Tíminn - 14.08.1973, Qupperneq 5

Tíminn - 14.08.1973, Qupperneq 5
Þriðjudagur 14. ágúst 1973. TÍMINN 5 Enn um leiðara aukablaðs Tímans: Eingöngu æflað að vekja menn til umhugsunar — en hvorki róðizt að ferðamólafrömuðum né ný stefna mörkuð I Timanum i dag birtist grein eftir Sigurð Magnússon, væntan- lega blaðafulltrúa Loftleiða og nýskipaðan forstjóra Ferðaskrif- stofu rikisins, þar sem farið er hörðum orðum um leiðara auka- blaðs Timans, er út kom 7. ágúst s.l. Skrif Sigurðar Magnússonar virðast mér á misskilningi byggð. 1 leiðaranum er aöeins vakin athygli á þvi, að sænska rikið hefur nýlega hætt að verja fé til að laða erlenda ferðamenn til Svi- þjóðar. „Viðbrögð Svia máskoða sem áskorun til annarra þjóða, þ.á.m. Islendinga, aö endurskoða stefnuna I ferðamálum...,,segir ennfremur i leiðaranum. Þessum orðum er eingönguætlað að vekja menn til umhugsunar um ferða- málastefnu okkar Islendinga, en með þeim er hvorki ráðizt á þá menn, sem feröamálum stýra, né lagt til, að ný stefna verði tekin upp. Sigurður telur útleggingu fyrr- nefnds leiðara vera „einangr- unarraus”. Ég skil ekki, hvernig greinarhöfundur hefur fengið þá flugu i höfuðið. 1 fyrrnefndum leiðara er alls ekki minnzt á ferð- ir íslendinga tii annarra landa (hvað þá, að amast sé við þeim) og heldur ekki lagt til, að við Is- lendingar lokum landinu fyrir út- lendingum. Þá heldur Sigurður þvi fram að leiðarahöfundur saki útlendinga um eyðingu Rauðhól- anna! Hvernig honum dettur það i hug, er ekki á minu valdi að svara. Vikið er að eyðileggingu Rauðhólanna, þegar rætt er um landgæði, sem fórnaö hafi verið vegna stundargróðasjónarmiða. Ég tók þetta dæmi til að sýna fram á, að ferðamannaiðnaður, byggður á stundargróðasjónar- miðum, getur að minum dómi á sama hátt eyðilagt ýmsa af feg- urstu stöðum landsins, efekki er rétt á málum haldið. Ég býst við, að Sigurður sé mér sammála, ef marka má grein hans i Morgun- blaðinu i dag. Timi er til kominn, að við ts- lendingar ákveðum, hvort við viljum gera land okkar að ferða- mannalandi með öllum þeim kostum og göllum, er þvi fylgja. Spánn er t.d. dæmigert ferða mannaland, enda gera spænsk yfirvöld margt til að auka ferða- mannastraum til landsins. Sviar æskja aftur á móti ekki eftir, að fleiri erlendir ferðamenn sæki Sviþjóð heim, en amast þó ekki við þeim á nokkurn hátt. Þess vegna finn ég ekki að þvi, þótt Sviar ferðist hópum saman til Spánar, fyrst Spánverjar beinlin- is æskja þess. Reykjavík 12. ágúst 1973. Eirikur Tómasson. VIPPU - BliSKÚRSHURÐIN 1-karsur Lagerstærðir miðað við múrop: Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm 210 - x - 270sm Aðrar stærðir smiOaðar eftir beiðni. GLUGGASMIÐJAN Siðumúla 12 - Sími 38220 Byggingavinna Vegna framkvæmda að Munaðarnesi i Borgar- firði geta laghentir menn og trésmiðir fengið vinnu við að reisa norsk hús. Vetrarvinna i boði. Einnig vantar verka- menn i vinnu við ræsagerð. Upplýsingar hjá verkstjóra i Munaðarnesi og á skrifstofu BSRB, Laugavegi 172, simi 26688. Lónasjóður íslenzkra nómsmanna Styrkir til framhalds náms n.k. skólaár Auglýstir eru til umsóknar styrkir til framhaldsnáms að loknu háskólaprófi (kandidatastyrkir), skv. 9. gr. laga nr. 7, 31. marz 1967 um námslán og námsstyrki. Stjórn Lánasjóðs islenzkra námsmanna mun veita styrki til þeirra, sem lokið hafa háskólaprófi og hyggja á, eða stunda nú framhaldsnám erlendis við háskóla eða viðurkennda visindastofnun, eftir þvi sem fé er veitt til á fjárlögum. úthlutun styrkj- anna fer fram i janúar n.k. Umsóknareyðublöð eru afhent i skrifstofu Lánasjóðs islenzkra námsmanna, Hverfisgötu 21, Reykjavik. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 15. október n.k. Skrifstofa sjóðsins er opin virka daga kl. 13:00 til 16:00. Reykjavik, 10. ágúst 1973, Lánasjóður islenzkra námsmanna. ^ Afturmunstur SOLUM; Frammunstur Snjómunstur Vörubifreida stjórar BARÐINNHF. ÁRMÚLA 7. REYKJAVÍK. SÍMI 30501. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Vegna jarðarfarar Mariu Sveinsdóttur, verður Aðalskrifstofan og Aðalumboðíð, Tjarnargötu 4, lokað frá hádegi i dag, miðvikudag. Verkstjóri Frystihús á Austurlandi óskar eftir að ráða verkstjóra. Matsréttindi nauðsynleg. Umsóknir merktar Verkstjóri 1507 sendist blaðinu hið fyrsta. sokkabuxur Kröfuharðasti kaupandinn er unga stúlkan,sem velur sokkabuxur eftir útliti, óferð og tízku. Teen sokkabuxur eru gerðar eftir óskum nútímastúlkunnar.. Teen sokkabuxur eru fyrir þær, sem vekja athygli d vinnustað og þær, sem fylgja tízkunni ó kvöldin. Teen tízkubuxur ungu stúlkunnar

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.