Tíminn - 28.08.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 28.08.1973, Blaðsíða 9
Þriöjudagur 28. ágúst 1973. TíklNN 9° Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Askriftagjald 300 kr. á mánuði innan lands,- i lausasöiu 18 kr. eintakið. Blaðaprent h.f ------ '____________________________________, Leikið tveim skjöldum Innan skamms munu hefjast viðræður milli verkalýðssamtakanna og atvinnurekenda um nýja kaupsamninga, þar sem gildandi samn- ingar renna út i haust. Að sjálfsögðu er hafin af beggja hálfu undirbúningur að þessari samningagerð og rikisstjórnin fylgist einnig vel með og mun gera sitt til að stuðla að þvi, að samkomulag náist, án þess að til átaka þurfi að koma. Það er ekki nema eðlilegt, að stjórnarand- staðan fylgist einnig vel með þessari samn- ingagerð og vilji koma þar nokkuð við sögu. Þegar bendir lika margt til, að framlag hennar muni verða með nokkuð sérstökum hætti. Þannig birtir aðalblað stjórnarand- stöðunnar, Morgunblaðið, forustugrein á sunnudaginn var um kröfugerð verkalýðs- félaganna. Þar er látin i ljós mikil samúð með láglaunafólki og sagt, að hlutur þess hafi farið versnandi siðan núv. rikisstjórn kom til valda. Mbl. krefst þvi, að verkalýðsfélögin geri rif- legar kröfur fyrir hönd þess. I sunnudagsbréfi blaðsins, sem birtist i sömu opnu og forustu- greinin, er látið að þvi liggja, að leiðtogar verkalýðsfélaganna eigi að krefjast 20% kjarabótar sem rikisstjórnin hafi lofað, en Mbl. telur að hún hafi ekki efnt. Af þessum skrifum má marka, að Mbl. ætlar að gerast öflugt verkalýðsblað i sambandi við þa' kaupsamninga, sem eru framundan. En þetta er ekki öll sagan varðandi skrif Mbl. um þessi mál. Jafnhliða þvi, sem Mbl. vottar láglaunafólkinu samúð, tjáir það ann- arri stétt enn eindregnar samúð sina en það eru atvinnurekendur. —-Mbl. á ekki nógu sterk orð til að lýsa þvi, hve kauphækkanir siðustu mánaða hafa gengið nærri atvinnurekendum og sé þvi þegar um hallarekstur að ræða hjá mörgum þeirra. Þess vegna komi ekki til mála að auka byrðar þeirra með nýjum kauphækk- unum hjá láglaunafólki. Þannig hrópar nú Mbl. þegar það snýr til launafólks: Krefjist mikilla kjarabóta, þegar það snýr sér að atvinnurekendum: Engar kauphækkanir! Vafalaust munu þessi skrif Mbl. færast i aukana eftir að nær dregur samningagerðinni og þó einkum eftir að hún hefst. Þau munu verða þjóðinni glögg visbending um, að stjórnarandstaðan ætlar sér annan þátt i þessum málum en að greiða fyrir sam- komulagi. En eftir er að sjá, hvort það muni auka veg hennar og tiltrú. Oft hefur misheppnazt að leika tveim skjöldum. . og Pravda í heimsblöðunum hefur tvennt borið efst i fréttum að undanförnu. Annað er Watergate- málið, en hitt eru miklar verðhækkanir hvar- vetna um heim. í þvi sambandi hefur kunnur Sjálfstæðisflokksmaður sagt, að tvennt væri likt með tveimur blöðum, sem bæði telja sig fullkomin fréttablöð: — Pravda minnist aldrei á Watergatemálið, en Mbl. minnist aldrei á verðhækkanir erlendis. Eitthvað virðist þvi sameiginlegt með fréttamennsku þessara merku blaða Þ.Þ. Forustugrein úr The Economist: Sigur Araba í Öryggis- ráðinu er minni en sýnist Samhljóða ályktun ráðsins hefur minna gildi en ætla mætti í fljótu bragði ARABAR eru búnir að læra ýmislegt um Sameinuðu þjóð- irnar og munu þvi ekki leggja sérlega mikið upp úr sigri slnum i öryggisráðinu um daginn. Nýlunda var fyrir þá aö sjá alla 15 fulltrúana, jafnvel fulltrúa Bandarikj- anna, fordæma Israelsmenn fyrir að neyða Caravelleþot- una til að lenda 10. ágúst, leita I henni að skæruliðum og afhenda Libanonsmönnum hana aftur að þvi loknu. Þeim var þetta viðlika mikil nýlunda og að sjá arabiska farþegavél á leið frá Libýu verða flugvélarræningjum að bráð rétt á eftir. Israelsmenn virðast standa einir og yfirgefnir eftir þessa einróma samþykkt i öryggis- ráðinu. Það þýðir einnig auk- inn skilning Araba á afstöðu Sameinuðu þjóðanna að þeir kröfðust ekki samþykktar, sem kvæði á um refsingu auk fordæmingarinnar, en þá hefðu Bandarikjamenn beitt neitunarvaldi sinu gegn samþykktinni. ÖRYGGISRÁÐIÐ hefir að undanförnu gerzt sams konar samkunda og Allsherjar- þingiö, að minnsta kosti hvað Israel áhrærir. Það er sam- koma, þar sem atkvæði eru ekki sföur greidd vegna svips- ins, sem atkvæðagreiðslan ber, en til þess að hafa raun- veruleg áhrif, eða ekki siður til þess að gleöja vini sina, eða forðast að minnsta kosti að styggja þá, en til þess að fella raunverulegan dóm um rétt eða rangt i máli þvi, sem um er fjallað. Arabar skipta Vestur- Evrópumenn máli — og Bandarikjamenn i auknum mæli — vegna þess, að þeir eiga oliu. Margar rikisstjórnir — þar á meðal rikisstjórn Bretlands — hafa þvi komið auga á, að atkvæöagreiöslur fulltrúa þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum er ein aðferöin til þess að halda vináttu við Araba, einkum þó meðan treysta má á, að Bandarikja- menn hindri hverja þá samþykkt, sem yröi Israelsmönnum til verulegs miska. Þetta hefir þann galla, aö það eykur á áhugaleysi manna á Sameinuðu þjóöun- um. Arabar ættu eigi að siður að minnast þess og gera ekki of mikið úr samþykkt öryggisráösins um daginn. HEITA má, að unnt sé að beita alþjóðalögum til hvers sem er. israelsmenn hefðu þvi jafnvel getað lagt fram rök- semdir til varnar þvi, hvernig þeir fóru með farþegaþotuna, ef þeir hefðu viljað. Flugfélag i Irak haföi þotuna á leigu og þangað var hún að fara, en stjórn Iraks segist eiga I styrjöld viö Israelsmenn. Stjórnir rikja, sem eiga i styrjöld, vita vel, aö and- stæöingarnir taka skip þeirra stundum á sitt vald og leita i þeim. Ekki er alls kostar fjar- stætt að yfirfæra þennan möguleika með skip yfir á flugvélar, jafnvel þó að sýnilega sé áhættusamara að trufla farþegaflugvél en að skipa skipstjóra aö nema staöar. Sá annmarki er þarna á, aö Libanonsmenn segjast ekki eiga i styrjöld við Israelsmenn, en aðförin aö vélinni virðist hafa verið hafin i lofthelgi Libanons. Libanons- menn hafa hins vegar ekki gert neinar ráðstafanir gegn skæruliðum, sem hafa aöal- bækistöðvar i landi þeirra, og lita mætti svo á, að hlutleysi þeirra væri þar með undir- orpið vafa. Libanonsmenn hefðu vissulega átt að aðhaf- ast eitthvað fyrir alllöngu gegn dr. Habash, en Israelsmenn voru fyrst og fremst að leita hans. Liðsmenn dr. Habash hafa skipulagt mörg þeirra flug- vélarána, sem framin hafa verið siðastliöin fjögur ár, og sama er að segja um mann- drápin i Lyddai fyrra. Hann fullyrðir að visu, að hann sé orðinn andvigur þess konar hryðjuverkum, en sú stað- hæfing getur varla talizt sann- færandi fyrri en hann agar þá undirmenn sina, sem aðra af- stöðu taka. ÞETTA sem talið var hér á undan, hefði mátt nota sem undirstöðu að vörnum Israels i deilum um flugvélartökuna. En Israelsmenn gerðu ekki minnstu tilraun til þess. Dayan varnamálaráöherra Israels sagði aftur á móti, að honum væri vel ljóst, að Israelsmenn hefðu með fram- komu sinni brotið reglur i augum flestra, og lét sér nægja að bæta við, að þeir hefðu ekki átt annars kost. Dayan varnamálaráðherra mun komast að raun um, að flestum fellur þessi röksemd betur en tilraun til þess að feta einhvern krákustig um jarð- sprengjusvæði alþjóöalaga. Meginþorri manna i Evrópu og Bandarikjunum hefðu sennilega einkum tvennt fram að færa um töku farþega- þotunnar, hvað sem hinum liður, sem þurfa að reikna út áhrif atkvæðagreiðslunnar i öryggisráðinu. HIÐ fyrra er, að ef Israels- menn hafi brotiö reglur með þvi að neyða þotuna til að lenda, ætti ekki að koma fram við þá á annan veg en aöra, sem brotið hafa hinar sömu reglur. Atburöir sem þessir gleymast furðu fljótt, en þó er ekki gleymt enn, að rikisstjórn Libýu lét neyða brezka farþegaþotu til þess að lenda i Benghazi árið 1971 að viö- lagðri hótun um að skjóta hana niður. Siðan voru fjar- lægðir tveir Súdanmenn úr hópi farþega, sendir heim og skotnir þegar þangað kom. Ekki er heldur gleymt, að franskar orrustuflugvélar neyddu farþegaflugvél frá Marokko, til þess að lenda á flugvelli, sem frakkar réðu yfir, en Ben Bella var farþegi i þessari vél og honum vildu Frakkar ná. Arið 1967 var frezkri farþegaflugvél, sem flutti Tshombe fyrrverandi forsætisráðherra i Kongó, beint til Alsir. Rikisstjórn Alsirs hefir ef til vill ekki borið ábyrgð á flugvélartökunni, en hún hafði Tshombe i haldi unz hann lézt. Töku allra þessara flugvéla var andmælt, en engin þeirra fordæmd i öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og ekki einu sinni til þess leitað i sambandi við þæir. Það er talið skera úr um nýtileika lagak, að þeim sé ávallt beitt eins við sama brot. Sú hefir raunin ekki orðið um flug- vélatökurnar, og Israelsmenn heföu fullan rétt til að benda á það. HIÐ siðara, sem þorri manna i Evrópu og Banda- rikjunum vildi segja i sambandi við töku Caravelle- þotunnar er þetta: Sjálfsag- inn, sem þeir ætlast til að ísraelsmenn beiti i viðureign sinni við hermdarverkamenn, sem hafi höfuðstöðvar sinar i öðrum löndum, fari eftir þvi, hvað heimurinn hafist að til þess að binda endi á hermdar- verk. Kenningin segir, að siðan Sameinuðu þjóðirnar urðu til, eigi engri einstakri þjóð að liöast að ,,taka lögin i sinar hendur” i þessum málum, eins og Sir Donald Maitland komst að oröi i umræðunum i öryggisráðinu um Caravelle- þotuna, þar sem nú sé til alþjóðakerfi til þess að bregðast við á réttan hátt. Sá hængur er þó þarna á, að þegar hin nýja tegund hermdarverka á i hlut er sem hið alþjóðlega kerfi gangi allt á afturfótunum. SAMEINUÐU þjóðirnar skipuðu nefnd eftir morðin i Munchen i fyrra. Hún hefir ekki einu sinni komið sér saman um, hvaða skýrslu hún eigi að leggja fyrir Allsherjar- þing Sameinuðu þjóðanna i ár. Alþjóðasamtökum um farþegaflug verður sennilega gefinn kostur á að taka við nýjum reglum, sem kveða á um refsingu þeirra rikja, sem liða flugvélarræningjum að lenda á flugvöllum sinum, en refsa þeim siðan ekki né framselja þá. Þetta er ágæt hugmynd en ekki annað enn sem komið er. Og enn er alls óvist, að hún fái nægilegt fylgi hjá alþjóðasam- tökum um farþegaflug til þess aö verða viöurkennd sem regla. Ekki er heldur vist, að vilji reynist til þess að fyl?ja henni fram, jafnvel þó að hún verði samþykkt formlega. Israelsmenn hafa bent á, að meirihluti arabiskra hermdarverkamanna, sem handteknir hafa veriö i Vestur-Evrópu, hafi siöar verið sleppt lausum i kyrrþey án þess að koma fyrir rétt. Ný samþykkt um viðurlög við flugvélaránum gæti runnið út i sama sandinn. EIGI að eftirláta alþjóðlegu eftirliti aö fást við hermdar- verkamenn verður það eftirlit að sýna einhverjar athafnir og þær veröa að vera óhlut- drægar. Þetta tvennt myndu flestir fallast á, það er að segja aðrir en þeir, sem hátt eöa i hljóði aðhyllast hermdarverk og telja þau þjóna sinum málstað, og þeir eru næsta margir. Þetta eru þó ekki einu atriðin, sem rikis- stjórnir þurfa að hafa i huga, þegar þær láta fulltrúa sina greiða atkvæði hjá Sameinuðu þjóðunum. önnur atriöi, sem áhrif hafa á afstöðu rikisstjórna, eru sýnilega ærin, og engin ástæða til að skammast sin fyrir þau. Þau eru ekkert annað en fylgi- fiskar annarra viðfangsefna. Meginviðfangsefni við at- kvæöagreiðslur hjá Samein- uðu þjóðunum er blátt áfram stjórnmál, með þeim mála- miölunum, yfirvarpi, hrossa- kaupum og hálfsannleika, sem þeim er áskapað. Atkvæða- greiðslurnar eru i minna mæli lagaleg leit að óhlutdrægum dómi, — og meira að segja minnkandi mæli. Engum skynsamlegum tilgangi þjónar að rugla þessu tvennu saman. En engu að siðurer þörf að benda á, hvers vegna fulltrúar greiða stundum atkvæði á þann hátt, sem raun ber vitni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.