Tíminn - 14.07.1973, Blaðsíða 17

Tíminn - 14.07.1973, Blaðsíða 17
Laugardagur 14. júli 1973. TÍMINN 17 Áður fyrr þótti bezt að ,,vita ekkert". í bezta falli fékk móðirin hláturgas. Siðan kom afslöppun og leikfimi. Enn sem fyrr verða þó flestar konur að fæða börn sín í þjáningu. Á eftir finnst þeim þær hafa verið sviknar, orðið að þola ónauðsynlegar píslir. Við ættum að æpa hærra — fyrir fæðinguna Það er ágætt að byrja þessa grein á endurminn- ingunni um þau þrjú skipti, sem ég sjálf fæddi, þ.á.m. var ein tviburafæðing. Fyrsta barn mitt fæddist um 1940, þegar slökunar- tækni Reads var ekki einu sinni komin í móð. Föður- legur sveitalæknir svaraði áhyggjuþrungnum spurn- ingum mínum með: „Það er bezt að vita ekkert!" Fákunnandi var ég og óundir- búin. Eiginmenn og barnsfeður fengu ekki aö koma á sjúkrahús- ið. Klukkustund eftir klukkustund leið, ég var ein með sifellt þéttari hriðir og vaxandi óttatilfinningu. Enginn kom þegar ég hringdi eða kallaði. Svitastorkið hár, sundurbitnar varir Siðan langdregin fæðingin. Engin deyfing önnur en hláturgas — og ég lærði aldrei að nota það á réttan hátt. Úrvinda, saman- saumuð og i uppreisnarhug lá ég i herbergi og brátt kom önnur kona inn sem var nýbúin að fæða. Svitastokkið hár hennar, sundur- bitnar varir. Ég bölvaði i hljóði. Þessu vildi ég reyna að breyta! Þurftu pyndingar að fylgja þvi að ala barn? Nú viðurkenna margir læknar að þeir hafi lengi talið að fæðing ætti að vera sársaukafull. Sárs- auki merkir að fæðingin nálgist. Mikill sársauki er merki þess að eitthvað sé að. Margir læknar og ljósmæður verða kærulaus gagn- vart erfiðleikum fæðingarinnar. Þau eru blind gagnvart sársauk- anum. Þá varð ég ofsareið...... Þegar ég átti annað barn mitt nokkrum árum seinna, hafði ég lesið bók Reads um fæðingu án ótta. Ég átti þess engan kost að fara i leikfimi og slökun, þvi ég átti heima I sveit. Og ég fæddi barnið i sjúkraskýli. En ég kunni nokkur skil á hvernig ég átti aö hjálpa til við fæðinguna i stað þess að sporna við henni. Ljósmóðirin var góð. Undir lok- in vildi ég fá deyfingu, en hjúkr- unarkonan neitaði. Hana varð læknir að gefa. Ég varð ofsareið. Reis upp og ætlaði fram úr rúm- inu. Fann alla reiðina frá fyrstu fæðingunni blossa upp. Ég skipaði jieim að gefa mér stutta eterdeyf- ingu. Og hana fékk ég. Gleymið ekki reiðinni — hún er nauðsynleg! Ég veit ekki hvaðan ég fékk þrek til athafna. Held að það hafi verið sprottið af þeirri tilfinningu að hafa verið svikin og látin þola ónauðsynlegar kvalir. Gott væri, ÆP/Ð HÆ RRA! Hvenær fá konur að fæða án þjáninga ef margar konur gleymdu ekki sárindum sinum. Reiði þeirra er nauðsynleg til að stugga við þeim stjórnmála- mönnum og bæja- og sveita- stjórnarmönnum, sem færast undan að veita fé til sjúkrahúsa svo að þar sé hægt að bjóða upp á sársaukalausa fæðingu. 1 nóvember 1971 var ákveðið á sænska þinginu, að mæla með þvi við forstöðumenn fæðingardeilda að beita deyfingum við fæðingar. Ég spyr Lennart Lindgren yfir- Jækni i Stokkhólmi hvort hann hafi átt þess kost að búa svo i hag- inn fyrir konur, að þær gætu fætt án þjáninga. „Fyrir ári fór ég l'ram á fjár veitingu til kaupa á rafmagnstæki til að fylgjast með tiðni fóstur- hljóða og hriða. Auk þess bað ég um fjóra nýja aðstoðarlækna. Ég hef ekkert svar fengið, og enga peninga til viðbótar.” Sársauki móðurinnar — lif barnsins Hann hefur mikla reynslu og ég hlýt að trúa honum þegar hann segir að fæðing sé ólik reynsla fyrir hinar ýmsu konur. Sumar finna alls ekki til sársauka. Aðrar þjást mikið, og enn aðrar eru svo hræddar, að þær þora aðeins að eignast barn með keisaraskurði — einu aöferðinni, sem nú er örugglega sársaukalaus. En hvað um „Vásterviksaö- ferðina”? Jú, hún er áhrifarik. Deyfandi meðali er sprautað um- hverfis leghálsinn — en hætta er á að meðalið saki fóstrið. Dauðsföll hafa átt sér stað. Sagt er að nú á dögum fái fólk algera deyfingu við uppskurði, sem ekki eru að einum tiunda hluta eins sárs- aukafullar og barnsburður. En það vill gleymast að fæðingar- læknir þarf að taka tillit til tveggja mannvera: móðurinnar og barnsins. Mænudeyfing eyðir sársaukan- um svo algerlega að konan getur ekki hjálpað til i lokastigi fæðing- arinnar. Sifellt fleiri börn þarf að taka með töngum. Hversvegna ekkr dáleiösla? En hversvegna er dáleiðsla ekki notuð i meira mæli við fæðingar? Hún er þó algerlega óskaðleg bæöi fyrir móður og barn. Við rekumst á að læknar eru enn hikandi við aö viðurkenna yfirleitt dáleiðslu sem visinda- lega aðferð. Menn geta ekki fremur útskýrt hvað dáleiðsla er en hin ævaforna kinverska deyfingaaðferð með nálastung- um. En vitað er að flestir eru móttækilegir fyrir dáleiðslu. Nokkrir læknar i Sviþjóð nota Framhald á bls. 27.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.