Tíminn - 28.08.1973, Síða 4
4
TÍMINN
Þriöjudagur 28. ágúst 1973,
Verzlun í Moskvu
Ibúafjöldi Moskvu nálgast sjö
og hálfa milljón og verzlunar-
netið stækkar i hlutfalli við
þessa þróun. Nikolæ Trebúkov
yfirmaður verzlunarkerfisins i
Moskvu segir að dagleg velta sé
36 milljón rúblur i höfuðborg-
inni, Á tveim undanförnum ár-
um hafa verið opnaðar 400 nýjar
verzlanir, þar sem einkum eru
seldar matvörur og aðrar nauð-
synjavörur. Kjörbúðum fjölgar
stöðugt. Að meðaltali eru við-
skiptavinir i kjörbúðum 16 þús..
Vöruveltan i smásölubúðum
eykst stöðugt. Nýlega var hald-
in ráðstefna i Moskvu um mark-
aðsvandamál og eftirspurn og
það kom i ljós að eftirspurnin
eftir ýmsum neyzluvörum hefur
aukizt mikið bæði i Moskvu og i
dreifbýlinu. Þar sem vöruverðið
er stöðugt og liggur við að það
lækki, er aukin velta skýrt dæmi
um betri lifskjör.
Stafrófskver d 58 tungumólum
Þegar yngstu sovézku börmn
koma i skólann i fyrsta sinn fá
þau afhenta sina fyrstu skóla-
bók — stafrófskverið. Það
kemur út á hverju ári, i fjöl-
breyttum litum og á öllum 58
tungumálunum, sem kennsla
fer fram á i Sovétrikjunum.
Stærsta upplagið er auðvitað á
rússnesku, 3.4 milljónir og en
minnsta upplagið er ekki fyrir
þúsund eintök fyrir smáþjóðar-
brot, sem búa i nyrstu héruðun-
um. A hverju ári eru prentaðar
um það bil 2000 nýjar skóla-
bækur i Sovétrikjunum, alls 300
milljón eintök. 12 bókaforlög
sinna eingöngu þessari útgáfu.
Erfir ekkert
heldur viljað leyfa þeim að eig-
ast, en að þetta kæmi fyrir.
Hann uppfyllti þá siðustu ósk
sonarins, að senda einkaþotu
eftir Fionu að sjúkrabeðnum.
En þó að hún fái engan arf, kær-
ir hún sig kollótta, þvi hún á
yfrið nóga peninga sjálf og var
aldrei með Alexander af þvi
hann var rikur erfingi. Hér er
hún á gangi með einhverjum
manni, sem við kunnum engin
skil á.
¥
skilja. Það gera þau sem góðir
vinir, en skilnaðurinn verður
henni dýr. Hún hefur sem sé lof-
að að láta Harry eftir helming-
inn af auðæfum sinum. Þau eiga
saman sjö ára gamlan son,
Christopher, sem verður hjá
móður sinni.
Fiona von Thyssen, sem i mörg
ár hafði verið trúlofuð Alexand-
er, syni Onassis, erfir ekki
grænan eyri eftir hann. Pabbi
gamli Onassis var litt hrifinn
af sambandinu og bar þvi við að
það væri vegna þess að Fiona
var einum 17 árum eldri en son-
ur hans. En þau héldu alltaf
saman og það var ekki fyrr en
eftir að gamli maðurinn var bú-
inn að missa einkason sinn, að
hann lýsti þvi yfir, að hann hefði
¥
Loks skilja þau
Eftir átta ára meira og minna
brösótt hjónaband, sem ótal
sinnum hefur verið sagt búið,
hafa þau Homy Schneider og
Harry Meyen loks ákveðið að
DENNI
DÆAAALAUSI
Veiztu hvað ég ætla að verða,
þegar ég verð stór. Enn meiri
vandræðagemlingur.