Tíminn - 17.08.1973, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.08.1973, Blaðsíða 15
Föstudagur 17. ágúst 1973. TÍMINN 15 Hans Fallada: Hvaðnú,ungi maður? Þýðing Magnúsar Ásgeirssonar að fara að skreyta jólatréð, fyllt- ist stofan af næstum þvi1 óþolandi lykt. Auðvitað geröi Pússer allt sem hún gat til þess, að útrýma lyktinni. Hún skipti um sand. Hún þvoði jurtapottinn bæði að utan og innan. Loksins lá við að hún færi aö þvo tréö sjálft. Allt kom fyrir ekKi. Þegar þau höföu borðað jólamatinn og skipzt á jólagjöfum og innilegri jólakossum en venju- lega gerist, fór Pinneberg að þefa tortryggnislega út um alla stof- una. „Þaö er annars einkennileg lykt af þessu grenitré hérna,” segir hann að lokum. Pússer veröur að leysa frá skjóðunni. Hún gerir það, en hnuggin er hún á svipinn. Pinneberg hló bara og sagði að þessu skyldi hann kippa i lag, og þá var það sem hann missá sig á Kölnarvatnsflöskunni hennar Pússer. Hann dreifði ilmvatninu fyrst yfir tréö og siðan yfir Pússer sjálfa, þvi að hún hafði auövitaö ekki sloppiö frá hreingerningun- um og dálitla stund leit út fyrir að hann hefði unniö bug á lyktinni. En það var aöeins stundarfró. Hversu sem hann ýrði úr glasinu, yfirgnæföi þó kattalyktin. Þegar flaskan var tæmd, urðu þau aö gera sér aö góöu að fleygja jólatrénu á dyr á miðju háheilögu jólakvöldinu. Það var ekki annað til bragðs að taka. A jóladagsmorguninn hafði Pinneberg farið snemma á fætur og gengið út i Litla dýragaröinn og stolið nokkrum lúkum af mold. Grenitréð, sem Pússer hafði tengt svo margar vonir við, átti að gróöursetjast i nýjum og betri jarðvegi. En fyrst og fremst dró það ekki hiö minnsta úr lyktinni, og auk þess þurfti Pinneberg ekki annaö en lita sem snöggvast á tréð til að sjá, að allir hinir tákn- rænu draumar Pússer höfðu verið byggðir á sandi. Maðurinn, sem selt hafði Pússer litla jólatréð með mörgum gifuryrtum fullyrðingum um það, að það hefði sprottið upp af fræi i jurtapottinum, hafði auðvitað svikið hana. Rótin var söguð af. Ekki ein einasta rótartægja var eftir, og Pinneberg fékk eitt af sinum venjulegu gremju- köstum, þegar hann sá á trénu greinileg verksummerki axar og sagar. Annars hafði desember mátt teljast góður mánuður. Þrátt fyr- ir jólaútgjöldin hafði hjónunum tekizt að halda sér við mánaðar- áætlunina. Þau voru bæði upp meðsér af þvi, byggðu hæstu loft- kastala um allt, sem þau gætu fengið sér, og það, sem i raun og veru væri hægt að spara á hverj- um mánuði. Hins vegar var janúar dapur og drungalega langur. Atalástæð- an var sú að Spannfuss, hinn nýi „skipulagningarmaður” hjá Mandel fór nú að láta til sin taka fyrir alvöru. Nú var tiltekin ákveðin fjárupphæð, sem hver einasti starfsmaður i verzluninni varð aö selja fyrir mánaðarlega. t karlmannafatadeildinni var mánaðarupphæðin hjá hverjum afgreiðslumanni nákvæmlega tuttugu sinnum hærri en mánaðarlaunin. Herra Spannfuss dró engar dul- ur á það, að hann væri harð- ánægður með þessa tilhögun. t velorðaðri smáræðu, sem hann hélt yfir starfsfólkinu, sem haföi veriö kvatt saman eftir lokunar- tima i einhverja samkundu, sem herra Spannfuss vildi ekki kalla óveglegra nafni en ráðstefnu, sýndi hann fram á það með alveg ótrúlegri röksnilld að breytingin á fyrirkomulaginu væri i rauninni aðeins gerð vegna hagsmuna, starfsfólksins sjálfs og af nær- gætni við það: „Herra^minir og dömur!” hafði hann sagt. „Upp frá þessu hafið þið hreint og beint stærðfræðilega og hávisindalega tryggingu fyrir þvi, að ykkur verði launað eftir verðleikum. Hér getur, ekki framar komið fyrir sú spilling, að starfsmaður njóti þess, að hann hefir komið sér inn á einhvern yfirmanninn. Enginn getur haft gagn af þvi héðan i frá að smjaðra eða skriða fyrir þeim, sem hærra eru settir. Sýnið méi sölubókina yðar og ég skal segja yður hver þér eruð”. Starfsfólkið hafði hlustað á alla þessa mælsku með þögn og þolin- mæði. Og, þegar „ráðstefnunni” var lokið var það varla, að nokkur starfsmannanna þyrði að láta það uppi við sinn bezta vin, hvaða álit hann hefði i raun og veru á Spannfuss og „skipulagningu” hans. Það var fyrst um janúar- lokin, þegar það varð uppvist,að Wendt blátt áfram seldi mögu- 'leikana til að fara fram úr þvi lágmarki, er honum var sett, að slæmur kurr tók að heyrast meðal búðarfólksins. Þetta varð á þennan hátt: Wendt hafði tekizt að selja fyrir þá upphæð, sem honum var sett sem lágmark, þann 25. i mánuð- inum. Hins vegar hafði Kessler dregizt það aftur úr, að þann 29. vantaði hann þrjú hundruð mörk til að ná sinu ákveðna marki. Enn var wendt svo heppinn að selja tvisvar fyrir hundrað mörk i röð, og þá stakk Kessler upp á þvi við hann, að Wendt fengi fimm mörk fyrir hvora upphæöina, ef hann vildi innfæra þær i sölubók Kesslers. Wendt hafði þegar fall- izt á þessa uppástungu. Meðal starfsfólksins ólgaði nú gremjan, þegar sýnt var til hvers skipulagning Spannfuss gat leitt. En þótt ótrúlegt megi virðast, hafði Sannfuss sjálfur komizt að svikunum. Hann setti lika upp hinn mesta myndugleikasvip og færði þar með starfsfólkinu nýja sönnun fyrir þvi, hve mjög hann bærihag þess fyrir brjósti. Wendt var tafarlaust rekinn fyrir það, að hafa notaö se’r neyð starfsbróður sins sér til ávinnings. Kessler fékk alvarlega aðvörun. Hann sagði meira að segja sjálfur hverjum sem hafa vildi, að að- vörunin hefði verið mjög alvar- leg. Af Pinneberg er þaö að segja, að hann náði sinu fyrirsetta lág- marki þrautalitið. „’.hafi þeir þaö bara eins og þeir vilja”, sagöi hann, „sama er mér”. Hann taldi sig enn þá einhvern bezta seljar- ann i búðinni, og honum var það máski ekki alveg ljóst, hvaða þýðingu það hafði haft, að janúar var útsölumánuður. Þar að auki höfðu allir talið vist og sjálfsagt, að lágmarkið yrði fært niður i febrúarmánuði, þó ekki væri af öðru en þvi, að i honum voru að- eins tuttugu og fjórir verzlunar- dagar, en janúar tuttugu og sjö dagar. Og auk þess byrjaði þá kyrrstaðan eftir ársútsöluna! Það var talað um þetta fram og aftur i hverri vörudeild. I karl- mannafatadeildinni voru jafnvel nokkrir svo hugrakkir, að þeir báru málið upp fyrir herra Spannfuss. ^Hann hlustaði á þá með sinu blíöasta brosi, en virtist lostinn undrun ogskelfingu, þegar honum varð ljóst.hvað þeir voru að fara. „Herrar minir!” sagði hann. „Mig tekur það mjög sárt, að heyra annað eins og þetta, þvi þetta ber svo átakanlega vott um bilandi traust á sjálfum sér. Þið megið umfram allt ekki van- treysta sjálfum ykkur eða meta sjálfa ykkur of litils. Þið eruð þegar búnir að sýna, hve auðvelt ykkur hefir veitzt, að fylgja hinu nýja skipulagi. Þér hafið lært að beita öllum hæfileikum yðar, orku og fjöri til þess að ná hinu ákveðna Iágmarki, tuttugu sinn- um hærri: upphæð, en launin. Þá hljótið þið að sjá það sjálfir, að minnsta tilslökun hlýtur að draga úr afköstum ykkar. Það myndi verða sjálfum ykkur til tjóns — og það get ég með engu móti leyft”. Hugsjónamaðurinn, herra Spannfuss, virtist fráhverfur þvi aö draga dul á það, hve hjartan- Iega ánægöur hann var. Hefði hann haft augun opin, hefði kannske þaö ljós runniö upp fyrir honum, að hvorki starfsfólkið né viðskiptamenn verzlunarinnar höfðu orðiö jafn-gagnteknir af sömu hrifningu. Það hlaut að fara eins og það fór. Vöruhús Mandels breyttist hreint og beint i veiðiskóg, sem enginn viöskiptamaður gat stung- ið nefinu inn i án þess að kapp- 1476 Lárétt 1) Náð.- 6) Ven,- 7) Röð,- 9) Röð. 10) Skyldrar,- 11) Bor.- 12) 51.- 13) Fæði,- 15) Samanvið,- Lóðrétt 1) Hátalari.- 2) Röð,- 3) Fræðsla- 4) Varðandi.- 5) Efni,- 8) Mann,- 9) Stofu.- 13) Útt.- 14) Greinir,- Ráðning á gátu No. 1475. Lárétt 1) Leysing.- 6) LLL.- 7) FG,- 9) NN,- 10) Truntan,- 11) Fá,- 12) MI.- 13) Aum.- 15) Ráðrikt.- Lóðrétt 1) Loftfar.- 2) Yl,- 3) Slyngur,- 4) II.- 5) Ginnist.- 8) Grá. 9) Nam,- 13) Að.- 14) Mi.- 1 fl [i R fr \* “ má KSr —— _ FÖSTUDAGUR 17. ágúst 7.00 Morgúnútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barn- anna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir endar siðustu sögur sínar af Gisla, Eiriki og Helga(3). Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða, Spjallaö viö bændur kl. 10.05. Morgunpoppkl. 10.25: West, Bruce & Laing og hljómsveitin Creedence Clearwater Revival flytja. Fréttirkl. 11.00. Tóniist eftir Sjostakovitsj: Sinfóniu- hljómsveitin i Lundúnum leikur „Gullöldina”, ballett- svitu op. 22 / Jascha Heifetz leikur „Danse fantastique” nr. 2 / Svjatoslav Rikhter leikur Prelúdiu og fúgu I gis- moll nr. 12 / Mstislav Rostropovitsj og Sinfóniu- hljómsveitin i Filadelfiu leika Sellókonsert i Es-dúr op. 107. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Meö sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Siödegissagan: „óþekkt nafn” eftir Finn Söeborg Þýðandinn, Halldór Stefánsson, les (4). 15.00 Miðdegistónleikar: Francois Thinat leikur á pianó Sónötu i es-moll eftir Paul Dukas. 15.45 Lesin dagskrá næstu viku. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Popphornið. 17.05 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Fréttaspegill 19.35 Spurt og svaraö Guðrún Guðlaugsdóttir leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Sinfóniskir tónleikar a. „Nætur I görðum Spánar” eftir Manuel de Falla. Artur Rubinstein og Sinfóniu- hljómsveitin i St. Louis leika: Vladimir Golsehmann stjórnar. b. Pianókonsert i G-dúr op. 60 eftir Mauric Ravel. Arturo Benedetti Micelangeli og hljómsveitin Philharmónia leika: Ettore Gracis stjórn- ar. Guðmundur Gilsson kynnir. 20.50 Vcttvangur 1 þættinum er fjallað um áfengismál unglinga. Umsjón: Sigmar B. Hauksson. 21.30 Útvarpssagan: 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Evjapistill 22.35 Draumvisur Sveinn Arnason og Sveinn Magnús- son sjá um þáttinn. 23.35 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ■ II iiBll Föstudagur 17. ágúst 1973. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Fóstbræöur. Brezkur sakamálaflokkur i léttum tón. Dauösfall i fjölskyld- unni. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 21.25. Aö uian. Fréttamyndir um erlend málefni. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 21.55 Fegurðarsamkeppni Aþenu. Bandarisk kvik- mynd um „Alheims-fegurð- arsamkeppnina” sem ný- lega var haldin i Grikklandi. Þýðandi Jón O. Edwald. 22.30 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.