Tíminn - 14.08.1973, Page 19

Tíminn - 14.08.1973, Page 19
Þriðjudagur 14. ágúst 1973. TÍMINN O Útlönd sjávarins sem rannsóknar- efnis og vegna þess, hve til- tölulega fáar athuganir við getum framkvæmt i hafinu. Engu að sfður gefur hin hraða framsókn hinna þróaðri landa i haffræðirannsóknum og gagngerð endurnýjun á út- búnaði vonir um að haffræöi (oceanology) verði verulega ágengt á öllum sviðum næstu 10—15 árin. EKKI verður svo spjallað um haffræði og alþjóðlega samvinnu á því sviði að ekki sé minnzt á þann ágæta árangur sem visindamenn utan Sovétrikjanna hafa náö i þessum efnum. 1 USA, Frakk- landi og ttaliu hafa verið byggð skip, sem tekizt hefur að bora i gegnum botnalag sjávarins, þar sem hann er dýpstur. Það voru rannsóknir um borö á einu sliku skipi, sem urðu til þess, að skoðanir manna á uppruna jarðskorp- unnar hafa gjörbreytzt á undanförnum 10 árum. I nokkrum löndum hafa verið fundin upp kerfi sem gera gervihnöttum kleift að stað- setja skip á hafi úti svo að ekki munar nema 60—100 metrum. Góös árangurs er að vænta af hafrannsóknum með sjáfl- virkum duflum, sem lagt er á mismunandi stöðum á hafi úti til að mæla fjölmargt i sam- bandi við ástand sjávarins og loftlaganna við yfirborð hans. Til dæmis getur Monster buoy, sem smiðuð var i Banda- rikjunum, skilað upplýsingum um 200 mismunandi atriði til gervihnatta eða strandstöðva. Hún getur unnið eftirlitslaust i heilt ár og staðizt hvaða felli- bylji, sem vera skal. 1 ÝMSUM löndum hafa verið smiðuð og reynd tæki, sem gera visindamönnum kleift að fara niður á mikið dýpi til rannsókna. Visindamenn i mörgum löndum eru þeirrar skoðunar að mannkynið verði á kom- andi áratugum að leggja megináherzlu á hafrann- sóknir, sem beinist þá einkum að hagnýtungu auðlinda sjávarins. Þetta á einnig við sovézka haffræðinga. Þeir skipuleggja nú notkun sjálf- knúins djúpfarartækis, hyggjast koma upp mælinga- svæðum (stationary oceanic arrays) og rannsóknarút- búnaði til aö mæla ýmis afl- fræðileg einkenni sjávarins. Þá er og I ráöi að byggja f jölda sérstakra rannsóknarskipa og búa öll skip nýjustu tækni og tölvum. Viðkomandi stofnanir munu hafa náiö samstarf með sér um framkvæmd þessara mála. Viö gagnkvæmar heim- sóknir sendinefnda frá haf- fræðistofnunum i USA og Sovétrikjunum komu visinda- menn beggja landanna fram með ýmsar tillögur um hag- kvæmt samstarf viö rann sóknir á hafinu. Meðal þeirra eru tillögur um sameiginleg mælingasvæði, aðild að áætlun um efna- og jarðefnalegar rannsóknir á hafinu, áætlun um sameiginlegar jaröfræði- legar og jarðeðlisfræöilegar athuganir i sambandi við jarð- aflsfræði og eflingu samvinnu á sviði svokallaðrar „gervi- hnattahaffræöi”. Báðir aðiljar munu tvimælalaust hagnast á þessari samvinnu, sem og öll visindi i heiminum yfirleitt. 1 haffræði er afar mikilvægt að taka höndum saman. Ef eitt skip vinnur að rannsóknum á fyrirbæri, sem hefur mjög mikla útbreiðslu, verður árangurinn litils virði. En ef tvö skip (t.d. bandariskt og sovézkt stunda þessar sömu rannsóknir samtimis á mis- munandi stöðum samkvæmt samræmdri áætlun, marg- faldast gildi þeirra upp- | lýsinga, sem þau afla. O Gorkúla hætta á, að hún fyllist og sökkvi. Svona blasir þetta við mér, þegar ég kem úr minni Reykjavikurferð aö þessu sinni og þvi get ég ekki orða bundizt. Er þetta nokkuð meira en árin á undan? munu einhverjir spyrja. Jú, vissulega. Þetta ár hófst með þvi, að við töpuðum meir en 5000 manna borg i eldi undir hraun og ösku og okkur er skylt aö endur reisa þá borg og hreinsa, og við höfum þegar tekið þetta á okkur eins og við erum menn til. Við getum ekki undan þvi svikizt, ef við viljum heita menn. Um leið og þetta varð, misstum við stóran hóp okkar vöskustu manna frá þvi að afla okkur tekna á þann veg sem venjulegt var og auð- veldast, suma að öllu leyti öðru að nokkru. Svo höfum við þurft að berjast við her stórþjóðar á þeim vettvangi, þar sem við höfum átt auðveldast með að afla okkur tekna. Enn kemur fleira til umfram venjuleg ár. Við höföum áður en árið hófst byrjaö á að ljúka bilfærum vegi umhverfis landið, með þvi að vega og brúa mestu ófæruna á þeirri leið, Skeiðarársand, og það kostar okkur milljarða i okkar krónum. Viö erum aö reisa dýrustu raf- stöðina, sem reist hefur verið hér á landi og jafnframt erum við að skipuleggja og sameina þaö raf- magn, er við ráðum yfir. Við kaupum og flytjum inn fleiri og stærri skip á þessu ári en nokkru sinni fyrr. Við undirbúum með miklum kostnaði hátiðahöld á næsta ári til minningar þess, að þjóð okkar hefur verið ellefu aldir i landinu, og i þessum undir- búningi er meðal annars það að ljúka við lagningu hringvegarins, sem hefur verið nefndur og auk þess byggingu stórhýsis yfir Landsbókasafnið og Háskóla- bókasafnið. Loks kemur það til, að i krafti allra þessara miklu framkvæmda kallar hermihvöt þjóðarinnar til nærri hvers manns meðal hennar á meiri framkvæmdir i byggingum og hverskonar „umbótum” en nokkru sinni fyrr. Þannig leggst nú allt og hleypur út i þetta borð þjóðarskútu okkar. — Svo reisir Seðlabanki tslands gunnfána sinn, hleypur út á þennan borðstokk þjóðarskútunnar og hrópar gegnum herlúður sinn: „Hér skal ég vera fremstur og mestur, þó að mér sé þess engin þörf!” En rikisstjórnin okkar? Hún hefur nú verið nokkuð mikiö i þvi borði þjóðarskútunnar, sem skútan hefur hallast i, eins og stjórnin á undan henni. En ég játa það hreinskilnislega, aö mig hefur langað til þess, að þessi stjórn fengi að stýra skútunni a.m.k. kjörtimabilið á enda. Vissulega hefur mér fundizt hún stýra betur en stjórnin á undan og kunnað hef ég henni betur, þó að litið hafi ég til hennar kallað og hún aldrei til min. Ég hef verið henni sérstaklega þakklátur fyrir meðferð málanna fyrir Vest- mannaeyjar, þó að henni sé e.t.v. þar ekki mjög mikið sérstaklega aö þakka, heldur allri þjóöinni, fyrir sinn myndarskap. En af þvi að ég óska stjórninni góðs, verö ég að segja það upphátt, að ef hún gerir ekkert til stöðvunar þvi, að allir þeir er eiga að hafa forystu þjóðarinnar hlaupi út i það borð þjóðarskútunnar, sem þegar ber of mikið, þá flýtur yfir borð- stokkinn. Af þvi að ég get ekkert við slikt ráðið, enda ég þessa grein mina með kristilegri bæn! Guð hjálpi ríkisstjórninni. Arnór Sigurjónsson. SKIPAÚTGCRÐ RIKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavik föstudag- inn 17. þ.m. austur um land i hringferð Vörumóttaka þriöjudag, niiövikudag og fimmtudag til Austfjaröa- hafna, Þórshafnar, Raufar- hafnar, Húsavíkur og Akur- eyrar. Bílbelta- bingó Tölur i sömu röö og þær voru lesnar i útvarpið 11. ágúst 1973. 4. umferð: 52, 81, 25, 12, 3, 77, 64, 34,6, 60, 67, 18, 38, 36, 14, 31, 33, 10, 49, 63. BINGÓ er ein lárett lína. BINGÓ-hafar sendi miðana til skrifstofu Umferðarráös, Gnoðarvogi 44, Reykjavik fyrirkl. 17.00, fimmtudaginn 16. ágúst 1973. Man 780 Til sölu er Man 780 vörubifreið árgerð 1967. Bifreiðin er yf- irbyggð til vöruflutn- inga. Upplýsingar i sima 93-6252, Ólafsvik. Manntal 1816 5. hefti Manntals á íslandi er komið út. Nokkur eintök af eldri heftum, 1-4, eru einnig fáanleg. Manntalið er selt i Bókaverzlun Stefáns Stefánssonar Laugavegi 8. Ættfræðifélagið Karl eða kona óskast til starfa strax i banka i nágrenni Reykjavikur. Nokkur æfing i bankastörfum áskilin. Umsóknir merktar „5000” sendist i póst- hólf 118, Keflavik, fyrir 18. þ.m. 18 daga ferð til Mallorca Lagt af stað 8. september Framsóknarfélögin í Reykjavik gangast fyrir hópferð til Mall- orca I september. Lagt verður af stað lrá Keflavik kl. 8:50 ár- degis 8. september og komið til Kaupmannahafnar kl. 12:40. Dvalizt veröur i Kaupmannahöfn eina nótt og farið þaðan til Mallorca 9. september kl. 8 árdegis. Dvalið verður á hótelum eða i ibúðum eftir vali fólks i 15 daga. Flogið verður aftur til Kaup- mannahafnar 23. september og staðið þar við I tvo daga. Ilótelin, sem um er að velja eru Obelisco og Concordia á Arenal- ströndinni. tbúöirnar eru á Trianon á Magaluf-ströndinni. Allar upplýsingar veittar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30, simi 24480. Nauðsynlegt er að fólk hafi samband við skrifstofuna sem allra fyrst. Upplýsingar um aðrar ferðir á vegum Framsóknarfélaganna svo sem til London i kringum 25. ágíist, og Kaupmannahafnar um 4. september. v__________________________________________________________y Héraðsmót í Skagafirði 18. ágúst Framsóknarfélögin halda héraösmót að Miðgarði laugar- daginn 18. ágúst kl. 21. Ræðumenn Ólafur Jóhanncsson forsætisráðherra og Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Guðrún A Simonar syngur,undirleik annast Guðrún Krist- insdóttir. Ómar Ragnarsson skemmtir. Gautar leika fyrir dansi. Sumarhátíð FUF í Árnessýslu 25. ágúst Félag ungra Framsóknarmanna i Árnessýslu heldur hina árlegu sumarhátið sina i Arnesi laugardaginn 25. ágúst kl. 21. Hljóm- sveit Ólafs Gauks leikur. Nánar auglýst siðar. Héraðsmót á Snæfellsnesi 26. ágúst Framsóknarfélögin halda héraðsmótað Röst Hellissandi sunnu daginn 26. ágústkl. 21. Einar Ágústsson utanrfkisráðherra flytur ræðu um utanrikismál og landhelgismál. Magnús Jónsson óperusöngvari syngur. Hljómsveit Ingimars Eydals leikur fyrir dansi. J Flugferðir til útlanda á vegum Fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík Flokksmenn, sem hafa hug á slikum ferðum, fá upplýsingar á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hringbraut 30, simi 24480.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.