Tíminn - 14.07.1973, Blaðsíða 8
8
TÍMINN
Laugardagur 14. júli 1973.
Dr. W. Gifford
Jones frá
Kanada
leikið en frjálsar fóstureyðingar.
I bók sinni leitast hann við aö
eyða ótta úr hugum kvenna. Þar
fjallar hann m.a. um pilluna,
fóstureyðingar, breytingatima-
bilið, ófrjósemi og ýmiss konar
móðurlifsaðgerðir.
Láta konurnar um
varnaraðgerðirnar
„Læknar hafa ýkt skaðsemi og
aukaverkanir pillunnar”, segir
hann. „Það er ekki meiri hætta
fyrir allanobbann af konum af að
taka getnaðarvarnartöflur, en að
ganga yfir götu. Og eitt barn um
of getur valdið þvi/ aö hún fái
hjartasjúkdóm eða brjósklos i
hrygginn, sem er alvarlegra en
áhrifin af pillunni.”
„En pillan hefur fleira en kosti i
för með sér”, segir Gifford Jones
kvensjúkdómalæknir. Hún hefur
veitt konum kynferðislegt frelsi,
en gert þær varnarlausari gagn-
vart kynsjúkdómum. Nú eru þaö
ekki lengur vændiskonur fyrst og
fremst, sem bera út kynsjúk-
dóma, heldur ósköp venjulegar
kvenlæknirinn,” er breytinga-
skeið konunnar. „Min skoðun er
sú, að allar konur, sem hættar eru
að hafa tiðir, eigi aö taka
estrogen (östrogen, hormónalyf)
daglega. Og ekki aðeins meðan
erfiðasti timinn vegna
breytingarinnar stendur yfir
heldur framvegis, það sem þær
eiga eftir ólifað, vilji þær lifa kyn-
lifi. Það eru skiptar skoðanir
meðal lækna um notkun
estrogens. Sumir vilja láta
nátúruna hafa sinn gang og ekki
beita lyfjagjöf. En erfiðleikar i
sambandi við breytingaskeiðið
fylgja hækkandi aldri fólks, og
þvi eigum við ekki að hjálpa fólki
til að geta lifað eðlilegu kynlifi
fram á efri ár, eins og við reynum
að bæta sjón þess, þegar hún fer
aö deprast. Samfarir verða
mörgum konum mjög sársauka-
fullar á efri árum og estrogengjöf
bætir þar um
Það kann að koma leikmönnum
spánskt fyrir sjónir.að þetta sé
nauðsynlpgt, en þeir skyldu at-
huga það, að til skamms tima var
„ALDRAÐIR ÞURFA
HORMÓNALYF ENGU
SÍÐUR EN GLERAUGU"
„Ég tel lækna og stjórn-
málamenn ábyrgðarlausa,
ef þeir nú á tímum taka af-
stöðu gegn frjálsum fóstur-
eyðingum. Mikið af
mengun,offjölgun, hungri,
eiturlyf janeyzlu, glæpum
og öðru böli í heiminum nú
stafar af því. að of mörg
óvelkomin börn fæðast,
sem lítillar eða engrar
ástar verða aðnjótandi. Við
eigum að leggja meiri
áherzlu á gæði en magn í
framtíðinni, Mannkynið
hefur þegar sannað, að það
getur aukið kyn sitt eins og
kanínur, og nú er komið að
því að sýna fram á, að við
getum átt fá börn og búið
þeim mannsæmandi líf ."
Svo fórust kanadiskum lækni,
Dr. W. Gifford Jones, orð i viðtali
við Timann, þegar talið barst að
þvi, aö frjálsari fóstureyðinga-
löggjöf væri nú á dagskrá hér á
landi. Óskaði hann okkur þess að
hún kæmist á, en sjálfur er hann
mjög fylgjandi þvi, aö konur fái
fóstureyðingar allt að 16 fyrstu
vikum meðgöngu óski þær ekki að
ala börn. •
„Löggjöf Kanada um fóstur-
eyðingar er óréttlát”, sagði Dr.
Gifford Jones. „Nefndir á hinum
ýmsu sjúkrahúsum taka
ákvörðun um hvort heimila skuli
fóstureyðingu i hverju einstöku
tilfelli. Það getur þvi verið mjög
mismunandi eftir landshlutum.
hvernig konum gengur að fá
þessa aögerð, og eins er titt að
þær fái fyrst synjun á einum stað,
en siðan samþykkt á öðrum.”
Virðing fyrir
lífi?
„Skoðanir eru mjög skiptar i
Kanada, eins og viðast annars
staðar um réttmæti fóstur-
eyðinga. Trúarástæður hafa þar
nokkuð að segja, en um
helmingur ibúanna eru kaþólskir,
þ.á.m. forsætisráðherrann
Trudeau. En margir aðrir en
kaþólskir eru mjög andvigir
fóstureyðingum og á svo að heita,
að sú sannfæring þeirra byggist á
mikilli virðingu fyrir kviknuðu
lifi. En ég sé ekki að þeir hinir
sömu beri mikla virðingu fyrir
mannsæmandi lifi. Ég ber ekki
mikla virðingu fyrir 10 vikna
gömlu fóstri, ef örþreytt móðir og
fimm börn hennar þurfa að
gjalda fyrir. Svo virðist sem þeir
sem mest meta lifið i sambandi
við fóstureyðingar, séu búnir að
gleyma þvi, þegar börnin eru
fædd kannski til ömurlegrar til-
veru.
Læknar i Kanada þurfi lika að
temja sér skoðanir betur við hæfi
nútimalifs. Leigubilstjórar eru
kunnugri félagslegum vandamál-
um heldur en læknarnir, sem eru
lokaðir inni á sinum vinnustöðum
og búa við tiltölulega örugga af-
komu. Mjög margir þeirra verð-
skulda Viktoriukrossinn að laun-
um fyrir góð störf i læknisfræði en
eiga engu að siður skilið að vera
skotnir fyrir þjóðfélagsskoðanir
sinar.”
Áfengisvandamálið
hafið þið.
Dr. Gifford Jones kvaðst hafa
heyrt, að við ættum ekki við
mengunarvandamál aö striða á
tslandi. „Hversvegna ekki að
koma i veg fyrir að það verði
nokkurn tima”, sagði hann, með
þvi að koma i veg fyrir offjölgun i
tæka tið. „önnur vandamál hafið
þið vissulega þegar, svo sem of-
drykkju, aö þvi er mér virðist
eftir tvær heimsóknir á veitinga-
hús i höfuðborginni, — og þar var
mér lika boðiö hass til kaups eitt
kvöldið”, bætti hann við.
Dr. Gifford Jones kom hingað
vegna áhuga á landinu, en ræddi
jafnframt við tvo bókaútgefendur
um hugsanlega útgáfu á bók sinni
„On Being a Woman” i islenzkri
þýðingu.
Bókin hefur komið út i Kanada,
Bandarikjunum og Englandi, og
er i þann veginn að koma út á
spænsku i Mexikó og á Spáni. Bók
þessi hefur vakið athygli og m.a.
verið dreift af fimm bóka-
klúbbum i Kanada og annars
staðar.
Dr. Gifford Jones er fleira hug-
ungar stúlkur. Og karlmenn
virðast ábyrgðarlausari en áður.
Gúmmiverjur eru komnar úr
tizku. Sjálfsagt þykir, að konur
taki pilluna. En sannleikurinn er
sá, að auk þess að vera góð
getnaðarvörn er gúmmiverja
bezta verndin gegn kynsjúk-
dómum. Og ef karlmenn eru ekki
þvi vandfýsnari á rekkjufélaga
ættu þeir að nota hana.”
„Ég vona að bók min eyði
ónauðsynlegum ótta kvenna
vegna svo ótal margs, og geri þær
tilfinningalega öruggari. Ég
fjalla meðal annars um,þegar
fjarlægja þarf leg konu, en ótal
kerlingabækur eru á kreiki um
afleiðingar þess, eins og um svo
margt annað, sem tengt er þeim
málum, sem ég skrifa um i bók
minni”.
„Aö vissu leyti eru nú færri for-
dómar rikjandi en áður i kyn-
ferðismálum og ýmsu þvi, er
snertir barneignir o.sv.frv. En
þótt margar kerlingabækur séu
nú úr sögunni virðast hafa orðið
til nýjar gróusögur, eins og t.d.
um pilluna og sitthvað fleira, sem
þörf er á að ryðja úr vegi og veita
réttari og betri fræðslu”.
Mest spurður um
breytingaskeiðið.
„Það sem ég er oftast spurður
um á fyrirlestraferðum”, sagði
þetta vandamál ekki til, vegna
þess að fæstar konur náðu svo
háum aldri að þær lifðu lengi eftir
breytingaskeiðið.”
Fræðslan einskis
virði í tunglskini.
Dr. Gifford Jones virðist ekki
telja einlifi eða meinlæti i kynlifi
æskilegt, hvorki fyrir aldraða né
fullorðið fólk yfirleitt. „Eina
slæma getnaðarvörnin er
kynbindindi”, sagði hann fyrr i
viðtali okkar. Margar góðar
getnaðarvarnir eru til, en það
þarf aðeins að nota þær rétt, en
ekki geyma þær i náttborðs-
skúffunni. Og svo virðist sem
fræðsla dugi ekki til að koma i veg
fyrir ósæskilega þungun, t.d. eru
hjúkrunarkonur um 5% þeirra
kvenna, sem ég framkævmi á
fóstureyðingu og ættu þær þó að
kunna á þessum málum skil. Það
virðist nefnilega enn vera svo, að
á tunglskinskvöldum þá gleymist
pillan eöa hvað* varnarráðstöfun
annar.s ætlunin var að viðhafa.
Þvi er ég hræddur um.að fræðsla
leysi seint fóstureyðingu af hólmi,
þótt ég sé siður en svo að mæla
með að hún sé notuð, sem
getnaðarvörn”.
SJ
(„On Being a Woman” er gefin út
i Kanada hjá McClelland and
Stewart Limited. Dr. Clifford
Jones er höfundarnafn, en réttu
nafni heitir viðmælandi okkar
Ken Walker, en vildi halda sér að
höfundarnafninu i viðtalinu til að
forðast rugling.)
„Ábyrgðarleysi að berjast gegn
frjálsum fóstureyðingum", segir
kanadískur kvenlæknir og rithöfundur