Tíminn - 28.08.1973, Qupperneq 13
Þriðjudagur 28. ágúst 1973.
TÍMINN
13
Sólaóir
hjólbaróar
til sölu á ýmsar stærðir fólksbíla.
Mjög hagstætt verð.
Full óbyrgð tekin á sólningunni.
Sendum um allt land gegn póstkröfu
ÁRMOLA 7 SÍMI 30501 REYKJAVfK,
Hákarli stoliðá Djúpavogi
SB—Reykjavik Margvislegar
framkvæmdir standa nú yfir á
Djúpavogi. Er þar m.a. verið að
skipta um jarðveg i götum kaup-
túnsins til undirbúnings oliu-
malarlagningar á 800 metra
kafla, sem hefjast á um mánaða-
mótin september-október. Þá er
verið að byrja á grunni undir
fyrsta áfanga nýs frystihúss, sem
vera á tilbúinn á næsta ári.
Gamla frystihúsið verður áfram
notað i sambandi við það nýja.
Einnig er verið að grafa fyrir
viðbyggingu við barnaskólann
þar sem sá gamli er sprunginn
Kostnaðarverð
heys 5.50-5.90
SANNVIRÐI heys i sumar er i
kringum 5.50-5.90, segir i greinar-
gerð, sem Ketill A. Hannesson,
forstöðumaður búreikningastofn-
unarinnar, hefur. 1 fyrra var hey-
verö talið 4.50, en siöan hefur
orðið á milli 26 og 28% hækkun á
veröi áburðar og vinnulaunum,
en það eru liöið, sem mjög hljóta
að hækka heyverð.
X' hverju jári rikir vafi um það
frain eftir sumri, hversu hátt
heyverð skuli vera, mörgum til
óhagræðis, er stunda heysölu. Fer
þá svo, að heyverð stigur mjög,
þegar heyfengur er rýr, en fellur i
góðum heyskaparárum.
Nú hefur bæði verið auglýst
eftir heyi og hey verið boöiö til
kaups, og ber stórlega á milli um
þaö verð, sem þá er nefnt. Veldur
þetta áreiðanlega oft verulegu
misræmi i þessum viöskiptum.
Heyverð það, sem nefnt er hér
að framan, er að sjálfsögðu út-
reiknað kostnaðarverð, en á
engan hátt ákvörðunarverð, og
getur þess vegna aðeins verið til
leiðsagnar.
Bókavörður
Bæjar og héraðsbókasafnið i Hafnarfirði
óskar að ráða bókavörð með próf i bóka-
safnsfræðum frá 1. október n.k.
Til greina kemur karl eða kona með
starfsreynslu i bókasafni eða góða al-
menna menntun.
Senda ber umsóknir fyrir 10. september til
undirritaðs sem veitir nánari upplýsingar.
Yfirbókavörður.
utan af börnunum. Enn má nefna
að verið er að byggja nýja þró við
sildarverksmiðjuna svo að allt
verður tilbúiö að taka á móti
loðnu um leið og hún lætur sjá sig.
Þá eru i smiðum tiu ibúðarhús og
er það með mesta móti.
Af öðrum tiðindum frá Djúpa-
vogi er það helzt að fyrir rúmum
mánuði var stolið talsverðu
magni af hákarli frá Stefáni
Aðalsteinssyni og hefur ekkert
spurzt til þýfisins, ekki einu sinni
fundist af þvi lyktin. Mun há-
karlinn vera verðmæti um 40
þúsund krónur.
Lionsmenn á Djúpavogi fóru
nýlega i feröalag með eldra fólkið
á staönum, inn i Stafafelisfjöll og
viðar. Komið var við i Stafafells-
kirkju og rakti sr. Trausti Péturs-
son prófastur á Djúpavogi þar
sögu staðarins og siðan var al-
mennur sálmasögur. Er þetta
fyrsta slik ferð, sem Lions-
klúbbúrinn efnir til, enda nýstofn-
aður.
— v I— Framkvæmir:
LXX IJ Járnsmíði - Rennismíði - Álsmíði
Vélaverkstæðið Véltak hfl
Dugguvogur 21 - Sími 86605- Reykjavík
M/s Gullberg NS 11
262 smálestir, byggt 1965, er til sölu.
Skipið er i ágætu standi! Veiðarfæri geta
fylgt i kaupum.
Nánari upplýsingar gefur skrifstofa min i
Iðnaðarbankahúsinu i Reykjavik.
Vilhjálmur Arnason, hrl.
Simar 2-46-35 og 1-63-07.
Útsalan heldur áfram í dag
KVEN- OG
BARNAFATADEILD: SKODEILD:
Kjólar
Peysur
Pils
Buxur
Blússur
Undirfatnaður
Herraskór
Kvenskór
Barnaskór
Stígvél
Strigaskór
Kuldaskór
HERRA- OG DRENGJASKYRTUR
Komið og gerið góð kaup