Tíminn - 09.08.1973, Page 8

Tíminn - 09.08.1973, Page 8
TÍMINN Hér fá menn magafylli aö verki loknu. arnir vinna undir stjórn leiöbein- enda aö fegrun skógarins. Dauö tré eru klippt burt og borin i bálköst, sem siöan er notaöur sem varöeldur. Tjaldsvæöi eru hreinsuö og einnig lagfært umhverfi Þrastalundar, sem er eign UMFI, i skóginum. Unniöer viö hiröingu iþróttasvæöisins og margt fleira kemur til, svo sem tiökast á stóru heimili. tþróttir. íþróttir eru mikiö stundaöar og þær þykja þátt- takendum einna skemmti- legastar ásamt ööru gamni. tþróttasvæöi er nú oröiö nokkuö gott i skóginum og er þar ágætis aöstaöa til iðkunar frjálsra iþrótta og knattleikja. Er áherzla lögb á að kenna börnunum undir- stööuatriöi iþróttanna. Leikir og kvöldvökur. Þaö er ekki ný bóla, aö unglingarnir þurfi að leika sér, og er hin gullna aöstaöa, sem skógurinn er, vel fallin til iðkunar fjölmargra leikja, svo sem fallin spýtan, felu- leikja o.fl. A kvöldin eru oftast kvöldvökur, ýmist gamanleikir inni eöa þá, að setiö er úti við varðeld og dáðst að afreki dagsins veröa eldi aö bráð. Unglingarnir skemmta sér sjálfir á kvöldvökum, þar verður hver að leggja fram sinn skerf öðrum til ánægju. Enda þótt söluskálinn Þrasta- lundur sé i næsta nágrenni, þá freistar hann ekki nema ef vera skyldi fyrsta daginn, þvi það er eitt boðorð búðanna, að sælgæti skapi ekki hraustan likama, og þvi er bannað að fara i skálann án leyfis. Aðspuröur um hvaö væri helst einkennandi fyrir starf unglinga- búðanna og dvölina þar sagði Sigurður Geirdal, aö ekki væri fullvist, að hinir einstöku starfs- liðir væru aðalatriöi, heldur veitti fríðsæld og fegurð skógarins unglingunum vafalaust mestu andlegu og likamlegu velliöanina. Athafnasamir unglingar að starfsdegi loknum. námskeiöshópur telur aö jafnaöi um 15 þátttakendur, bæði drengi og stúlkur. Búiö er að nokkru i tjaldbúöum ásamt sumarhúsi i skóginum. Matseld og boröhald er i vagni sem sérstaklega er byggður til þeirra þeirra nota. Umsjón og leiðsögn i búðunum annast þau Siguröur Geirdal og Ólafia Ragnarsdóttir. Starfið i búðunum er mjög margþætt, þvi verkefnin eru óþrjótandi. Þó eru aöalþættirnir þessir: Vinna, iþróttir, leikir og kvöldvökur. Vinnan. Ungling- UNGMENNAFÉLAG Islands og Ungmennasamband Kjalarnes- þings starfrækja í fyrsta sinn i sumar unglingabúðir i Þrasta- skógi i Grimsnesi. Ungmennafélag tslands á sem kunnugt er um 46 ha land i Þrastaskóg, sem Tryggvi Gunnarsson gaf UMFI fyrir um 50 árum. Ungmennafélagar hafa á þessu 50 ára timabili unniö mikið starf viö gróöursetningu 1 skóginum og hefur svæöiö veriö sannkölluö paradis ungmennafélaganna. I langan tima hafa forustumenn hreyfingarinnar hugleitt á hvern veg hægt væri aö skapa æsku landsins möguleika á þvi aö njóta dvalar i friösæld skógarins til ræktunar likama og sálar. Unglingabúöir i Þrastaskógi er tilraun i þessa átt og hafa þar ribib á vaöið Ungmennafélag Islands og Ungmennasamband Kjalarnesþings, en UMSK annast rekstur búöanna. I sumar veröa fjögur sex daga námskeið og hófst starfsemin 22. júli og stendur til 18. ágúst. Hver Fimmtudagur 9. ágúst 1973. Fimmtudagur 9. ágúst 1973. TÍMINN 9 Ólafia Ragnarsdóttir kallar á börnin sin i mat. Ræktun lands og lýös m Könguló, könguló, vísaðu mér... P Ég hefi sagt ykkur áður, að ég er svarinn óvinur allra köngu- lóa, hverrar tegundar sem er og hvar sem er i heiminum. Mér finnst þær allar upp til hópa ógeðslegar, og ég hef ekki enn heyrt um, að þær hafi visað neinum á berjamó. Aftur á móti fæ ég varla svo martröö á nóttu, að ekki komi þar við sögu ein- hverjar hryllingsköngulær, risastórar og ógeöslegar köngu- lær. Þegar við erum að státa okkur af ættarhólmanum kæra, segjum við gjarnan útlenzkum aö á Islandi séu hvorki eitur- snákar né skordýr, sem orð sé á hafandi. Mér finnst persónulega að köngulóin eigi alls ekki heima á tslandi. Hún hefir lik- lega borizt með vikingum frá Frakklandi eða einhvers staðar annars staöar frá. Það hefir verið alveg upplagt að fela sig i brynjunum eða hjálmunum. Hérna i henni Ameriku sér maöur aldrei svo köngulóarvef, aöhannsé ekki uppfullur af alls kyns smá skordýrum, sem ánetiast hafa, og biða þess að veröa etin af illfyglunum. A Is- landi er ekki fyrir hendi þessi mýgrútur af fæöu fyrir þarlenda köngulóarstofninn. Á hverju lifa þá kvikindin? Það er náttúrlega ekki hægt að skafa það af þessum skor- dýrum, að þau eru fjölhæf og búa yfir margvislegum brögð- um. Svo eru þær lika af mörgum gerðum. Sumar hafa örlitinn búk, rétt eins og tituprjónshaus og feiknar langar lappir. Þær geta hlaupið hraðar en nokkur önnur padda, sem ég þekki. Aðrar hafa sveran skrokk og stuttar, loðnar lappir. Þær siga oft i þráðum niður úr loftinu, og þykir mér það einn óhugnanleg- asti eiginleiki þéssarra óféta. Get ég nefnt þar dæmi til skýringar. Þegar ég var strákur i skóla, vann ég á sumrin i hvalstöðinni i Hvalfiröi. Dag nokkurn fórum viö upp i bragga eftir hádegis- mat, hölluðum okkur i fletin og vorum að hlusta á fréttirnar klukkan hálfeitt. Þannig vildi til, að tvær tölur höfðu dottið af buxnaklaufinni á vinnubuxun- um minum og var hún þvi hálf opin. Lá ég nú þarna aftur á bak I rúminu og var að hlusta á, hvað gerzt hafði úti i hinum stóra heimi. Sá ég þá skyndi- lega, hvar könguló nokkur sveif fyrir ofan mig og stirðnaöi ég upp eitt augnablik við þá sjón. I sömu andránni lætur skordýrið sig skyndilega siga leifturhratt niður og áður en ég get áttað mig er það horfið inn um opna buxnaklaufina! Það, sem gerðist næst var það, að ég hentist i loftköstum upp úr rúminu og setti siðan heimsmet i buxnaúrfærslu. Félagar minir i bragganum héldu i fyrstunni að ég hefði misst vitið, þegar þeir sáu aðfarirnar, en svo hlógu þeir eins og fifl. Mér fannst þetta ekki fyndið, og verst var það, að ég gat ekki fundið ófétið. Þær hafa nfl. þann eiginleika, að geta dregið að sér lappirnar, þegar þær falla niður á jörðu eða gólf og lita þá út eins og litlar kúlur. Til vonar og vara fór ég nú samt i aðrar buxur, og hefi gætt þess vel siðan að ganga ekki með opna klauf. Tegundin með tituprjónshaus- búkinn og löngu lappirnar er sú sama er einlægt var það fyrsta, sem maður sá, þegar vaknað var i tjaldi á Islandi. Þær voru i hornunum við tjaldsúlurnar og teygðu lappirnar til að láta nú taka eftir sér. Eftir það gat maöur aldrei á heilum sér tekiö og hélt að þær væru komnar i svefnpokann og bakpokann og um allt. Þær lappalöngu eru mikið fyrir útilegur og flýta sér augsýnilega á vettvang, þegar þær sjá einhvern reisa tjald. Það er feikn mikið af köngu- lóm á Þingvöllum, bæöi sigandi og hlaupandi. Ég er ekki frá þvi, að þær hafi haft truflandi áhrif á þingstarfsemina og jafnvél átt sinn þátt i þvi, að þingið lagðist þar niður. Auðvitað hafa þær lika spillt fyrir mörgum ástar- fundinum, en þið eruð vonandi ekki svo barnaleg i ykkur að halda, að allt haii verið alvar- legs eðlis, sem þingað var á Þingvöllum. Persónulega myndi ég ekki leggjast þar nið- ur þótt mér væri borgað fyrir það. Ég varð hér vestra fyrir reynslu, sem synir að köngu- lærnar eru ekki nein lömb að leika sér við. Fyrir utan húsið hjá okkur var all stór runni af einiberjaætt, en úr berjum hans er búið til bragðefni, sem notað er i gin. Þetta er sigrænn runni og er hægt að klippa hann til og er hann oftast hafður knöttóttur og verður mjög þéttur að utan. I hitteðfyrra tók ég eftir þvi, þegar ég var að snyrta runnann, aö þar var allt fullt af köngulóa- vefum. Samt sá ég enga köngu- ló. Nokkru seinna tók ég eftir þvi, að eitt kvöld eftir að dimmt var orðið, að mikið var af köngulóm utan á runnanum. Þær fóru sem sé á stjá eftir myrkur, einsog þeirra var von og visa, en á daginn skriðu þær inn á tréö. Ég úöaði með eitri, eyðilagði vefina og reyndi aðrar útrýmingaraðferðir, en allt kom fyrir ekki. Leið svona heilt ár, og var ég áhyggjufullur og gat vart á heil- um mér tekið. Ég var hreint út sagt, með köngulóafabrikku rétt viðdýrnarhjá mér! Ég óttaöist, að þær myndu gera innrás i húsiö og jafnvel ráðast á mig i rúminu. Þegar ég kom út á morgnana, voru þær oft búnar að gera ^ræði frá runnanum og festa á bilinn hjá mér, sem stoö eina tvo metra burtu. Einn morgun kom svo að þvi, að eitt kvikendið hafði einhvern veginn skriðið upp bakið á mér og tók aö klifra upp hálsinn á mér, þegár ég var kominn á 60 milna hraða út á þjóðveginn. Ekki mátti muna, að þar yrði dauða- slys i umferðinni, þvi ég missti næstum stjórn á bilnum. Næstu helgi tók ég á leigu stóra rafmagnssög og fékk Kalla vin minn i lið með mér. Við felldum köngulóafabrikk- una og lauk þar með kapitulan- um um veldi óvinarins i eini- berjarunn Þórir S. Grondal. 8 r r FRA FAF OG SVENDBORG A myndinni eru Guðmundur Karlsson frkvstj. Viðlagasjóðs. L. Vestergaard-Madsen, H.I. Hansen, konsúll, Magnús Magnússon bæjarstjóri S.A. Andersen borgarstjóri. Páll Zóphaníassn , frkvstj. Við- lagasjóðs og Gisli Theódórsson aðstfrkvstj. Innfiutningsdeildar Sambandsins. Ræjarstjórinn og borgarstjórinn ræðast viö. GOÐIR GESTIR NÚ FYRIR skömmu dvöldust hér á landi I nokkra daga borgar- stjórinn i Svendborg á Fjóni S.A. Andersen, forstjóri fóðurverk- smiðjanna FAF, H.I. Hansen og stjórnarformaður FAF, L. Vestergaard-Madsen ásamt eiginkonum sinum. Innflutningsdeild Sambandsins hefur nú I nokkur ár keypt mikið af kjarnfóöri frá FAF fóðurverk- smiöjunum, sem er samvinnu- fyrirtæki og námu þau kaup um 70% af útflutningi Dana á fóðri til tslands s.l. ár Vegna þessara miklu kaupa hafa skip Sambandsins margar viðkomur i Svendborg i hverjum mánuði og fara nú ílestar vörur, sem Innflutningsdeildin kaupir, frá Danmörku og Sviþjóö, um þá höfn. Þessi miklu viöskifti og mörgu skipakomur hafa sett sinn islenzka svip á Svendborg og þvi þótti heimsmönnum þar eðlilegt að safna fé til hjálpar Vest- mannaeyingum eftir eldgosið þar. Söfnuðust allt 145.630.00 danskar krónur hjá fyrirtækjum og einstaklingum, eða sem svarar rúmlega 2.1 milljón islenzkra króna og var aðalerindi gestanna að afhenda þetta fé Magnúsi Magnússyni bæjar- stjóra.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.