Tíminn - 14.07.1973, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.07.1973, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 14. júli 1973. Við flest verður að notast Það er litið um bila i Kina, svo allir þeir, sem þurfa að fara ein- hverja vegalengd nota hvert það farartæki, sem býðst. Þó er það ekki dagsdaglegur viðburð- ur, að 10 þurfi að notast við sama reiðhjólið, eins og þessi mynd gefur tilefni til að ætla. Þetta er fimleikafólk frá Shen- yang, sem er hér bara að leika listir sinar, en væri þetta úti á umferðargötu, þá gætu stel'nu- merkin, sem fólkið gefur með höndunum ruglað einhvern öku- manninn. Pési pdfagaukur og aðrar blaðursk jóður Pési páfagaukur kenndi manni að tala. Þeir voru báðir á sjúkrahúsi i Englandi og mað- urinn var vangefinn og kunni ekki að tala. Talkennarar höfðu lengi reynt að kenna manninum að tala, en allt kom fyrir ekki, þangað til hann fór að herma eftir páfagauknum og þá leið ekki á löngu þar til hann fór að byrja að tala. Það eru samt ekki allir talandi l'uglar, sem verða að gagni. Sumir eru heldur hvimleiðir, að þvi er mönnum þykir, af þvi að þeir eiga það til að leggja niður heppileg orð i belg. Þannig var til dæmis einn fuglanna dæmdur úr leik i keppni, þar sem saman voru komnir þeir fuglar, sem bezt voru talandi i Bretlandi. Einn dómaranna var nefnilega prest- ur og honum likaði ekki bölvið og ragnið i fuglinum. Málgefn- asti fugl veraldar er sagður kunna 531 orð. Hann kom oft fram í útvarpi og sjónvarpi og lék jafnvel i kvikmyndum, og hafði unnið sér inn um 225 þús- und dollara fyrir kvikmynda- leik, þegar hann dó. Siðustu orð hans voru ,,ég elska hana mömmu”. Bókavörður einn ★ brezkur átti fugl, sem alltaf hrópaði „Vinir, Rómverjar landar — hlýðið á mig”, þegar menn komu til þess að fá lánað- ar bækur. Þá er getið um annan fugl, sem hafði þann vana að hanga öfugur i slánni sinni, svo að hausinn lafði niður, og syngja lagið — Hann á afmæli i dag. Annars getur það verið gagnlegt fyrir fugla að kunn að tala. Eitt sinn kom fugl niður um strompinn hjá fjölskyldu sinni i Englandi og sagði um leið og hann flaug út úr arninum: ,,Ég heiti Billy Green og bý á Mal- vernstræti. Til þess að hægt sé að kenna fugli að tala verður að einangra hann frá öðrum fugl- um, þvi að annars læturhann sig mennskt mál engu skipa og bara bara að kvaka eins og aðrir fuglar. Svo þarf að hæna fuglinn svo að sér, að hann sitji á fingri manns og endurtaka svo i sifellu sama orðið, þangað til fuglinn fer að herma eftir. Fuglar læra ekki aðeins orðin sjálf heldur apa þeir lika eftir rödd kennar- ans og látbragð. Þetta getur haft slæmar afleiðingar eins og sannaðist á manni einum, sem framdi sjálfsmorð út af fugli á heimilinu. Þannig var mál með vexti, að kona manns þessa hafði kennt fuglinum að segja „kysstu mig, ástin”. Svo dó konan, en fuglinn hélt upptekn- um hætti og þuldi þessi orð i sifellu yfir vesalings ekkju- manninum, þangað til hann stóðst ekki mátið lengur og framdi sjálfsmorð. Þá er sagt frá einum fugli, sem gerði eig- anda sinum töluvert gagn. í hvert skipti sem konan var búin að tala lengi i simann- kom fuglinn nefnilega og sagði: „nú er nóg komið. Segðu nú bless”. Myndin sýnir fugla, sem geta ekki bara talað, heldur sýna lika ýmsar listir, sem eigandanum er töluverður ábati að, en hann er götusöngvari f London. DENNI DÆAAALAUSI t Hún er húsmúðirin, ég er garðstrákurinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.