Tíminn - 17.08.1973, Blaðsíða 17
Föstudagur 17. ágúst 1973.
TÍMINN
17
Landsliðið gegn Hollendingum hefur verið valið:
Jóhannes og Hermann
inn úr „kuldanum"
Hópferð
ÍBK til
Skotlands
íþróttabandalag Keflavikur
og Sportmenn IBK hafa
ákveðið að efna til hópferðar
til Skotlands i tilefni leiks
Keflvikinga gegn Hibernian i
UEFA keppni Evrópu. Leik-
urinn fer fram i Edinborg
miðvikudaginn 19. september
og hefur verið ákveðið að fara
til Skotlands 18. september og
dveljast þar til laugardaginn
22. september.
Farið verður með þotu
Flugfélags Islands og mun
ferðin kosta 8 þús. krónur,
meðhótelum mun ferðin kosta
um 12.500 þús. krónur. Leikur
Keflvikinga og Hibernian fer
fram á heimavelli Hib’ s i
Edinborg. Þá er áætlað að
horfa á einn leik i Glasgow
laugardaginn 22. september.
Þá leikur hið heimsfræga lið
Celtic gegn Morton i 1. deild-
inni skozku. Nánar verður
sagt frá ferðinni siðar.
-SOS.
Alf-Reykjavik. — tslenzka lands-
liðið i knattspyrnu, sem fær það
erfiða hlutverk að leika gegn Hol-
lendingum i HM 22. og 29. ágúst
hefur verið valið. t meginatriðum
er landsliðshópurinn obreyttur
frá siðasta landsleik, nema hvað
Hermanni Gunnarssyni og
Jóhannesi Eðvaldssyni úr Val
hefur verið bætt við.
Rætt hafði verið um það, að
Guðni Kjartansson, fyrirliði
Fram vann
Fram tryggði sér sæti i undan-
úrslitum Bikarkeppni KSt i gær-
kveldi með þvi að sigra Viking
3:0.
Staðan að venjulegum leiktima
var 0:0, en i framlengingunni (2 x
15 min.) skoruðu Framarar þrjú
mörk. Fyrst Elmar Geirsson,
siðan Jón Pétursson og loks Elm-
ar aftur.
landsliðsins myndi ekki fara með
liðinu til Hollans, en það mun hins
vegar afráðið að hann leiki með.
Að sjálfsögðu vekur mesta
athygli, að Hermann og Jóhannes
skuli valdir i hópinn. Sjálfsagt
hafa aðrar ástæður en þær, að
þeir hafi ekki getu á borð við aðra
landsliðsmenn, valdið þvi, að þeir
hafa verið ,,úti i kuldanum,”
þegar landsliðið var valið fyrr i
sumar. Það er ágætt, að þessir
tveir ágætu knattspyrnumenn,
skuli nú vera komnir i landsliðs-
hópinn, þvi að báðir eru keppnis-
vanir i erfiðum leikjum erlendis.
Landsliðshópurinn litur þá
þannig út:
Þorsteinn Ólafsson, Keflavik
Diðrik Ólafsson, Viking
Ólafur Sigurvinsson Vestm.
Astráður Gunnarsson, Keflav.
Einar Guðnason, Keflav.
Guðni Kjarta nsson ,Kefla v .
Marteinn Geirsson, Fram
Gisli Torfason, Keflav
Karl Hermannsson, Keflav
Guðgeir Leifsson Fram
Asgeir Eliasson, Fram
Jóhannes Eðvaldsson, Val
Matthias Hallgrimsson, Akran.
Elmar Geirsson, Fram
Asgeir Sigurvinsson, StandardL.
Ólafur Júliusson, Keflav.
Hermann Gunnarsson, Val
t stuttu viðtali við Hafstein
Guðmundsson, landsliðsnefndar-
mann, sagði hann, að óvist væri,
hvort leyfi fengist fyrir Asgeir
Sigurvinsson, en vonir stæðu þó
til þess.
íslandsmet
í kringlukasti:
Erlendur
kastaði
62.08 m
Erlendur Valdimarsson, ÍR, setti
nýtt glæsilegt islandsmet i
kringlukasti á móti á Melavellin-
um i gærkveldi. Hann kastaði
82.08 mctra, en það er 28 cm
lengra en gamla metið, sem hann
átti sjálfur, en það var 81,80
metrar og var sett fyrr i sumar.
KÁLIÐ EKKI
SOPIÐ, ÞÓ AÐ
í AUSUNA
SÉ KOMIÐ
BIKARSTEAAMING
— það máttu Akureyringar
reyna á miðvikudagskvöldið
I KEFLAVIK
FH-ingar veittu hinu sterka liði Keflvíkinga
en máttu þola 2:0 tap
FH-ingar sýndu hinu ósigrandi
Keflavikurliði enga minnimáttar-
kennd á miðvikudagskvöldið,
þegar liðin mættust i Keflavik i 8-
liða úrslitum bikarkeppninnar.
FH-ingar sóttu nær stöð-
ugt I byrjun leiksins, en áttu ekki
verulega hættuleg marktækifæri.
Sóknarleikur 2. deildarliðsins
stöðvaðist á hinni sterku Kefla-
vfkurvörn. Það var greinilegt að
leikurinn var bikarleikur — mikill
hraði og skemmtileg tilþrif lið-
anna kom stemmningu i leikinn.
Þótt að FH-ingar hafi sótt stift i
byrjun, voru það Keflvikingar
sem skoruðu fyrsta mark leiksins
á 30. min. fyrri hálfleiks — það
var Steinar Jóhannsson, sem
skoraði markið, sem var hans
þriðja bikarmark i sumar og 28.
mark hans á keppnistimabilinu.
Leikurinn var nokkuð jafn og
hefðu FH-ingar átt skilið að skora
mark i leiknum. Þeim tókst það
ekki, en aftur á móti bættu Kefl-
vikingar öðru marki við þegar 10
min. voru til leiksloka. Það var
Er hægt að bjóða
óhörðnuðum ung-
lingum upp ó
það, sem ekki er
talið boðlegt
fullorðnum?
Erboðlegt, að piltar i 4. aldursflokki, búsettir úti á landi, séu látnir
leika 5 leiki á fjórum dögum hér i höfuðborginni? Nei, auðvitað er það
ekki boðlegt, en þetta máttu piltarnir úr Tindastóli frá Sauðárkróki
reyna um síðustu helgi, þegar þeir komu til borgarinnar til að taka þátt
i úrslitakeppni 4. flokks i islandsmótinu í knattspyrnu.
Nánri tildrög eru þau, að piltarnir úr Tindastóli léku tvivegis gegn
FH og Huginn frá Seyðisfirði, þar sem félögin unni á vixl. Varð hvert
félag að leika fjóra leiki með öðrum orðum. Tindastóll, sigurvegari i
riðlinum, varð siðan að leika fimmta leikinn á fjórum dögum, þegar
það lék úrslitaleik gegn liðinu, sem sigraði i hinum riðlinum, Þrótti.
Örþreyttir piltarnir máttu sin að sjálfsögðu íitils i þýðingarmesta
leiknum, og Þróttur sigraði 6:0.
Það skal sérstaklega tekið fram, að Þróttur er vel að sigri i 4. aldurs-
flokki konjið, þvi að Þróttarar eiga bezta liðið. En það breytir þvi
ekki.að motanfnd KSt hefði mátt huga betur að piltunum frá Sauðár-
króki. Fullorðnir menn létu ekki bjóða sér upp á slikt álag að leika 5
leiki á fjórum dögum, og þá er það enn siður boðlegt ungum og ó-
hörðnuðum unglingum, hvað sem öllum sparnaðaráformum liður, en
sjálfsagt hefur það ráðið afstöðu mótanefndar i þessu tilviki að draga
úr ferðakostnaði.
Nánar verður sagt frá úrslitakeppni yngri flokkanna i blaðinu siðar,
og þá væntanlega birtar myndir af sigurvegurunum.
harða keppni,
hinn snjalli hornspyrnusér-
fræðingur, Ólafur Júliusson, sem
skoraði markið — að sjálfsögðu
úr hornspyrnu. Ólafur spyrnti vel
fyrir markið með innanfótar
snúning — knötturinn barst inn i
markteig, þar sem hann kom við
markvörð og þaðan i netið.
FH-liðið lék vel i leiknum og
hefðu sanngörn úrslit verið 2:1.—
tveggja marka munur var heldur
of mikið. Þorsteinn Ólafsson fékk
nóg að gera i markinu, og hann
varði mjög vel. Keflavikurliðið
lék nokkuð undir getu og var eins
og leikmenn liðsins væru ekki
búnir að jafna sig eftir hið óvænta
jafntefli gegn Akureyri um
síðustu helgi.
Leikinn dæmdi Hinrik Lárusson
mjög illa og voru sumir dómar
hans, vægast sagt, furðulegir.
E.t.v. misstu Akureyringar af
sigri gcgn Akurnesingum i bikar-
keppninni á miðvikudagskvöld
fyrir þá sök, hve sigurvissir þeir
voru i hálfleik. Og hver láir þeim
það? Vissulega gaf staðan i liálf-
leik tilefni til bjartsýni. Allan
fyrri hálfleikinn höfðu þeir undir-
tökin og Eyjólfur Agústsson skor-
aði tvö falleg mörk, án þess, að
„þeim gulu” tækist að svara fyrir
sig.
En kálið er ekki sopið, þó að i
ausuna sé komið. A sama tima og
Akureyringar gengu sigurvissir
— og e.t.v. of kærulausir — til
leiks i siðari hálfleik, tviefldist
Akranes-liöið. Jón Gunnlaugsson
skoraði mark um miðjan hálfleik-
inn, og þegar rúmar tiu minútur
voru til leiksloka, jafnaði Hörður
Jóhannsson beint úr hornspyrnu,
2:2. Þarna sýndu Akurnesingar
vissulega gott keppnisskap. Ýms-
ir aðrir hefðu brotnað við það að
fá tvö mörk á sig.
t framlengingu tókst hvorugu
liðinu að skora mark, svo að liðin
verða að reyna með sér aftur. Fer
sá leikur fram á Akranesi.
Akureyrar-liðið var miklu siðra
i þessum leik en gegn Keflavik á
dögunum, fyrri hálfleikur að visu
þokkalegur, en siðari hálfleikur-
inn afleitur. Heldur voru leik-
menn hressari i bragði i fram-
lengingunni, en það dugði þeim þó
ekki til. Eyjólfur á hrós skilið fyr-
ir mörkin, enda þótt aðrir eigi
heiðurinn af undirbúningi þeirra.
Arni Stefánsson i markinu verður
vart sakaður um siðara markið,
sem kom úr hornspyrnu. Það
gerðist svo snöggt, að hann hafði
ekki ráðrúm til að staðsetja sig
almennilega.
Akranes-liðið var jafnt, helzt
ber að geta um þátt Jóns Gunn-
laugssonar, sem er traustur leik-
maður.
Skagamenn
mæta Akur-
eyringum
aftur í kvöld
Akranes og Akureyri leiða aftur
saman hesta sina i bikarkeppn-
inni i kvöid. Liðin gerðu jafntefii
2:2 á Akureyri á miðvikudags-
kvöldið. I kvöid leika liðin á Akra-
nesi og hefst leikurinn ki. 19.00.
Söfnun til styrktar fjöl-
skyldu Hauks heitins
Mönnum er i fersku minni hið
sviplega fráfall knattspyrnu-
mannsins Hauks Birgis
Haukssonar. Það er afar fátitt
að slik ógæfa dyni yfir, sem
bezt sést á þvi að sjóðir
irþóttahreyfingarinnar gera
ekki ráð fyrir bótagreiðslum
við dauða af völdum iþrótta-
iðkana, heldur einungis bóta-
greiðslum ef slys ber að hönd-
um.
Ung ekkja Hauks heitins,
Brynja Guðmundsdóttir, sem
nú stendur uppi með tvö börn
þeirra getur þvi ekki vænzt
stuðnings úr þeirri átt. Hún
getur heldur ekki vænzt stuðn-
ings frá lifeyrissjóðum, þar eð
maður hennar stóð fyrir litlum
einkarekstri og var ekki með-
limur i slikum sjóði. Þvi er
þaö að við undirritaöir
iþróttafréttamenn höfum
ákveðið að gangast fyrir fjár-
söfnun til styrktar Brynju, i
samráöi við félaga Hauks
heitins i knattspyrnudeild Ar-
manns. Það er einlæg von okk-
ar að landsmenn taki þessu
máli vel. Við viijum sérstak-
lega höfða til iþróttafólks, þvi
þetta mál stendur þvi næst.
Við erum þess fullvissir að það
vill einhvcr sjá um samskot á
næstu æfingu, eða þá i næsta
kappleik. Verið þess minnug
að svona slys gæti komiö fyrir
i hvaða iþróttahóp sem er og
þá er gott að geta vænzt hjálp-
ar alls iþróttafólks, hvar i fé-
lagi sem það stendur.
Söfnunin mun standa i ná-
kvæmlega þrjár vikur, frá
morgundeginum, þ.e. laugar-
deginum 18. ágúst tii sunnu-
dags 9. september. Afgreiðsl-
ur blaðanna taka við framlög-
um i söfnunina.
Með iþróttakveðju,
Sigtryggur Sigtryggsson, Al-
þýðublaðinu, Steinar J. Lúð-
víksson, Morgunblaðinu, Sig-
urdór Sigurdórsson, Þjóðvilj-
anum, Alfreð Þorsteinsson,
Timanum, Hallur Sfmonar-
son, Visi, Agúst I. Jónsson,
Morgunblaðinu, Sigmundur Ó.
Steinarsson, Timanum.