Tíminn - 14.07.1973, Blaðsíða 18

Tíminn - 14.07.1973, Blaðsíða 18
18 TÍMINN Laugardagur 14. júli 1973. Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing AAagnúsar Ásgeirssonar ið flökurt að horfa á hvað snjáldr- ið á henni er málað”. Pinneberg ris upp og litur út um gluggann. A götunni fyrir utan gengur Emma Pinneberg með bögglanetið sitt i hendinni. Það er Pússer háns og engin önnur. Yndislegust af öllu i heimi. Hann horfir á eftir henni alla leið að horninu á Bahnhofstræti og snýr sér siöan að Mariu Kleinholz. Andlitið er náfölt og ennið hrukk- að, en það liggur við, að það brenni eldur úr augum hans. Og honum finnst vissara að stinga höndunum i buxnavasana aftur. ,,Ef þér vogið yður að segja annað eins og þetta aftur, rétti ég yður einn utan undir. — Já, haldið yður bara saman, ef þér viljið ekki verra af hafa! Þetta er kon- an min — skiljið þér það? — skilj- ið þér það!!! Og hann otar hend- inni með glóandi giftingarhringn- um upp að nefinu á Mariu. ,,Og þér megið þakka guði almáttug- um fyrir, ef þer komizt nokkurn tima þangað með tærnar, sem hún hefur hælana! ” Pinnei)erg sezt aftur i slólinn sinn. Ilann hefur sagl allt, sem hann þurfti að segja, og honum hefur létt eitthvað svo dásamlega við það. Og afleiðingarnar? Nú er hann ekki að hugsa um neinar af- leiðingar. Komi það sem koma vill! Dálitla stund er allt hljótt. Hann rennir til hennar hornauga, en hún litur ekki til hans. Hún þrýstir litla hænuhöl'ðinu með öskubleika strýinu að rúðunni, sezt siðan niður, grúfir sig ofan á borðið og fer að háskæla. ,,Herra minn trúr, ég ætlaði þó ekki að fara að græta yður, fröken Kleinholz”, segir Pinneberg. Hann skammaðist sin dálitið fyrir hvað hann hefur verið grófur við hana —(en heldur ekki nema dá litið). En Maria heldur bara áfram að gráta og stynur þvi upp á milli hviðanna, að hún geti ekki gert að þvi, þó að hún sé eins og hún er, og hafi alltaf haldið að hann væri heiðarlegur piltur, sem bæri af hinum skrifstofuþjónun- um. Er hann i raun og veru kvæntur? Hún skal ekki minnast einu orði á það við föður sinn. Hann skal ekki vera hræddur um það. Er hún héðan? Ekki litur hún út fyrir það. Hún hafði ekkert meint með þvi sem hún sagði um hana, þvi að þetta er bara lagleg- asta stúlka. Hún sagði þetta bara til að striða honum. . . Svona heldur hún áfram lengi vel, og hefði vist ekki hætt strax, ef frú Kleinholz, móðir hennar, hefði ekki kallaö til hennar i höst- um og hvellum rómi: „Hvað lið- ur þvottinum, Maria? Það er kominn timi til að fara að valta hann! ” Þá rýkur Maria Kleinholz upp með ósköpum og irafári og er öll á bak og burt. En Pinneberg situr eftir og er eiginlega hinn ánægð- asti yfir öllu saman með sjálfurr. sér. Hann hlistrar iag, reiknar af kappi og gægist öðru hvoru út um gluggan tii að gæta að hvort Pússer gangi ekki framhjá aft- ur. ()g klukkan verður ellefu, hún verður hálftólf og þrjú kortér i tólf. Pinneberg fer að fagna i hjarta sinu og lofa sinn sæla fyrir að vera nú öruggur i einn mánuð til. En klukkan aðeins fimm min- útum fyrir tólf skálmar húsbónd- inn Kleinholz inn i skrifstofuna, virðir bókarann sinn fyrir sér og segir ósköp blátt áfram og altil- lega eftir að hann hefir gengið fram og aftur um gólfiö nokkrum sinnum: ,,.Ja, ég veit ekki hvað gera skal, Pinneberg. Helzt hefði ég kosið að hafa yður áfram og láta hina róa. En ég get ekki fyrirgefið yður að þér ætluðuð að neyða mig sjálfan til að sjá um fóðrið i gær bara vegna þess, að þér þurftuð að skemmta yður með þessari stelpu, sem þér voruð með. Nei, það get ég ekki gert mér að góðu, og þess vegna segi ég yður hér með upp.” „Kleinholz—” Pinneberg reyn- ir að herða sig upp og koma með karlmannlegar og óhrekjandi röksemdir, sem geti enzt fram yf- ir klukkan tólf — en þá er upp- sagnarfresturinn úti. „Kleinholz, mig langar til-----” „Ja, hve djöfullinn, kemur þar ekki stelpuskepnan aftur. Ég segi yður upp frá og með 31. október. Jæja, Pinneberg, þá er það bú- ið! ” Aður en Pinneberg kemur orði út úr sér, er hann rokinn út úr dyrunum og hurðin skellur á hæla honum. Og i sama bili hverfur Pússer einmitt fyrir hornið á Marktplatz. Hann litur á klukkuna. Hana vantar þrjár minútur i tólf. Tveimur minútum fyrir tólf stekkur hann upp stigann, sem liggur upp i útsæðisgeymsluna, rýkur að Lauterbach og stynur upp úr sér með andköfum: „Lauterbach! Upp með þig til Kleinholz og segðu upp stöðunni. Mundu hverju þú lofaðir upp á æru og samvizku! Hann er búinn að reka mig!” Lauterbach sleppir handfang- inu á kornsáldinu hægt og sein- lega, glápir á Pinneberg og segir að lokum: „f fyrsta lagi vantar klukkuna ekki nema eina minútu i tólf, og i öðru lagi verö ég fyrst að tala við Schulz — og i þriðja lagi er Maria nýbúin að segja að þú sért giftur, og ef það er satt hefir þú alveg farið á bak við okkur félaga þina. Og i fjórða lagi — Hvað það var i fjórða lagi, fékk Pinneberg aldrei að vita. Kirkju- klukkan sló tólf hæg og hljóm- dimm slög. Nú var allt um seinan, það var búið að reka hann úr vist- inni og það var komið sem komið var. Kriedrichs deildarforseti, laxinn og Hergmann kaupmaöur. Pinne- berg gripur alls staðar i tómt. Þrem vikum seinna, dapurleg- an, kaldan og regnþungan sept- emberdag, gengur Pinneberg hægum skrefum út úr skrifstofu Ducherow-deildar Verzlunar- og skrifstofu-mannafélagsins. Hann staðnæmist eitt augnablik á dyra- pallinum og les i hugsunarleysi að þvi er virðist, ávarp til allra með- lima félagsins um það, að sýna samheldni og samábyrgðatilfinn- ingu i verkinu. Hann andvarpar og gengur siðan hægt niður tröpp- urnar. Skrifstofustjóri félagsdeilar- innar sem er feitur og þriflegur maður með glóandi gulltennur i munninum, hefir sýnt honum og sannað að ekkert er hægt að gera fyrir hann. Það eina, sem Pinne- berg getur gert, er að vera at- vinnulaus. í! „Þér vitið nú sjálfur, hvernig það er með vefnaðarvöruverzlan- irnar hérna i Ducherow, Pinne- berg. Þar er ekkert laust, og losn- ar heldur ekkert”, bætir hann við og leggur áherzlu á orðin. Og i öðrum atvinnugreinum hafið þér ekkert gagn af neinum meðmæl- um, hvað góð sem þau eru. Ef eitthvert pláss losnar, sem ekki kemur til, þvi að allir sitja sem fastast þar sem þeir eru komnir, Sj þá eru tiu fyrir hvern einn af vön- ^ um mönnum, sem sitja um þau. Og bókari eruð þér eiginlega ■ lí 'I Ifllllllllllllllll F 1 heppilegt, að fólk, sem ekki er vel N að sér, hlaupi úr einni grein i S aðra. Það getur spillt áliti stéttar- S innar.” ^ „Guð m Pinneberg svo segir hann kaldur og ákveð- §5 inn: „En þér verðið bara að út- S$ vega mér eitthvað íinn góður”, stynur með sjálfum sér. En SJ iann kalrlnr nP ákvnft- ^ að gera, Friedrichs. Ég er giftur maður! ^ ----Og við eigum meira að segja ^ bætir hann við og § von á barni’ lækkar nú drjúgum róminn. Friedrichs deildarstjóri gýtur S augum til hans og segir svo i X hressilegum og alúðlegum hugg- § unarrómi: „Já, einmitt það. Blessun fylgir barni hverju, segir máltæk- 7.00 Morgunútvarp. Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (úr for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgumbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Arnhildur Jónsdóttir les söguna „Ævintýri mús- anna” eftir K.J. With i þýð- ingu Guðmundar M. Þor- lákssonar (6). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli liöa. Tónleikar kl. 10.25. Morgun- kaffið kl. 10.50:Þorsteinn Hannesson og gestir hans ræða um útvarpsdag- skrána. 12.00 Sagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskarlög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 A iþróttavellinum, Jón Ásgeirsson segir frá. 15.00 Vikan, sem var. Um- sjónarmaður: Páll Heiðar Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 i umferðinni, Jón B. Gunnlaugsson sér um þátt með blönduðu efni. 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Matthildur. 19.35 Franskt kvöld a. Lan d og þjóð, Emil Eyjólfsson flytur erindi. b. „Stúlkan frá Arles”. Svita nr. 1 fyrir hljómsveit eftir Bizet. Lamoureux hljómsveitin leikur, Antal Dorati stjórn- ar. c. Þögn hafsins. Þórunn Magnea Magnúsdóttir leik- kona les úr bókinni „Þögn hafsins” eftir Vercors. d. ,,Gleðieyjan”.Fjórar prelú- diur eftir Debussy. Samson Francois leikur á pianó. 21.05 Hljómplöturabb. Guð- mundur Jónsson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill. 22.35 Danslög. 23.55 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. HVELL I afskekktum fjalíadal i Eþiópiu, hefur timinn staðið i stað..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.