Tíminn - 14.08.1973, Qupperneq 3

Tíminn - 14.08.1973, Qupperneq 3
Þriöjudagur 14. ágúst 1973. 3 Þokkalega borgið, ef við fáum lán út á næsta ár til vegagerðar milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur, segir Björn Kristjánsson Eyðing svart- baks VEGNA ummæla, sem fram komu i viðtali við Arna Pétursson ráðunaut um notkun lyfja til þess að eyða svartbak, og birt voru i dag- biaðinu Timanum laugar- daginn 4. ágúst 1973, skal tekið fram: Tilraunastöðin á Keldum léði stjórnskipaðri nefnd að- stöðu til að framkvæmda lyfjatilraunir á svartbak siðastliðinn vetur, en sér- fræðingar tilraunastöðvar- innar höfðu engin afskipti af tilhögun tilraunarinnar eða túlkun á niðurstöðum hennar. Keidum, 10. ágúst, 1973. f.h. Tilraunastöðvar háskólans i meinafræði Páll A. Pálsson Til Klakks- víkur að sækja togaranatvo HOPUR Akureyringa eru að fara til Færeyja til þess að sækja skuttogarana tvo, sem útgerðarfélag Akur- eyringa keypti fyrir skömmu. Þessmá vænta, að skipin verði innan skamms komin á veiðar í þágu Akureyr- inga. Sumarmót aðventista SUMARMÓT S.D. aðventista var haldið að Hliðardalsskóla I öifusi, dagana 9. til 12. ágúst. A þriðja hundrað manns sótti mótið og kom fólk viðs vegar að af landinu. Gestir mótsins voru þeir dr. Charles Hirsc frá Washington, menningarmáiaritari aðalsam- taka aðventista og dr. B.B. Beach frá London, menningarmálaritari N-Evrópudeildar aöventista. Einkunnarorð mótsins voru orð Krists i Mattheusarguðspjallí: Farið og kennið. Stjórnandi móts- ins var Sigurður Bjarnason, ný- kjörinn forstöðumaður aðventista á íslandi. Flest efnin, sem flutt voru á mótinu fjölluðu um starf og hlutverk leikmannsins, eins og einkunnarorðin bera með sér. 1 júnimánuði var haldið mót ungra aðventista og stóð það i viku og fór fram að Kleppjárns- reykjum i Borgarfirði. Um 160 manns viðs vegar að af landinu sótti það mót og voru flestir á aldrinum 13 til 19 ára. BK-Stöðvarfirði. Um þessar mundir er unnið að nýjum vegi á kafla frá Snæhvammi að bver hamri, og verður það veruleg vegabót, þar sem þessi spölur hefur oft verið mikil torfæra. En nú er það höfuðnauðsyn, aö viö fáum hér sæmilegan vetrarveg milli Stöðvarfjarðar og Breið- dalsvikur, þvi að afkoma togar- ans, sem við eigum sameiginlega er undir þvi komin, að unnt verði að aka fiskinum hér á milli til vinnslu. Það væri óðs manns æði að ætla togaranum að koma á tvær hafnir i lok hverrar veiði- ferðar. Það nægir þó ekki, að við fáum nýjan veg milli Snæhvamms og Þverhamars, þvi aö viðar eru tor- færur, og nú erum við að brjótast i þvi að fá lán til þess að gera fyrir haustið vegarkafla á milli óseyr- ar og Tóftár, sem vegalög gera ekki ráð fýrir, að komi fyrr en EKKI hefði það þótt trúleg spásögn fyrir nokkrum árum, ef einhver hefði sagt það fyrir, að innan skamms myndu hópar manna úr fiskibæjum á ströndum landsins taka sér ferö á hendur alla leið til Japans til þess aö sækja sér mikilvirk skip. árið 1974. Takist að útvega slikt lán gegn endurgreiðslu með fjár- veitingu næsta ár og ljúka vegin- um fyrir veturinn, ætti okkur aö vera þokkalega borgið i bili. Við getum við það unað i bili, þótt frestað væri vegagerð fyrir austan Stöðvarfjörð en frá henni A SUNNUDAGSMORGUNINN varð það slys á Fáskrúðsfirði. að maður féll út af palli á vörubifreið og kostaðist innvortis. Var hann fluttur i sjúkrahúsið í Nes- kaupstað. Maðurinn var Bergur Hallgrimsson, fram- Síðast nú um helgina héldu sjö Skagstrendingar af stað til Jap- ans þessara erinda, og rétt fyrir brottförina tók Gunnar, ljós- myndari Timans, þessa mynd af þeim vestur á Grandagarði, öll- um i landhelgispeysum, en sá klæðaburður segir sina sögu var horfið i sumar vegna kaflans milli Snæhvamms og bver- hamars. Það er vegasambandið á milli Stöðvarfjarðar og Breið- dalsvikur, sem allt veltur á, að sé gott að vetrarlagi vegna togara- útgerðarinnar. kvæmdastjóri Pólarsíldar á Fáskrúðsirði. Slysið bar að, er verið var að landa fiski og flytja hann í frysti- hús. Stóð Bergur á bilpallinum, en svo slysalega vildi til að krani rakst i hann, og féll Bergur á götuna. um það hve framkvæmdahugur- inn, sem nú er svo áberandi um land allt, er nátengdur útfærslu landhelginnar, sem gerð var jafn- skjótt og upp hafði verið sagt þeim óheillasamningi við Breta, er þeir höfðu i reynd tapað þorskastriðinu fyrra. Ferðamanna- straumurinn til Akureyrar I Degi á Akureyri er rætt um ferðamenn og Akureyri i forystugrein. Þar segir: „Útlendingar flykkjast til landsins á þessum árstima og skilja eftir kærkominn gjald- eyri. tslendingar aka um landið þvert og endilangt og er vel að flestir eiga þess nú kost, að kynnast landi slnu og þjóð meira en áður var unnt. Akureyri er helzta sam- göngumiðstöð á Norðurlandi, einkum vegna greiöra flug- samgangna. Bærinn er þó aðeins áningarstaður erlendra manna, en þeir leita flestir á vit þeirra náttúruundra, sem austar liggja en Eyjafjöröur. En innlendir feröamenn, sem láta sig einnig varða mannlif og mannanna verk, eiga erindi til Akureyrar, ekki vegna stærðar eða mikilleika af ncinu tægi, heldur vegna sér- stöðu meðal islenzkra kaup- staða I menningu og atvinnu- háttum. Fljótleg sjónkynning af iegu og ytri llnum hinnar cllefu þúsund manna byggðar við lygnan PoIIinn, með há og sundurskorin fjöll að vestan, en ávala og grösuga Vaðla- heiöi að austan, gefur hug- mynd uin veðursæld og góðæri til lands og sjávar. Byggð sveitanna i samiiggjandi ræktarlöndum, sem fremur má kalla þéttbýli en dreifbýli, staðfestir þessa fyrstu góðærismynd i huga ferba- ■nannsins. Samvinnubærinn á Norðurlandi Eyfirzkir bændur stofnuöu Kaupfélag Eyfirðinga. Fólk i bæ og byggðum geröu Akur- eyri að hlutfallslega mestum samvinnubæ i viröi veröld. Samvinnumenn komu upp verksmiðjuekstri á Akureyri. Gefjun, lðunn, Hekla og Sjöfn eru þeirra stærstar. Saman- lagt mynda þær stóriðju á Islenzkan mælikvarða. 1 verzl- un, matvælaiðnaði og ýmsum þjónustugreinum hafa sam- vinnumenn einnig haft forystu. Allt eru þetta þær meginstoöir, sem vöxtur og velmegun Akurcyrar hefur hvilt á til þessa. Akureyri var aldrei háð göngum þorsks eða silda*- i jafn rikum mæli og aörir kaupstaðir landsins. Margt að skoða Má þetta vera ferða- mönnum ihugunarefni. En fleira er skoðunarvert. Stál- skipas m iöin, bæjarútgerð togara, fiskiðja og niðurlagn- ing, járn-, tre'- og vélsmiði snerta nálega allt atvinnulif bæjar og héraðs. Amtsbóka- safn, Minjasafn og Náttúru- gripasafn fýsir márga að sjá og skoða og unnendur mikilla andans manna munu eiga erindi f hús skáldanna Nonna, Matthiasar og Daviðs. Unn- endur gróðurs þurfa að koma i Lystigaröinn og merkustu deild hans, nyrsta grasagarð Evrópu, þar sem flestar is- lenzkar jurtir vaxa. Ahuga- menn iþrótta koma i sund- laugina, úti- og innilaug, fara á skiði I HHðarfjalli eða á iþróttavöll bæjarins. Skemmt- ánaglöðu fólki þarf ekki að leiöbeina”. —TK Grímsá er mórauð og veiðin heldur dræm Þórunn Eyjólfs i veiðihúsinu viö Grimsá, sagði i viðtali við Veiðihornið, að veiöin i ánni hefði verið fremur dræm undanfarið, enda áin mórauð eftir miklar rigningar. Veiðin i ánni er nú komin yfir 1200 laxa á tiu stengur og er það heldur betra en var á sama tima i fyrra. Nú eru eingöngu veitt með flugu i ánni, enda eru það Bandarikjamenn sern eru i ánni. Mest hefur veiðzt á rauða túpu og „Blue charm”, að sögn Þórunnar. Stærsti laxinn, sem veiðzt hefur i sumar i Grimsá, kom á i siðustu viku, og var hann 21 pund. Fékkst hann á „Sweeper”. 330 laxar úr Flókadalsá — góð veiði upp á síð- kastið. INGVAR INGVARSSON á Múlastöðum i Andakilshreppi, einn stjórnarmanna i Veiði- félagi Flókadalsár, setti sig i samband við Veiðihornið og gaf eftirfarandi upplýsingar. Veiðin i sumar hefur verið mjög góð og eru nú einhvers staðar á milli 320 og 330 laxar komnir á land, en veiði hófst 19. júni. Laxinn gengur frekar seint uppeftir ánni, enda margir fossar á leið hans, sem virðast tefja hann, þannig að bezti veiðitiminn er oftast siðla sumars. Þetta er betri veiði en var i fyrra, þvi þá komu upp úr ánni á öllu veiði- timabilinu 310 laxar. I hitteð- fyrra var veiðin i ánni mjög góð, þá komu á land 465 laxar, sem var metveiöi, en allar lik- ur eru á það það met verði slegið i sumar, þvi bæði er að veiðitimanum lýkur ekki fyrr en 15. september og eins hitt að veiðin hefur verið óvenju- lega góð að undanförnu, t.d. hafa komið milli 70 og 80 laxar á siðustu dögum. brjár stangir eru leyfðar i ánni og er verð veiðileyfa frá 3300 krónum og allt upp i 6500 krónum á dag. Mest var veitt á maðk i vor og framan af sumri, en að undanförnu hefur veiðzt bezt á fluguna, enda úr- vals flugustaðir upp með ánni þar sem laxinn er kominn núna. Stærsti laxinn sem komið hefur á land i sumar var fjórtán pund, en algengasta þyngdin mun vera frá fjórum og upp i niu pund. Það eru svo til eingöngu Is- lendingar sem hafa veitt i ánni i sumar. Leigutakar árinnar eru Sævar Sigurgeirsson og Sverrir Kristinsson, báöir úr Reykjavik. 1 landhelgispeysum á leið til Japans að sækja skuttogara. ENN EITT ÞORPIÐ FÆR SKUTTOGARA AAaður slasast á Fáskrúðsfirði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.