Tíminn - 06.06.1973, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 6. júni 1973.
TÍMINN
13
VEIÐIFELAG
SKJALFANDAFLJOTS
Rætt við Hlöðver Þ. Hlöðversson - Leitum eftir tilboðum til
Staðaruppbót
eins órs, en þó nónast í tilraunaskyni
Ýmislegt hefur verið á döfinni i
veiðimálum landsins, upp á sfð-
kastið, eins og skýrt hefur veriö
frá hér J blaðinu. Nokkur ný veiði-
félög hafa verið stofnuð á siöustu
mánuðum og árum. Meðal þeirra
er Veiðifélag Skjáifandafljóts, en
þaö Skjáifandafljót rennur um
endiiangan Báröardal i S-Þing-
eyjarsýslu, og um Köldukinn til
sjávar. Samþykktir þessa félags
voru staðfestar af landbúnaðar-
ráðherra 4. júli i fyrra og birtar i
Stjórnartiðindum B. 20 1972.
Við höfðum nýlega samband
við Hlöðver Þ. Hlöðversson,
bónda á Björgum, Ljósavatns-
hreppi, og báðum hann að gefa
nánari upplýsingar um félagið,
eðli þess, framkvæmdir þess og
framtiðarhugmyndir.
— Félagið starfar i 2 deildum
og eru mörk þeirra við Þingey.
Sumarið 1972 var unnið að stiga-
gerð upp i Djúpá, sem er affall
Ljósavatns, og rýmkuð vatnsrás i
Fossselskvisl austan bingeyjar.
Þessum áfanga mannvirkja, sem
ætluð er til að gera laxgengt um
vatnasvæði veiöifélagsins, á að
ljúka nú i sumar, og á þá aö verða
fær fiskvegur upp að Goðafossi og
upp i Ljósavatn. Stangarveiði
hefur verið stunduð ofanvert á
svæði neöri deildarinnar, — A-
deildar, — um árabil. Sumarið
1972 veiddust á annað hundrað
laxar og nokkuð af silungi á þessu
veiðisvæði. Neðar i fljótinu hefur
nær ekkert veiðzt af laxi á stöng,
en nokkuð af silungi. Kynni þetta
að breytast við ræktun fljótsins.
— Hins vegar hefur netaveiði
verið stunduð svo lengi, sem
menn muna. Aðallega hefur
veiðzt silungur, en einnig lax i
sumar lagnir. Að frumkvæði
nokkurra einstaklinga var dálitlu
af gönguseiðum sleppt i fljotið,
sumarið 1970, og i fyrrasumar var
á vegum veiðifélagsins sleppt
nokkrum tugum þúsunda af laxa-
seiðum, bæði sumaröldum og af
gönguseiðastærð.
— Samkvæmt samþykkt aðal-
fundar A-deildar veiðifélagsins
2/5 1972, — og með vitund for-
manns veiðimálanefndar, voru i
fyrrasumar fengnir 2 valinkunnir
Q Verzlunarnóm
Ráðgert er að hafa verzlunardeild i þriðja
bekk gagnfræðadeildar Mýrarhúsaskóla
næsta vetur, ef næg þátttaka fæst. Innrit-
unfer fram fimmtudaginn7. júni kl. 20-21
i skólanum.
Skólanefnd.
menn til að skipta fljótinu á deild-
arsvæðinu i stangveiðisvæði til
bráöabirgða. Mun deildarstjórn
tilkynna veiðirétthöfum skipting-
una með dreifibréfi fljótlega.
Þá rakti Hlöðver litillega reglur
félagsins og tilboðaumleitanir
þess.
— Eins og ég nefndi áðan starf-
ar félagið i 2 deildum, A- og B-
deild. í 10. grein samþykkta fé-
lagsins segir m.a.: „Sérmál
deilda samkvæmt 3. gr. skulu
vera: a) Ráðstöfun veiöiréttar og
umráð veiðiaðferða.” t 12,gr. seg-
ir: „011 veiði, er samþykkt þessi
nær til, er óheimil á félagssvæð-
inu, nema með skriflegu leyfi
deildarstjórnar sbr. 10. gr. a). 1
leyfinu skal tekið fram um veiði-
tima og veiðitæki og með hvaða
kjörum leyfið er veitt.”
— 1 samræmi við það, sem að
framan greinir, var svo sam-
þykkt á aðalfundi A-deildar, 29.
april siðastliðinn, að leita tilboða i
stangaveiði á deildarsvæðinu,
þ.e. i Skjálfandafljóti neðan fossa
við Þingey. Væri um að ræða
fljótið frá ósi upp að Ullarfossi og
Barnafossi við Þingey að frá-
dregnum þeim netlögnum, sem
heimilar eru i fljótinu norðan brú-
ar austur af öfeigsstöðum. Komið
gætu til álita sértilboð i svæöiö
sunnanbrúar. Hér er um allmikið
svæði að ræða og vissulega all-
sundurleitt, en samtals bakka-
lengd, — landbakkar og hólmar,
— er nær 80 km. Frá gætu dregizt
10-12 km vegna netlagna.
Hlöðver sagði að lokum, að til-
boða væri nú leitað til eins árs og
væri endanlegur frágangur
samninga háður samþykkt auka-
deildarfundar. En nánast væri til-
boðanna leitað i tilraunaskyni.
Hins vegar gæti reynsla af leigu i
sumar leitt til framhaldssamn-
inga um leigu á stóru vatnasvæði,
sem raunar væri óráðin gáta, en
gæti orðið allstórbrotið, ef vel
tækist til um ræktun og stundun
veiöi.
Hlöðver kvað bjartsýni rikja
með bændum þar nyrðra, hvað
snerti þetta nýja veiðifélag, og
væri mikils vænzt af þvi. Þess
skal getið að lokum, að Hlöðver
tekur sjálfur við tilboðum, fram
til mánaðamóta mai-júni. Sagði
hann, að ef tilboð bæruzt timan-
lega, kynnu samningar að hafa
.tekizt fyrir 10. júni n.k., en fyrr
væri sjaldan genginn lax i fljótið.
—STP
Tvo kennara vantar að Mýrarhúsaskóla,
Seltjarnarnesi, við gagnfræðastigið.
Kennslugreinar eru 1) íslenzka og 2) saga
og landafræði. í boði er staðaruppbót allt
að 54.000 krónum á ári, miðað við að
kennarinn hafi full réttindi eða langa og
góða starfsreynslu. Kennt er 5 daga
vikunnar og kennslu er yfirleitt lokið kl.
14.00.
Upplýsingar gefa Aðalsteinn Sigurðsson,
formaður skólanefndar, sima 23163, og
Páll Guðmundsson skólastjóri, sima
14791.
Skólanefnd.
Bifvélavirkjar
Velvirkjar óskast strax. Fæði og húsnæði
á staðnum. Upplýsingar i simum 11790,
Reykjavik og 92-1575, Keflavikurflugvelli.
íslenzkir Aðalverktakar sf.,
Keflavikurflugvelli.
iVllíylwC Auglýsingastofa Tímans er í
J Aðalstræti 7
enmirsímar 19523 & 20-500
Frá Verzlunarskóla íslands
Umsóknir
landsprófsnemenda
Landsprófsnemendur,sem ætla að sækja
um skólavist i Verzlunarskóla íslands
næsta vetur, verða að skila umsóknum
sem allra fyrst og eigi siðar en 15. júni n.k.
Umsóknareyðublöð eru fáanleg i viðkomandi landsprófs-
skólum svo og á skrifstofu Verzlunarskóla Islands.
Skólastjóri.
RAFGEYMAR Öruggastl
FRAMLEIÐSLA _ OO
\ RAFGEYMIRINN
á markaðnum
P0LAR H.F.
:::i:Í!::iií::ii:!ii:!:.
Fást í öllum kaupfélögum
og bifreiðavöruverzlunum
NOTIÐ AÐEINS ÞAÐ BEZTA