.l. og keppti hér við góðan orðsti. Nú hafa fyrstu fréttir borizt af islenzku júdómönnunum, og hafa þeir staðið sig með hinni mestu prýði gegn Tékkum, sem eru meðal sterkustu júdóþjóða i Evrópu. tsveitakeppniviðSlavia tapaði J.R. með 3:5. Þeir sem fengu vinninga fyrir J.R. voru: Sigurður Kr. Jóhannsson, Rannver Sveinsson og Jóhannes Haraldsson. Þá keppti flokkurinn við lið Landbúnaðarháskólans, og sigruöu Islendingarnir með 5:3. Þeir sem öfluðu vinninganna voru: Sigurjón Kristjánsson, Rannver Sveinsson, Stefán Þ. Jónsson og Bjarni Björnsson. Einnig kepptu islenzku judó- mennirnir á almennu móti i Prag, þar sem keppendur voru milli 40 og 50. Keppendum var skipt i aðeins tvo þyngdarflokka, annars vegar þungavigt og létt- þungavigt og hins vegar léttari flokkar. Sigurður Kr. Jóhannsson sigraði i þyngri flokknum og Rannver Sveinsson varð fjórði. I léttari flokknum varð Sigurjón Kristjánsson þriðji á eftir tveim tékkneskum landsliðsmönnum. t bréfi frá fararstjóra ts- lendinganna, Sigurði H. Jöhanns- syni varaform. JSt, segir að mót- tökur allar og viðurgerningur sé með miklum ágætum af hálfu Tékka. Hópurinn er væntanlegur heim hinn 14. þ.m. 800 m hlaup karla og 400 m hlaup kv. í leikhléi 13. júní landsliðið i knatt- spyrnu hafnaði i neösta sæti i sinum riðli i Evrópukeppni unglinga, sem háð hefur verið undan- farna daga á italiu. Töpuðu islenzku piltarnir siðasta leik siiium, gegn Sviss, ineð 2 mörkum gegn 1. Svisslendingar náðu forustu strax i byrjun leiksins og var staðan 1:0 i hálfleik. í byrjun sið- ari hálfleiks skoruðu Svisslend- ingar annað mark, en skömmu siðar skoraði islenzka liðið sitt eina mark. Að sögn fararstjóra liðsins voru islenzku piltarnir óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Þeir áttu m.a. stangarskot og Svisslendingar björguðu á linu. Frammistaða islenzku piltanna er góð. Þeir töpuðu með litlum mun fyrir Sviss og Englandi og gerðu jafntefti við Belgiu. Áriðandi sýnist, aö þessu liði verði haldið saman næstu ár og þvi sköpuð áframhaldandi verk- efni, eins og KSt mun hafa i hyggju. Forföll í landsliðinu Fyrirsjáanlegt er, að nokkur forföll veröa i landsliðshópn- um i knattspyrnu, sem held- ur til Færeyja á morgun. Sigurður Dagsson, mark- vörður Vals, slasaðist það illa i leiknum gegn KR á dögunum, að hann verður frá keppni næstu vikur. Diðrik Ólafsson, Viking, mun leika i hans staö. Þá verður aö telja óliklegt, aö Asgeir Eliasson, Fram, fari meö liðinu, þar sem nú standa yfir próf i tþróttakennara- skólanum, en Ásgeir er nemandi þar. KEPPT verður i 800 m. hlaupi karla og 400 m. hlaupi kvenna i leikhléi leiks KR og Fram á Laugardalsvelli 13. júni kl. 20.45. Eftirtöldum hlaupurum er boðin þátttaka i 800 m. hlaupinu : Ágúst Ásgeirssyni, 1R, Halldóri Guðbjörnssyni, KR, Sigfúsi Jóns- syni, ÍR, Einari Óskarssyni, UMSK, Viðari Halldórss., FH, Sigurði Sigmundssyni, FH, Gunnari Páli Jóakimssyni, 1R og Markúsi Einarssyni, UMSK. BEZTI TÍMI ÁRSINS í 400 METRA HLAUPI Eftirtöldum stúlkum er boðin þátttaka i 400 m. hlaupinu: Ingunni Einarsdóttur, IR, Lilju Guðmundsdóttur, tR, önnu Haraldsdóttur, FH, ÞÓrdisi Rúnarsdóttur,HSK, Ástu B. Gunnlaugsdóttur, 1R og Ragn- hildi Pálsdóttur, UMSK. Ef eitthvað af nefndu iþrótta- fólki getur ekki tekið þátt i hlaup- inu er það beðið að tilkynna stjórn FRt um það hið fyrsta. BEZTI timi ársins náðist i 400 m. hlaupi karla og kvenna, sem fram fór i leikhléi i leik Fram og Breiðabliks á mánudaginn. Lilja Guðmundsdóttir, lR, sigraði i kvennahlaupinu á 61,5 sek, sem er hennar bezti timi. Anna Haraldsdóttir, FH, náði einnig sinum bezta tima 66,6 sek. Björk Eiriksdóttir, tR hljóp á 69,5 sek. Vilmundur Vilhjálmsson, KR hljóp 400 m. á 52. sek., Gunnar Páll Jóakimsson, tR, jafnaði sinn bezta tima 54,2 sek. og Sigurður Sigmundsson, FH hljóp á 57,7 sek. Veður var óhagstætt, suðaustan strekkingur. -OE.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.