Tíminn - 06.06.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 06.06.1973, Blaðsíða 15
Miövikudagur 6. júni 1973. TÍMINN 15 o Fischer skák. Hann gat hagnazt miklu meira eftir að heim kom, án þess að fórna nema fáeinum klukkustundum Hann virtist þá ekki andvigur þvi að láta taka af sér kvikmynd við skák, en þegar til kom, vék hann sér undan sliku. Fischer er alveg óút- reiknanlegur. Stundum hring- ir hann fjórum sinnum á nóttu til þessara fáu kunningja, sem hann á, en stundum heyrist ekki til hans mánuðum sam- an. Hann er afskaplega tor- trygginn og mannfælinn og fyrtist af litlu. Og nú hefur það bætzt við, að hann hirðir ekki lengur að fylgjast með skák- um, sem telfdar eru á meiri háttar taflmótum. „Það lofar ekki góöu”, segja þeir, sem þekkja hann. 0 Kvikmyndir engan skilning aflögu. Pollack og menn hans hafa skapað mjög góða mynd, sem einnig er likleg til að „blifa”, vegna þess hve efni hennar er sigilt. bað er einn veikur punktur i henni, það er þegar svarti gæðingurinn er felldur. Það er aldrei gefin nein viðhlitandi skýring á þvi, hvers vegna er verið aö fella þennan glæsi- lega stóðhest, þegar Robert er litill drengur, þvi að hann seg- ist ekki hafa flutt fyrr en seinna til borgarinnar. En allt um það er sá hlekkur nauð- synlegur til þess að atvika- keðjan rofni ekki, þegar hann i upphafi danskeppninnar minnist folans og i lokin þegar hann hann drepur Gloriu af sömu grundvallarlögmálum og skepnur eru felldar, séu þær meiddar eöa særðar svo áframhaldandi lif væri óbæri- leg kvöl. Einu sinni leyfir Pollack sér nokkuð augljóst tákn, þegar hann lætur vesa- lings óléttu konuna syngja um „það bezta, sem lifið hefur að bjóöa, er ókeypis”, en það er svo vel leikið af Belindu, að það skaðar ekki mikiö. Gig Young var vel að sinum verð launum kominn, hann leikur þennan harðsviraða mann, sem hefur lært aö fljóta mitt i spillingunni. Jane Fonda er eins og venjulega, ákaflega vandvirk leikkona, og Micheal Zarazin skilar hinu erfiða hlutverki — Robert — með sóma. Þetta er mynd, sem er vel þess virði að sjá. P.L. o Landsbankinn völlum, en veitir auk þess alla venjulega bankaþjónustu. Otibúið heyrir undir aðalbankann íReykjavik. Landsbankinn hefur þvi i dag starfsemi á alls 24 stöð- um i höfuöborginni og dti á landi. Starfsmenn Landsbankans voru i árslok 1972 alls 520 og hafði fjölgað um 12 á árinu. Aukning innlána meö minna móti Þá er vikið að rekstri Lands- bankans árið 1972. Starfsemi bankans jókst mjög á árinu, t.d. urðu afgreiðslur 5.6 millj. talsins, sem svarar til 11% aukningar frá fyrra ári. Otlán jukust meira en oftast nær áður, en aukning inn- lána varð hins vegar með minna móti. Þetta leiddi aftur til óvenju óhagstæðrar lausaf járstöðu bankans um áramót 1972-3. Innlán Landsbankans jukust um 920millj. kr. á árinu 1972, eða 13,5%. Sparinnlán hækkuðu um 619 millj. kr. i 5.567 millj. kr., eða um 12,5%. Var þetta mun minni aukning en árið áður, þegar hún nam 21%. Veltiinnlán hækkuðu um 300 millj. kr. eöa 16%. Var þetta 40 millj. kr. minni aukning en á siðastliðnu ári, en þá nam hún 22%. I septembermánuði var tekin upp sú nýjung i sparisjóðsdeild- um bankans, að viðskiptamönn um er gefinn kostur á að leggja sparifé mánaðarlega inn á bækur um ákveðið timabil. Að þvi tima- bili loknu fá þeir rétt til lántöku eftir föstum reglum. Þessi nýj ung, sem gengur undir nafninu Sparilán, var m.a. ákveöin til aö efla persónulegt samband við- skiptamannanna og bankans. Kemur það bætta samband af bankans hálfu fram i þvi, að ekki er talin þörf trygginga eða ábyrgðarmanna fyrir þessum lánum. Mikils áhuga varö strax vart fyrir þessari nýjung. Um áramótin höfðu verið opnaðir 2.200 sparisjóðsreikningar af þessu tagi, og var heildar- innstæða þeirra 18 millj. kr. en 31. marz 1973 voru reikningarnir orðnir 3.227 og innistæða 44 millj. kr. Aukning útlána minni hjá Landsbankanum en öðrum viðskiptabönkum Heildarútlán Landsbankans námu 8.855 millj. kr. i árslok 1972 og höfðu aukizt um 1.482 millj. kr. á árinu, eða 20%. Var þetta hlut- fallslega nokkru minni aukning en á árinu 1971, sem var 1.375 millj. kr. eöa 23%. Séu lán endur- seld Seðlabankanum hins vegar undanskilin, nam útlánaaukning bankans árið 1972 17%, á móti 23% árið 1971. Heildarútlán bankans eru, eins og fyrr, tiltölulega mikið og jafnt dreifð á milli atvinnugreina. Er Landsbankinn i sérstöðu meðal islenzkra banka i þessu tilliti. 1 árslok ’72 voru .23% allra útlána bundin i sjávarútvegi, 18% i verzlun, 13% i iönaði og 12% i landbúnaði 7% höfðu gengið til ibúðabygginga, 7% til fjár- festingarlánastofnana og 7% til rikis og sveitarfélaga. Þá kom og fram á frétta- mannafundinum, að útlána- aukningin hjá Landsbankanum er nokkru minni en hjá öðrum viðskiptabönkum. Afkoma Landsbankans árið 1972 var litið eitt betri en árið áður. Tekjuafgangur, þegar frá eru teknir vextir af eigin fé, varö 55 millj. kr. (50 millj. kr. árið 1971) Eigiö fé bankans nam 993 millj. kr. i árslok 1972 og er eigin- fjárstaða hans þvi ailgóö. T.d. nemur eigið fé allra islenzkra viöskiptabanka liklega ekki nema 12-1300 millj. kr. Lokið við 2 útibúshús 1972 og önnur 2 árið 1973 Landsbankinn lauk við byggingu tveggja nýrra húsa undir útibú sin á fyrra ári, þ.e. i Grindavik og á Hvolsvelli. Þá flytur bankinn i nýtt húsnæði á þessu ári, bæði á Húsavik og Akranesi. Þessi hús láta fremur litiö yfir sér, a.m.k. miðað við aðrar bankabyggingar, enda lögðu bankastjórarnir áherzlu á, að gætt hefði verið sparnaðar og hagsýni við byggingu húsanna. A þessu ári hefur aukning innlán sem útlána verið mikil hjá Landsbankanum, en ekki vildu bankastjórarnir spá neinu um út- komu bankans á yfirstandandi ári, þar eö útlitið væri nokkuð óvist, ekki sizt eftir vaxtahækkunina i byrjun maimánaðar. Góð afkoma Scandinavian Bank Ltd. Landsbanki Islands rekur i samvinnu við banka á hinum Norðurlöndunum viðskiptabanka i London, Scandinavian Bank Ltd. Hagur þess banka hefur veriö góður, siöan hann hóf starfsemi sina. Agóði af reksti bankans nám á s.l. ári rúmum 200 millj. isl. kr., en tæpur þriðjungur hans var greiddur hluthöfum i arð. (Landsbankinn á 3.2% af hlutafé bankans) Jónas Haralz, sem á sætij stjórn þessa banka, kvaö Lands- bankann þ.e. viðskiptamenn hans, hagnast á þátttöku i þessari starfsemi einkum á tvo vegu. Annars vegar kæmi það is- lenzkum útflytjendum, sérstak- lega á sviði iðnaðar, að góðum notum, þar eð hægt væri að afla hagstæðra lána hjá norræna bankanum. Framleiðendur fengju verð vörunnar þvi strax i sinar hendur, vegna þess að er- lendum kaupendum væri venju- lega veittur nokkra mánaða greiðslufrestur. Hins vegar fengju innflytjendur véla og tækja lán, svo að þeir gætu greitt verð vörunnar strax, en með þvi móti fengist verulegur afsláttur af vöruverði, auk annars hag- ræðis, sem þetta hefði i för með sér Um 7000 manns í Lands- bankann á dag A s.l. hausti framkvæmdi Landsbankinn könnum á þeim fjölda fólks, er til hans leitaði á degi hverjum. Niðurstöður þeirrar könnunar eru þær, að um.þ.b. 7000 manns að meðaltali koma á einhvern afgreiðslustað bankans á dag. t aðalbankann einn koma um.þb. 2600 manns að meðaltali daglega, til aö sinna einhverjum erindum. Slikur straumur almennings i banka er með öllu óþekktur erlendis. Virð- ist svo sem Islendingar notfæri bankaþjónustu i meiri mæli en aðrar þjóðir. Orsakirnar eru ef- laust fjölmargar.en þó má benda á, að mun algengara er, að fólk búi i eigin húsnæði hér, en gerist og gengur erlendis. En það, að eiga ibúð útheimtir, oft margar ferðir i banka og aðrar lánastofnanir eins og margir tslendingar geta borið vitni um. ET. Vatns- HITA- lagnir og síminn er 2-67-48 VIÐ SMÍDUM HRINGANA SÍMI 24910 Sjötugur í dag Einar Pálsson, fyrrverandi úti- bússtjóri Landsbanka isiands á Selfossi, er sjötugur i dag, mið- vikudaginn 6. júni. Einar og kona hans eru stödd um borð i Guiifossi á leið til Norðurlanda. Finnskur lektor í handavinnu í heimsókn IIERLENDIS er nú stödd Ruth Ilenriksson, lektor i handavinnu við Laguska menntaskólann i Ilelsingfors. Ilún er bér á vegum Norræna hússins og flytur þar fyrirlestur á fimmtudagskvöldið kl. 20.30. Þá hefur hún haldið náinskeið fyrir islenzka handa- vinnukennara hér og var það vel sótt. Námskeiðið stóð i tvo daga og var fyrri daginn fjallað um menntuu liaiulavinnukennara, en uin tilraunakeunslu þann siðari. t fyrirlestrinum mun frúin fjalla um austræn og vestræn áhrif á hina fornu handavinnu og klæöagerð og hvernig þau endur- speglast i nútima framleiðslu. Þá mun hún sýna skuggamyndir og kvikmynd. Námskeiðið varhaldiö á vegum Handavinnukennarasambands tslands, en i þvi eru um 100 meðlimir. Formaður þess er Auður Hallsdóttir. BÍLALEIGA CAR RENTAL ‘E 21190 21188 VIPPU - BllSKÚRSHURÐIN Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270 sm Aðrar stærðir.smíSaðar'eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Síðumúla 12 - Sími 38220 Þakkarbréf fró Nixon Forsætisráðherra hefur borizt bréf frá Richard Nixon, forseta Bandarikjanna á þessa leið: „Ég fullvissa yður um þakklæti mitt til yðar og rikisstjórnar yðar fyrir aö tsland gat tekiö að sér að leggja til stað fyrir fund okkar Pompidous forseta. Afburða undirbúningur fundar- ins og gestrisni stuðlaði að góðum árangri hans. Það er mikils met- ið”. Bekkjarbræður Sigurkarls gófu, Benedikt málaði — ÞAÐ var mishermt i blöðun- um, að ég hefði verið meðal þeirra, sem gáfu málverk af Sigurkarli Stefánssyni, fyrrver- andi menntaskólakennara, nú á dögunum, þegar stúdentar úr Menntaskóla Reykjavikur út- skrifuðust, sagði Benedikt Gunn- arsson listmálari i gær. Ég mál- aði myndina að ósk þeirra, sem luku námi samtimis og Sigurkarl fyrir fimmtiu árum, og það voru bekkjarbræður hans, sem gáfu hana. Við athöfnina, sem fram fór i hátiöasal skólans um morguninn, hafði Karl S. Jónasson, læknir, orð fyrir 50 ára stúdentum. allir kaupa hringana hjá HALLDÓRI Skólavörðustíg 2 IMúmer i gestahappdrætti sýningarinnar 17/5—Fim. 562 Matur f. 12 á Hótel Holt 18/5—Fös. 23(16 Blóm út árið 19/5—Lau. 9892 Heilsulindin 20/5—Sun. 16109 Reiðskóli Ragnheiðar 21/5—Mán. 16902 Málning á 100 ferm ibúð 22/5—Þri. 3189 Leikhúsmiðar 23/5—Mið. 7106 Dvöl á Laugarvatni 24/5—Fim. 19372' Kalt borð f. 20 frá Óðal 25/5—Fös. 30534 Gisli Rúnar og Július, kvöldstund 26/5—Lau. 23196 Gluggatjöld f. 20.000 frá Gluggatjöld h.f. * 27/5—Sun. 28/5—Mán. 29/5—Þri. 30/5—Mið. 31/5—Fim. 1/6 —Fös. 2/6 —Lau. 3/6 —Sun. 25118 Vestmannaeyjaflug 31883 Hárgreiðsla út árið 35731 Bón og bilaþvottur út árið 36936 Skiðaskólinn i Kerlingafjöllum 40231 Rya-teppi 44162 Fjölskyldubill i viku 46127 Bátsferð um sundin blá 30677 Aðalvinningur, Chicagoferð f. tvo. Orslit I getraun um, hversu margir gestir yrðu komnir þriðjudagskvöld 29. mai: Gestafjöldi: 36.496 Talan, sem komst næst var: 36.462. Vinningshafi var: Helga Björnsdóttir, Vesturbergi 138, Reykjavik. SHEIMIUB70

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.