Tíminn - 17.08.1973, Blaðsíða 2
2
TÍMINN
Föstudagur 17. ágúst 1973.
Amerísk bogaskemma
til sölu, tilbúin til uppsetningar. Stærð
12,75x ca. 28 m.
Upplýsingar á kvöldin i sima 4-02-63.
Horfinn hestur
Aðfaranótt 30. mai s.l. hvarf hestur,
venjulega kallaður „Fóstri” úr heima-
högum i Höfða, Biskupstungum.
Hesturinn er ljósjarpur að lit, sérlega
spakur og heimakær. Mark sneitt aftan
hægra og biti framan bæði. Frekar litið
fax. — Nánari uppl. veita Magnús Vig-
lundsson, Austurstræti 17, simar 13057 og
41523, og Ómar Guðjónsson, Höfða, simi
um Aratungu.
FORD BRONCO
Allar gerðir af Ford Bronco, árgerð 1073
eru nú uppseldar
Næsta sending af Ford Bronco, árgerð 1074, vænt-
anleg i október.
í nóvember n.k. munum við fá
sendingu af 1974 árgerð
Ford Bronco, 6 cyl. með stærri vél, krómlistum,
hjólkoppum, klæðningu i toppi, varahjólsfestingu og
framdrifslokum.
Verð kr. 625.000,00
Ford Bronco, 8. cyl. með vökvastýri og sama
útbúnaði.
Verð kr. 665.000,00
Athugið, að við getum boðið Ford Bronco, árgerð
1974 án aukabúnaðar, fyrir
kr. 585.000,00
Bílar þessir verða til afgreiðslu
í nóvember/desember n.k.
FORD
SVEINN
EGILSSON HF
FORD HÚSINU SKEIFUNN117 SÍMI 85100
Er hugmyndin ný?
Hr. ritstjóri:
1 blaði yðar snemma i sumar og
aftur miðvikudaginn 18. júli sl., er
sagt frá „nýrri” gerð af súrheys-
turnum, sem verið sé að reisa
austur i Árnessýslu. t tilefni þess-
arar „nýjungar” vil ég benda á
eftirfarandi:
Sumarið 1971 teiknaði ég og
smiðaði módel af súrheysturni,
sem ég hugsaði mér að smiðaður
yrði úr járni eða áli. Hugmynd
þessa sýndi ég m.a. bændum og
framámönnum i landbúnaði hér i
Borgarfirði til að fá umsögn
þeirra um slika turna. Það furðu-
lega skeði, að þessir góðu menn
sáu ekkert merkilegt við þessa
hugmynd og töldu henni flest til
foráttu.
Þá súrheysturna, sem byggðir
hafa verið á Islandi á liðnum ár-
um og eins þá, sem byggðir eru
þessa dagana austur i Árnes-
sýslu tel ég vera misheppnaða að
mörgu leyti. Þegar farið er um
ýmsar sveitir þessa lands, þá
verða á vegi manns mörg bænda-
býlin, sem farið hafa i eyði. Á
mörgum þeirra bæja er allvel,
byggt, þar á meðal peningshús og
súrheysturnar.
Væri nú ekki heillavænlegri
þróun i byggingamálum sveita,
að byggja súrheysturnana og
peningshúsin þannig, að bóndi,
sem hættir búskap eða breytir bú-
skaparháttum, geti tekið nefndar
byggingar i sundur og komið
þeim i fé, i stað þess að láta þær
grotna niður eða ryðga i sundur,
landinu og bændum sjálfum til
skammar?
Það er furðulegt, að þau sam-
tök, sem eiga að sjá um hagsmuni
bændastéttarinnar og hafa á sin-
um snærum sprenglærða ráðu-
nauta, skuli ekki vera fyrir löngu
búin að koma auga á þá vitleysu,
sem einkennir þessi mál öll.
Það er engin nýjung að byggja
súrheysturna úr járni eða áli, en
það er löngu úrelt að sjóða þá
saman eins og venjulega oliu-
tanka. Við höfum fyrir nóg af
minnisvörðum um þær misfellur,
sem orðið hafa á i byggingamál-
um sveitanna, þótt þessu sé ekki
haldið áfram.
Borgarnesi, 7. ág. 1973.
Magnús Thorvaldsson.
Lokað eftir hádegi
i dag vegna jarðarfarar Mariu Niels-
dóttur.
Belgjagerðin.
IÐNSKÓLINN í REYKJAVÍK
Nemendum, sem stunda eiga nám i 2.
bekk á fyrstu námsönn, en hafa ekki lokið
1. bekkjar prófum með fullnægjandi
árangri gefst kostur á að endurtaka próf
dagana 23.-27. ágúst.
Innritun fer fram i skrifstofu skólans
20.-22. ágúst.
Skólastjóri.
SOLIIM
með djúpum slitmiklum munstrum.
Tökum fulla óbyrgð á sólningunni.
Hjólbarðaviðgerðir.
Vörubílamunstur — Fóklsbílamunstur — Snjómunstur — Jeppamunstur.
BARÐINNf
ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501
VORUBILSTJORAR
Nýtt mynstur
Slitmikið mynstur
Mynstrið sem gefur beztu endinguna,
ásamt mjög góðum spyrnueiginleikum
Sólum stærðir:
1100 x 20 —1000 x 20 — 900 x 20 — 825 x 20
750x16
SOLNING H.F.
Reykjavik — Höfðatúni 8 — Simi 1-12-20
Kópavogi — Nýbýlavegi 4 — Simi 43988.